Tíminn - 10.11.1992, Síða 8

Tíminn - 10.11.1992, Síða 8
Þriöjudagur 10. nóvember 1992 Tíminn 8 Stjórnmálanefnd LFK heldur fund þriðjudaginn 10. nóvember n.k. kl. 17 I Hafnarstræti 20, II. hæð. Til umræðu eru áherslur á flokksþingi. Allar framsóknarkonur eru hvattar til aö mæta og taka þátt i umræðunni. KFNE 37. kjördæmisþing framsóknarfélaganna I Norðuriandskjördæmi eystra verður hald- ið á lllugastööum I Fnjóskadal dagana 13. og 14. nóvember 1992. Föstudagur 13. nóvember Kl. 20:30 1. Setning þingsins. Dagskrá: 2. 3. 4. 5. Kosning starfsmanna þingsins. Skýrsla stjómar og reikningar. Umræður um skýrslur stjómar og afgreiðsla reikninga. Fra.nlagning mála. HalldórÁsgrlmsson, ályktun atvinnumálahóps. Guðmundur Stefánsson, ályktun byggðarnálahóps. Daniel Ámason, ályktun umhverfismálahóps. Ávarp Steingrlms Hermannssonar. Umræður. Laugardagur 14. nóvember Kl. B Kl. 9 til 12 Kl. 12 til 13 Kl. 13 til 16 Kl. 16 til 16:30 Kl. 16:30 KJ. 17 Kl. 17:15 Kl. 18 Morgunverður. Nefndastörf. Matarhlé. Afgreiðsla mála. Kaffihlé. Kosningar. Ákvörðun um gjald til KFNE. Önnur mál. Þingslit. Arnesingar— Félagsvist Hin áriegu spilakvöld Framsóknarfélags Ámessýslu hefjast 6. nóvember kl. 21 I nýja félagsheimilinu Þingborg I Hraungerðishreppi. Spilað verður I Aratungu 13. nóvem- ber kl. 21.00 og að Flúðum 20. nóv. kl. 21.00. Aðalverðlaun utanlandsferð. Góð kvöldverðlaun. Stjómln Félagsvist á Hvolsvelli Spilað verður á sunnudagskvöldum 15. nóvember, 29. nóvember, 13. desember og 10. janúar. Auk kvöldverðlauna verða ein heildarverðlaun: Dagsferð fyrir 2 með Flugleiöum til Kulusuk. 3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Reykjavík Fulltrúaráð framsóknarfélaganna I Reykjavik hefur opnað skrifstofu að Hafnarstræti 20, 3. hæð. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 13:00-17:00. Stjórn fulltrúaráðsins. Hafnarfjörður Framsóknarfélögin I Hafnarfirði hafa opna skrifstofu að Hverfisgötu 25 á þriðjudags- kvöldum frá kl. 20.30. Lítið inn, fáið ykkur kaffisopa og spjallið. St/ómlmar Keflavík — Suðurnesjamenn Vetrarstarfið er hafið. Opiö hús alla mánudaga kl. 20.30. Mætum öll. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin i Keflavik. Siglufjörður Almennur félagsfundur Framsóknarfélags Siglufjarðar veröur haldinn að Suðurgötu 4, þriðjudaginn 10. nóvember 1992 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Bæjarmál. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Önnur mál. Stjórnin Borgarnes — Breyttur opnunartími Frá og með 1. október verður opið hús i Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 á þriðju- dögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og verið hefur undan- farin ár. Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viötals á þessum tima og ennfremur eru allir, sem vilja ræða bæjarmálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfsögðu veröur hellt á könnuna eftir þörfum. Framsóknarfélag Borgarness. Vestur-Skaftfellingar Aðalfundur framsóknarfélaganna IV- Skaftafellssýslu verður haldinn I Kirkju- hvoli, Kirkjubæjarklaustri, föstudaginn 13. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Önnur mál. Á fundinn mæta Jón Helgason alþingis- maður og Ólafia Ingólfsdóttir, formaður KSFS. Nýir félagar velkomnir. Sfjómln Varanleg lausn á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viðhaldsfrí. Margir litir. Staðgreiðsluafsláttur. Einnig sólbekkir og borðplötur í mörgum litum. Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum. Sterkt og fallegt. Marmaraiðjan, Höfðatúni 12. Sími 629955. Fax 629956. Afengismeðferð er persónuleikameðferð Nokkuð hefur verið ritað og rætt um drykkjusýki og áfengismeðferð eftir að til tals kom að draga ætti úr fjárframlögum ríkissjóðs til með- ferðarstofnana, sem fást við alkó- hólisma. Ekki eru allir á eitt sáttir hvort drykkjuskapur sé sjúkdómur, en um það álitamál stendur deilan að nokkru leyti líka. Drykkjuskapur herjar að mínu mati á eina mann- gerð öðrum fremur. Það er veik- lundað fólk. Þess háttar skapgerð er undirrót áfengissýkinnar, að mín- um dómi. En þó einn hafi sterkan og stað- fastan persónuleika, þýðir það ekki að hinn veiklundaði þurfi að vera sjúkur. Þama eru í raun á ferðinni tvær manngerðir sem báðar eru heilbrigðar, svo langt sem sú skil- greining nær. Þó á sá veiklundaði frekar á hættu að verða kvíðinn, taugaveiklaður, þunglyndur og per- sónuleikatruflaður. En persónu- leikatmflun er eitt sameiginlegt ein- kenni alkóhólista, að mati meðferðarfull- trúa og sérfræðinga í áfengismeð- ferð, sem telja sig vita manna best um eðli sjúkdómsins og lækningu við honum. Annað einkenni er einmitt líka taugaveiklunin og kvíðinn, sem hrjáir marga í meðferðinni og fyrstu mánuði á eftir. Þessi einkenni telur fagfólk stafa af áfengisnotkun. Ég held þó að þau hafi áður gert vart við sig, jafnvel löngu áður en fólk fór að dreypa á gullnum veig- um. Það er nú einu sinni svo að áfengi er lyf, og raunar elsta lyfið sem not- að hefur verið við kvíða og spennu og ýmsum áföllum. Menn hafa dmkkið í sig kjark, þeir hafa róað spenntar taugar og harmi slegið hjarta í aldanna rás. En þeir hafa einnig glaðst yfir staupi af góðu víni í góðra vina hópi og jafnvel í einvemnni séð fegurri heimi bregða fyrir undir léttum áhrifum áfengis, eða eins og hið fomkveðna segir: „Hóflega dmkkið vín gleður mannsins hjarta." Áfengið er fyrst og fremst lyf sem hægt er að misnota illilega, og víst er að fólk endar fársjúkt af ofneyslu áfengis eins og af hverri annarri eit- urlyfjaneyslu. En andlega heilbrigð- ur maður misnotar ekki áfengi. Það gera engir aðrir en þeir sem em eitthvað sinnisveikir fyrir. Þeir em að friða sálina. Kaupa sér stundar- frið undan kvíða og vanlíðan. Þeir em jafnvel haldnir miklu vonleysi, þunglyndi og sjálfseyðingarhvöt. Þegar þeir síðan em orðnir ölvaðir, koma þessi einkenni hvað best í ljós. Með þetta veiklundargeð að leiðarljósi þarf áfengismeðferð að byggjast á. Því þegar fengist er við áfengissýki þarf fyrst og síðast að fást við hugarfar einstaklingsins, svo að hann hætti að skaða sjálfan sig á þeirri annars ágætu guðsgjöf sem gleður mannsins hjarta, sé hennar neytt í hófi og af skynsemi. Einar Ingvi Magnússon Draumafjárlög og dú dú-ijárlög Eftir því sem fréttir herma em nú f uppfærslu tvennskonar fjárlög á Alþingi íslendinga, en það mun vera alveg nýtt í sögu Alþingis frá stofnun þess. Hér er um að ræða draumafjárlög Jóns B. Hannibals- sonar og dú dú-fjárlög Friðriks Sophussonar. Menn hafa spurt sig að því hvaða draumar eða draum- órar fjárlagasmiðsins Jóns féllu best að draumafjárlögunum. Jón hefur tjáð þjóðinni að í fyrsta lagi væri draumur um afnám orlof- speninga sem félli vel að drauma- íjárlögunum. Og númer tvö, draumur um að engar kýr væru heilagar þegar um efnahagsvanda væri að ræða. Hér var talið að utanríkisráðherr- ann ætti við heilagar kýr og kúabú utanríkisþjónustunnar, sem em að sjálfsögðu sendiráð íslands austan og vestan hafs, en svo er ekki. Ef þessar kýr og bú yrðu afskráð og þjóðin tileinkaði sér nútímatækni, s.s. fax o.fl., myndi það eitt bjarga efnahagsvandanum all verulega. Benda má á að kostnaður vegna ut- anlandsferða til og frá þessum bú- um nam á annan milljarð 1991. Einnig skal bent á að sendiráð í Stokkhólmi var selt fyrir 80 millj- ónir núna fyrir stuttu, en því mið- ur var flottræfilshátturinn svo mikill hjá utanríkisþjónustunni að hún keypti íbúð í Snobbhill fyrir 50 milljónir. Þetta sýnir okkur að þjóðin á miklar ónýttar eignir á er- lendri gmnd, sem nauðsynlegt og sjálfsagt er að selja til að bjarga við efnahag þjóðarinnar. Milljarða spamaður og mikill hagnaður af sölu heilsárs sumarhúsa, sem ganga undir fölsku nafni, sendiráð. Dæmið um söluna á sendiráðinu og allan kostnaðinn við sendiráðin sýnir okkur glöggt að utanríkis- þjónustan fellur ekki að drauma- fjárlögum Jóns B. Hannibalssonar. Það er því númer eitt að núver- andi ríkisstjórn segi þegar í stað af sér, því hún er ekki fær um að stjórna, en gælir við það eitt að svíkja land og þjóð með því að framselja ísland og íslensku þjóð- ina undir lög EB. Magnús Guðmundsson Þórarinn Eldjám. O fyrir framan Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út sagnasafnið Ó fyrir framan eftir Þór- arin Eldjám, einn okkar fjölhæfustu rithöfunda, en á liðnum árum hefur hann sent frá sér hátt á annan tug skáldverka: ljóð, skáldsögur og smá- sagnasöfn. Þessi nýja bók Þórarins hefur að geyma fjórtán sögur, sem eiga það gjaman sammerkt að þegar minnst er á gæfu, heppni eða hamingju er kom- ið ó fyrir framan þar sem síst skyldi. Heppni hjónanna Aðalsteins og Eddu snýst til að mynda í óheppni á sömu stundu og þau álpast í epla- kassann forboðna í sjoppunni Parad- ís. — Sá gæflyndi og spaki heimilis- hundur, LiIIi, reynist ógæfan ein og umhverfist í trylltan klámhund að gefnu tilefni. — Og þó að Sigurlaug, sjónvarpskonan virtsæla, finni ham- ingjuna um stund f viðtalsþáttum sínum, uggir stúlkan ekki að sér fyrr en hún hefur ánetjast óhamingju trylltrar fíknar sem rekur hana f endalaus opinská og einlæg viðtöl. f kynningu Forlagsins segir: „Sjald- an hefur frásagnargleði og húmor Þórarins Eldjárns notið sín jafn vel og í þessu sagnasafni. Þó að sögumar hafi á sér sakleysislegt yfirbragð, þá er flest með þeim ólíkindum að hætt er við að tvær grímur renni á lesend- ur, enda skýtur höfundurinn sér óspart á bak við gráa glettu og hér er flest annað en sýnist. Sumir kunna að telja sig hafa milli handanna hald- góðar dæmisögur um hégóma og flá- ræði. En eins víst er að um misskiln- ing sé að ræða, því þær eru sannast sagna hálar. Og hætt er við að um boðskapinn og merkinguna muni menn endalaust þræta." Ó fyrir framan er 144 bls. Steingrím- ur Eyfjörð Kristmundsson mynd- skreytti bókina og hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Kynjaber Úf er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Kynjaber eftir enska rit- höfundinn Jeanette Winterson. Bókin er gefin út f ritröðinni Syrtlur. Söguhetjumar, Jórdan og Hunda- konan, em nokkurs konar mæðgin og þau skiptast á að segja frá þeim furðum sem á daga þeirra drífa. Bak- sviðið er England 17. aldar. Borgara- strfð geisar og plágur herja á mann- fólkið, en frásögnin bindur sig hvorki tímabilinu né sagnfræðinni, því Jórd- an og Hundakonan em ekki nema að hluta til af þessum heimi, hann sæ- farinn sem ferðast um ósýnileg höf til staða sem hvergi em til nema í ólmu ímyndunarafli. Áðiu hefur komið út á íslensku skáldsagan Ástríðan eftir sama höf- und. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi bókina, sem er 182 blaðsíður. Bókin var unn- in í G. Ben. prentstofu hf. Hafið í bók Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér leikritið Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Ólafur hefur fyrir löngu getið sér orð sem eitt ágætasta leik- ritaskáld á íslensku og eftir hann liggur hátt á annar tugur Ieikrita, sem sýnd hafa verið víða. Hcifið var fmmsýnt í Þjóðleikhúsinu 19. september sl. og hefur hlotið skin- andi dóma og vinsældir leikhúsgesta. Þar segir frá Þórði útgerðarmanni og fjölskyldu hans; leikritið er sneið úr íslenskum vemleika þar sem höfund- ur bregður ljósi á fólk og tilfinningar á bak við daglegar fréttir af ástandi mála í sjávarútvegi. í kynningu Forlagsins segir: „Hér em dramatísk fjölskylduátök samofin einkar skarplegri samfélagsgagraýni. Ekkert er dregið imdan, allt er lagt imdir — ástin, hafið, dauðinn. Per- sónur leiksins em bráðskemmtilegir íslenskir orðhákar, en oftar en ekki er fyndnin og orðheppnin sprottin af sárri reynslu. Það er sjaldgæft að fá jafnleiftrandi átakaverk úr amstri dagsins, verk sem í senn er mein- fyndið og dapurlegt, áleitið og satt." Hafið er 85 bls. Stensill prentaði bókina.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.