Tíminn - 10.11.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. nóvember 1992
Tíminn 3
Trúnaðarmannafundur Trésmiðafélags Reykjavíkur skorar á verkalýðshreyfinguna að sam-
einast gegn auknum álögum á launafólk og vill þvinga atvinnurekendur og ríkisstjórn til að
taka upp nýja og öfluga atvinnustefnu:
Auknar álögur þýða
gjaldþrot heimilanna
Trúnaðarmannafiindur Trésmiðafélags Reykjavíkur telur mikilvægt
að verkalýðshreyfingin sameinist í baráttu sinni gegn hugmyndum
um auknar álögur á launafólk en þvingi þess í stað atvinnurekendur
og ríkisstjórn til að taka upp nýja og öfluga atvinnustefnu sem tryggi
bætt kjör í framtíðinni.
Slapp naum-
lega úr
húsbruna
Karlmaður slapp naumlega út
úr brennandi húsi á Flateyri
um heigina.
Maðurinn, sem bjó einn f
húsinu, kveðst hafa vaknað
við að heítt hafi verið orðið í
herbergi því sem hann svaf í.
Þá færði hann sig um set í
annað herbergí og vaknaði við
reyk og eld. Hann komst út án
teljandi meiðsla en fékk lítils
háttar reykeitrun.
Nágrannar urðu eldsins varir
og og stóðu þá eldtungur út
um stofugiugga á neðri hæð
hússins. Slökkviiiðið kom
fljótlega á staðinn og gekk
greiðlega að slökkva eldinn.
Húsið, sem er gamalt tvflyft
steinhús, er mjög illa farið af
völdum elds, reyks og vatns.
Nokkuð Ijóst þyldr að kviknað
hafl í út frá glóð í vindiingi.
-HÞ
í ályktun fundarins er því mótmælt
að launafólk taki á sig auknar byrðar
vegna fjárfestingamistaka atvinnu-
rekenda og slæmrar efnahagsstjórn-
ar ríkisstjórnarinnar. Að mati fund-
arins eiga mörg heimili í miklum
fjárhagslegum erfiðleikum m.a.
vegna öflunar húsnæðis og því
mundu auknar álögur á þau leiða til
fjölda gjaldþrota með þeim efna-
hags- og félagslegu afleiðingum
sem því fylgja.
Þrátt íýrir að launafólk hafi lagt
mest af mörkum til að skapa þau já-
kvæðu efnahagslegu skilyrði sem fs-
lendingar hafa búið við sl. þrjú ár
fara lífskjör versnandi vegna styttri
vinnutíma og minni yfirborgana. Þá
minnir fundurinn á að þrátt fyrir að
verkalýðshreyfingin hafi lagt höfuð-
áherslu á að ná niður verðbólgu og
tryggja stöðugleika í efnahagslífinu
við gerð síðustu kjarasamninga,
hafa stjórnvöld ekki staðið við sitt að
lækka vexti. „íslensk heimili og fyr-
irtæki greiða einhverja hæstu vexti
sem þekkjast," segir í ályktun fund-
arins. Að sama skapi virðist fjöldi
fyrirtækja ekki hafa nýtt sér þau
hagstæðu efnahagslegu skilyrði sem
skapast hafa í kjölfarið og ennfrem-
ur virðist sem verulega hafi skort á
frumkvæði þeirra og þess opinbera
til nýsköpunar í atvinnulífinu. -grh
Alþýðuleikhúsið með nýtt leikrit í nýju leikhúsi:
Hræðileg hamingja
í Hafnarhúsinu
Nýlega frumsýndi Alþýðuleikhúsið Ieikritið „Hræðileg hamingja" eftir
sænska leikskáldið Lars Norén í þýðingu Hlínar Agnarsdóttur sem
einnig er leikstjóri. Sýningar á leikritinu eru í Hafnarhúsinu 2. hæð í
gamalli vöruskemmu Skipaútgerðar ríkisins.
Hræðileg hamingja var skrifað
1981 og er með fyrstu verkum Lars
Noréns, en hann er eitt afkasta-
mesta og vinsælasta leikskáld Svía.
Leikritið fjallar um fjóra vini, pörin
Teó og Tessu og Erik og Helen, sem
eru mennta- og listamenn á fer-
tugsaldri. Þau hittast kvöld eitt í
subbulegri íbúð og vinnustofu Teós
til að skemmta sér. Þar er etið og
drukkið fram eftir nóttu og leitað
að ást og hamingju. Bæði parasam-
böndin virðast vera að fjara út og
persónumar hafa Iitla eða enga
stjóm á tilfinningalífi sínu. Norén
fjallar í þessu leikriti um flesta þá
hluti sem angra nútímamanninn
eins og t.d. árangurlitla sjálfsleit,
misheppnuð hjónabönd og upp-
lausn fjölskyldunnar. Persónur
hans flýja inn í veröld áfengis, þar
sem mglað kynlíf og ofbeldi er ríkj-
andi, en það virðist oft vera eina
undankomuleið manneskjunnar í
hamingjuleitinni.
Leikarar í sýningunni em þau
Arni Pétur Guðjónsson, Valdimar
Flygenring, Rósa Guðný Þórsdóttir
og Steinunn Ólafsdóttir. Elín Edda
Ámadóttir gerir leikmynd og bún-
inga og Jóhann Bjami Pálmason
sér um lýsingu. Aðstoðarleikstjóri
er Rúnar Guðbrandsson.
-EÓ
Valdimar Flygenring og Steinunn Ólafsdóttir í hiutverkum
Eriks og Helen í „Hræðilegri hamingju".
Eiður Guðnason umhverfisráðherra:
Brýnt að rannsaka
vel rjúpnastofninn
Talsvert hefur verið rætt um að
takmarka þyrfti rjúpnaveiðar þar
sem stofninn gæti verið í hættu. Þá
var nýlega lýst ólöglegum veiðiað-
ferðum þar sem bráðin er elt uppi á
vélsleðum og öflugum margskota
byssum beitt. Eiður Guðnason um-
hverfisráðherra telur biýnt að fylgj-
ast með ólöglegum veiðiaðferðum
og segir að með tilkomu veiðikorta
væri hægt að fjármagna rannsóknir
á ijúpnastofninum
Eiður segir að löggæslan sé fáliðuð.
„Það er aldrei hægt að halda uppi
eftirliti með öllum veiðimönnum á
öllum stöðum á landinu,“ segir Eið-
Forseti ASí segir forstjóra ísal gefa alranga mynd af stööu samningsmáia og uppsögnum hjá fsai
í sjónvarpsviðtali fyrir viku:
Mótmælir hjásögli dr. Roth
Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýöusambands íslands, hefur fyrir
hönd samninganefndar verkalýðsfélaganna í álverinu í StraumsvTk, mót-
mælt hjásögli dr. Roth forstjóra ísals í sjónvarpsviðtali sL þriðjudag og
segir forstjórann gefa þar upp alranga mynd af stöðu samningsmála og
uppsagna hjá ísal.
Forseti ASÍ segir það rangt að
ísal hafi boðið 4,5% launahækkun
sem samninganefnd verkalýðsfé-
laganan hafi hafnað. Hið rétta sé
að starfsmenn samþykktu mála-
miðlunartiOögu ríkissáttasemjara
en henni hafi VSÍ hafnað að kröfu
fyrirtæksins. Þá hafi fyrirtækið
ekki boðiö fram kjarabætur heldur
krafist þess að kaffitímar verði af-
lagðir, en samkvæmt samningum
hafa hópar starfsmanna valfrelsi
um hvort þeir kjósi þessi skipti.
„Tilboð íssd er ekki um kjarabæt-
ur hefdur afnám þessa valfrelsis,“
segir í fréttatilky’uningu forseta
ASÍ.
Þá hrekur Ásmundur þá fullyrð-
Ingu dr. Roths að uppsagnir 10
starfsmanna hafi verið gerðar tll
að lækka kostnað og bendir á að
jafnframt hafi fyrirtækið ráðið 16
nýja starfsmenn. En vegna þess
hvemig staðið var að þeim upp-
sögnum hefur ASl höfað mál fyrir
Félagsdómi.
Ennfremur telur Ásmundur það
vera útúrsnúnlnga hjá dr. Roth
þegar hann í lok áðumefnds við-
tals segir að deilan í álverinu sé
dæmigerð ísaldeila þar sem eldd
$é deöt um laun heldur völd verka-
lýðsfélaga. „Það sem forstjórinn
kallar völd er í reynd spuraingin
um að halda samninga og um rétt-
indi starfsfólks.“ -grh
ur. Hann telur að brýnt sé að auka
rannsóknir á rjúpnastofninum. „Við
höfum mjög takmarkað fjármagn til
umráða," segir Eiður. Hann segir að
þegar menn þurfi að greiða gjald fýr-
ir veiðikort verði það notað til að
standa straum af rannsóknum á
rjúpnastofninum.
Eiður ætlar að leggja fram frum-
varp um veiðar og vernd villtra fugla
frá síðasta þingi. Hann segir að þar
hafi verið gert ráð fyrir að allir veiði-
menn hefðu veiðikort. „Með því
móti mundu fást mjög verðmætar
upplýsingar um hversu mikið er
veitt,“ segir Eiður. Hann segir að
frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á
ný í vetur. Hann segist hafa orðið
undrandi á þeim viðtökum sem það
fékk á síðasta þingi. Þar á hann sér-
staklega við gagnrýni sem kom fram
á notkun veiðikorta. Hann segir
slíka notkun vera við lýði í flestum
löndum sem hann þekki til. „Þar
telja veiðimenn sjálfsagt og eðlilegt
að gera grein fýrir því hvað þeir
veiða, hvar og hvenær," segir Eiður.
Eiður segir að frumvarpið sé til
umræðu milli stjórnarflokkanna.
„Það kom fram ósk frá sjálfstæðis-
mönnum um að þeir vildu ræða ein-
hver atriði málsins," segir Eiður.