Tíminn - 04.11.1992, Side 7

Tíminn - 04.11.1992, Side 7
Miðvikudagur 4. nóvember 1992 Tíminn 7 í síðasta mánuði voru afgreiddar 60 lokasölur í gjaldþrotamálum hjá sýslumannsembættinu í Keflavík: rotamál eru hvergi og á Suðurnesjum Jón Eysteinsson, sýslumaður í Keflavík, segir að óvíða annars staðar á landinu séu gjaldþrotamál jafntíð og á Suðumesjum. Hann telur engan vafa leika á að það slæma atvinnuástand sem þar hefur ríkt lengi skýri þetta að stórum hluta. Jón segir að ef atvinnuleysi á Suðumesjum eigi eftir að auk- ast enn meira eins og útlit er fyrir þá megi búast við að gjaldþrotamálum fjölgi enn hjá embætti hans. í síðasta mánuði voru afgreiddar 60 beiðnir um lokasölur á eignum hjá sýslumannsembættinu í Keflavík. Jón Eysteinsson sýslumaður sagði að þessi mikli fjöldi mála væri tilkominn af dá- lítið sérstökum aðstæðum. Verið sé að ljúka afgreiðslu margra gamalla mála, en sem kunnugt er eru nýlega gengin í gildi ný gjaldþrotalög sem breyta í nokkrum veigamiklum atriðum gjald- þrotameðferð. Jón tók fram að ekki hafi farið fram sala í öllum þessum 60 tilvikum. Jón sagði að nokkur tími líði áður en hans embætti verði vart við afleiðing- ar aukins atvinnuleysis í fleiri gjald- þrotamálum og ekki sé hægt að tala um að málum hafi fjölgað hjá emb- ættinu síðustu mánuði. Hann sagði hins vegar að í nokkur ár hafi gjald- þrotamál á Suðurnesjum verið mjög mörg. Ástæðan sé vafalaust slæmt atvinnu- ástand á svæðinu. Jón sagðist telja að tíðni gjaldþrotamála hjá sýslumanns- embættinu í Keflavík sé með því hæsta sem gerist á landinu. Páll Jóns- son, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Keflavíkur, segir að ekki fari hjá því að hann verði var við afleiðingar aukins atvinnuleysis á Suðurnesjum. Meira sé um að fólk komi og biðji um fram- lengingar á lánum. Hann sagði að margt fólk eigi í miklum erfiðleikum með að standa í skilum með þau lán sem það hafi tekið, enda hafi fólk ekki gert ráð fyrir þeim möguleika þegar lánin voru tekin að það myndi missa vinnuna. Páll sagði að margir sem komi á skrifstofuna til sín séu örvænt- ingafullir. Atvinnulaust fólk sjái af skiljanlegum ástæðum fáar leiðir til að standa í skilum með lán þegar enga vinnu sé að fá. Atvinnuleysi á Suðumesjum er nú um 6%, þar af yfir 10% meðal kvenna. Reiknað er með að þessar tölur eigi eftir að hækka á næstu mánuðum ef ekki komi til sérstakar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins og sveitarfélag- anna. Horfur eru á að á næstu mánuð- um taka gildi uppsagnir hjá íslensk- um aðalverktökum, álverinu í Straumsvík og fleiri fyrirtækjum. BHMR hafnar alveg, lausnum ASÍ og VSÍ Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hefur sent frá sér ályktun um atvinnumál þar sem þeim lausnum sem forystumenn ASÍ og VSI ræða þessa dagana á vanda atvinnulífsins er hafnað. Bent er á að allar þær hug- myndir sem aðallega hafa verið ræddar feli í sér skerðingu á kaupmætti eða réttindum launafólks. „BHMR hafnar alfarið þessum leið- um þar sem þær gera ráð fyrir að lausn á vanda efnahagslífsins verði sótt í vasa launamanna. Ef hinn að- steðjandi vandi er slíkur sem sagt er verður hann aðeins leystur með sameiginlegum aðgerðum þar sem ríkisvald og fyrirtækin leggja sinn skerf með almenningi í landinu. Til þess að svo megi verða þarf að ríkja gagnkvæmt traust og heiðarleiki milli aðila. Ákvarðanir stjórnvalda verða að vera hafnar yfir pólitíska hentistefnu þannig að tiltrú á að- gerðum ríkisins aukist og íslending- ar geti unnið saman að bættum lífs- kjörum," segir orðrétt í ályktuninni. Mikið hefur verið rætt um að ís- lendingar feti í fótspor Svía í efna- hagsmálum og grípi til svipaðra að- gerða og þeir hafa nýlega gripið til. BHMR bendir á að sú skerðing á réttindum launamanna sem hafi verið ákveðin í Svíþjóð sé ekki sam- bærileg við það sem um er rætt hér á landi. Réttindi launafóiks í Svíþjóð t.d. varðandi veikindagreiðslur, sumarleyfi, ellilífeyrisaldur og barnabætur séu meiri þar en hér á landi. -EÓ Ný Ijósritunartækni: Keppir við offsetprent Nýheiji hf. kynnti nýlega nýjustu kynslóð ljósritunarvéla sen hannaðar og smíðaðar eru til þess að keppa við hefðbundna offsetprentun og - fjölritun. Vélar þessar eru af gerðinni Rank Xerox og eru að sögn Björns Blang- sted, fulltrúa Rank Xerox í Dan- mörku, fúllkomnustu, afkastamestu og bestu Ijósritunarvélar sem fram- leiddar eru. Hann segir að hin nýja kynslóð ljósritunarvéla sé hönnuð og smíð- uð með það fyrir augum að keppa við hefðbundna offsetprentun sem ljósritun hafi ekki hingað til ráðið við. Sú ljósritunarvél sem best nær þessu markmiði nú sé Xerox 5090. Hún afkasti 135 eintökum á mínútu sem er ekki minna en bestu offset- vélar ráða við. Háþróaður rafeinda- búnaður fylgist stöðugt með prent- gæðum hvers einasta eintaks sem síðan fer í röðunar og bókbands- hluta vélarinnar þar sem hún límir og heftar saman síöurnar og bindur inn. samskipti við í gegnum venjulegar einkatölvur. Við þessa breytingu hafi gríðarlegar fjárhæðir sparast. Auk hinnar öflugu ljósritunarvélar eru til sýnis í húsakynnum Nýherja við Skaftahlíð aðrar smærri vélar sem ljósritað geta litmyndir og stækkað allt að 400 sinnum án þess að myndgæði fari við það forgörð- um. Jafnframt er í húsakynnum Ný- herja uppi sýning á ljósmyndum af fjölmörgum myndverkum Margrét- ar Þórhildar Danadrottningar. Gefur Björn Blangsted, fulltrúi Rank Xer- ox í Danmörku, viö stjórnborö risa- vaxinnar Ijósritunarvélar sem prentar og bindur inn heilu bæk- urnar áöur en viö er litiö. Vélinni er stjómaö meö þvi að snerta ýmsa staöi á sjónvarpsskjá ofan á henni. Tímamynd Áml Bjama þar að líta bæði málverk, teikningar, leikmyndir og búninga sem drottn- ingin hefur gert af ýmsu tilefni. Hóffjaðragjald á Landsþingi hestamanna. Árni Mathiesen: Tilgangslaust ef enginn vill Á tímum hagræðingar og endur- skipulagningar er mikinn sparnað að sækja með því að endurskipu- leggja skrifstofuþátt fyrirtækja og stofnana og Nýherji og Rank Xerox bjóða fram ýmsa möguleika í þeim efnum, meðal annars við að draga stórlega úr Ijósritunar- og útgáfu- kostnaði. Hin nýja og fullkomna ljósprentunarvél gæti í því efni komið vel til skjalanna. Áð sögn Björns Blangsted hefur t.d. Kaup- mannahafnarháskóli aflagt flestar venjulegar Ijósritunarvélar sínar og komið sér upp einni Xerox 5090 sem einstakar deildir skólans hafa síðan I tilefni af fréttum Tímans í gær af Landsþingi hestamanna á Flúðum um sl. helgi óskar Árni Mathiesen alþingismaður að taka fram að hann hefði ekki sagt á þinginu að hann þyrði ekki að styðja hugmynd- ir um hóffjaðragjaid nema að fyrst lægju fyrir yfirlýsingar hestamanna sjálfra um að þeir styddu þær. „Ég var að reyna að segja mönnum að það væri tilgangslaust að setja á hóffjaðragjald, og að ég styddi það ekki, nema ef klárt væri að bæði þeir sem eiga að greiða gjaldið og njóta þess séu sáttir við það. Ef menn eru ósáttir við hóffjaðra- gjald þá er tilgangslaust að setja lög um það. Lög sem ekki ná tilgangi sínum vil ég ekki samþykkja," sagði Árni. Freyja, félag framsóknar- kvenna í Kópavogi Almennur fundur I Freyju verður haldinn að Digranesvegi 12 fimmtudaginn 5. nóv- ember kl. 20.30. Stef fundarins: Hvert land bjargast við sin gæði. Á dagskrá verður m.a. hvatning, félagsmál og fræðsluefni. Freyjukonur eru hvattar til að mæta og taka með sér gesti. Stjómln Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 9. nóvember 1992, kl. 20:30, að Hótel Lind. Dagskrá: Kl. 20:30 Setning: Valdimar K. Jónsson formaður. Kosning starfsmanna fundarins. Skýrsla stjómar a) formanns, b) gjaldkera. Kosningar: a) Formanns. b) Aðalmanna i stjóm (5) og varamanna (3). c) Tveggja endurskoðenda og eins til vara. d) Aðal- og varamanna i miðstjórn (8). e) Aöal- og varamanna i stjórn Húsbyggingasjóðsins (3). Kl. 21:15 Stjórnmálaviðhorfið: Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins. Efnahags- og kjaramál: Bolli Héðinsson, stjómandi málefnahóps. Umræður. Kl. 23:15 Önnur mál. Stjórnin Félagsvist Hin áriegu spilakvöld Framsóknarfélags Árnessýslu hefjast 6. nóvember kl. 21 I nýja félagsheimilinu Þingborg i Hraungerðishreppi. Spilað verður i Aratungu 13. nóvem- ber kl. 21. Aöalverölaun utanlandsferð. Góð kvöldverölaun. Stjórnin Félagsvist á Hvolsvelli Spilað verður á sunnudagskvöldum 15. nóvember, 29. nóvember, 13. desember og 10. januar. Auk kvöldverðlauna verða ein heildarverðlaun: Dagsferð fyrir 2 með Flugleiöum til Kulusuk. 3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangirvaiiasýsiu Reykjavík Fulltaiaráð framsóknarfélaganna i Reykjavlk hefur opnað skrifstofu að Hafnarstræti 20, 3. hæð. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 13:00-17:00. Stjóm fulltrúaráðsins. Hafnarfjörður Framsóknarfélögin i Hafnarfirði hafa opna skrifstofu að Hverfisgötu 25 á þriðjudags- kvöldum frá kl. 20.30. Litiö inn, fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Stjórnlmar Keflavík — Suðurnesjamenn Vetrarstarfið er hafið. Opið hús alla mánudaga kl. 20.30. Mætum öll. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin I Keflavik. Siglufjörður Almennur félagsfundur Framsóknarfélags Siglufjarðar verður haldinn að Suðurgötu 4, þriöjudaginn 10. nóvember 1992 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Bæjarmál. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Önnur mál. Stjómin Kópavogur — Opið hús Framsóknarfélögin I Kópavogi hafa opiö hús á laugardögum kl. 10-12 að Digranes- vegi 12. Litið inn, fáið ykkur kaffisopa og spjalliö. Framsóknarfélögln Borgarnes — Breyttur opnunartími Frá og með 1. október verður opið hús I Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 á þriðjudögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og verið hefur undanfarin ár. Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viðtals á þessum tlma og ennfremur enj allir, sem vilja ræða bæjarmálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfsögðu verður hellt á könnuna eftir þörfum. Framsóknarfélag Borgamess. Akranes — Bæjarmái Fundur verður haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 7. nóvember kl. 10.30. Farið veröur yfir þau mál sem efst eru á baugi I bæjarstjóm. MorgunkafTi og meðlæti á staönum. Bæjarfulltrúamlr

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.