Tíminn - 10.11.1992, Qupperneq 5
Þriðjudagur 10. nóvember 1992
Tíminn 5
y Gylfi Guðjónsson:
Utgerð Vegagerðarinnar
Ég minnist þess stundum, þegar mér líður illa eða mikið á ríður, þegar ég setti
strákinn og rófupokann frá Laugarási á vélarhlífina upp Kletthálsinn hér um ár-
ið í blindbyl. Vegagerð ríkisins á Vestfjörðum mokaði ekki Þorskafjarðarheiði
um miðjan október, en þá hefði dugað hefill með sqjó eitt fet að dýpL
Ég var í slátri við Djúp og sótti strák-
inn í leiðinni. Þá var ekki kominn veg-
ur yfir Steingrímsfjarðarheiði og
vegamál á Vestfjörðum í hreinu öng-
þveiti. Vegagerðin var eins og stöðnuð
skepna og stappaði niður fótunum ef
mjaka átti tæki af stað yfir Þorska-
fjarðarheiði til snjómoksturs. Mér féll
allur ketill í eld að aka innan úr ísa-
fjarðardjúpi frá Hallsstöðum með
drenginn, kjötkútinn, sláturmatinn
og rófupokann út allt Djúp á fsafjörð
og sfðan vesturleiðina suður. Ég var í
18 tfma og nærri orðinn úti með
drenginn. Ég kom í Mosfellssveitina
kl. hálfníu að morgni með drenginn
lifandi, en það var ekki Vegagerð ríkis-
ins að þakka.
Nú hefur Vegagerð ríkisins verið fal-
ið að sjá um samgönguæðar á sjó frá
næstu áramótum, svo sem ferjumál.
Ég efa ekki að samgönguráðherra er
mikill léttir að færa norðlenska ferju-
bagga yfir á Vegagerð ríkisins. Vega-
gerðin er þegar farin að æfa sig í hinu
nýja hlutverki, en þar á bæ virðist
mönnum ofbjóða að flytja malbik út í
sjó. Hver sjómíla, sem ferja siglir,
skerðir vegaframkvæmdir í landi, að
mati Vegagerðarinnar, eftir því sem
hevra má utan að sér.
Á Kiwanisfundi í Mosfellsbæ nýlega
hlustaði ég á erindi fulltrúa Vegagerð-
ar ríkisins um samgöngumál. Hann
lagði út af hinu nýja hlutverki varð-
andi samgöngumál út á sjó, og sagði
margt athyglisvert. Erindi hans gaf
mynd af miklum vandræðamálum
ferja hér á landi. Það setti að mér hroll
þegar myndin kom af Vestmannaeyja-
ferjunni og ég hugsaði með mér að
Vestmannaeyingar hefðu aldrei haft
efni á neinu, þeir hefðu alltaf selt fisk-
inn úr landi.
Breiðafjarðarferjan hífði aðeins upp
geðið í fundarmönnum, en litla Ki-
wanishúsið við Köldukvísl var yfir-
hlaðið alvarlegum andlitum að hlusta
á Vegagerðarmanninn. Hann sagði að
ferjan Baldur hefði verið byggð hér á
landi og í yfirbygginguna hefðu þeir
notað of þykkt stál, sem hefði verið af-
gangs í skipasmíðastöðinni. Þama
kom fram verulegt hagræði í skipa-
smíðum hériendis, að nota þykka stál-
ið í brúna á Baldri. En reyndar orsak-
aði þetta vemlegt óhagræði í siglingu,
því skipið hefði ruggað af ofurþunga í
brú. Brúin reyndist 30 tonnum of
þung. Þá var þyngt skipið í kili og or-
sakaði það eins meters meiri djúp-
ristu. Það þýddi að ferjan varð að taka
á sig stærri krók kringum sker. —
Hins vegar benti hann á mjög
skemmtilega möguleika ferjunnar í
fólksflutningum, en hún hefði verið of
dýr, um 300 milljónir. Það væri nú
munur eða Djúpferjan Fagranes, sem
hefði verið keypt fyrir 35 milljónir,
risti grynnra og bæri fleiri bíla. Síðan
lagði hann út af hinni miklu náttúru-
fegurð Breiðafjarðar.
Ég lagði við hlustir þegar kom að
ferjunni við Ísaíjarðardjúp, enda mér
málið skylL Fulltrúi Vegagerðarinnar
var greinilega ekki uppalinn við Djúp
eins og ég, og fjallaði ekkert um hina
miklu náttúrufegurð þar. Hins vegar
taldi hann óhæfu að vera með svona
ódýrt og fallegt skip þar í siglingum,
því bryggjan kostaði 40 milljónir á
Nauteyri og vegurinn frá ferjuhöfn-
inni 4.5 km að lengd að malbiki innan
við Hvannadalsá aðrar 40 milljónir. —
Til skýringar lesendum þá hefur skip-
ið verið keypt frá Noregi, en það vant-
ar ferjuhöfn að Nauteyri v/fsafjarðar-
djúp og veg þaðan að malbiki við
Steingrímsfjarðarheiði.
Mér var brugðið og hugsaði með
mér: í hvaða farveg eru samgöngumál
Nú hefur Vegagerð rtkis-
ins veríð falið að sjá um
samgönguœðar ásjófrá
nœstu áramótum, svo
sem ferjumál. Égefa
ekki að samgönguráð-
herra er mikill léttir að
fœra norðlenska ferju-
hagga yfir á Vegagerð
ríkisins. Vegagerðin er
þegar farin að œfa síg í
hinu nýja hlutverki, en
þar á bœ virðist monn-
um ofbjóða að flytfa
malbik út í sjó.
á sjó og landi raunverulega komin? - -
Síðan bætti ræðumaðurinn við að
greiddir væru vextir af kappi, veski
landsmanna yrðu að halda rekstri ferj-
unnar uppi og hafin yrði afborgun af
lánum um það leyti sem ferjan yrði af-
skrifuð og ónýt. Svo hnýtti hann í
þetta að Vestfirðingar væru það
heimskir að þeir flyttu farþega kl.
08:00 frá ísafirði að Nauteyri, tveggja
tíma sigling, en enginn kæmi um
borð að sunnan.
Inn á milli þessara hugleiðinga um
ferjumál gat ræðumaðurinn þess, að
Vegagerðinni þætti miður hve lágt
væri boðið í ýmsa verkþætti hér á
landi, allt niður undir 50%, oft 70-
80% af kostnaðaráætlun Vegagerðar-
innar. Mér féll aftur allur ketill í eld.
Kostnaðaráætlun við ferjubryggju að
Nauteyri er 38 milljónir, í útboði ca.
29 millj. Kostnaðaráætlun Vegagerðar
ríkisins á Vestfjörðum á vegstubbnum
4.5 km frá Nauteyri að malbiki er 15
milljónir, eða 3.5 millj. pr. km. Síðan
má lækka þá upphæð vegna niður-
boða í útboðum; mætti þá ætla að
uppbyggður malbikaður vegur með
ferjubryggju og tilheyrandi verði um
39 milíjónir. - - Varðandi komu far-
þega að Djúpi má segja að ferjan gæti
farið tvær ferðir á dag, eða gæti beðið
eftir farþegum daglangt á Nauteyri.
Hjalti skipstjóri og áhöfn gæti átt ró-
legan dag við bleikjuveiði eða berja-
tínslu.
Ef við sleppum ferjunni og leggjum
veg 220 km, skv. áætlun Vegagerðar
3.5 millj. á km til ísafjarðar, mun sá
vegur kosta 787 milljónir og 500 þús-
und. — Ef við sleppum ferjunni og
leggjum veg til ísafjarðar, skv. áætlun
Vegagerðarfulltrúans á Kiwanisfund-
inum, mun hver kílómeter af vegi
kosta 8.888.000,00 — 220 km langur
vegur út Djúp kostar þá 1.955.000,00
eða tæpa tvo milljarða.
Með þessu tilskrifi er þingmönnum
Vestfjarða gefin alvarleg áminning um
hversu grátt má leika fólk með tölum
og líkingum. Til meiri upplýsinga get
ég uppfrætt allan almenning um það,
að ódýrasta ferð frá Reykjavík til ísa-
fjarðar er norður að Hólmavík og um
Steingrímsfjarðarheiði, í ferju að
Nauteyri við ísafjarðardjúp og þaðan
rakleitt á ísafjörð. í þeirri ferð eru
eknir 367 km, ef farin er Steingríms-
fjarðarheiði, en styttra Þorskafjarðar-
heiði. Bifreið má vera allt að 5 metra
löng og kostar kr. 3000,00 f. bílinn og
bfistjórann, kr. 500,00 f. næsta farþega
og síðan frítt fyrir næstu farþega.
Ferðin með ferjunni tekur tvo tíma og
5 mín. Til samanburðar: Fari fólk frá
Reykjavík til ísafjarðar um Stykkis-
hólm og vesturleið eru eknir um 341
km. Bifreið má vera allt að 4.5 m löng,
kostar kr. 3000,00 f. bflinn, frítt fyrir
bflstjórann og kr. 1000,00 fyrir hvem
farþega eftir það. Með þessum skrif-
um ættu allir Vestfirðingar að styðja
Djúpferju. Göngin um Vestfirði eru
orðin að veruleika, ferja um Breiða-
fjörð er raunhæf; styðjum þá, sem ein-
hverra hluta vegna þurfa að fara hratt
yfir, að aka malbik og sléttan veg að
Hólmavík og Djúpi. Sérstaklega vil ég
geta þess hér, að Vegagerð ríkisins hef-
ur í dag á að skipa ákaflega færum
mönnum í mörgum efnum og vil ég
standa bak við Vegagerðina í því erfiða
hlutverki að taka við samgöngumál-
um á sjó. Aðeins eitt: Segið satt
Höfundur er ökukennari.
Kjördæmisþing framsóknarmanna
á Suðurlandi haldið í Vík 31. okt.
1992 vekur athygli á þeim erfiðu
verkefnum, sem nú þarf að vinna að
í íslensku þjóðfélagi. Á þeim þrem
misserum, sem núverandi ríkis-
stjórn hefúr setið, hefúr henni,
með rangri stefnu og takmarkaðri
þekkingu á eðli og þörfúm atvinnu-
lífsins, tekist að laska stórlega bar-
áttuþrek atvinnugreinanna. Rök-
rétt afleiðing frjálshyggjubröltsins
er stórfellt viðvarandi atvinnuleysi
með öllum þeim hörmungum sem
af því leiða.
Kjördæmisþingið telur að brýn-
asta verkefnið sé að koma hjólum
atvinnulífsins til að snúast á ný
með því að tryggja atvinnu og afla
þeirra verðmæta, sem ein geta veitt
einstaklingum og þjóðarbúi viðun-
andi afkomu. Atvinnuleysið kippir
ekki aðeins fótum undan efnahag,
heldur veldur líka andlegu álagi og
niðurlægingu með ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum. Við þær tíma-
bundnu aðgerðir, sem þar eru
nauðsynlegar, verður að gæta þess,
að þær bitni ekki á þeim sem höll-
um fæti standa. Forðast ber fljót-
færnislegar ákvarðanir í efnahags-
og fjármálum, sem valda óþolandi
röskun á högum atvinnuvega og
einstaklinga.
Fyrstu aðgerðir fyrir aðþrengda at-
vinnuvegi þurfa að ná því, að til-
kostnaður þeirra verði í samræmi
við tekjumöguleika með lækkun
skatta, orku og vaxta til jafns við
nágrannalöndin og öllum aðgerð-
um sem tryggja rétta gengisskrán-
ingu.
Kjördæmisþingið leggur áherslu á
að samhliða þessum lífróðri ís-
lensks atvinnulífs hafi ríkisvaldið
forystu um mörkun virkrar at-
vinnustefnu í nánu samstarfi við
sveitarfélög, atvinnurekendur,
launþega og bændur.
Hana verður að byggja á þekkingu,
dugnaði og framtaki þjóðarinnar og
kostum landsins, þar sem undir-
staðan er fjölþætt menntun og öfl-
ug rannsóknarstarfsemi.
Eftir hinar gjörbreyttu aðstæður
íslensks landbúnaðar er nauðsyn-
legt að bændur viti við hvaða skil-
yrði þeim er ætlað að búa á næstu
árum, svo að þeir geti nýtt hrein-
leika íslenskrar náttúru til fjöl-
breyttrar framleiðslu. Þingið lýsir
fullum stuðningi við þá varnarbar-
áttu sem framundan er hjá þeim
sem framleiða íslenskar landbúnað-
arafurðir og vinna úr þeim.
Röng stefna eða stefnuleysi ríkis-
stjórnarinnar hefur leitt af sér að
eitt þúsund störf í iðnaði hafa tap-
ast á einu ári og færst í hendur er-
lendra aðila. Skipasmíðaiðnaður-
inn berst nú í bökkum og fær enga
áheyrn hjá ríkisstjórninni.
Sjávarútvegurinn býr við vaxandi
rekstrarerfiðleika. Nú þegar
greiðslum úr verðjöfnunarsjóði er
lokið mun skriða gjaldþrota stækka
ört, verði ekkert að gert, og marg-
vísleg þjónustufyrirtæki munu
hverfa í kjölfarið. Ennfremur er
vandséð að bankar og sjóðir stand-
ist slík áföll og slíkt mun leiða af sér
vaxtahækkun.
Kjördæmisþingið telur því for-
gangsverkefni að bæta rekstrar-
stöðu sjávarútvegsins með það
markmið að afkoma skili hagnaði.
Þannig verði komið í veg fyrir
ískyggilegar horfur í atvinnulífi um
land allt.
Kjördæmisþingið telur útilokað
að taka til afgreiðslu á Alþingi
samninginn um EES fyrr en skýrar
liggja fýrir mörg atriði hans, svo
sem fiskveiðisamningar, eignarrétt-
ur á landi og orkulindum, innflutn-
ingur búvara og síðast en ekki síst,
hver staða íslands verður eftir hrun
Evrópska efnahagssvæðisins við
inngöngu annarra EFTA-ríkja í EB
á næstu árum. Jafnframt ítrekar
þingið samþykkt þess frá síðasta ári
um þjóðaratkvæðagreiðslu áður en
endanleg afgreiðsla um samning-
inn fer fram á Alþingi.
Kjördæmisþingið minnir á, að
þrátt fyrir aðkallandi úrbætur í
efnahags- og atvinnumálum megi
ekki gleyma öðrum hliðum samfé-
lagsins, sem hamingja mannsins
byggist á. Þar má nefna virðingu
mannsins fyrir sjálfum sér og vilja
til að halda viti og heilsu óháð
vímuefnum. Virðingu mannsins
fyrir náunganum og vilja til að
styðja hver annan með samstarfi og
samvinnu á sem flestum sviðum.
Virðingu fyrir hvers konar hagnýt-
um verðmætum og náttúrunni í
kringum okkur. En taumlaus for-
gangskrafa fjármagnsins um sífellt
meiri arð leiðir til sóunar þeirra
verðmæta, sem tilvera komandi
kynslóða byggist á.
Framsóknarflokksins bíða því
mikil verkefni.
* Hann þarf sem allra fyrst að fá að-
stöðu til að stöðva hrunadans nú-
verandi ríkisstjórnar í íslensku
efnahags- og atvinnulífi.
* Hann þarf að marka íslenska ut-
anríkisstefnu, sem leggur áherslu á
nána samvinnu og samstarf við aðr-
ar þjóðir með fullri reisn.
* Hann þarf að sameina þjóðina til
átaka við eflingu atvinnulífsins.
* Hann þarf að vekja hjá þjóðinni
von um trú á framtíðina og vilja til
að skapa réttlátt þjóðfélag þar sem
manngildið er ofar auðgildinu.
Framsóknarflokkurinn þarf á öfl-
ugum stuðningi að halda til að ná
fram þessum markmiðum sínum.
Kjördæmisþingið hvetur því alla
til að veita Framsóknarflokknum
það brautargengi sem þeir megna.