Tíminn - 04.11.1992, Síða 1

Tíminn - 04.11.1992, Síða 1
Miðvikudagur 4. nóvember 1992 192. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Aöaifundur Reykjavík- urdeildar Sjúkraiiðafé- iags islands: Kjarasamning við sjúkraliða Fundurinn lýsir undrun sinni yfir þeim seinagangi og alvöruleysi setn einkennt hefur starfshætti samninganefndar ríkisins og Reykjavíkurborgar. Nú þegar liðn- ireru 14 mánuðir frá því að samn- ingar voru lausir hafa engar raun- verulegar samningaviðræður farið fram milli aðila,“ segir I ályktun aðaifundar Reykjavíkurdeiidar Sjúkraliðafélags íslands. í ályktuninni er þess krafist að gengið verði frá kjarasamnlngi við stéttarfélag SLFI sem stefnl að jöfnuði á starfskjörum sjúkraliða- stéttarinnar. I»etta verði að gerast hið fyrsta enda sé biðlund sjúkra- iiða gagnvart steinrunnu stjóm- kerfi og seinagangi viðsemjenda á þrotum. Vakin er athygli á því að ósamið er enn við nær allar öryggis- og heilbrigðisstéttir landsins og því hljóti sá grunur að vakna að samningsréttur þessara stétta hafi verið fyrir borð borinn og því spuming hvort ekki verði að hafa hiiðsjón af ástandi þessara mála nú, þegar samningsréttarlög opin- berra starfsmanna frá 1986 verða endurskoðuð. Mótmælt er harðkga hugmynd- um stjómvaida um að ná fram efnahagsmarkmiðum sínum með niðurskurði opinberra útgjalda og með því að lækka laun sjúkraliða sem eru launalægsta fagstétt á ís- landi. Samninganefnd sjúkraliða er hvött til að hrinda árásum stjómvalda á bág og óviðunandi lqör stéttarinnar. Þá er hvatt til þess að aðrar starfsstéttir í Örygg- is- og heilbrigðisgeiranum sem ólokið eiga samningum við rfid og borg hefji viðræður um sam- ræmdar aðgerðir tii að knýja 4 um að stjómvöld semjí um kjör við þær. Rætt um breytingu á þungaskatti og mælagjöldum dieselfarartækja: Kemur olíugjald í stað þungaskatts ? Hugsanlega mun vegagjald á dieselolíu taka við af þungaskatti og mælagjöldum á farartæki sem búin eru dieselvélum. Olía til ann- arra nota verður lituð með rauðum lit til að koma í veg fyrir mis- notkun. Indriði Þorláksson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að þungaskattskerfið sé mjög erfitt og kostnaðarsamt í fram- kvæmd og að það sé aðalástæðan fyrir þessum breytingum, ef af verður. þessi háttur sé viðhafður víða er- lendis. Indriði nefnir að einnig sé verið að skoða aðra leið eins og að endur- greiða oiíugjald af olíu sem notuð er í annað en farartæki. Indriða finnst ólíklegt að breyt- ingin muni taka gildi á næsta ári. „Þessi vinna er ekki komin svo langt að búið sé að setja niður tímasetningu eða útfærsluatriði. Þá liggur ekki fyrir ákvörðun stjórnvalda um að leggja slíkt til,“ sagði Indriði að lokum. -HÞ Indriði segir að lagabreytingu þurfi til að breyta þessu og að mál- ið sé til skoðunar í ráðuneytinu. Indriði bætir við að skattlagningin verði óbreytt þó formið breytist Hann segir að þá verði þetta gjald kallað olíugjald og verði sambæri- legt og bensíngjald þar sem því sé ætlað að afla tekna til vegamála. Nú greiða allar bifreiðar sem búnar eru dieselvélum svo kallaðan þunga- skatt sem fastagjald eða kílómetra- gjald.. „Staðreyndin er sú að allar þjóðir sem hafa notað þetta eru að hætta því,“ segir Indriði. Einnig segir Indriði að þunga- skattskerfið hafi ýtt undir ýmis undanbrögð. Þar nefnir hann t.d. að mælar hafi bilað af eðlilegum og óeðlilegum ástæðum. Indriði segir að olía, sem ekki er notuð á farartæki, yrði líklega lituð með rauðum lit til að koma í veg fyrir misnotkun. Þá myndi rauði liturinn sjást á vélum farartækja, jafnvel lengi á eftir, ef misnotkun ætti sér stað. Við þess háttar mis- notkun telur Indriði að yrðu sett þung viðurlög. Hann bendir á að Borgarfulltrúar Nýs vettvangs: Fyrirspurn um skinhelgi í fyrirspum frá fulltrúum Nýs vettvangs til forseta borgarstjómar er spurt m.a. um mat hans á „brigsli“ og „vítum" Nýlega viðhafði borgarstjóri þau ummæli um Ólínu Þorvarðardóttur, borgarfulltrúa Nýs vettvangs, að skinhelgi væri ríkur þáttur í eðlisfari borgarfulltrúans. Þessi ummæli vildi borgarfulltrú- inn að forseti borgarstjórnar vítti en án árangurs. í framhaldi þess vekja borgarfulltrúar Nýs vettvangs at- hygli á 17. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar. Þar segir: „Ef borgarfulltrúi ber aðra menn brigl- sum eða víkur verulega frá umræðu- efninu, skal forseti víta hann." Einnig vitna borgarfulltrúarnir í nýlegan dóm Hæstaréttar í máli Halls Magnússonar blaðamanns. Þar var honum gert að greiða sr. Þóri Stephensen, staðarhaldara í Viðey, miskabætur. Þau ærumeiðandi um- mæli fólu m.a. í sér ásakanir um skinhelgi. -HÞ 25 UNGLINGAR FA ATVINNU Á fundi borgarráðs í gær var sam- þykkt að ráða 25 unglinga á aldr- inum 16 til 20 ára til starfa í fé- lagsmiðstöðvum og íþróttamann- virkjum. Farið var að tillögu frakvæmda- stjóra íþrótta- og tómstundarráðs um aðgerðir til að koma til móts við atvinnulausa unglinga sem eru nú um 180 á skrá hjá Ráðn- ingarstofu Reykjavíkur. Katrín Fjeldsted stjómaði fundi borgarráðs í gær og er það í fýrsta skipti sem kona stjórnar fundi frá árinu 1960. -HÞ ALLSHERUARGODI KOMINN A ÞRYKK Sveinbjörn Beinteinsson, allsherjargoöi fslands, skáld, bóndi og kvæöamaður, hefur um langt skeið verið þekktur maöur og umdeildur. Ævisaga hans kom út í gær og þar er sagt frá heiöinni Iffssýn hans og trú á Iffs- mátt og gróanda. Berglind Gunnarsdóttir skráði sögu allsherjargoöans ásamt honum sjálfum og hér lita þau yfir verk Sitt. Tfmamynd Aml BJama Liðskönnun fer fram innan þingflokks Sjáifstæðisflokksins vegna at- kvæðagreiðsiu um tillöguna um þjóðaratkvæði um EES: Tvísýn kosning um þjóðaratkvæðiö í þinginu framundan Á morgun verða greldd atkvæði um þingsályktunartillögu um þjóðarat- kvæði um EES-samninginn. Reiknað er með spennandi atkvæða- greiðslu, en tveir þingmenn stjómarliðsins hafa lýst yfir stuðningi við tiilðguna. Tíminn hefur heimildir íyrir því að forystumenn Sjálfstæðis- flokksins hafi rætt við þó nokkra þingmenn flokksins í þeim tiigangi að tryggja að hún verði eldd samþykkt. Allsherjamefnd afgreiddí tillög una í gær. Nefndin þríklofnaði. Sóiveig Pétursdótthr, Bjöm Bjamason og Sigbjöra Gunnars- son Íeggja tU að hún verði felid. Jón Helgason, Ólafur Þ. Þórðar- son, Kristinn H. Gunnarsson og Ánna Ólafsdóttir Björnsson ieggja til að tillagan verði sam- þykkt. Það sama gera Ingi Björn Aibertsson og Eyjólfur Konráð Jónsson, en rökstyója það ekki á nákvæmlega sama hátt og stjóm- arandstöðuþingmennimir. Ekki Iiggur fyrir hvort fleiri þingmenn stjómarliðsins en Eyj- ólfur Konráð og Ingi Björa ætla að styðja tiliöguna. Tfmlnn hefur hins vegar heimildir fyrir því að fram hafi farið eins konar liðs- könnun innan Sjálfstæðisflokks- ins. Rætt hafl verið við allmarga þingmenn til að fá uppgefna af- stöðu þeirra til tiliögunnar um þjóðaratkvæðl eða þrýsta á þá sem eru tvfstfgand) um að felia hana. A.m.k. þrir þingmenn stjómar- liðsins verða að greiða atkvæði cins og Ingi Björa og Eyjólfur Konráðs ef hún á að fást sam- þykkt. Reiknað er með að umræður um tillöguna geti staðíð fram eftir kvöldi. Atkvæðagreiðsia fer iram strax að loknum umræðum. -EÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.