Tíminn - 10.11.1992, Síða 1

Tíminn - 10.11.1992, Síða 1
Þriðjudagur 10. nóvember 1992 196. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Milljónatjón á Bíldudal Milljónatjón varð er fískverk- unarhús á Bfídudal brann til kaldra kola um helgina. Nágrannar urðu eldsins varir og kölluðu á slökkvilið. Ekki fékkst neitt við ráðið og brann allt sem brunnið gat. Bráðlega var ætlunin að hefja rækju- vinnslu í húsinu og voru tæki til þess komin í húsið. Þá voru geymd veiðarfæri í húsinu sem ekki tókst að bjarga. Tálið er að eldsupptök megi rekja til vinnu við logsuðu á föstudaginn var. Vopnað rán í Reykjavík Vopnað rán var framið í Reykjavík í gærmorgun. Lög- reglan handtók ræningjann eftir umsátursástand seinni partinn í gær. Maðurinn, sem naut þjónustu á sólbaðsstofu, réðst að starfs- stúlku stofunnar og ógnaði henni með hnífi. Hann komst undan með 90.000 kr í greiðslukortanótum og 50.000 kr. í reiðufé. Eftir talsverða leit hafðist uppi á manninum þar sem hann hafði leigt sér herbergi á Hótel íslandi. Lögreglan sat um hótelið og eftir talsverða leit tókst að hafa hendur í hári hans. Þetta mun vera einn af títtnefndum góðkunningjum lögreglunnar. -HÞ Stórkaupmenn óhressir með ferðir landans til er- lendra stórborga: Verslað fyrir 2,5 milljarða Um 400 störf tapast og opin- berir aðilar tapa um 750 millj- ónum kr. þegar verslun fyrir 2,5 milljarða kr. fíyst úr landi. Þetta kemur fram í frétt frá Félagi íslenskra stórkaup- manna. Þar segir að reikna megi með að um 25.000 ís- lendingar fari utan í skemmti- og innkaupaferðir til erlendra stórborga á þessu hausti. Það er heldur hærri tala en komið hefur fram í viðræðum við forráðamenn ferðaskrif- stofa en þeir áætla að milli 12 og 15.000 manns fari í þessar ferðir. Stórkaupmenn gefa sér þá forsendu að hver einstaklingur versli fyrir 1.000 pund eða um 100.000 kr. og því flytjist versl- un að andvirði 2,5 milljarða úr landi. Þeir telja enn fremur að þessi verslun myndi skila 600 millj. kr í virðisaukaskattstekj- ur til ríkissjóðs. Þar til viðbótar koma 125 millj. kr sem tapast vegna aðflutningsgjalda. Þá er talað um að sveitafélög tapi u.þ.b. 25 millj. kr. af aðstöðu- gjaldi. Þegar þessar tölur eru lagðar saman segja stórkaup- menn að hið opinbera tapi ekki undir 750 millj. kr -HÞ Klukkan tifar á atvinnumálanefnd ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Magnús Cunnarsson, for- maður VSÍ, ræddu við forsætisráðherra og utanrfídsráðherra í gær um hugmyndir atvinnumálanefndar rfídsstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í atvinnu- og efnahagsmálum. Á fundinum skýrðu Ásmundur og Magnús gang mála í nefndinni. Jafnframt gerðu þeir rfídsstjórninni grein fyrir skilyrðum sem stjórnin verður að uppfylla ef grundvöllur á að vera fyrir frekari viðræðum. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefði verið jákvæður og mál hefðu sagði á Alþingi í gær að fúndurinn þokast í rétta átt. Hann sagði hugsanlegt að síðar í vikunni yrði kominn grundvöllur fyrir að kalla formenn flokka stjórnarandstöð- unnar til viðræðna. Hann sagðist vona að samstaða verði um þær til- lögur sem nú er verið að móta. Forsætisráðherra hefur sagt að tillögur í atvinnu- og efnahags- málum verði kynntar fvnr 15. nóv- ember. „Við gerðum forsætisráðherra og Þrykkimynd af bifreið Ölvuð kona með eiginmann sinn sem far- þega ók á hús lögreglustöðvarinnar á Sel- tjarnarnesi aöfaranótt sl. laugardags. Höggiö var verulegt og þurfti að beita verkfærum til að losa fólkið úr bílnum eftir áreksturinn. Bíll- inn stimplaði „andiit" sitt í múrinn eins og sjá má á myndinni og næstum má lesa númerið af veggnum. Það er Sæmundur Pálsson, lög- reglumaður á Seltjarnarnesi, sem hefur hönd á „stuðara" bílsins. Timamynd Arni Bjarna Byssumanninum sleppt í gær Manni, sem verið hefur í gæslu lögreglunnar á ísafírði vegna meintrar skotárásar, var sleppt í gær. Eins og kunnugt er af fréttum veittist maður að tveimur mönnum á Flateyri um helgina og skaut á þá úr haglabyssu. Skotið geigaði og fór á milli mannanna og áttu þeir fótum fjör að launa. í framhaldi þessa handtók lögreglan á ísa- fírði þijá menn sem grunaðir voru um verknaðinn. Tveimur þeirra var sleppt fljótlega en sá þriðji var áfram í gæslu og var farið fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum. í gær þótti málið það vel upplýst að ekki þótti ástæða að halda manninum lengur. Að sögn lögreglunnar á ísafirði lá játning mannsins ekki fyrir og ber hann fyr- ir sig minnisleysi. Framburður fjölda vitna liggur fyrir um afbrot mannsins. Málið verður bráðlega sent ríkissaksóknara. Að sögn Jónmundar Kjartanssonar, aðalvarðstjóra lögreglunnar á ísa- firði, hefur maðurinn ekki komið áður við sögu lögreglunnar. Hann segir að lögreglan hafi ekki lagt hald á fíkniefni en segir að játning liggi fyrir um neyslu fíkniefna. í máli Jónmunds kemur og fram að stundum komi upp lögreglumál sem tengist fjórum verbúðum á Flateyri. -HÞ utanríkisráðherra grein fyrir hvað hefði verið að gerjast í þessum málum að undanförnu. Það liggur ekki fyrir nein endanleg niður- staða á einn eða annan veg. Við munum því halda áfram að skoða málið,“ sagði Ásmundur. Ásmundur sagði að ekkert lægi fyrir um hvort hugmyndir nefnd- arinnar nytu stuðnings ríkis- stjómarinnar. Spumingu um stuðning hennar yrði ekki svarað fyrr en tillögur nefndarinnar lægju endanlega fyrir. Ásmundur sagði þó að ríkisstjórninni hefði verið gerð grein fyrir nokkrum skilyrð- um sem hún yrði að uppfylla til þess að frekari umræður í atvinnu- málanefndinni þjóni tilgangi. Hann vildi ekki greina frá hver þessi skilyrði væru, en sagði að þau fjölluðu m.a. um skattkerfis- breytingar. Ásmundur sagðist gera ráð fyrir að ríkisstjómin muni fara yfir þessi skilyrði áður en hún gef- ur skýr svör um sína afstöðu. Ásmundur sagðist ekki geta svar- að því hvort lagðar verði einhverj- ar beinar tillögur fyrir þing ASÍ sem hefst í lok mánaðarins. Það fari eftir því hvernig málið standi þegar þingið hefst. -EÓ Hafþór Sveinjónsson knattspyrnumaður hefur á undanförnum árum æft með dönskum félögum, en þau bera honum ekki góða söguna: Svíkur út fé og lætur sig hverfa Nokkur dönsk knattspymufé- lög eru orðin langþreytt á því sem þau kalla svik íslenska knattspymumannsins Haf- þórs Sveinjónssonar, en hann hefur á undanfómum árum dvalist við æflngar hjá nokkr- um þeirra. Þar mun Hafþór hafa stofnað til skulda við fé- lögin og ýmsa starfsmeun þcirra. Ekki er um háar fjár- hæðir að ræða, en málið hefur komið til kasta dönsku lög- reglunnar og er án efa mjög slæmt fyrir ísienska knatt- spymu. Tíminn hafði sam- band við framkvæmdastjóra Fremad Amager í Kaup- mannahöfn og sagði hann í samtali við blaðið að hann væri búinn að fá nóg af sam- skiptum sínum við Hafþór og það væri ekki orð að marka sem hann segði. Fjallað var um mál Hafþórs í danska blað- inu Extra Bladet og er ekki farið bh'ðum höndum um hann á síðum blaðsins. Sjá blaðsíðu 6-7

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.