Tíminn - 30.09.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.09.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. september 1992 Tíminn 7 Sarajevo — Ástandiö I Sarajevo í gær var það versta í margar vikur. Sprengjum rigndi yfir borgina og bardag- ar brutust í úthverfum hennar. Þær fregnir hafa borist frá Bandaríkjunum að flug með hjálpargögn, sem var stöðvað eftir að (tölsk flugvél var skotin niður þann 3. september sl., verði hafið að nýju I þessari viku. Kathmandu — Nepalskar bjö’rgunarsveitir hafa fundið brunnin og illa farin lík I flaki pakistönsku flugvélarinnar sem fórst á mánudag. Einnig fannst hinn svokallaði „svarti kassi“ en i honum kunna aö vera upplýsingar um hvað varð til þess að flugvélin fórst, en hún brotlenti f fjallshlíð og brann aðeins nokkrum mínút- um áður en hún átti að koma inn til lendingar. Brasilía — Neðri deild bras- iiíska þingsins hefur nú hafið undirbúning atkvæöagreiðslu um hvort svifta eigi forseta landsins, Fernando Collor de Mello, völdum. Undirbúning- urinn felst meðal annars í þvf að formenn 17 flokka þingsins halda ræðu (þinginu. Jóhannesarborg — Man- gosuthu Buthelezi Zuluhöfö- ingi hefur ásakað hvita leið- toga Pretoríu og Afríska þjóð- arráðiö fyrir aö skipuleggja þjóðarmorð á Zulu-mönnum til þess að geta síðan skipt Suð- ur-Afríku á milli sin. Washington — Milljarða- mæringurinn frá Texas, Ross Perot, segist munu keppa gegn Bill Clinton, frambjóð- anda demókrata, og Bush for- seta I sjónvarpi ef hann ákveður að bjóða sig fram til forseta. Skoðanakannanir sýna að ef Perot býöur sig fram muni það einkum skaða Clinton. Róm — Vonir um að hægt yröi að binda enda á átökin í Suður-Afríku dofnuðu veru- lega þegar skæruliðaforinginn frá Mósambík, Afonso Dhlak- ama, dró sig út úr friðarsamn- ingi sem undirrita átti á ftaliu. Bonn — Þýskir leiðtogar, sem eru miður sín vegna of- beldisaðgerða hægri öfga- manna, heimsóttu minnis- merki um gyðinga sem fórust i helför nasista og fordæmdu kynþáttahatur. Ennfremur ræddu þeir hvort þýsk stjórn- völd ynnu nóg gegn hægri öfgastefnu. En talsmenn iðn- aðarins sögðust munu hunsa alla gagnrýni og halda sínu striki með hátiðahöld vegna 50 ára afmælis V2 eldflaugar Hitlers. Zagreb — Skotið var á tvær þyrlur Sameinuðu þjóðanna er þær komu til höfuðborgar Króatíu, Zagreb. Að sögn tals- manna SÞ voru báðar þyrlurn- ar vandlega merktar Samein- uöu þjóðunum, en samt var skotið á þær úr loftvarnar- byssum. Flugmönnum beggja þyrlanna tókst þó að lenda þeim heilu og höldnu. Zagreb — Talsmenn Sam- einuðu þjóðanna hafa sagst munu beita valdi til þess að koma í veg fyrir að þúsundir króatískra flóttamanna haldi inn á svæði sem Serbar hafa á valdi sínu. Meistara- og verktakasamband byggingarmanna mótmælir harðlega tillögum ríkisstjórnarinn- ar um að draga úr endurgreiðslum á vsk. af vinnu manna við íbúðabyggingar: Mun auka skattsvik og hækka byggingakostnað Meistara- og verktakasamband byggingarmanna telur að hug- myndir ríkisstjómarinnar um að skerða endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðabyggingar leiði til verri skattskila og dragi úr atvinnu. Þetta séu vanhugsaðar hugmyndir, sem leiði tii 2,5% hækkunar á byggingavísitölu. Ríkisstjómin áformar að lækka endurgreiðsluhlutfallið niður í 60%. í ályktun frá framkvæmdastjórn Meistara- og verktakasambands byggingarmanna segir að með upp- töku virðisaukaskatts hafi verið stigið skref í þá átt að draga úr svo- kallaðri „svartri vinnu“. Með því að endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu manna við íbúðabyggingar hafi falist hvati fyrir viðskiptavini iðnaðarmanna að viðskiptin færu fram fyrir opnum tjöldum og full grein sé gerð fyrir inn- og útskatti. Þá hafi með þessu fyrirkomulagi falist hvati til framkvæmda af hálfu íbúðaeiganda. Með því að draga úr endurgreiðsluhlutfalli sé verið að taka í burtu þennan hvata að hluta til. í ályktuninni segir enn fremur að fyrirhugaðar breytingar komi sér- staklega illa við viðgerðir og endur- bætur á eldra húsnæði, en undan- farið hefur sú grein byggingaiðnað- ar verið í hvað mestum vexti. Bent í ræðu, sem Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra hélt við upphaf allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna í New York, Iýsti hann yfir vonbrígðum með að ára- tugur fatlaðra hafi ekki náð tilætl- uðum árangrí. Ríkisstjómir heims verði að virða skuldbind- ingar sínar gagnvart hálfum millj- arði fatlaðra manna um heim all- an og gefa þeim sömu tækifæri og öðrum. Utanríkisráðherra sagði í ræð- unni að eftir lok kalda stríðsins hafi opnast nýjar Ieiðir til sam- vinnu á sviði efnahags- og félags- mála. Nokkuð vanti á að þjóðir hafi skapað farveg til að nýta þessa möguleika. í því sambandi nefndi hann hversu erfiðlega Uruguay- viðræðurnar hafi gengið. Hann sagði að ekki megi gefast upp, enda myndi það stefna í voða hag- vexti í iðnþróuðu ríkjunum og að- gangi þróunarríkja og ríkja Aust- Athugasemd Kátir karlar, sem heiðruðu Noregs- konung með nærveru sinni og mynd birtist af í spegli Tímans í gær, voru allir nafngreindir rétt, en starfstitill eins þeirra skolaðist hins vegar til. Sagt var að einn mann- anna væri Ólafur Jónsson, upplýs- ingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Svo er ekki. Á myndinni var Ólafur Jóns- son, fulltrúi borgarstjórans í Reykja- vík. er á að þessar viðgerðir séu þjóð- hagslega mjög hagkvæmar. Þá segir að launakostnaður sé 70-80% af heildarkostnaði við viðgerðir. Sam- dráttur í þessari grein auki því enn á það atvinnuleysi, sem fyrir er, og dragi úr tekjum ríkissjóðs. „Mjög alvarlega verður að telja þessa stefnubreytingu ríkisstjórn- arinnar, sem leiða mun til al- ur-Evrópu að alþjóðaviðskiptum. Evrópubandalagið og Bandaríkin verði að axla ábyrgð sína gagnvart öðrum jarðarbúum. Utanríkisráðherra sagði umhverf- isráðstefnuna í Ríó vera tímamót og árangur hennar hafa skapað góðan grundvöll fyrir framtíðar- störf á sviði umhverfismála. Hann nefndi í því sambandi mikilvægi þess að koma í veg fyrir mengun Gylfi Kristinsson, formaður starfs- menntaráðs félagsmálaráðuneytis- ins, segist búast við því að ráðið út- hluti fyrstu styrkveitingum sínum til starfsmenntunar um miðjan næsta mánuð. Nýlega skipaði félagsmálaráðherra í starfsmenntaráð, sem í sitja fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins. Ráðið hefur þegar haldið tvo fundi og verð- ur sá þriðji 1' dag. Starfsmenntaráð- inu er fyrst og fremst ætlað að styðja við bakið á starfsfræðslunefndum að- ila vinnumarkaðarins í því skyni að efla starfsmenntun starfsfólks úti í atvinnulífinu. Jafnframt er sá mögu- mennra skattahækkana þvert ofan í yfirlýsingar um að skattar og álögur á atvinnurekstur yrðu ekki hækk- aðar,“ segir í ályktuninni. Skorað er á ríkisstjórnina að draga hugmynd- ir sínar til baka og auka fremur endurgreiðsluhlutfall vegna við- gerða og endurbóta á húsnæði. Meistarasambandið bendir að fyr- irhugaðar framkvæmdir í vegamál- hafsins og nauðsyn þess að allar lifandi auðlindir hafsins verði nýttar. Ráðherra fagnaði þeirri ákvörðun umhverfisráðstefnunn- ar að boða til alþjóðlegrar ráð- stefnu um að koma í veg fyrir mengun frá Iandstöðvum. Utanríkisráðherra vék enn frem- ur að stríðinu í ríkjum fyrrum Júgóslavíu og hörmungarástand- inu í Sómalíu. -EÓ leiki fyrir hendi að ráðið styðji fýrir- tæki og jafnvel skóla, sem eru þá í samstarfi við aðila vinnumarkaðar- ins um aðgerðir á þessu sviði. Enn- fremur mun starfsmenntaráð leggja sitt af mörkum til að efla endur- menntunarnámskeið fyrir atvinnu- laust fólk. Gylfi segir að félagsmálaráðuneytið hafi þegar styrkt tvö námskeið til endurmenntunar fyrir atvinnuleys- ingja. Annað var haldið á vegum Námsflokka Reykjavíkur í samvinnu við Ráðningarskrifstofu borgarinnar, hitt var námskeið til endurmenntun- ar og var haldið í Keflavík. -grh um skapi ekki miklum fjölda fólks atvinnu, en vegagerð er sem kunn- ugt er ekki mannaflafrek starfsemi. -EÓ Ályktun frá hús- næðishópi BSRB: Enn á að pina þa tekju- lægstu Húsnæðishópur BSRB mót- mælir fyrirhuguðum hækkun- um á vöxtum á lánum bygg- ingasjóðs verkamanna úr 1% í 2,4% afturvirkt til 1984. Kaupmáttur launafólks hefur ekki aukist á síðustu árum og því er ríkisstjómin á villigöt- um þegar hún eykur með þess- um hætti álögur á hina tekju- lægstu í þeirri viðleitni sinni að minnka halla ríkissjóðs. Húsnæðishópur BSRB telur nærtækara að sækja fé þangað sem það er að hafa, Ld. með skattlagningu fjármagnstekna og hátekjuskatti. Húsnæðishópur BSRB telur mikilvægt að þess sé gætt að félagslega húsnæðiskerfiö gagnist þeim sem það upphaf- lega var hugsað fyrir. Þá bendir húsnæðishópur BSRB á að verulega má draga úr útgjöldum ríkisins til fé- lagslegra ibúða með lækkun byggingarkostnaðar. Vegna frétta í síðustu viku vill húsnæðishópur BSRB ítreka þá kröfu sína að tekið verði á vandamáli þeirra íbúðarkaup- enda, sem íenda á milli kerfa vegna þess að tekjur þeirra em of háar tíl þess að þeir fái inni í félagslega kerfinu. Húsnæð- ishópur BSRB bendir á að með því að koma á húsaleigu- bótum og með lækkun láns- hlutfails í húsbréfakerfinu úr 65% af verði íbúðar í 75% tU þeirra, sem eru að kaupa sína fyrstu ibúð, sé stígið skref í átt til tausnar vanda þessa hóps. —Fréttatilkynning Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, við setningu allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna: Lýsti vonbrigðum með áratug fatlaðra Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins: Úthlutar styrkjum til starfsmenntunar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.