Tíminn - 30.09.1992, Blaðsíða 12
Áskriftarsími
Tímans er
686300
L0ND0N - NEW YORK - STOCKHOLM
DALLAS TOKYO
Kringlunni 8-12 Sími 689888
il
JU' HÖGG-
> DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
varahlutir
amarsbolða I - s. 67-6744
]
TVOFALDUR1. vinningur
Tímiiui
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPT. 1992
Vinnuverndarlöggjöfin gerir ráð fyrir minnst
einum frídegi í viku:
ASÍ og VSÍ
sömdu um
sunnudaginn
Þótt vinnuverndarlöggjöfin kveði á
um að það skuli vera minnst einn
frídagur í hverri viku, er ekki þar
með sagt að það skuli vera sunnu-
dagur. í kjarasamningum aðila
vinnumarkaðarins frá árinu 1981 er
hins vegar gengið út frá því að hann
sé sunnudagur að öllu jöfnu.
Eins og kunnugt er hefur stjórn
Verslunarmannafélags Reykjavíkur
farið þess á leit við Vinnueftirlit ríks-
ins að kanna hvort hvíldartíma-
ákvæði vinnuverndarlöggjafarinnar
séu brotin með sunnudagsopnun
verslana í Kringlunni. Á vegum
Vinnueftiurlitsins er unnið að þeirri
athugun og er niðurstöðu að vænta
von bráðar.
Guðmundur Eiríksson, forstöðu-
maður eftirlitsdeiidar Vinnueftirlits
ríkisins í Reykjavíkurumdæmi, segir
að samkvæmt löggjöfinni skuli
hvíldartími á sólarhring vera 10 tím-
ar. Frá því er þó undanþága vegna
Kennarasambandið
ályktar:
Aðför að
skólastarfi
Á fundi stjórnar Kennarasam-
bands íslands fyrir helgina var
samþykkt ályktun þar sem varað
er við þeim hugmyndum sem
kynntar hafa verið um virðisauka-
skatt á menningarstarfsemi, þar
með taldar íslenskar bækur.
Slík ákvörðun yrði til þess að
þrengja enn frekar fjárhag heimil-
anna í landinu og bitnaði harðast á
foreldrum barna og unglinga sem
stunda nám í grunnskólum og
framhaldsskólum. „Þannig yrði
enn vegið að þeim sem minnst
mega sín, í stað þess að afla tekna
með sérstakri skattlagningu á há
laun og fjármagnstekjur," segir
orðrétt í ályktuninni.
Þá kemur fram í þessari samþykkt
K.í. að það er eitt grundvallarskil-
yröi jafnréttis til náms að kostnaði
vegna námsgagna sé haldið í lág-
marki og að Námsgagnastofnun sé
ætlað að sjá grunnskólanemum
fyrir ókeypis námsgögnum. Því sé
skattheimta af þessu tagi í raun
ekki annað en skerðing á framlög-
um til stofnunarinnar sem tak-
marki þannig það úrval námsbóka
sem stofnunin geti boðið nemend-
um. Kostnaður vegna námsbóka-
kaupa framhaldsskólanema segir
K.í. að sé stór útgjaldaliður fyrir
fjölmörg heimili og því brýnt
hagsmunamál að þessum útgjalda-
lið sé haldið í lágmarki.
- BG
vaktavinnu þar sem kveðið er á um
að hvíldartíminn skuli ekki vera
minni en átta tímar.
Guðmundur segir að það sé stað-
reynd og tölfræðilega sannað að þar
sem hvíldartíminn er í lágmarki
virðist slysatíðni rísa. Hann segir að
forsendan fyrir öryggi og vellíðan
starfsmanna á vinnustað sé að þeir
gangi ekki þreyttir til vinnu. -grh
Stofnun fiskmarkaður á Akranesi hefur verið í deiglunni í 3 ár:
Tekur til starfa
í næsta mánuði
Stofnun flskmarkaðar á Akranesi hefur verið í deiglunni
í þijú ár en það er fyrst núna sem einhver skriður er
kominn á málið og er stefnt að því að markaðurinn taki
til starfa í næsta mánuði.
þeir til ferðaþjónustunnar, eflingu
smáiðnaðar í bænum en síðast en
ekki síst til gerðar jarðganga und-
ir Hvalfjörð.
Þeir bjartsýnustu gera ráð fyrir að
fiskmarkaðurinn geti selt allt að
sex þúsund tonn á ári, en hinir
hófsömu reikna þó frekar með
minna umfgangi til að byrja með.
Þótt óraunhæft sé að ætla að allur
sá afli fari til vinnslu í héraði, er
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra-
nesi, segir að stofhun fiskmarkað-
arins sé liður í þeirri viðleitni
heimamanna að efla atvinnu-
ástandið í bænum en eins og
kunnugt er hefur bæjarfélagið
ekki farið varhluta af atvinnuleys-
inu. Fyrir utan stofnun fiskmark-
aðarins sjá Skagamenn ýmsa
möguleika til að efla atvinnulífið á
staðnum og meðal annars horfa
Tímamynd Árnl Bjarna
Aðstandendur Kvennaathvarfsins kynna landssöfnunina í gær.
Aðstandendur Kvennaathvarfsins:
Þörfin fyrir nýtt
hús orðin brýn
Forsvarsmenn Kvennaathvarfsins
kynntu í gær fyrirhugaða lands-
söfnun til að fjármagna nýtt hús
fyrir athvarfið. Takmark þeirra er að
safna 13 miUjónum króna.
Föstudaginn 2. október ætla að-
standendur Kvennaathvarfsins að
hefja söfnunina með því að selja töl-
ur í átta mismundandi litum merkt-
ar Kvennaathvarfinu hverja á 200
kr. undir kjörorðinu ,AUir með
tölu.“ Tákmarkið er að þeirra sögn
að selja eina tölu á hverja fjögurra
mana íjölskyldu í landinu.
Kvennaathvarfið á nú tíu ára af-
mæli og hafa yfir 1600 konur og yfir
1100 böm komið í athvarfið. Ymis-
legt bendir til að í ár verði metað-
sókn að athvarfinu. Forsvarsmenn
söfnunarinnar segjast hafa fundið
hús sem fullnægi þörfum þeirra og
hafa þegar fest sér það með þeim fyr-
irvara að landsmenn taki því vel að
vera þátttakendur í óvenjulegri af-
mælisgjöf.
í máli söfnunarmanna kom fram
að konur með börn dveljast lengst í
athvarfinu. Komið hefur fyrir að níu
konur og tuttugu og böm hafi dval-
ist þar samtímis en í athvarfinu eru
sex svefnherbergi.
Samtök um Kvennaathvarf hafa
m.a. gefið út bækling þar sem ýmsar
fróðlega upplýsingar koma fram.
Þar segir að engar áreiðanlegar töl-
ur séu til um það hve útbreitt heim-
ilisofbeldi sé á íslandi en að víða sé
það einhver alvarlegasti glæpur
þjóðfélagsins og jafnframt sá sem
sjaldnast sé kærður. Þá kemur og
fram að ofbeldi fyrirfinnist í öllum
stéttum samfélagsins og að áfengi sé
aðeins haft um hönd í rúmlega 30%
þeirra tilvika sem valda því að konur
flýja í Kvennaathvarfið.
Meðalaldur kvenna sem koma nú í
athvarfið er 35 ár en var hærri fyrir
nokkrum árum. Elsta konan sem
komið hefur til dvalar var rúmlega
áttræð en sú yngsta 13 ára. Um 70%
kvenna sem hafa komið í athvarfið
hafa verið búsett á höfuðborgar-
svæðinu.
Þá virðast sumar konur koma oftar
en einu sinni því að árinu 1991
höfðu 38% þeirra sem þá komu
komið áður. -HÞ
engu að síður viðbúið að markað-
urinn muni efla fiskverkun á
svæðinu fyrir utan þau margföld-
unaráhrif sem starfsemi hans
mun hafa á aðrar atvinnugreinar.
Þegar áhugi heimamanna á
stofnun fiskmarkaðs vaknaði á ný
fyrir skömmu var fyrst rætt um að
það yrði í samstarfi við fiskmarkað
Breiðafjarðar í Ólafsvík og jafnvel
við Faxamarkað í Reykjavík. En
með vaxandi áhuga útgerðaraðila í
bænum og þá einkum trillukarla
varð sú skoðun ofan á að best væri
að reka hann sem sjálfstætt fyrir-
tæki. -grh
Magnús Steinþórsson, hót-
eleigandi í Englandi, safnar
hlutafé á íslandi til kaupa á
hóteli í London:
Hlutafé til
hótelkaupa
í Englandi
safnaó hér
Magnús Steinþórsson, hótel-
eigandi á Englandi, er að vinna
að stofnun hlutafélags sem
m.a. mun hafa það á stefnu-
skránni að kaupa hótel í Lond-
on. Magnús er nú, með aðstoð
lögfræðings síns, að safna
hlutafé hér heima á íslandi.
Hluthöfum verður boðinn af-
sláttur á gistirými í hótelinu.
Magnús hefur undanfarin fimm ár
rekið hótel, Manor House Hotel, í
gömlum herragarði, eins konar
kastala á suðurströnd Englands.
Herragarðurinn á sér merka sögu.
Nefna má að þar er rithöfundurinn
Agatha Christie fædd. Hún skrifaði
þar nokkrar af sínum bestu sögum.
Magnús segir að rekstur hótelsins
hafi gengið vel. Gestum hafi fjölg-
að margfalt frá því hann tók við
rekstrinum. Um 40% dvalargesta
eru íslendingar.
Nú hefur Magnús áhuga á að færa
út kvíarnar og stofna hlutafélag
um kaup á hóteli í London. Hug-
myndin er að greiða upp þau lán
sem hvíla á Manor House, en þau
eru að sögn Magnúsar lítil, og nota
hótelið til veðsetningar við kaup á
hóteli í London. Markmiðið er að fá
sem flesta einstaklinga til að kaupa
hlutafé, frekar en fáeina stóra að-
ila. Þessu markmiði hyggst hann
ná m.a. með því að afhenda hlut-
höfum sérstakt afsláttarkort sem
gildir á hótelinu. Hluthafi fengi
30% afslátt af gistirými.
Verðmæti Manor House Hotel er
um 200 milljónir króna. Verðmæti
hvers hlutabréfs verður 100 pund.
Markmiðið er að safna ekki lægri
upphæð í hlutafé en 20 milljónir
króna.
-EÓ