Tíminn - 04.11.1992, Side 2

Tíminn - 04.11.1992, Side 2
2 Tíminn Miövikudagur 4. nóvember 1992 Verkamannasamband Islands: hækkunum Framkvæmdastjóra Vérka- mannasambands íslands mót- mælir harðlega öllum kostn- aöarhækkunum, s.s. hækkun farmgjalda, gjaldskrá Pósts & síma og öörum hækkunum sem bitna á kaupmætti verka- fólks. Aö mati framkvæmdastjómar VMSÍ þykir þaö furðulegt að á sama tíma og taliö er óhjá- kvæmilegt að grípa til aðgeröa tii bjargar atvinnulífinu, skuli stórír aðiiar á vinnumarkaði, eins og Eimskip og ríldð, telja það tímabært að auka á rekstr- arkostnað atvinnuvega og heimila. „í ljósi þessa verður að spyija um heilindi þeirra sem standa að þessum ákvörðunum, á sama tíma og atvinnutekjur verkafólks hafa rýmað veru- lega og kallað er eftir sam- starfi við verkalýðshreyfing- una um aðgerðir til bjargar at- vinnulífinu," segir í harðorðrí áiyktun framkvæmdastjómar Verkamannasambands Is- lands. -grh Ummæli yfirmanns fíkniefnadeildar: Verður Birni vikið frá? Areiðanlegar heimildir herma að mikil ólga ríki nú innan lögreglunnar í Reykjavík vegna ummæla yfirmanns fíkniefnadeildar í viðtali við Mannh'f um fyrrverandi starfsmenn hennar. Innan lögreglunnar eru uppi raddir um að Birai Halldórssyni, yfirmanni deildarinnar, sé vart stætt á að starfa áfram sem yfirmaður og verði að víkja. Með ummælum sínum þykir ýmsum sem Björn hafi gerst brot- legur við almenn hegningarlög. Þá þykir sem hann hafi rýrt svo traust deildarinnar að þar sé margra ára vinna fýrir bí. „Þessi ummæli eru ekki til umræðu af minni hálfu. Þetta verður allt að koma í ljós,“ var svar Björns þegar hann var spurður nánar út í þau í gær. Hann vildi ekki heldur tilgreina hvort þau giltu um alla fyrrverandi starfsmenn deildarinnar eða ein- hverja ákveðna. Eins og kunnugt er hafa fýrver- andi starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar óskað eftir opinberri rannsókn á ummælum Björns sem hann lét falla í nýlegu tímaritsvið- tali. Þar segir hann m.a. að dæmi séu um að fýrrverandi lögreglu- menn hafi leikið sér að því að spilla fýrir upplýsingasamböndum og reynt að breiða út óhróður og lygi Bjöm Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Tímamynd Ámi Bjama jafnt um einstaka starfsmenn deildarinnar sem um starfsemi hennar í heild. Þessi ummæli m.a. þykja geta átt við tvær greinar í al- mennum hegningarlögum. í grein nr. 108 er sagt að hver sem hafi í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi eða um hann út af því, skuli sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 ár- um. Þá segir í grein nr. 234 að hver sem meiði æru annars manns með móðgun í orðum ...skuli sæta sekt- um eða varðhaldi allt að 1 ári. - -HÞ Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík: Umkvörtunarefni fyrst til yfirmanna „Hafi menn einhver umkvörtunarefni hér innan húss þá eiga þau fýrst að koma til yfirmanna áður en fariö er með þau út úr húsi,“ segir Böðvar Bragason um ummæli Björns Halldórssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, um fýrrum samstarfsmenn sína nýlega. Þar vænir Björa þá um að spilla rannsóknum og breiða út óhróður og lygi. „Ég hef átt viðræður við ríkissak- sóknara og í framhaldi af því hef ég sent honum bréf og gögn þessu við- komandi," segir Böðvar. Hann býst við að ákvörðun ríkissaksóknara um rannsókn muni liggja fýrir fljótlega. „Hann mælir fýrir um meðferð og ákveður hvort hann aðhefst eða af- hefst ekki,“ segir Böðvar. Hann bæt- ir við að eftir að saksóknari komist að niðurstöðu muni hann fjalla um málið á ný. Um það hvort kæmi til greina að víkja yfirmanni fíkniefnadeildar frá meðan rannsókn fari fram, segir Böðvar: „Menn verða að hafa þetta í réttri röð. Fyrst er að athuga um efni máls áður en farið er að rjúka í stórar aðgerðir." Hann segir að kjósi saksóknari að senda málið til rann- sóknar hjá rannsóknarlögreglunni þá verði að bíða þess hvað sú rann- sókn leiði í ljós. -HÞ Sjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana gagnrýnir harðlega þá hugmyndafræði stjórnvalda að velferð sé aðeins fyrir þá sem geta borgað og vísar á bug frekari álögum á launafólk: Ekki lengur seilst í vasa launamanna „Nú verður ekki lengur seilst ofan í vasa launamanna, hvorki til að taka af þeim hærrí skatta né útsvar. Það er tími til kominn að þeir sem betur mega í þjóðfélaginu fari að taka álögumar á sig,“ segir m.a. í samþykkt stjómar Starfsmannafélags ríkisstofnana. Þar segir einnig að launafólk sé bú- ið að taka á sig nægar álögur undan- farin ár og lagt sitt af mörkum í hverj- um þjóðarsáttarsamningum á fætur öðrum. Að mati stjórnar SFH verður að gera þá kröfu til stjómvalda að þau sýni einhverja viðleitni til að herða skattaeftirlitið, en samkvæmt skýrslu fjármálaráðuneytisins er talið að hátt í 30 miljarðar séu ekki gefnir upp til skatts. „Þetta eru peningar sem sam- félagið á kröfu til að fari til samneysl- unnar þegar verið sé að ræða að draga saman samneysluna og létta álögum á fyrirtæki." í samþykkt stjórnarinnar er hugmyndafræði stjómvalda harð- lega gagnrýnd sem að mati SFR geng- ur út á það að velferð sé aðeins fyrir þá sem geta borgað. Þessu til staðfesting- ar vísar stjóm SFR til ummæla for- sætisráðherra þess efnis að þjónustu- gjöldin séu ekki skattahækkun heldur valkostur sem fólk þyrfti ekki að greiða nema það vildi. Að mati stjórn- ar SFR liggur sama hugmyndafræðin að baki niðurskurði til skólamála þar sem ráðamenn þjóðarinnar virðast ekki hafa áhuga á öðru en menntun þeirra sem eiga peninga. Þá gagnrýnir stjórn SFR hringlanda- hátt stjórnvalda varðandi fjárlaga- frumvarpið og þá sérstaklega það sem snýr að tekjuöflun ríkissjóðs sem virð- ist vera afar óljós, nema að einu leyti. Það á ekki að fara í vasa þeirra sem eiga peninga heldur á að hækka skatta á almennu launafólki og hækka gjöld fyrir þá þjónustu sem aldraðir og sjúk- irnjóta. Hiðsamaerekki aðsegjaum útgjaldahlið fjárlagafrumvarpsins. Samkvæmt því á að halda áfram á braut niðurskurðar og einkavæðingar en þó þannig að enginn veit hvar nið- urskurðarhnífnum verður beitt í það og það sinnið, né hvað á selja með þeim afleiðingum að starfsfólki ríkis- stofnana er haldið í heljargreipum óvissunnar. Engu að síður hefur m.a. verið rætt um að loka Kristnesspítala, hætta rekstri Gunnarsholts í þeirri mynd sem það er nú, loka vistheimil- inu á Vífilstöðum, skerða framlög til SÁÁ en síðast en ekki síst að gjör- breyta um stefnu í áfengismálum og einkavæða Ríkið. -grh Hætt er við aö ökumenn þurfi að sýna fyllstu aðgæslu nú á tímum skammdegis og vetrarumferð- ar. Þetta óhapp átti sér þó staö í birtu á Kópavogshálsi í gær. Annar ökumannanna virti ekki stöðv- unarskyldu á aörein inn á aöalbraut. Að sögn lögreglu er þetta mjög hættulegt horn sem ökumenn þurfa því að aka um með sérstakri gát. Tímamynd Sigursteinn Málræktarsjóöur fær 230 þús. kr. Málræktarsjóði hefur borist veg- leg gjöf, 230 þús. kr., til minning- ar um Steinunni S. Briem blaða- mann og þýðanda sem lést árið 1974. Steinunn var afkastamikill þýðandi og á sjöunda áratugnum þýddi hún á annan tug bóka, þar á meðal Ævintýri múmínálfanna eftir finnsku skáldkonuna Tove Jansson. Steinunn starfaði sem blaðamað- ur á Vísi og Fálkanum um árabil og varð þýðandi og dagskrárgerð- armaður á Sjónvarpinu þegar það tók til starfa. Yfir hundraö viðtöl hennar yið ýmsa hafa komið út í bókinni I svipmyndum. Steinunn hlaut barnabókaverð- laun Fræðsluráðs Reykjavíkur fýr- ir Ævintýri múmínálfanna þegar þau voru veitt í fyrsta sinn árið 1973. Veitt voru annars vegar verðlaun fýrir frumsamdar bækur en hins vegar þýddar. Póstur og sími hefur greitt 2.240 milljónir í ríkissjóð síðan 1989: Hækka gjaldskrár Pósts og síma um 16% eftir áramót? Frá árinu 1989 til loka þessa árs hefur Pósti og síma verið gert að greiða í ríkissjóð aiis 2.240 milljónir króna. f fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er gert ráð fýrír að Pósti og síma verði gert að greiða 940 milljónir í ríkissjóö eða 12% af veltu stofnunarinnar á þessu ári. Guðmundur Björnsson, aðstoöarpóst- og símamálastjórí, gagnrýnir þessar greiðslur í ríkissjóð harðlega í fréttabréfi stofnunarinnar. Hann segir aö greiðsl- urnar séu án samhengis við rekstrarafkomu fýrirtækisins og að þær séu ákveðnar án samráðs við stjómendur þess. 1 fyrra var Pósti og síma gert að stjómendur þess. Greiðslurnar greiða 550 milljónir í ríkissjóð. Á þessu ári var þessi upphæð hækk- uð í 940 milljónir og í fjáríaga- frumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fýrir sömu upphæó. Skilja má á Guðmundi Björassyni að stjóra- endum Pósts og síma þyki nóg um þessar greiöslur. Hann segir að þær hafi flest árin verið sam- þykktar án nokkurs samhengis við áætlaða rekstarafkomu fýrir- tækisins og án samráðs við hafi eingöngu ráðist af þörfum ríkissjóðs hverju sinni. Guðmundur tekur sem dæmi að í fýrra hafi eigið fé Pósts og síma rýmað um 407 miiljónir þrátt fýr- ir 373 milljóna króna rekstrar- hagnað. Aðalástæðan sé 550 mUljón króna greiðsla í ríkissjóð. Hann seghr aö það geti haft alvar- legar afleiðingar ef fyrirtækið neyðist til að ganga á eigið fé. Fyr- irsjáanleg sé aukin samkeppni í síma- og póstþjónustu þegar EES-samningurinn tekur gildi. Póstur og sími verði að vera öfl- ugt íýrirtæki ef það eigi að geta mætt þessari samkeppni. Guðmundur segir að til að Póst- ur og sími geti greltt 940 milljón- ir í ríkissjóð á næsta ári sé áætlað að stofnunin verði að hækka gjaldskrár, aðrar en gjaldskrár fýr- ir símtöl tii útlanda, um 16% í febrúar 1993 ef ekki eigi að ganga á eigið fé fýrirtækisins. Guð- mundur segir að 940 mllljónir séu 40% af áætluðum pósttekjum Pósts og síma. Guómundur segir brýnt að móta reglur um greiðshtr Pósts og síma í rfldssjóð. Eins og staðan sé í dag sé erfitt aö móta stefnu fýrir fyrirtældð og vinna að áætlunum. • EÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.