Tíminn - 17.11.1992, Qupperneq 3

Tíminn - 17.11.1992, Qupperneq 3
Þriðjudagur 17. nóvember 1992 Tíminn 3 Miðstjórn ASí og formenn lands- og svæðissambanda gáfu grænt Ijós á áframhaldandi tilraun til að ná víðtækri sátt um aðgerðir í atvinnu- og efnahagsmálum: Vaxtamálin í brennidepli Fundur miðstjómar og formanna lands- og svæðissambanda ASÍ sl. sunnudag gaf grænt Ijós á að áframhaldandi tilraun verði gerð til að ná víðtækri sátt um aðgerðir í atvinnu- og efnahagsmálum, að því viðbættu að tekið var undir sjónarmið Samtaka fiskvinnslu- stöðva um 3% lækkun nafn- og raunvaxta og að meðallánstími lána sjávarútvegsfyrirtækja verði lengdur. Þórarinn V. Þóarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, telur enn mögu- leika á að sátt takist um tillögur At- vinnumálanefndar og segist skynja vilja til vaxtalækkunar í þeim við- ræðum sem fram hafa farið við stjórnvöld og bankana. Hann árétt- ar þó þá skoðun að óraunhæft sé að lækka vexti með handafli. „Okkur fannst viturlegra að reyna að halda þessu starfi áfram og hafa þannig áhrif á til hvaða aðgerða verður gripið í stað þess að láta rúlla yfir okkur. En auðvitað veltur þetta allt á afstöðu ríkisstjórnar- innar. Auk þess höfum við veruleg- ar áhyggjur af stöðunni í sjávarút- veginum og viljum að reynt verði að ná sáttum um leiðir sem tryggja afkomu hans til lengri tíma, því þetta er jú spurning um atvinnu og atvinnuöryggi," sagði einn mið- stjórnarfulltrúi ASÍ. Þá hefur útganga Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Verka- mannafélagsins Dagbrúnar, af mið- stjórnarfundinum og úrsögn hans úr Atvinnumálanefndinni ásamt eindreginni kröfu félagsins um að ríkisstjórnin standi við gefin fyrir- Ása Richardsdóttir á ráðstefnunni Konur á barmi jafnréttis. Konur á barmi jafnréttis: Anægðar með árangurinn „Viö vorum bara mjög ánægöar meö árangur af ráðstefnunni og ætlum aö hittast bráölega og bytja aö meta árangurinn af henni,“ segir Ása Richardsdóttir, einn af forvígismönnum ráöstefnu um jafnrétti kynjanna sem boðaö var tii um helgina. Samstarfshópur kvenna í ung- Iiðahreyfingu íslenskra stjóm- málaflokka gekkst fyrir ráðstefn- unni og mættu um 100 manns. Á meöal þátttakenda voru Friðrik Sophusson fjármálaráöherra, Jó- hanna Sigurðardóttir fétagsmála- ráðherra og Halldór Ásgrímsson, varaformaöur Framsóknarflokks- ins. Vanbúnar bifreiðar á Hellisheiði um helgina og: Tvær bílveltur á Suöurlandi Tveir bílar ultu á Suðurlandi í gær. Margir árekstrar urðu á Hellisheiði um helgina og er vanbúnum bílum kennt um. Um miðjan dag í gær valt bifreið á móts við Þingborg þegar bifreiða- stjóri missti vald á bílnum í hálku. Sama var uppi á teningnum á Gaul- verjabæjarvegi er bifreið valt þar seinni partinn og hafnaði úti í skurði. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum en bifreiöarnar eru mikið skemmdar. -HÞ heit um vaxtalækkun frá því í vor, hleypt nýju lífi í þá kröfu, bæði inn- an Atvinnumálanefndarinnar og einnig innan verkalýðshreyfingar- innar. Enginn formlegur fundur var í At- vinnumálanefnd ríkis og aðila vinnumarkaðarins í gær vegna anna formanns nefndarinnar en talið er næsta víst að boðað verði til fundar í dag. Meðal þeirra mála sem verið er að skoða í nefndinni er að hækka tekjuviðmiðunarmörk þeirra sem eru með sjálfstæðan at- vinnurekstur. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, telur enn vera möguleika á þjóðarsátt um aðgerð- ir í atvinnu- og efnahagsmálum jafnframt því sem hann telur tölu- verðan vilja fýrir því meðal hlutað- eigandi aðila að ná fram vaxtalækk- un, en leggur áherslu á að það verði að gerast með leiðum markaðarins en ekki með handafli. Þórarinn V. segir að áhrif verðbréfamarkaða á vaxtastigið séu mun meiri en bank- anna og því óraunhæft að ætla sér að ná árangri í lækkun vaxta með því að keyra þá niður með handafl- inu einu saman. „Það er mjög mik- ið af alls kyns bréfum í umferð og alls ekki hægt að banna fólki að selja eigur sínar.“ Framkvæmda- stjóri VSÍ segir að ein höfuðfor- sendan fyrir því að hægt sé að lækka vexti sé að fjármálakerfið hafi trú á áframhaldandi stöðug- leika í efnahagslífinu jafnframt sem hann telur kröfu Samtaka fisk- vinnslustöðva um 3% lækkun nafn- og raunvaxta sem langtímasjónar- mið sem stefna beri að. Árni Benediktsson, framkvæmda- stjóri hjá Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna og fulltrúi í At- vinnumálanefnd, segir að vaxta- málin séu býsna erfið viðfangs en að þau verði skoðuð mjög nákvæm- lega næstu daga þar sem reynt verður að finna flöt sem menn geta sætt sig við. Hann segir að Atvinnu- málanefndin muni halda sínu striki og trúlega klára sína vinnu í þessari viku þótt engar tímasetningar hafi verið ákveðnar í þeim efnum. Árni segir að það gangi ekki að lækka alla vexti um töluna þrjá því taka verði tillit til þess hvað við- komandi vextir eru háir í hverju til- viki fyrir sig. Þar fyrir utan verði að huga vandlega að því hvaða áhrif vaxtalækkun hefur á tekjur bank- anna og á almennan sparnað í land- inu svo nokkuð sé nefnt. -grh Verslanir hafa tekið lækkun á verði nautakjöts til sín: Bændur lækka um 15-25% en verslanir um 1 -7% Lækkun á verði nautakjöts til bænda, sem kom til framkvæmda í haust, hefur ekki skilað sér í lægra verði á nautakjöti til neyt- enda. Þetta kemur glöggt fram í könnun sem Verðlagsstofnun gerði í 17 verslunum á höfuðborgarsvæðinu nýlega. Verðlækkun til bænda nam 14-15% á algengum verðflokkum og 25% á vinnslukjöti. Verslanir hafa hins vegar aðeins lækkað nautakjöt út úr búð um 1,1-6,8%. Dæmi eru um að verslanir hafl hækkað verð á nautakjöti. Verðlagsstofnun kannaði verð á nautakjöti nú í nóvember og bar það saman ríð könnun sem stofhunin gerði í febrúar og mars í fyrravetur. Almenn verðlækkun á nautakjöti hafði aðeins orðið í tveimur af þeim verslunum sem Verðlagsstofnun kannaði, í þremur verslunum var verðið óbreytt, en aðrar verslanir ým- ist lækkuðu eða hækkuðu verðið á einstökum tegundum nautgripa- kjöts. Að meðaltali hafði hakk lækkað um 6,8%, gúllas um 4,4%, snitsel um 4,4%, buff um 5%, T-beinssteik um 1,1%, innanlærisvöðvi um 4,3% og nautalundir um 1,5%. Nautafile hækkaði hins vegar um 1,8%. Verðlagsstofnun skoðaði einnig verðlista þriggia afurðastöðva. Þeir sýna að engin verðlækkun hefur orð- ið hjá einni þeirra, önnur iækkaði um 5% en verðið hjá þeirri þriðju hefur lækkað um 14-15% að jafnaði. Stjóm Neytendasamtakanna hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er furðu á því að verðlækkun á nauta- kjöti skuli ekki hafa skilað sér til neyt- enda. Ekki síst í ljósi þess að tals- menn verslunarinnar hafa lengi gagnrýnt hátt verð á innlendum landbúnaðarvörum. Neytendasam- tökin krefjast þess að verslanir og af- urðastöðvar lækki verð á nautakjöti strax til samræmis við þá verðlækkun sem bændur hafa tekið á sig. Verði ekki orðið við þessari kröfu krefjast samtökin að upplýst verði hvaða verslanir hafa komið sér hjá því að lækka. Verðlagsstofnun kannaði einnig verömun á nautakjöti. Munurinn er verulegur, eða á bilinu 41-78%. Mest- ur var verðmunurinn á nautabuffi . -EÓ EES-samningurinn er enn í nefnd Frumvarp til staðfestingar á EES- samningnum verður ekki afgreitt frá utanríkismálanefnd í þessari viku eins og starfsáætlun þingsins gerði ráð fyrir. Nefndin fjallaði um samninginn í gærmorgun, aðal- lega landbúnaðarþátt hans. Enn liggur ekkert fyrir hvenær sjávar- útvegssamningur íslands og EB verður frágenginn, en stjómarand- staðan hefur krafíst þess að hann Iiggi fyrir áður en EES- samning- urinn verður afgreiddur á Alþingi. Ólíklegt er talið að önnur umræða um EES-samninginn fari fram á Al- þingi fyrr en undir lok mánaðarins. Utanríkismálanefnd hefur enn ekki lokið umfjöllun um samninginn og sjávarútvegssamningurinn við EB liggur ekki fyrir. Rætt er um að samningamenn íslands og EB hitt- ist um mánaðamótin eða í byrjun desember og ræði efni samnings- ins. Fylgifrumvörp með EES-samn- ingnum eru að koma úr nefndum eitt af öðru. Ekki er talið bráðnauð- synlegt að ljúka afgreiðslu þeirra Ijóst að annir á þingi verðamiklará allra fyrir áramót. Það er hins vegar næstuvikum. -EÓ Útafakstur, ökuleyfissvipting og óveður um helgina: Erilsamt á Suðurnesjum ökumaður slasaðist þegar hann sem hámarkshraði er 50 km og hugðist aka fram úr flutningabíl voru þeir svipti ökuréttindum í um helgina á Keflavíkurvegi. mánuð. Flutningabfílinn fluttl sumarbú- Á sunnudaginn var verulega stað í fyigd lögreglunnar og dugði vindasamt í Njarðvfk og nágrenni. það ekki til að afstýra slysinu. Lögreglunni tókst með snarræði Betur fór en áhorfðist og slapp að bjarga einum báti sem hafði ökumaður nær ómeiddur frá slitnaö upp og var á lelð upp í óhappinu. fjöru. Einnig þurfti lögreglan að Þá voru tveir piltar teknir í festa allmarga báta sem hætta var Njarðvík á yfír 100 km hraða þar á að annars slitnuðu frá. -HÞ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.