Tíminn - 30.09.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.09.1992, Blaðsíða 5
Miövikudagur 30. september 1992 Tíminn 5 Hilmar Jónsson: Hefur Morgunblaðið tekið við hlutverki Þjóðviljans? í sumar barst mér í hendur bréf frá ritstjóra Morgunblaðsins, sem varpar Ijósi á menningarlega og pólitíska baráttu blaðsins á síðari árum. Undanfari bréfs Styrmis var skrifleg beiðni mín um að hluti af formála Arnórs Hannibalssonar við bók mína „Slagurinn við rauðu mafíuna**, sem út kom í vetur, yrði birtur í Morgunblaðinu ásamt kafla úr bókinni. Beiðni mín var rökstudd með tihi'san í rit- dóm Morgunblaðsins tun bókina 21.12.91 þar sem ritdómarinn, Guðmundur Heiðar, komst að því að ég væri geðveikur. Hvarvetna á byggðu bóli þykir sjálfsagt í blaðamennsku að mað- ur, sem á er ráðist, eigi kost á and- svari. Þetta sjálfsagða grundvallar- atriði er Morgunblaðið ekki tilbúið að veita, heldur kórónar ritstjór- inn siðleysið með því að segja að ritdómur Mbl. hafi alls ekki verið „neikvæður". Þrátt fyrir að sagn- fræðingurinn Guðmundur Heiðar brjóti í ritdómnum almennt sið- ferði með því að rökstyðja geðveik- iskenningu með tilvitnun, sem síðar var tekin til baka. Ef til vill hefur Styrmir alls ekki lesið bók- ina, sem hann er þó að fjalla um. Það er tímanna tákn að ein stærsta og viðamesta ritgerð bók- arinnar, „Kommúnismi í orði og á borði“, var birt í Morgunblaðinu 1955, þegar Valtýr Stefánsson var þar ritstjóri. Fyrir hana greiddi Valtýr 2 þúsund krónur, sem voru þá vafalítið með því hæsta sem blaðið greiddi í ritlaun. En hver er ástæða þess að ég er nú geðveikur? Látum sagnfræð- inginn tala: „Það er til dæmis eitt- hvað bogið við málflutninginn, þegar svo er komið að Jóhann Hjálmarsson er orðinn einn af höf- uðpaurum rauðu mafíunnar. Enda má skilja það á Hilmari, að hann sé í hópi óháðra rithöfunda, sem þurfi að slást við allt og alla,...“ Það er sem sagt stór ljóður á höfúndi að vera ekki flokksþræll. Þess vegna er hann réttdræpur. Þess vegna er hann geðveikur. Það er al- kunna hvar í flokk Jóhann Hjálm- arsson hefur skipað sér, hvort sem hann hefur verið ritdómari á Morgunblaðinu eða dómari um ís- lenskar bækur til verðlauna hjá Norðurlandaráði. Þar hefur hann aldrei gert ágreining við Heimi Pálsson eða aðra beitarhúsamenn Máls og menningar. Styrmir telur að þeir, sem komast til æðstu met- orða sem menningarvitar hjá Morgunblaðinu, séu látnir gjalda þess og þá sennilega af vinstri mönnum. Þetta er margföld lygi. Hefur Jóhann ekki verið sendur sem fulltrúi íslands vítt og breitt um heiminn stundum af Rithöf- undasambandinu eða Reykjavíkur- borg? Ég held hreinskilnislega sagt, að þá væri Jóhann hvergi nefndur nema af því að hann er Morgunblaðsmaður og trúnaðar- maður Matthíasar Johannessen. Þeir skeleggustu og þeir, sem viturlegast hafa bar- istgegn kommúnistum bœði á íslandi og annars staðar, kafa fœstir verið hœgri menn heldur óháð- ir ellegar oft vinstra meg- in við miðju: George Or- well, Silone, Koestler og Douglas Reed, Hér heima: Guðmundur Hagalín, Kristmann Guð- mundsson, Jónas frá Hriflu og Indriði G. Þor- steinsson. Það er eftirtektarvert hvemig Styrmir kynnir og skilgreinir Guð- mund Heiðar. Styrmir skrifar: „Sá ritdómari, sem fenginn var til þess að fjalla um bók þína, þ.e. Guð- mundur Heiðar Frímannsson, hef- ur árum saman starfað í samtök- um svonefndra frjálshyggju- manna. Samkvæmt minni gamal- dags skilgreiningu á slíkum hugtökum þýðir þetta, að Guð- mundur Heiðar er mikill hægri maður. Satt að segja veit ég ekki hvemig við hefðum getað valið rit- dómara, sem er líklegri til að eiga samleið með þér í lífsskoðunum en Guðmund Heiðar og þar með til þess að hafa skilning á verkum þínum. í mínum huga, er það eins fráleitt og nokkuð getur verið að halda því fram, að í þessu vali felist vinnubrögð af því tagi, sem Rússar eða Sóvétmenn stunduðu á vel- mektardögum þeirra." í þessari stuttu klausu blasir fá- fræðin við. Þeir skeleggustu og þeir, sem viturlegast hafa barist gegn kommúnistum bæði á ís- landi og annars staðar, hafa fæstir verið hægri menn heldur óháðir ellegar oft vinstra megin við miðju: George Orwell, Silone, Ko- estler og Douglas Reed. Hér heima: Guðmundur Hagalín, Kristmann Guðmundsson, Jónas Til bókmenntaskrifa hefur blaðið raðað að sér skribentum frá Al- þýðubandalaginu og ekkert blað hefur í seinni tíð hlaðið eins miklu lofí á höfuðpáfa hins rauða trúboðs hér á landi, svo sem Halldór Lax- ness, Þórberg og 68-kynslóðina. Þetta gerist þrátt fyrir uppljóstran- ir og stefnubreytingu Gorbasjoffs, enda Morgunblaðið lengi andstætt honum og umbótastefnu hans. Og nú skal hafín herferð gegn okkur, sem létum ekki blekkjast og reyndum að segja það sem við viss- um réttast í bókmenntum og þjóð- félagsmálum. Við berum sökina. Við erum geðveikir og kommún- istar og vitna ég þá til áðurnefndra ,Fá Islensk blöö, aö Þjóöviljanum undanskildum, hafa veriö eins glámskyggn á gang heimssögunnar og Morgunblaöiö. “ frá Hriflu og Indriði G. Þorsteins- son. Ég held því miður fyrir Styrmi að þá eigum við Guðmundur ákaf- lega lítið sameiginlegt. Mín frelsis- hugsjón er ekki og hefur aldrei verið eftirsókn eftir peningum. Frjálshyggjumenn aftur á móti setja ætíð samasemmerki milli gróða og frelsis og þetta er ein for- senda minnar lágu og lélegu ein- kunnar hjá Guðmundi Heiðari. Síðan klykkir Morgunblaðsrit- stjórinn út með þessari guðdóm- legu setningu: „Enginn höfundur getur gengið út frá því sem vísu að fá góðan dóm um bók hér í blað- inu.“ Er þetta ekki skrítla, Styrmir minn? Hvað um Matthías, Jóhann eða Hannes Pétursson eða mála- liða Heimis Pálssonar? Fá íslensk blöð, að Þjóðviljanum undanskildum, hafa verið eins glámskyggn á gang heimssögunn- ar og Morgunblaðið. Eða birti blaðið ekki með aðdáun sigra Hitl- ers í byrjun heimsstyrjaldarinnar á forsíðu? Það var ekki fyrr en líða tók á þann mikla hildarleik og halla tók undan fæti fyrir nasistum að Morgunblaðið söðlaði um. Staðfestingu þessa er meðal ann- ars að finna í styrjaldarbókum Þórs Whiteheads. Eini stjórnmálamað- urinn, sem Bretar báru traust til í upphafi hernáms íslands, var Jón- as frá Hriflu. Sami undirlægjuháttur undir er- lent vald hefur fylgt Morgunblað- inu áfram, samanber landhelgis- deiluna við Breta. orða Styrmis. Hvað er að gerast? Ónefndur, þekktur Morgunblaðsmaður hefur orðið: „Þeir hafa vonda samvisku. Vitandi vits hafa þeir verið að blekkja þjóðina. Þegar þeir eru gagnrýndir og það réttilega þá verða þeir reiðir og kalla gagnrýn- endur sína geðveika eða stalínista, eins og Matthías og Styrmir gera við þig. Þeir hafa snúist í and- hverfu sína og eru orðnir það sem þeir hugðust berjast gegn. Þeir eru meira að segja orðnir svo forstokk- aðir að neita að leiðrétta lygarnar, eins og þeir gerðu við þig. Frelsis- barátta er ekki til í huga Matthías- ar og Styrmis, heldur hvað er mér, blaðinu og flokknum fyrir bestu." Höfundur er ríthöfundur. Af markaði sælgætis í Vestur-Evrópu Að sælgætisiðnaði í Vestur-Evr- ópu virðist ekki kreppa. Frá miðj- um níunda áratugnum hefur t.d. sala rjómaíss aukist um 20% á Þýskalandi, 35% á Frakklandi og um 100% á Bretlandi. En helsti framleiðandi rjómaíss í Vestur- Evrópu hefur verið bresk-hol- lenska fyrirtækið Unilever, sem ís sinn hefur selt á Bretlandi undir heitinu Wall’s, á Þýskalandi undir heitinu Langnese, í Sviss undir heitinu Lusso-EIdorado, og hefur hlutdeild Unilevers í markaði rjómaíss í sumum vestur-evrópsk- um löndum verið allt að 80%. Mars, bandarískt fyrirtæki, at- hafnasamt í Evrópu, hefur gengið á þetta lagið, og með góðum ár- angri breytt lítillega nokkrum kunnum tegundum sínum: Milky Way, Bounty, Mars, Snickers. Og nýlega hefur það reist á Frakklandi sælgætisverksmiðju fyrir 70 millj- ónir $, sem árlega mun framleiða 50.000 tonn. Þá hefur Háagen- Dazs á síðustu árum haldið inn á vestur-evrópskan sælgætismarkað, en það fyrirtæki er í eigu Grand Metropolitan PCL, sem skráð er á Bretlandi. Það er nú að reisa sér verksmiðju á Frakklandi fyrir 60 milljónir $. En í fyrstu bauð það í Evrópu sælgæti frá verksmiðju sinni í New Jersey í Bandaríkjun- um. Leiðarhnoða þessara tveggja fyr- irtækja er, að sælgæti sé fyrir full- orðna sem börn, og með tilliti til þess hafa þau boðið Unilever byrg- inn á markaði rjómaíss. Þau hafa meira af rjóma í ís sínum, en Un- ilever býr hann einkum til úr mjólk og setur líka í hann jurtaol- íu. Að sínu leyti hefur Unilever sett á markað sælgæti til að keppa við þau: Kick-and-Dream og Magnum. Au revoir les cafés Café au coin hefur víða blasað við í frönskum bæjum, en kaffihúsið á horninu hefur tíðast verið lítið, þaulsetið af fólki úr nágrenninu. Nú fækkar þeim óðum, um 5.000 á ári. Flest munu kaffihús á Frakklandi hafa verið 1910, þá um 510.000. Árið 1960 voru þau um 200.000, en 1990 voru þau 70.000. Ósenni- lega verða þau fleiri en 50-60.000 um aldamótin. Fækkun kaffihús- anna stafar af breyttum lífshátt- um, svo sem heimasetu yfir sjón- varpi, tilflutningi fólks (svo sem úr næsta nágrenni vinnustaða) og samkeppni frá öðrum veitinga- stöðum, hvort eð er heldur ný- tískulegri eða einhæfari, svo sem bráðabitastöðum, t.d. Lina-smur- brauðsstofunum og McDonald- bráðabitastofum. Tryggð við cafés aux coins heldur einkum fólk af léttasta skeiði, sem á þeim hittist og ræðir saman. Úr viðskiptalífinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.