Tíminn - 17.11.1992, Qupperneq 7
Þriöjudagur 17. nóvember 1992
Tíminn 7
Aðgengi umferðar úr austri að Hekluhúsi leyst með umferðarljósum:
Hekla á grænu umferðarljósi?
Á þessari teikningu sjást hugmyndir aö breytingum á Laugavegi á móts viö Sjónvarpshúsiö. Bolholti veröur lokaö inn á Laugaveg, en
heldur áfram gegnum bílastæöi fyrir framan húsin nr. 178 og 176. Gert er ráð fyrir vinstri beygju úr austurátt viö Laugarnesveg.
Nýlega var lögð fyrir umferðar-
nefnd tillaga, sem virðist miða að
betra aðgengi að fyrirtækinu
Heklu. Hún felst m.a. í uppsetn-
ingu umferðarijósa á nýjum
gatnamótum við Laugarnesveg og
Laugaveg. Þá geta ökumenn, sem
koma austan að, tekið vinstri
beygju inn á lóð Heklu. Einnig er
fyrirhugað að loka Bolholti og
leggja götu þar sem bílastæði
húsa í nágrenni sjónvarpsins eru.
„Þetta er ekkert forgangsverkefni
í umferðarmálum. Mörg og brýnni
mál bíða fjárveitinga sem ekki
fæst,“ segir Margrét Sæmunds-
dóttir, sem sæti á í umferðamefnd
fyrir Kvennalistann.
Bókanir af fundum umferðar-
nefndar borgarinnar leiða í ljós að
engin svör fást við því hvers vegna
þetta mál virðist á forgangslista
umfram hættulegar slysagildrur
sem þarf að lagfæra. „Fé til eyðinga
á svartblettum er aðeins 9 millj. og
þær eru skornar miskunnarlaust
niður þar til þeirri tölu er náð.
Þessi eina framkvæmd kostar lík-
lega 7 millj. kr. og er því um 80%
af þessu fé og það í framkvæmd
sem kannski kemur sér illa fyrir
gangandi fólk,“ segir Margrét.
Tillagan gerir ráð fyrir að umferð-
arljósin verði sett upp þar sem
Laugarnesvegur og Laugavegur
mætast. Bolholti verður lokað við
Laugaveg og verður þess í stað lát-
ið halda áfram yfir bílastæði þar
sem m.a. er hús Ríkissjónvarpsins
við Laugaveg 176. Þar sem Heklu-
lóðin og útkeyrsla af bílastæðinu
liggja saman yrðu gatnamót. Þar
yrði þá prýðileg vinstri beygja inn á
Heklulóð fyrir umferð úr austri.
Margrét segir að til að þessi fram-
kvæmd yrði að veruleika þyrftu
samt ýmsar hliðarframkvæmdir að
koma til. Fyrst nefnir hún aðkomu
strætisvagna, sem yrði að færa
austur á móts við Bolholt norðan-
megin götunnar, þar sem ella yrði
aðkoman of nálægt gatnamótun-
um. Þá þyrfti fatlað fólk og íbúar í
Hátúni að ganga aðra leið en nú. í
dag notast fólkið við upphitaðan
göngustíg með handriði. Margrét
telur ljóst að þennan göngustíg
þyrfti að færa og hefði það óneitan-
lega kostnað í för með sér. Jafn-
framt þyrfti fatlaða fólkið að notast
við umferðarljósin í stað sérstakra
gönguljósa sem það notar nú. Það
finnst Margréti slæmur kostur, þar
sem hætta af beygjuljósum er yfir-
leitt meiri en af gangbrautarljós-
um.
Þessu til viðbótar segir Margrét að
það yrði að breikka Laugaveginn til
norðurs, við ljósin, til að koma fyr-
ir beygjuakreinum. Þar er mjög
bratt og myndi því þurfa mikið
gatnagerðarefni til að byggja undir
breikkunina.
Burtséð frá þessum hugmyndum,
þá þykir vafasamt í meira lagi að
leggja götu þar sem nú er bíla-
stæði. Þar kemur tvennt til. Ann-
ars vegar bendir allt til þess að bíla-
stæðin séu hluti af lóð Sjónvarps-
ins og húsanna í kring. Hins vegar
þykir hæpið að taka bílastæðin
undir götu án þess að finna þeim
annan stað.
Þegar rýnt er í fundargerðir um-
ferðarnefndar kemur í ljós að á
fundi í umferðarnefnd þann 2.
september s.l. var lögð fram til
kynningar tillaga um breytt fyrir-
komulag umferðar á Laugavegi
milli Nóatúns og Kringlumýrar-
brautar. Fulltrúi Kvennalistans bar
fram munnlegar fyrirspurnir sem
ekki var hægt að svara, þar sem
þær voru ekki skriflegar. Það var
þó gert á næsta fundi nefndarinn-
ar.
Þegar spurningarnar eru athug-
aðar, kemur m.a. fram að spurt er
hvort þetta verk væri á forgangs-
lista um úrbætur í umferðarmál-
um árið 1993 eða fyrr. Svarað var
að listi yfir forgangsröðun verk-
efna á næsta ári liggi ekki fyrir, þar
sem hann sé yfirleitt gerður í
tengslum við gerð fjárhagsáætlun-
ar.
Hvorki var hægt að veita upplýs-
ingar um kostnað né hagkvæmni
framkvæmdanna. Flestum spurn-
ingum var svarað með því að segja
að allir þættir málsins yrðu skoð-
aðir í tengslum við breytt skipulag.
Þar á meðal voru spurningar um
göngustíga fyrir fatlaða og fyrir-
komulag gatnamóta við sjónvarps-
húsið.
Ekkert svar fékkst við spurningu
um hvort það ætti að leggja lóð fyr-
ir framan Laugaveg 176 til 178
undir akbraut, eins og tillögur geri
ráð fyrir vegna lokunar á Bolholti.
Jafnframt var spurt um það hvar
bifreiðastæði Ríkissjónvarpsins og
fyrirtækja í nágrenni þess ættu að
vera og hvort leyfilegt væri að
leggja lóð, sem skipulögð væri sem
bílastæði, undir akbraut. Það er
skemmst frá að segja að þessum
spurningum var ekki heldur svar-
að. -HÞ
Ráðhús-
veiðar
án
kvóta
Það var ekki laust við að saknaðar-
tónn heyrðist í húsverðinum í Ráð-
húsi Reykvíkinga, þegar heimaln-
ingamir hans frá því í vor vom fjar-
lægðir úr hústjöm hússins í gær.
I allt sumar hafa eldisfiskar, tveir
laxar og 8 silungar, hafst við í tjörn-
inni. Hrekkjalómar komu fiskunum
fyrir í tjörninni í vor, og átti tilvon-
andi brúðgumi að spreyta sig á veið-
unum. Það náði aldrei svo langt, því
laganna verðir gátu forðað fiskun-
um frá hættulegum önglinum á síð-
ustu stundu. Þeir voru samt hvergi
nærri í gær til að stöðva þessar ný-
stárlegu veiðar.
Hætt er við að börnin finni einnig
til saknaðar, því að sögn ráðhús-
manna hafa þau tekið sérstöku ást-
fóstri við fiskana. Til marks um það
fréttist af strákahópi í sumar við
veiðar á hornsílum til að gauka að
þessum blautu vinum sínum.
Ástæðan fyrir þessum óhefð-
bundnu veiðum er hreinsun hús-
tjarnarinnar, sem að sögn borgar-
starfsmanna var orðin tímabær.
Ekki fengust upplýsingar um hvað
ætti að gera við aflann. -HÞ