Tíminn - 10.11.1992, Qupperneq 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 10. nóvember 1992
Tímiim
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Ttminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Simi: 686300.
Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Kratamir og EB
Þá hafa ungir jafnaðarmenn tekið af skarið og
gengist við Evrópubandalagshvötum sínum opin-
berlega. í ályktun, sem þeir samþykktu um helgina,
er hvatt til þess að ísland sæki strax um aðild að Evr-
ópubandalaginu, svo tryggt verði að við getum fylgt
öðrum EFTA- ríkjum í fyrirsjáanlegum Evrópusam-
runa.
í sjálfu sér kemur það ekki á óvart að ungir jafnað-
armenn skuli nú skipa sér í þá framvarðarsveit sem
vill koma íslandi inn í Evrópubandalagið. Slíkar til-
lögur hafa áður verið bornar upp hjá ungkrötum, en
ekki hlotið almennt brautargengi fyrr en nú. Raunar
hafa forystumenn Alþýðuflokks gert sér far um það
fram að þessu, að gera lítið úr fyrri tilburðum ung-
krata í þessa veru.
Það er e.t.v tímabært að rifja upp hversu heiftarleg
viðbrögð forystu Alþýðuflokksins voru í síðustu
kosningabaráttu, þegar framsóknarmenn, og raunar
Alþýðubandalagið og Kvennalistinn líka, höfðu orð á
því að kratar og sjálfstæðismenn hefðu uppi loðnar
og tvíræðar yfirlýsingar um afstöðuna til EB í stjórn-
málaályktunum sínum. Heilög reiði Jóns Baldvins
Hannibalssonar var slík fýrir kosningarnar að hann
talaði um svik og ódrengilega og ómaklega kosn-
ingabaráttu, einkum af hálfu framsóknarmanna.
í þessu samhengi var það viðkvæði hins hneykslaða
leiðtoga Alþýðuflokksins að það væri mikill barna-
skapur að halda að umræðan um EB væri á dagskrá
eða að komast á dagskrá. Jón Baldvin hafði um það
stór orð og spámannleg að spurningin um aðild að
EB kæmist ekki á dagskrá á þessu kjörtímabili og
hvorki hann né aðrir sérfræðingar um Evrópu teldu
líklegt að sú spurning kæmi fram á þessari öld. Þess-
ari framtíðarsýn þáverandi og núverandi utanríkis-
ráðherra var teflt fram gegn því sem var kallað
skammsýn og tækifærissinnuð sjónarmið, sjónar-
mið sem töldu að EB-umræðan ætti eftir að koma
fram af krafti á kjörtímabilinu og því væri brýnt að
kjósendur vissu fyrir víst hver staða flokkanna væri.
Ungir jafnaðarmenn hafa nú sýnt að þeir taka ekki
alvarlega framtíðarsýn flokksformanns síns. Því
hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna aðrir ættu
að taka framtíðarsýn hans alvarlega, jafnvel þó þetta
sé sá maður sem hvað fjálglegast hefur talað um að
færa þjóðinni vegabréfið inn í 21. öldina.
Augljóst er að framvinda mála hefur sýnt að það var
fyllilega tímabær og réttmæt krafa fyrir síðustu
kosningar að stjórnmálaflokkarnir gerðu skilmerki-
lega grein fyrir afstöðu sinni til aðildar að Evrópu-
bandalaginu. Krötum tókst að drepa því máli á dreif
með því að endurtaka í sífellu að maálið væri ekki á
dagskrá og saka pólitíska andstæðinga um ómakleg-
an og ódrengilegan málflutning þegar málið var bor-
ið upp. Fyrir vikið telur Alþýðuflokkurinn sig ekki
skuldbundinn gagnvart kjósendum til eins eða neins
í Evrópumálum og veldur það óneitanlega áhyggj-
um. Ungir jafnaðarmenn hafa þegar opinberað sinn
hug til EB. Trúi því hver sem vill, að slík ályktun sé
samþykkt nær átakalaust án þess að hafa fýrst hlotið
blessun a.m.k. sumra forystumanna flokksins í
heild.
Einn þeirra hornstelna vestrænn-
ar menningar, sem rekja má tii
Kómveija, er almenningsbö&in.
Þetta gagnmerka fyrirbæri reis í
sínar mestu hæðir með Rómar-
veldi og í Róm nútímans má sjá
fjölm&rg stórmerk mlnnismerki
um baðmenningu Rómverja. ís-
fenska sjónvarpsáhorfendur þarf
t.d. varia að minna á að „tónleikar
aldarinnar" sumarið 1990 þegar
hetju-tenoramir Domingo, Carr-
eras og Pavarotti komu fram sam-
an, fóru einmitt fram í rústum
hinnar frægu baðhallar Karaköllu
í Róm.
Það er haft fyrir satt að stjóm-
vitringar Rómarveldis úr stétt
Patrisea hafí ekká alltaf talið sér
fært að notast við almenningsböð
þar sem mannþröng var mikil og
örtröð og því haft sérstök böð þar
sem þeir gátu átt friðsælli fundi.
Á vettvangi baðanna voru leyst
hin óltkiegustu mál, jafnt per-
sónuleg vandamál sem sljóm-
sýsluleg álitacfni heimsveldisins.
Þvf var það mikilvaegt stjómvitr-
ingum Rómaveldis að hafa nokk-
urt næði í sínum sérstöku bað-
húsum þar sem þeir greiddu úr
stjómmálaflækium og undir-
bjuggu mál sín og frumvörp áður
en þau fóru til sinnar formiegu af-
greiðslu í öldungaráðinu. Ekki
verður annað sagt en þessi hað-
húsamenning hafl geflst vei enda
dafnaöi Rómarveldi lengst af og
stórsigrar voru unnir á sviði
stjómunar og sjómsnýslu.
Blýið og neysluvatnið
Enn í dag rífast menn um orsak-
ir hnignunar Rómarvcldis og sýn-
ist sitt hverjum. Þó Garri treysti
sér ekki tii að gera upp á milli
kenninga, er hún vissulega heiD-
andi alþýðuskýringin um að b|ý-
mengun í neysluvatni, og þar með
baðvatni hafl smám saman ruglað
forystusveit Rómveija í rfminu og
þeir þess vegna glutrað heims-
veldinu úr höndum sér.
í fjármálaráðuneytinu vírðast
menn nú vera að vakna tíl vitund-
ar um baðhúsamenningu Róm-
vatbaðhúsa". Þessi vhundarvakn-
ing kemur f kjöifar þess að tfl-
raunir Friðríks Sophussonar tíl
um leiddu tíl þess að fíárlagahall-
inn í ár verður næsturo þrefalt það
sero áætlað var. Útlitíð fyrir næsta
ár er jafnvel enn delckra. Því er
það liður í efnahagsráðstöfunum
fíármálaráðherra og ríkisstjómar-
innar að samhliða handahófs-
kenndum níðurskuröi, álagningu
þjónustugjalda, o.fi. sé tímabært
að reisa rómverskt baðhús í kjall-
ara fíármálaráðuneytisins. Þannig
geta sérfræðingamir í ráðuneyt-
inu, pólitískir ráðgjafar og ráð-
herrann sjálfur rætt málin í baði í
vinnutímanum, en þessa grund-
vallaraðstöðu hefur einmitt vant-
að í ráðuneytiö. Með bættri vtnnu-
aðstöðu má líka búast við betri
stjómsýslu og er þá að vona að
fíárlagafmmvarpið fyrir 1994
muni verða í grundvaUaratriðum
betur unnið en hlngað til hefur
þekkst í gufubaðslausu ráðuneyt-
inu.
Útbreiðslan að vaxa?
Raunar virðist þessi rómverska
baðhúsastjómsýsla eða tílbrigði
við hana vera aö hreiðra um síg
víðar f hinu pólitfska sfíómkerfi
þvf samflokksmaður fíármálaráð-
henra og formaður viðskipU- og
efnahagsnefndar, Vilhjálmur Eg>
ilsson, sagði einmitt frá því f við-
tali að hann hafi farið með þing-
nefnd sína á Hótel Örk tfl að
funda, en það hótel bíður einmift
upp á ýmis böð, bæði gufuböð og
Ieirhöð. Garra er raunar eldd
kunnugt um einstök atriði f
fúndafyrirkomulagi þingnefndar-
innar, hvort fundir vom haldnir f
gufubaði, leírbaði eða bara í heit-
um pottí. Formaður nefndarinnar
upplýsti þó í samtali við Tfmann f
síðustu viku að framhald gæö
orðið á svona hótelfundum hjá
nefndinni enda tilgangurinn að
spara sem mest fyrir skattborgar-
ana. Og þegar menn em að spara
hvað er þá betra en að spara >>fir
góðri kvöldmáltfð og glasi af rauð-
víni á góðu hóteli með góða bað-
aðstöðu?
Garri getur ekki annað en glaðst
f hjarta stnu yflr því að stjóm-
málaleiðtogar úr Sjálfstæðis-
flokknum hafl nú uppgvötað þau
ráð sem duga tíi að takast á við
efnahagsvanda íslendinga. Erfið-
legar gengur þú að Iosna við þann
nagandi efa að blýmengunar eða
sambæröegra áhrífa sé þegar farið
að gæta hjá þeirrí forystu sem nú
ætlar að tileinka sér hina róm-
versku baðhúsasfíómsýsiu, Sé
það rétt má búast við að hin ís-
Iensku baðhús verði pólitískar
rústir fyrr en varir og þar munu
þvf miður engir hefíutenórar
syngja heimsbyggðinni tii dýrðar í
beinum sjónvarpsútsendingum. í
rústum baðhúsasfíúmsýslu ís-
lensku ríkisstjómarinnar gæti
hins vegar verið við hæfi, að bjóða
Garðari Hólm stöðu einsöngvara.
Garri
Örlagafréttir
Stórpólitísk framhaldssaga með
örlagaríku, dramatísku ívafi var
flutt í einni af hinum almennu
skemmtideildum menntamála-
ráðuneytisins um helgina. Búið
var að hafa nokkrar forkynningar á
stykkinu áður en reglulegar út-
sendingar hófust undir lok síðustu
viku. Þá voru líka í hverjum frétta-
tíma alls ljósvakaeflis ríkisins
sendir út kaflar úr örlagasögu bæj-
arstjórnarmeirihlutans í Ól-
afsfirði.
Mikil breidd er í frásögnun-
um frá Ólafsfirði eins og
hæfir efninu. Þeir sem
leggja sig eftir bókmenntafræði
vita til að mynda að Stríð og friður
eftir meistara Leo Tolstoj er breið
skáldsaga og frásögnin teygð og
toguð í margar áttir og ekki er allt-
af einfalt að sjá hvar söguþráður-
inn liggur.
í Ólafsfjarðarsennu hinni nýrri er
svipað uppi á teningnum í útgáfu
útideildar menntamálaráðuneytis-
ins. Fréttaneytanda er haldið í
spennu og er aldrei upplýst hver er
að kljást við hvern og er eina
stundina látið svo sem allir séu á
móti öllum og síðan að einhverjir
hafi bundist samtökum um að vera
saman á móti einhverjum örðum.
Faríð milli hluta
í þáttunum er annað slagið minnt
á að meirihluti sjálfstæðismanna
stjórnar kaupstaðnum. Þessi sami
meirihluti réð bæjarstjóra. Svo
hljóp hundur í annaðhvort meiri-
hluta eða minnihluta innan meiri-
hlutanns og ósætti varð milli bæj-
arstjórans og einhvers hluta meiri-
hlutans eða alls meirihlutans. í
einum af mörgum þáttum sem
sendir voru út síðari hluta Iaugar-
dags var farið að nefna að einhver í
meirihlutanum í meirihluta bæj-
arstjóranar væri að leggjast á sveif
með minnihlutanum í meirihlut-
anum og mynda þar með nýjan
meirihluta í meirihluta bæjar-
stjórnarinnar og þá var fyrrverandi
meirihluti að verða að minnihluta
í meirihlutanum.
Þar með var stóllinn farinn að
verða valtur undir bæjarstjóran-
um.
Enn var haldið áfram frásögnum
af hvernig minnihlutinn varð að
meirihluta í meirihlutanum og að
lokum réðust örlög bæjarstjórans
þegar meirhlutinn náði meirihluta
í sjálfum sér og hann var rekinn.
Endir?
En breiða frásögnin er svo víð-
feðm að henni var hvergi nærri
lokið þótt bæjarstjóri meirihlutans
væri kominn í minnihluta og fengi
pokann sinn.
Frásögnin átti enn eftir að rísa í
hæðir þegar farið var að skýra frá
að enn væri eftir að semja við bæj-
arstjórann um starfslok. Svo komu
fréttir um að starfslokasamningur
-væri á veg kominn og bæjarsjóður
þar með kominn á hausinn vegna
þess að endar ná ekki saman í fjár-
hagsáætlun kaupstaðarins eftir
þennan merka samning við bæjar-
stjórann, sem verður svona óskap-
lega verðmætur þegar búið er að
reka hann.
Hætta verður við framkvæmdir
upp á margar milljónir kr til að
framkvæma þann vilja meirihlut-
ans, að losna við bæjarstjórann.
Hluti meirihlutans sagði sig í
bæjarstjórninni annaðhvort til að
mótmæla brottrekstri og
starfslokasamningi við bæj-
arstjórann eða til að fagna
því að nú verður hægt að
ráða nýjan bæjarstjóra. Af
frásögnum síðustu þátta fram-
haldssögunnar er ekki hægt að
átta sig á hvort heldur var. Það
slfyrist kannski seinna.
I Ólafsfjarðarþáttunum er aldrei
minnst á að til sé einhver minni-
hluti, annar en minnihlutar innan
meirihluta sjáflstæðismanna. Að
minnsta kosti er svoleiðis minni-
hluti aldrei kallaður til sögu, lík-
lega marklaus með öllu.
Eftir því sem hin breiða frásögn
flýtur fram er von til að það fari að
skýrast hvert deiluefnið er. Það var
nefnilega aldrei upplýst um helg-
ina hvað bar á milli meirihluta og
minnihluta meirihlutans eða
hvers vegna bæjarstjórinn var rek-
inn og af hverju sjálfstæðismenn
voru ekki sammála um það. Aðeins
var haft eftir einum þeirra að
flokkurinn stæði heill og einhuga
eftir???
Vonandi kemst maður að því um
hvað allar fréttirnar frá Ólafsfirði
fjölluðu þegar dagblöðin koma út í
dag.
OÓ