Tíminn - 10.11.1992, Qupperneq 9

Tíminn - 10.11.1992, Qupperneq 9
Þriðjudagur 10. nóvember 1992 Tíminn 9 DAGBÓK Félag eldri borgara Opið hús (Risinu kl. 13-17. Dansað kl. 20. Breiöfiröingafélagið Árshátíð félagsins verður 21. nóvember. Forsala aðgöngumiða verður sunnudag- inn 15. nóvember kl. 13-15 í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14. Sigurvegarar á Golfmóti Sævars Karis Sunnudaginn 8. nóvember hélt Sævar Karl styrktarmót fyrir meistaraflokks- menn Golfklúbbs Reykjavíkur. Þeir eru á leið í keppnisferð til Spánar, þar sem þeir munu taka þátt í Evrópukeppni klúbb- liða. Allur aðgangseyrir af mótinu rann til ferðarinnar. Mótið var 12 holu púttmót, haldið f blíðskaparveðri í Kringlunni, fyrir fram- an búðina og inni í versluninni. Þátttakendur voru 114, þar af margir af bestu kylfingum landsins. Mikil stemmning var og hörð keppni um efstu sætin. Sigurvegari varð Sigurjón Amarsson GR eftir harða keppni við ungliðana Tryggva Pétursson, Þorkel Snorra Sig- urðsson og Amar Elíasson. Sigurjón gekk út í alkiæðnaði. Efstu sætin skipuðu: 1. Sigurjón Amarsson. 2. TVyggvi Pét- ursson. 3. Sigurður Pétursson. 4. Amkell B. Guðmundsson. 5. Einar Long Þóris- son. 6. Þorkell Snorri Sigurðsson. 7. Haraldur Þórðarson. 8. Eyjólfur Jónsson. 9. Amar Aspar Jónsson. 10. Amar Elías- son. Ráöstefna um glasafrjóvgun Ráðstefna á vegum Bandalags kvenna í Reykjavík um „Glasafrjóvgun í nútíð og framtíð“ verður haldin 12. nóvember í Borgartúni 6 kl. 18. Um þetta viðkvæma mál halda fram- söguerindi Dögg Pálsdóttir, deildarstjóri í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, Ólafur W. Stefánsson, skrif- stofustjóri Dóms- og kirkjumálaráðu- neytis, Vilhjálmur Ámason, dósent við Háskóla íslands, og Þórður Óskarsson dósenL Ávarp flytur Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra, sem gegnir störfúm heilbrigðisráðherra um þessar mundir. Lög og reglugerðir hafa ekki verið sett- ar um þetta mál, sem brennur á fleirum en maður ætlar. Ráðstefhuna setur Sjöfn Sigurbjöms- dóttir, formaður Bandalags kvenna f Reykjavík. Ráðstefnan er öllum opin. BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIÚ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar ÖXAFtFJAJRDARUnEPP UR Greiðsluáskorun Öxarfjaröarhreppur skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á útsvari, aöstööugjaldi og fasteignagjaldi álögöum 1992 eða fyrr, auk verðbóta af útsvari og aöstöðugjaldi ásamt áföllnum dráttarvöxtum, sem gjaldfallin voru 1. nóvember 1992, að gera skil nú þegar og eigi síðar en innan 15 daga frá birtingu þessarar áskorunar. Aðfarar veröur krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftir- stöðvum gjaldanna að þeim tíma liðnum. Kópaskeri 10. nóvember 1992. Sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps. ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk- fræðings, óskar eftir tilboöum I lóðarfrágang viö leikskólann Eggertsgötu 12-14. Um er að ræða jarðvegsskipti, snjóbræðslu, leiktæki og hellulögn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu voni, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. nóvember 1992, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Astkær eiginmaöur minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi Jóhann Hjálmtýsson Suðurhólum 28 sem lést 2. nóvember, veröur jarðsunginn frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 11. nóvember kl. 13.30. Herdis Hauksdóttlr Stefán Jóhannsson Katrfn Árnadóttir Þóninn Rafnar Hallgrimur Jónsson Hlldur Rafnar James Padgett og barnaböm Christina Onassis og Thierry Roussel með Athinu litlu á meðan hjónabandið hékk ennþá saman. Seinasti eiginmaður Christinu Onassis: Vill fá full yfirráö yfir auö- æfum dóttur sinnar Thierry Roussel, umhverfis- væni franski viðskiptajöfurinn, var seinasti eiginmaður Christinu Onassis og faðir eina barns henn- ar, Athinu. Þegar Christina lést voru hún og Roussel skilin, en hún fól hon- um umsjá dótturinnar og einnig skyldi hann vera einn af umsjónar- mönnum auðæfanna sem litla stúlkan erfði. Fyrir vikið skyldi Ro- ussel fá 1,4 milljónir dollara ár- lega. Árstekjur Athinu litlu eru mun ríflegri, en eru háðar sveifl- um á verðbréfamörkuðum. Nú hefur Thierry Roussel kraf- ist þess að fá full yfirráð yfír auðæf- um dóttur sinnar, en það samræm- ist frönskum lögum. En með- stjórnendur hans hafa ávallt fylgt grískum lögum. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikils virði eignirnar eru í dag. En árið 1975, þegar Aristotle Onassis lést, arfleiddi hann Christ- inu dóttur sína að helmingnum, en hinn helmingurinn gekk til On- assis- sjóðsins. Á hverju ári renna úr þeim sjóði 12 milljónir dollara í námsstyrki, sjö milljónir dollara í verðlaun til afreksmanna á sviði Iista og vísinda og enn aðrar þrjár milljónir dollara fara til skólabygg- inga. Svo það er ekki að furða þó að Roussel vilji fá yfirráð yfir hinum helmingnum. Thierry Roussel ásamt seinni konu sinni Gaby, börnum þeirra og milljaröaerfingjanum Athinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.