Tíminn - 30.09.1992, Qupperneq 8

Tíminn - 30.09.1992, Qupperneq 8
8 Tíminn Miðvikudagur 30. september 1992 Jóna Þorleifsdóttir Akranesi Fædd 12. maí 1897 Dáin 22. scptember 1992 Látin er í hárri elli Jóna Þorleifs- dóttir, Suðurgötu 17, Akranesi. Útför hennar verður gerð frá Akranes- kirkju í dag. Þar kveður eftirminnileg öndvegiskona eftir langt og fjölþætt ævistarf. Það var fyrir 11 árum að ég bað hana um viðtal fyrir blaðið Magna á Akra- nesi. Þá vissi ég nokkuð um ætt hennar og uppruna og einnig að hún var greind kona og velmetin í hví- vetna. Hún var þá orðin 84 ára og ekki síst vegna aldurs varð hún fyrir valinu. Eftir að samræður okkar hóf- ust fann ég fljótt að Jóna hafði góðan frásagnarhæfileika og alveg óþrjót- andi minni. Þrátt fyrir háan aldur var henni ekkert farið að förlast á nokk- um hátt. Hún vandaði ffásögn sína vel og fullyrti aldrei neitt, nema hún væri sannfærð um að rétt væri frá sagt. Hún var stálheiðarleg í allri frá- sögn sinni og óhróður um samferða- mennina var ekki til í máli hennar. Hún lýsti afa mínum, Daníel í Kald- árholti, betur en nokkur hafði gert og afkomendum hans, er bjuggu á næsta bæ við æskuheimili hennar. Mest kom mér þó á óvart fjölbreyttur Hjartanlegar þakkir vil ég færa öllum þeim mörgu vinum mínum, frœndum og vandamönnum sem glöddu mig með gjöfum, skeytum og heimsóknum á áttatíu ogfimm ára afmœli mínu, þann 11. september sl. Sérstakar þakkir vil ég færa börnum mínum, tengdabörnum og mág- konu, sem gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Arni Jóhannesson, Hamraborg 26, Kópavogi Hjartans þakkir til ykkar allra, sem á margvíslegan hátt glödduð mig á 70 ára afmæli mínu í sumar. Guð blessi ykkur öll. Guðborg Kristjánsdóttir frá Dalsmynni, Hringbraut 99 Ódýr bíll til sölu Daihatsu Charade ‘82 í ágætu lagi. Skoðaður ‘93. Þaulvanur skólabíll. Selst ódýrt gegn stað- greiðslu. Upplýsingar í síma 91-680001 og 91- 681148 á kvöldin. LYFTARAR Úrval nýrra og notaðra rafmagns- og dísillyftara Viðgeröir og varahlutaþjónusta. Sérpöntum varahluti Leigjum og flytjum lyftara LYFTARAR HF, Sími 91-812655 og 91-812770 Fax 688028 Húseigendur Önnumst sprungu- og múrviðgerðir. Lekaþétt- ingar. Yfirförum þök fyr- ir veturinn. Sótthreinsum sorp- geymslur og rennur. Hreinsum kísil úr bað- körum o.fl. Fljót og góð þjónusta. Upplýsingar í síma 653794 lífsferill hennar, kjarkur og átthaga- tryggð, sem mér fannst öðruvísi en hjá ungum stúlkum á fyrstu áratug- um aldarinnar. Þá voru möguleikam- ir svo litlir hjá venjulegu alþýðufólki. Síðan samtal þetta fór fram hefur Jóna Þorleifsdóttir verið mér ákaf- lega hugstæð og vináttusamband ríkt okkar á milli. Jóna var fædd í Kvíarholti í Holtum, Rangárvallasýslu, þann 12. maí 1897, en ólst upp að Þverlæk í sömu sveit, því foreldrar hennar fluttu þangað er hún var 4ra ára. Þau hétu Þorleifur Oddsson frá Hvammi í Holtum og Friðgerður Friðfinnsdóttir frá Kvíar- holti. Jóna var næst elst 10 systkina, en 8 þeirra komust upp — 3 bræður og 5 systur — allt mikið dugnaðar- og atgervisfólk. Jóna giftist Haraldi Kristmannssyni bifreiðastjóra frá Lambhúsum á Akranesi þann 1. okt. 1932. Haraldur andaðist 13. des. 1973. Synir þeirra eru tveir. Helgi, sem kvæntur er Ásthildi Einarsdótt- ur hjúkrunarfræðingi frá Raufar- höfn. Böm þeirra eru þrjú. Þorgeir, kvæntur Guðríði Halldórsdóttur frá Akranesi og eiga þau fjögur börn. Þeir bræður eru miklir dugnaðar- og myndarmenn og hafa lengi rekið steypustöð á Akranesi. Synimir, tengdadæturnar og bamabömin voru miklir sólargeislar í lífi Jónu og naut hún ástríkis þeirra og um- hyggju til hins síðasta. Á fverlæk í Holtum var fjölmennt menningarheimili, sem lagði rækt við fomar dyggðir, en jafnframt urðu allir að vinna hörðum höndum, ekki síst elstu bömin, strax þegar þau höfðu burði til. Jóna ræðst 18 ára vetrarstúlka til Halldórs Guðmunds- sonar rafmagnsfræðings í Reykjavík. Þar var hún næstu 4 vetuma. f maí lá leiðin alltaf að Þverlæk til að sinna búskapnum. Vorið 1919 ræðst Jóna til Péturs Sigurðssonar í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi fram að slætti. Það- an er hún fljótlega lánuð til Björns Ólafs skipstjóra í Mýrarhúsum, vegna veikinda sem komu upp á heimilinu. Þar vann hún í 6 vikur. Vistaskipti þessi urðu henni örlaga- rík. Áður en hún fór í heyskapinn að Þverlæk, kom Bjöm Ólafs að máli við hana og bar upp það erindi, hvort hún væri fáanleg til að fara með haustinu til Þórarins Olgeirssonar skipstjóra í Grimsby og vera vetrar- stúlka á heimili hans. Hann hafði beðið Þórarin, sem var vinur hans, að taka Helgu dóttur sína í dvöl næsta vetur, svo hún gæti lært enskuna bet- ur. Þórarinn setti það skilyrði að þá yrði Bjöm að útvega sér duglega ís- lenska stúlku til heimilisstarfa. Bjöm lagði hart að Jónu að hún tæki til- boði þessu. Henni kom þetta mjög á óvarL Hugsaði málið þar til hún fór heim eftir nokkra daga. Nú var úr vöndu að ráða. Það kitlaði hana að fara til útlanda. Það var áreiðanlega fátítt að ungar stúlkur fengju slík til- boð. Var ekki skömm að því að neita? Hún hafði aldrei umgengist útlend- inga á nokkum hátt og kona Þórar- ins var ensk. Jóna kunni ekkert í mál- inu. Evrópa var í sárum eftir heims- styrjöldina fyrri, sem lauk 1918. „En sjálfstraustið og kjarkinn skorti ekki,“ sagði Jóna, „og ég sló til.“ Þar með hófst 8 ára tímabil í ævi hennar, sem hún bjó að æ síðan. Um miðjan september 1919 fór Jóna með togaranum Belgaum til Hull. Sú ferð tók 6 sólarhringa og sjóveikin í algleymingi, þrátt fyrir sæmilegt veður. Þaðan var haldið með jám- braut til Grimsby. Á heimili Þórarins dvaldi hún næstu 8 veturna, en fór alltaf heim að Þverlæk, þegar sláttur byrjaði um miðjan júlí og var þar í 2 mánuði. Aðeins eitt sumar, þegar frúin átti von á bami, samdi Þórarinn við hana að fara hvergi og bauðst til þess að greiða kaupamanni, sem ráð- inn yrði að Þverlæk í hennar stað. Var að þessu gengið. Á þessum 8 ámm gafst Jónu kostur á að kynnast mörgu ytra og var m.a. í nokkra daga í skemmtilegri orlofs- ferð í London, þar sem margt var að sjá, enda tíminn vel notaður. Eftir 6 mánuði var hún orðin sæmilega fær í enskunni. Ferðalögin heim á vorin og út á haustin gengu með ýmsu móti. Þar skeðu mörg ævintýrin. Al- gengast var að fara með togurum, en oft þurfti að fara langar leiðir á landi, því þeir gátu lent svo víða þar ytra. Veður vom oft válynd, einkum í sept- ember. Vináttusamböndin við Þórar- in Olgeirsson og konu hans, Nancy Little, héldust til æviloka og einnig lengi við böm þeirra. Mat hún fjöl- skyldu þessa mikils æ síðan. Vorið 1927 tók Jóna þá ákvörðun að hætta þessu flökkuiífi Grimsby- Þverlækur, sem hún nefndi svo. Nú vildi hún horfa meira til framtíðar- innar, enda orðin þrítug. Hjónin vom hreint ekki glöð, er hún sagði þeim ákvörðun sína, en skildu hana fyllilega. Næsta vetur réð hún sig í vist til Jóns Laxdals tónskálds í Reykjavík. Var það umsvifamikið heimili. Haustið 1928 tók Jóna þá ákvörðun að skapa sér framtíðaratvinnu með sjálfstæðum rekstri. Stofnaði hún matsölu að Tjarnargötu 4 í Reykjavík og fékk þar leigt húsnæði hjá Þor- steini Guðmundssyni trésmíða- meistara. Leigan var m.a. fólgin í því að sjá honum fyrir fæði og þjónustu. Þama var hópur manna í föstu fæði og auk þess seldar lausar máltíðir. Margir kunnir menn í bæjarlífinu og námsmenn vom þar í fæði. Umræð- ur vom oft fjörugar yfir borðum. Nóg var að gera og reksturinn gekk ágæt- lega. Jóna var mjög ánægð með fyrir- tækið og hafði af því nokkurn hagn- að. Þórarinn Olgeirsson var þar stundum gestur, kæmi hann við í Reykjavíkurhöfn. Hann hvatti Jónu til að kaupa Hótel Skjaldbreið, sem þá var til sölu, en í það þorði hún ekki að ráðast. Matsölunni í Tjamargötu 4 lauk svo eftir 4 ár með því að hún gekk með Haraldi Kristmannssyni yf- ir í Lækjargötuna þann 1. okt 1932, þar sem sr. Bjami veitti þeim brúð- kaupsvígslu. Nú var haldið til Akraness og þar stóð heimili hennar í 60 ár með rausn og prýði. Þar naut hún virðing- ar samtíðarmanna sinna, ástríki fjöl- skyldu sinnar og mikillar vináttu allra þeirra sem höfðu við hana per- sónuleg kynni. Framan af ámm seldi hún fæði á heimili sínu og hin síðari ár leigði hún út herbergi í íbúðinni. Allt var þetta gert af miklum myndar- skap, eins og henni var svo eiginlegt. Þetta kom sér oft vel á Akranesi þar sem stundum gekk á ýmsu með hót- elreksturinn. Þeir, sem einu sinni fengu þar gistingu, fóm ekki annað, ef leið þeirra Iá aftur um Akranes. Ég sá eitt sinn í fómm hennar gestabók. Þar höfðu margir, auk þess að skrifa eigið nafn, skrifað þakklát kveðjuorð til húsfreyjunnar, sem bám þess Ijós- an vott að þar kvöddu ánægðir ferða- menn. Slíkt var sómi og heiður fyrir hana og góð kynning fyrir bæjarfé- lagið. Jóna Þorleifsdóttir var ákaflega vel gerð kona og myndarleg bæði í sjón og raun. Hún var hraust alla ævi og kvartaði aldrei yfir neinu. Hún leysti hvert mál, sem að höndum bar, með góðvild og æðmleysi. Tryggð hennar við æskuheimilið var einstök, eins og áður er vikið að. Einnig við þær fjöl- skyldur, sem hún starfaði hjá þar til hún stofnaði eigin atvinnurekstur, og síðan heimili sitt. Undir lífsstarfið var hún vel búin. Er degi tók að halla var hún þakklát höfundi lífsins fyrir þau mörgu skemmtilegu verkeftii, sem lífið hafði fært henni, og þá hamingju sem hún hafði orðið aðnjótandi. Jóna hélt eigið heimili næstum til hins síðasta og tók þar á móti gestum sín- um með þeirri reisn, háttvísi og hlýju, sem hún hafði svo Iengi gert. Hún var ferðbúin og beið með bros á vör eftir að kallið kæmi. Sannfærð um réttmæti orða E.B.: „717 moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur.“ Daníel Ágústínusson Saga úr kreppunni Skáldsagan Ástir og örfok eftir Stef- án Júlíusson er komin út í bókar- formi, en hún var lesin í útvarp á síð- asta ári og er því mörgum kunn. Þótt sögusviðið sé Island á tímum kreppunnar miklu milli heimsstyrj- alda, eru persónur og lífsviðhorf sígild og gæti sögufólkið allt eins verið í fullu fjöri hér og nú. Efni bókarinnar er kynnt þannig á kápu: Sögumaður í skáldsögunni Ást- ir og örfok er ungur búfræðikandidat, nýkominn heim til íslands frá námi á Norðurlöndum og í Vesturheimi mitt í kreppunni miklu. Hann fær vinnu við landrækt og átök verða um friðun lands og árekstrar milli venjulegra búskaparhátta og landvemdar og uppgræðslu á fomu stórbýli sunnan- lands. Sögumaður verður ástfanginn af heimasætunni, en bóndi hefur ætl- að dóttur sinni ákveðið mannsefni í þeirri vem að þau taki við jörð og bús- forráðum af honum. Hér er ástinni Bókmenntir Astír og örfok Skáidsaga teflt gegn landeyðingu, fastheldni í búnaðarháttum og ákveðnum áform- um. Þótt sagan gerist á minna en sólar- hring, spannar hún langar rætur og aðdraganda í upprifjunum sögu- manns og viðræðum hans við aðrar persónur. Og þótt sagan gerist í af- Stefán Júlíusson. skekktri byggð á Suðurlandi, á hún sér í raun engin landamerki fremur en tímamörk. Sögumaður fer vítt um, á heima í Reykjavík og ferðast norður í land og víðar. Margar persónur koma við sögu: ráðherra, landræktar- stjóri, bændur og búalið, verkamenn og valdsmenn, auk aðalpersónanna, sögumanns og heimasætunnar á hinni umdeildu jörð.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.