Tíminn - 17.11.1992, Qupperneq 2

Tíminn - 17.11.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn Þriðjudagur 17. nóvember 1992 Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna: Hefur efa- semdir um virka sam- keppni Verðmunur hjólbarðaverkstæða á þjónustu við að skipta af sum- ardekkjum yfir í vetrardekk er meiri en 24,5% þegar í hlut eiga jeppar og sendibifreiðar. Munurinn er minni fyrir fólks- bfla eða smáa sendibfla eða 7,4%. Flest verkstæðin hafa ekki hækkað verð á þessari þjónustu milli ára. Þetta kemur fram í ný- legri könnun Verðlagsráðs. „Það hljóta að vakna ákveðnar efa- semdir um hvort á þessum markaði sé virk samkeppni," segir Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna. Könnun Verðlagsstofnunar er frá því í síðustu viku. Þar segir að þjónusta verkstæðanna hafi yfirleitt ekkert hækkað milli ára en fjögur verkstæði hafa samt hækkað þjónustuna á milli 2,9% og 6,3%. Þegar í hlut eiga jeppar og sendibifreiðar er Iægsta verð 4.000 en það hæsta 4.980 og er munurinn 24,5%. Lægra verðið er hjá Hjólb.viðg. Jóns Ólafss. Ægissíðu Reykjavík en það hærra í Hjólbarðahöllinni, Fellsmúla 24. Innifalið í verðinu er skipting, umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum dekkjum. Sama þjónusta fyrir fólksbfla og smáa sendibfla kostar minnst 3.500 kr. en mest 3.760 kr. Enn sem fyrr er verð á þjónust Hjólb.viðg. Jóns Ólafss. lægst en dýrust er þjónustan hjá Höfða- dekkjum, Tángarhöfða 15, Reykjavík. „Þessi könnun staðfestir fyrri kannanir um sáralítinn verð- mun á þjónustu hjólbarðaverk- stæða,“ segir Jóhannes. Hann bendir samt á að mjög hörð samkeppni geti leitt til þess að verðlag verði svipað. „Það er samt full ástæða til að vera með efasemdir um þessa grein hvort um fulla samkeppni sé að ræða,“ scgir Jóhannes. Athygli vekur að nær enginn verðmunur er á vetrarhjólbörð- um milli verkstæða. T.d. er að- eins 5 kr. verðmismunur, 0,17%, á milli verkstæða sem selja Norðdekk stærðina 165x13 eða 2.990 annars vegar og 2.995 hins vegar. Verð á vetrardekkjum hefur hækkað að meðaltali um 4,3% á milli ára. Sóluð dekk hækkuðu minna eða að meðaltali um 2,4% en ný dekk hækkuðu að meðaltaki um 5,3%. -HÞ Einar Benedikts- son ráðinn for- stjóri Olís Einar Benediktsson hefur verið ráðinn forstjóri Olís frá og með 1. febrúar á næsta ári. Einar útskrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla ís- lands árið 1976. Sama ár hóf hann störf hjá Sfldarútvegs- nefnd þar sem hann hefur að undanfömu starfað sem fram- kvæmdastjóri. Einar er 41 árs gamall, fæddur og uppalinn í Bolungarvík, son- ur hjónanna Benedikts Bjama- sonar útgerðar- og kaupmanns og Hildar Einarsdóttur. Einar er kvæntur Maríu Guðmundsdótt- ur húsmóður og eiga þau fjögur böm. -HÞ Hjá Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja eru 35 manns á atvinnuleysisskrá: ísfélag Vestmannaeyja hefur lagt þremur veiðiskipum og þar af einum tog- ara, Bergey VE. Hörður Óskarsson, fjármálastjóri fyrirtæksins, segir að ástæðurnar fyrir þessu séu m.a. viðhald skipanna, tregfiskirí og þá sé verið að flytja bolfiskvinnslu fyrirtækisins á milli húsa. Tvö skipanna fara vænt- anlega á veiðar eftir áramót en það er þó ekki fullákveðið. „Kvótinn fer ekkert á meðan og svo er þetta spuming um að skipuleggja veiðarnar og reyna að ná kvótanum á sem hagkvæmastan hátt þegar þar að kernur." Á meðan einbeitir fyrirtækið sér að vinnslu sfldar og af tvö þúsund tonnum af sfld sem fyrirtækið hefur fengið til vinnslu hafa aðeins 5% far- ið til bræðslu; annað hefur verið heilfryst og flakað. Hörður segir að enginn af áhöfn skipanna gangi at- vinnulaus um götur bæjarins þótt ráðstöfunartekjur þeirra sem vinna í landi kunni að vera eitthvað minni en ef þeir væru á sjónum. Aðrir em í afleysingaplássum en áður höfðu bæði skipstjóri og vélstjórar á Bergey verið búnir að segja upp. Elías Björnsson, formaður Sjómannafé- lagsins Jötuns í Eyjum, segir að þetta séu afleiðingar kvótakerfisins og m.a. hafi nýlega einn útgerðaraðili ákveð- ið að leggja bát sínum og leigja kvót- ann. Jón Kjartansson, formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja, segir að við síðustu atvinnuleysisskráningu hafi 35 manns verið á skrá sem er mun minna en í haust þegar tala at- vinnulausra „nartaði í eitt hundrað." Hann segir að mun bjartara sé yfir atvinnulífmu í Eyjum en oft áður en það sveiflast þó eftir árferðinu til Líffræðihópur hefur rannsakaö Lækinn í Hafnarfirði og komist að því að hann er mikið mengaður af saurgerlum. Hér má sjá hópinn með kennara sínum Jóhanni Guðjónssyni. Mynd Sveinbjörn Berents- son. Lækurinn í Hafnafirði hættulega mengaður? Saurgerlar finnast í miklu magni í Læknum í Hafnafirði. Þeir geta valdið sýkingu og þá sérstaklega blóðeitrun og þvagrásarsýkingu. Lækurinn renn- ur fram hjá einum af stærri grunnskólum Hafnarfjarðar. Ekkert reglulegt eftirlit er haft með mengun í Læknum og ekki er til nein reglugerð um há- mark saurgerla. Þetta kemur m.a. fram í rannsókn sem líffræðinemendur í Flensborg- arskóla unnu að nýlega undir leið- sögn kennara. Þar segir m.a.: „Þegar leitað var til heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar og spurst fyrir um hvað reglugerðir leyfðu sem hámark saurgerla í fersku vatni eins og Læknum var komið að tómum kof- um því engin reglugerð er til um slíkt. Aftur á móti leyfa reglugerðir allt að 100 gerla í 100 ml vatns með ströndum fram. Þessar niðurstöður fara þar langt fram úr því magni eða yfir 358 saurgerlar í hverjum 100 ml.“ Nemendurnir hafa eftir heilbrigðis- fulltrúa að ekkert reglulegt eftirlit sé með saurgerlum í Læknum og því sé ekkert vitað hvort þarna sé um var- anlegt ástand að ræða. Nemendurn- ir telja mjög brýnt að gripið verði til aðgerða til að draga úr þessari saur- mengun. Þá benda Iíffræðinemar á að meng- unin sé varasöm skólabörnum og segja: „Við Lækinn er einn af stærri grunnskólum í Hafnarfirði og liggur leikvöllur hans alveg fram á lækjar- bakkann. Oft berast boltar og fleira út í Lækinn svo segja má að vatnið úr honum komi oft í snertingu við börnin í skólanum." Þeir telja að mengun af völdum saurgerla geti stafað af lekum skólp- leiðslum en eitt liggur undir Lækn- um að frá Tjarnarbraut að Lækjar- götu. Þá telja þeir að skólp sígi í gegnum hraunið frá lekum skóip- rörum. Jafnframt telja þeir að saurg- erlar geti borist frá fuglum sem halda sig mikið á Læknum framan við Tjarnarbraut. -HÞ Eistlendingum lánaðar um 332 milljónir Norræni fjárfestingabankinn lánar Eistlendingum um 332 millj. kr til að fjárfesta í fyrirtækjum sem tengj- ast norrænum hagsmunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Norræna fjárfestingabank- anum. Lánið er veitt til nýstofnaðs fjárfestingabanka Eistlands í Tallin. Þá segir að gengið sé út frá markaðs- kjörum og að krafan um norræna hagsmuni sé uppfyllt með samvinnu við Norðurlönd eða með kaupum á fjárfestingavörum frá Norðurlönd- um. Einnig kemur fram að lánveitingin sé ætluð til að fjármagna verkefni, sem unnin eru að frumkvæði Eist- lendinga. Jafnframt segir að Nor- ræni fjárfestingabankinn hafi til skoðunar um sextíu verkefni í Eystrasaltslöndunum sem fyrirtæki á Norðurlöndum hafa unnið að. Þess má geta að í mars á þessu ári ákváðu Norðurlöndin að koma á fót sérstökum sjóði, um 7 milljarða kr., sem ætlað er að nota til að efla markaðsvæðingu Eystrasaltsland- anna. -HÞ sjávar. Fyrir tveimur árum var at- vinnuleysi nánast óþekkt fyrirbrigði í Eyjum en síðan þá hafa alltaf ein- hverjir tugir manna verið á skrá. -grh Fjármálaráðherrar á .. Norðurlandaráðsþingi lýstu ráðherrar yfir áhyggjum af að hagvöxtur á Norðuriöndum væri minnl en víðast í Vestur- Evrópu. Þetta kemur ma. fram í frétta- tilkynningu frá fjánnálaráðu- neytinu. Þar segir og að hag- vöxtur á Norðuriöndum verði nánast enginn en búist er við að heldur rofi til á næsta ári. Á fundinum voru ráðherramir sammáia um nauðsyn efna- hagsaðgerða sem örvuðu hag- vöxt og atvinnu. Lögðu þeir áherslu á að Ijúka þyrfti GATT- viðræðum um tollamál þannig að alþjóðleg viðskipti auídst og hagvöxtur eflisL Telja þeir að viðskiptastríð miUi aðlldarríkja yrði einkar varhugavert þar sem heimsviðskiptin þyrftu nauð- synlega að eflast. Þá segir að ráðherramir hafi verið sammála um að lækkun vaxta sé forsenda þess að fjár- festing glæðist og að úr at- vinnuleysi dragi. Þá telja þeir að áframhaldandi hagræðing hjá fyrirtækjum sé nauðsynleg tfl þess að bæta samkeppnisstöðu þeirra og skilyrði til hagvaxtar. Ráðherramir mæia því með aukinni íjárfestingu af hálfu stjómvalda í samgöngumann- virkjum og öðru því sem örvað getur hagvöxt um leið og hvatt var tíl þess að dregið yrði úr tii- færsium og rekstri hins opín- bcra. Til álita koma samnorræn íjárfestingarverkefni og á að at- huga hvort Norræni fjárfesting- arbankinn geti aðstoðað við fjármögnun slíkra verkefna -HÞ Beðið eftir gögnum Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um rannsókn vegna um- mæia sem yfirmaður fíkniefna- deiidar iögreglunnar í Reykjavik iét falla í garð fyrrum sam- starfsmanna á dögunum, m.a. um að þeir spilltu fyrir rann- sóknum máia. Hallvarður Einarsson ríkissak- sóknari bíður eftir frekari gögn- um fra iögregiustjóranum í Reykjavík. Óstaðfestar heimíld- ir herma að fyrrum lögreglu- menn, sem óskuðu eftir rann- sókninni, hafi boðið Blmi Hall- dórssyni, yfirmanni fíkniefna- defldar, að draga beiðnina tfl baka ef hann ieiðrétti þessi um- mæii sín en Bjöm hafi ekki orð- ið við því. -HÞ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.