Tíminn - 04.11.1992, Síða 9

Tíminn - 04.11.1992, Síða 9
Miðvikudagur 4. nóvember 1992 Tíminn 9 DAGBÓK Bjórfiátíö á „Valtý á grænni treyju“ Opnaður hefur verið alveg nýr vínveit- ingastaður (pöbb), „Valtýr á grænni treyju", að TYygjgvagötu 26 (við hliðina á Gjaldheimtunni). Itilefni af opnuninni stendur þar yfir kynning á þýsku Bitbur- ger-gæðaöli á lágmarksverði. Til þess að gefa sem flestum kost á að koma, sýna sig og sjá aðra, en fyrst og fremst að smakka ódýran og góðan bjór, þá verður stanslaus hátíð á hverju kvöldi fram á laugardag, 7. nóvember. Valgeir Skagfjörð trúbadúr mun leika frá kl. 23 öll kvöld fram á föstudag, en á laugardag lýkur svo bjórhátíðinni með óvæntri uppákomu. Golfmót Sævars Karls í Kringlunni Sunnudaginn 8. nóvember heldur Sæv- ar Karl styrktarmót fyrir meistaraflokks- menn Golfklúbbs Reykjavíkur. Þeir eru á leið í keppnisferð til Spánar, þar sem þeir munu taka þátt í Evrópukeppni klúbb- liða. Allur aðgangseyrir af mótinu renn- ur til ferðarinnar. Keppnin byrjar kl. 9. Leiknar verða 12 holur. Keppni lýkur kl. 16. Skráning er í versluninni í Kringlunni (sími 689988). Meistaraflokksmennimir verða á staðn- um, aðstoða og gefa góð ráð. Vegleg verðlaun verða í boði. LYFTARAR Úrval nýrra og notaöra rafmagns- og dísillyftara Viðgerðir og varahlutaþjónusta. Sérpöntum varahluti Leigjum og fiytjum lyftara LYFTARAR HF. Simi 91-812655 og 91-812770 Fax 688028 Trió Hilmars Jenssonar á Háskólatónleikum Aðrir Háskólatónleikar misserisins verða í dag, 4. nóvember, kl. 12.30 í Nor- ræna húsinu. Þá leika Hilmar Jensson, Kjartan Valdimarsson og Matthías Hem- stock verk eftir Paul Motian, Omette Coleman og Pat Metheny, Kjartan Valdi- marsson og Hilmar Jensson. Tónlistina má flokka sem djass og spuna. Tónlistar- mennimir hafa allir numið við Berklee College of Music í Boston, Massachusetts í Bandaríkjunum, auk þess að hafa verið í einkatímum hjá ýmsum aðilum. Þeir hafa áður komið fram saman, en einnig leikið með öðrum djassleikurum, Sin- fóníuhljómsveitinni og fleiri aðilum, innlendum sem erlendum. Aðgangseyrir er 300 kr., en 250 kr. fyrir handhafa stúdentaskírteinis. BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIÚ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1993 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1993. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasam- taka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tillögur og ábendingar varðandi gerð fjárhagsáætlunarinnar þurfa að hafa borist borgarráði fyrir 20. nóvember n.k. 2. nóvember 1992. Borgarstjórinn í Reykjavík. ------------------------------------------------A í Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug viö fráfall eiginmanns míns Garðars H. Jóhannessonar Jóhanna Guðnadóttir __________________________________________________J ------------------------------------------------\ Ástkær eiginmaöur minn og faöir Jóhann Hjálmtýsson Suöurhólum 28 lést I Landspítalanum 2. nóvember. Herdís Hauksdóttir Stefán Jóhannsson ________________________________________________J Brigitte Bardot sló tvær flugur í Noregsheimsókninni. Hún lét pússa sig saman viö Bernard d'Ormale. Brigitte Bardot átti erindi til Noregs! Brigitte Bardot þykir enn fréttaefni, þó að nú séu orðin um 30 ár síðan hún birtist á hvíta tjaldinu. Hún er orðin 57 ára og síðustu árin hefur hún einkum vakið athygli íyr- ir mikil tilþrif í dýraverndun- armálum. En í haust komst hún einu sinni enn í heimspressuna, þegar upp komst að hún hafði skroppið til Óslóar. Þar sló hún tvaer flugur í einu höggi. Hún heilsaði upp á soninn Nicholas, einkabarn hennar sem hún hafði ekki séð í 10 ár, m I spegli Tímans og gekk í hjónaband með franska athafnamanninum og pólitíkusnum Bernard d’Or- male. Nicholas er sonur eigin- manns Brigitte nr. 2, leikarans Jacques Charrier, og ólst upp hjá föður sínum, þar áem Brigitte segist ekki hafa verið fær um að ala hann almenni- lega upp á sínum tíma. Hann býr í Ósló með konu sinni Anneline og tveim börnum. Brigitte hafði heyrt af brúð- kaupinu af afspurn og hvorki séð tengdadótturina né barna- börnin, og nú greip hún tæki- færið. Brúðkaup Brigitte kom reyndar öllum á óvart, en brúðguminn Bernard d’Or- male hefur til þessa einkum verið þekktur fyrir stjórnmála- afskipti í flokki hægri öfga- sinnans Jean-Marie Le Pen. Nú verður hann kannski fyrst og fremst þekktur sem fjórði eiginmaður Brigitte Bardot! Fyrri menn Brigitte eru franski leikstjórinn Roger Vad- im (sem síðar giftist Jane Fonda), franski leikarinn Jacques Charrier og þýski milljónamæringurinn og glaumgosinn Gúnther Sachs. Síðustu árin hefur Brigitte lát- ið sér nægja félagsskap ótal katta og annarra dýra og virst kunna því best að vera sem fjærst heimsins glaumi. Kannski hefur víðfræg barátta hennar gegn selveiðum Eski- móa, sem lagði heilu byggðar- lögin þeirra í rúst og hefur sætt harðri gagnrýni, átt sinn þátt í því að hún kaus að kom- ast úr sviðsljósunum. ... og heilsaöi upp á son sinn Nicholas og fjölskyldu, en Nicholas haföi hún ekki séö f 10 ár.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.