Tíminn - 30.09.1992, Qupperneq 4

Tíminn - 30.09.1992, Qupperneq 4
4 Tíminn Miðvikudagur 30. september 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fféttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þjóðin bíður við- bragða stjómvalda Þróun gjaldeyrismála í helstu viðskiptalöndum okkar í Evrópu veldur versnandi viðskiptakjörum í íslenskum sjávarútvegi. Þetta hefur ekki síst verið að koma í ljós nú síðustu daga, og sem dæmi má nefna að sterlingspundið hefur fallið um rúm 10% á síðustu 10 dögum. Um 25% af útflutningsafurðum íslendinga eru greidd í sterlingspundum, þannig að þetta eru mjög alvarleg tíðindi fyrir íslenska fiskvinnslu og útgerð. Þessar fréttir eru því alvarlegri fyrir þær sakir að þessar greinar búa við mjög slæm rekstrarskilyrði fyrir, ef sjófrystingin er undanskilin. Hér í blaðinu hefur þráfaldlega verið bent á þessi slæmu skilyrði bæði í forustugreinum og í öðrum skrifum. Sama hefur verið gert í öðrum fjölmiðlum og í umræðunni manna á meðal. Á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva, sem hald- inn var á Akranesi þann 18. september síðastliðinn, var ályktað um þennan vanda og þar segir meðal annars svo: „Sjávarútvegurinn batt miklar vonir við að það takist að skapa þær aðstæður í þjóðfélaginu að vextir gætu lækkað umtalsvert hér á landi. Þess- ar vonir hafa ekki gengið eftir og eru vextir hér á landi nú með því hæsta sem gerist í samkeppni- slöndum okkar.“ Ennfremur segir svo í ályktuninni: „Stjórnvöld verða að draga verulega úr kostnaðar- sköttum á atvinnuvegina. Vegur aðstöðugjaldið þar þyngst og kemur verst niður á þeim fyrirtækjum sem í mestum erfiðleikum eiga.“ Ekki verður séð að þessi ályktun, sem fjallar reynd- ar um miklu fleiri atriði heldur en hér er vitnað til, hafi hreyft við stjórnvöldum, þrátt fyrir það að á þeim 10 dögum, sem liðnir eru síðan hún var sam- þykkt, hafi skilyrði sjávarútvegsins versnað stórlega vegna gengisþróunar í nágrannalöndum okkar, sem eru jafnframt okkar helstu viðskiptalönd. Viðkvæðið er að minni verðbólga en í nágrannalöndunum bæti samkeppnisstöðu íslenskra atvinnuvega nægilega. Hér skal ekki dregið úr nauðsyn lítillar verðbólgu. Hitt er þó jafnvíst að það eitt að halda henni í skefj- um dugar hvergi nærri við þær aðstæður sem nú eru. Það er auðvitað langt í frá að við getum leitt þróunina í gjaldeyrismálum nágrannalandanna al- gjörlega hjá okkur, eins og við séum einir í heimin- um. Ganga verður í það að laga skilyrði sjávarút- vegsins með því að stuðla að lækkun kostnaðar í at- vinnugreininni. Ef það verður ekki gert, er borin von að fyrirtæki í sjávarútvegi hafi af það tímabil óstöðugleika, sem nú er, nema þá að setja alla físk- vinnslu á haf út með æmum fjárfestingum, sem fyr- irtækin eiga ekki til fyrir. Rólegheitin í þessu alvarlega máli eru með ólíkind- um. Þjóðin bíður eftir marktækum viðbrögðum stjórnvalda við þeirri ískyggilegu þróun í viðskipta- kjörunum, sem nú á sér stað. Glórulaus hlutaskiptin Járnblendiverksmiðjan á Grund- artanga verður að draga verulega úr framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar afurðanna og lé- legra markaðshorfa. Af sjálfu leiðir að segja þarf upp starfsfólki eins og í svo mörgum fyrirtækj- um öðrum sem svipað er ástatt fyrir. En fleira er gert til að létta undir rekstrinum og bálegri fjár- hagsstöðu. Kaupið er lækkað hjá launahæstu starfsmönnunum og hlýtur maður að gera ráð fyrir að það séu yfirmenn sem verða fyrir tekjurýrnuninni. Kaup þeirra er skert um 7% og segir það í raun harla lítið um fyrir hve miklum skakkaföllum yfírmennirnir verða þar sem ekki er gefið upp af hvaða upphæðum sjö prósentin eru dregin. Geta þeir því allt eins verið ágætlega haldnir þrátt fyrir einhverja launalækkun. En allavega er þarna einhver viðleitni í þá átt að létta undir með fyrirtækinu á erfiðum tím- um. Hásetahlutur-skip- stjórahlutur Það var og er viðtekin venja á ís- lenskum fiskiskipum að hluta- skipti séu á þann eina veg að há- seti hefur einn hlut og skipstjóri tvo. Fyrsti stýrimaður og fyrsti vélstjóri hafa einn og hálfan hlut og hlutur annarra yfirmanna er á milli hásetahlutar og hálfs ann- ars hlutar. Þarna þykir hæfilegt að skipstjóri hafi heímingi hærri laun en hásetinn en aðrir yfir- menn fjórðungi meira eða þriðj- ungi meira en sá sem minnst ber úr býtum um borð. Af sjálfu leið- ir að sá sem lægsta kaupið hefur er aldrei minna en hálfdrætting- ur á við þann sem hæst er laun- aður. Af fáum eða engum mönnum í íslensku þjóðfélagi er krafist meiri ábyrgðar í starfi en af skip- stjórnarmönnum. Þá er afkoma skipshafnar, skips og útgerðar að mjög miklu leyti undir hæfni og dugnaði skipstjóra komin. Fyrir að bera ábyrgð á afkomu áhafnar og útgerðar og stjórna því atvinnutæki sem er undir- staða þolanlegs mannlífs í land- inu þykir hæfilegt að skipstjóri hafi helmingi hærri laun en há- seti hans og er enginn ágreining- ur um þetta hvorki til sjós né lands. Hlutaskipti í landi í landi hafa stjórnendur stófn- ana og fyrirtækja allt að tíföld laun á við þá starfsmenn sína sem eru á lægstu töxtunum. Þetta á ekkert síður við opinbera starfsmenn og stjórnendur stofnana í opinberri eigu en þá sem vinna hjá hlutafélögum og öðrum einkafyrirtækjum, jafnvel sameignarfyrirtækjum. Alls kyns fulltrúar og stjórar og aðstoðar- þetta eða hitt, sem jafna má til stýrimanna og vél- stjóra til sjós í metorðastiga, hafa svo þreföld, sexföld eða áttföld laun þeirra sem lúta að lægri töxtum. Launakerfin í landi eru sem sagt allt öðrum lögmálum háð en til sjós og launastigar af allt öðrum heimi en tíðkast meðal þeirra sem sækja sjó og draga björgina inn í þjóðarbúið. Það vekur orðlausa undrun taxtafólks að sjá þegar verið er að upplýsa hvert sé kaup alls kyns þjóðfélagsbrodda, eins og tíðkast nokkuð í blöðum í seinni tíð. Þá hefur arfavitlaus Kjaradómurinn veitt ofurlitla innsýn í hverjar eru launatekjur íslensku no- menklaturunnar, eða þeirrar yf- irstéttar sem aldrei þreytist á að kyrja hve háskalegt það sé efna- hagslífi landsins ef kaup almúg- ans hækkar brotabrot yfír 1,7%. Viðleitni Ríkið er á hausnum og stofnan- ir þess fjárvana og velferðarkerf- ið riðar til falls vegna hallarekst- urs. Einkaframtakið kvartar og kveinar yfir samdrætti og ömur- legu efnahagslegu umhverfi og gjaldþrotin dynja yfir í öllum átt- um. Samt standa stofnanir og fyrir- tæki undir ofboðslegum launa- greiðslurn til yfirmanna sinna og gæludýra og þykir tífaldur hlut- ur ekki mikill á þeim bæjum. Það er alveg sama hve illa árar, ekki skal skerða laun og fríðindi nomenklaturunnar, sem er lagin að skera niður og draga saman hjá öllum nema sjálfri sér. Sú viðleitni sem sýnd er í Járn- blendiverksmiðjunni er góðra gjalda verð þótt ekki sé hún kannski stórbrotin því þótt þrjú- hundruðþúsundkrónaverkfræð- ingur lækki í 280 þúsund króna laun, er það fremur viljayfirlýs- ing en að það skipti nokkrum sköpum varðandi efnahag fyrir- tækisins. Ósvífni Starfshættir arfavitlausa Kjara- dómsins og viðbrögðin við hon- um sýna glöggt hve opinbert launakerfi í landi er fárán- legt og hve ósvífni þeirra sem komist hafa upp á lag með að skammta sjálfum sér tekjur er takmarka- laus. Viðmiðunarreglur eru allar út í hött og sjálfsánægðum frekju- döllum í hag. Launþegasamtök eru bæði viljalaus og máttlaus og eiga enga hlutdeild að samning- um um skiptingu arðsins nema að taka undir þegar taxtafólkið er hýrudregið. Það er helst að femínistar kveina einstöku sinnum, það er í þeim tilfellum að verið er að halda uppunum utan þess blendna karlaveldis sem íslenska nomenklaturan samanstendur af. Hagræðing og samdráttur há- launastéttanna er óhugsandi. Fyrr skal allt þjóðfélagið á haus- inn en að þær missi sjálfviljugar spón úr aski sínum eða láti af arfavitlausum samanburðarfræð- um sínum. Enn er eitt varðandi hlutaskipti til sjós sem er með öðrum brag en í landi. Það er að skipstjóri fær aðeins aflahlut. Ef hann fiskar ekki er hann engra launa verður. í landi er ekkert dregið af tíföld- um launum vondra stjómenda sem hafa enga eða litla burði til að reka stofnanir sínar eða fyrir- tæki. Þeir eru ábyrgðarlausir of- an í kaupið. Og aldrei er athugað hvaða þátt óeðlilegar launagreiðslur til stjómenda og yfirmanna eiga í rekstrarerfiðleikum stofnana og fyrirtækja. Það er tímabært að fara að hyggja að hlutaskiptum í þjóðfé- laginu og athuga hvort ekki má hagræða þar sem víðar. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.