Tíminn - 17.11.1992, Side 12

Tíminn - 17.11.1992, Side 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 KERRUVAGNAR OG KERRUR Bamaiþróttagallar á ffábæru verði. Umboðssala á notuðum bamavömm. Sendum í póstkröfu um land allt! BARNABÆR, Ármúla 34 Slmar: 685626 og 689711. |VERIÐ VELKOMIN!| Bílasala Kópavogs Smiöjuvegi 1, 200 Kópavogi SÍMI 642190 Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN « Tímiiin ÞRIÐJUDAGUR17. NÓVEMBER 1992 Því miður er myndin svart hvít þannig að rauði liturinn sést ekki sem skyldi. Ef vel er að gáð má þó sjá Ijósar skellur þar sem rauðri málningu hefur verið úðað á tréð. Tímamynd Árni Bjarna Skemmdarvargar á ferð: Gam- alttré úðað með rauðri máln- ingu Margir vegfarendur hafa furðað sig á áberandi rauðum lit á gömlu tré við Vonarstræti. „Það voru skemmdarvargar sem sprautuðu rauðri málningu á hlyninn í vor. Eg treysti mér ekki til að fjarlægja hana en hún dofnar með tímanum þegar ysta barkarlagið fer,“ segir Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri í Reykjavík. Hann reiknar með að þeir sem þarna voru að verki hafi notað úðabrúsa með lakk- málningu. Jóhann segir að það beri meira á þessu lýti þar sem lauf hylji það ekki lengur eins og í sumar. Um það hversu fljótt málningin myndi hverfa treysti Jóhann sér ekki að segja en telur að það gæti tekið nokkur ár. Hann telur að svonefnd „kemísk" efni þyrfti til að ná máln- ingunni af en þau myndu líklega skaða tréð. Sem dæmi um afleiðing- ar af skemmdarverkum af þessu tagi nefnir Jóhann fótstall styttu Jóns Sigurðssonar sem varð fyrir svipaðri árás og hlynurinn. „Þá voru allir sér- fræðingar kallaðir til að reyna að hreinsa málninguna en við höfum aldrei náð henni almennilega," bæt- ir Jóhann við. Jóhann álítur að tréð muni ekki skaðast vegna þessa og bendir á að áður fyrr hafi verið notuð málning til að bera í sár á trjám þó það sé sjaldséðara nú. Jóhann segir að víða í borgum er- lendis séu vandræði af skemmdar- verkum af þessu tagi. Hann álítur að sem betur fer sé þetta ekki verulegt vandamál í borginni. „Þetta var tímabundið en ég held að það sé gengið yfir,“ bætir Jóhann við. Hann segir það heyra til undantekninga nú að unnin séu skemmdarverk á gróðri í miðbænum. Þess má geta að flest þau tré sem prýða miðbæinn eru orðin um eða yfir 100 ára gömul. -HÞ 4 ...ERLENDAR FRÉTTIR... BRUSSEL Frakkar spyrna viö fótum Aðeins tveimur dögum fyrir fyrir- hugaðar viðræður Evrópubanda- lagsins og Bandaríkjanna, sem ætlað er að reyna að koma i veg fyrir viðskiptastrið milli þessara aðila, hafa Frakkar lýst yfir and- stöðu sinni við þá skilmála sem Bandarikin kunna að setja fram. SARAJEVO Vopnahlé á brauöfótum Forkólfar Sameinuðu þjóðanna í Bosniu hafa hitt herforingja allra striðsaðila til að reyna að halda við hinu fimm daga gamla vopna- hléi sem sýnir nú öll merki þess að vera að riða til falls. BELGRAD Friöargæslumenn slasast Þrir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna særðust af völdum jarð- sprengju, þar af tveir alvarlega, i þorpi sem er í þeim hluta Króatíu sem Serbar hafa á valdi sinu, að sögn fréttastofu í Belgrad. BANAA Flóttamenn frá Sómalíu Flutningaskip kom í gær með 3.000 flóttamenn frá Sómaliu, en þar hefur mikil hungursneyð verið að undanförnu. Að sögn starfs- manna Sameinuðu þjóðanna var ástand flóttamannanna vægast sagt hræðilegt. MOSKVA Enginn lætur undan siga Rússneskir hermenn og her- menn uppreisnarríkisins Chechen vilja hvorugir hörfa frá landamær- um þeim sem deilan stendur um, þrátt fyrir samkomulag sem gert hafði verið til að koma í veg fyrir vopnuð átök. VILNIUS Landsbergis játar sig sigraöan Vytautas Landbergis, maðurinn sem stýrði Litháen til sjálfstæðis á siðasta ári, hefur orðið að játa sig sigraöan af sínum fornu féndum, kommúnistum, í fyrstu frjálsu kosningunum eftir að landið losn- aði undan sovéska hramminum. VATlKANIÐ I RÓM Syndunum fjölgar Kaþólska kirkjan hefur nú sent frá sér nýja stefnuskrá i fyrsta sinn i meira en 400 ár. Bókin inniheldur og staöfestir fordæmingu á göml- um syndum en bætir við ýmsum nútíma syndum og freistingum. Fordæmd eru enn afbrot á borð við fóstureyðingar, getnaðarvarn- ir, kynlif utan hjónabands og hjónaskilnað, en í hópinn hafa bæst syndir eins og skattsvik, ölv- unarakstur, eiturlyfjasala og alls kyns fikt í erfðavísum. JERÚSALEM Sprengju varpaö á markað Sprengju var varpað inn á mark- að í gamla borgarhlutanum í Jerú- salem og drap palestinskan kaup- mann og stórslasaði ellefu araba, að sögn lögreglu. Lögreglan kvaðst ekki vita hver hefði varpað sprengjunni ofan af húsþaki en palestínsk vitni segja að þar hafi gyðingar verið að verki. JÓHANNESARBORG Öllum brögöum beitt Réttarrannsókn hefur leitt í Ijós staðreyndir sem koma sér illa fyr- ir suður-afrísk stjórnvöld. Sagt er að herinn hafi notað dæmdan morðingja til að stjórna hópi vændiskvenna og eiturlyljasala til að spilla liösmönnum Afríska þjóöarráðsins. Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, segir að ríkisstjórnin verði að beita sér fyrir vaxtalækkun ef sátt eigi að takast um aðgerðir í efnahagsmálum: Telaðþetta gangiekki „Ég er sannfærður um að til að þetta gangi upp þurfi ríkisstjórnin að bijóta ísinn með verulegri vaxtalækkun. Það er eina leiðin tii að opna þetta,“ segir Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, um þá stöðu sem nú er í viðræðum aðila vinnu- markaðarins um aðgerðir í atvinnu- og efnahagsmálum. Steingrímur sagöi að það væru margar leiðir færar til að lækka vexti. Hægt sé að lækka eða fella niður bindiskyldu bankanna. Hægt sé að greiða hærri vexti af bundnu fé. Nauðsynlegt sé að lækka vexti á ríkisskuldabréfum, þó ekki væri annað en að draga til baka þá vaxtahækkun sem varð í vor. Stein- grímur sagði að þá væri hægt, með lánsfé, að dreifa þeim miklu af- skriftum sem bankarnir eru að taka á sig núna á lengri tíma. Bankarnir fjármagna þessar af- skriftir núna með miklum vaxta- mun. Steingrímur benti á að í Bandaríkjunum hafi miklar af- skriftir sparisjóðanna þar í landi verið fjármagnaðar með lánsfé úr ríkissjóði. „Það er vel hægt að lækka vexti og það er nauðsynlegt að gera það ef takast á sátt um þær aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum sem nú eru til umfjöllunar. Ég tel að án vaxtalækkunar komi þessar að- gerðir ekki í veg fyrir leiðréttingu á genginu," sagði Steingrímur. Forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í síðustu viku að viðræð- urnar væru að komast á það stig að um eða eftir helgi verði rætt við stjórnarandstöðuna með formleg- um hætti. Steingrímur sagði að enn hafi ekkert verið leitað til framsóknarmanna. -EÓ VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 3.426.168 2. 4af5? íf 7 104.396 3. 4al5 127 9.925 4. 3af5 4.993 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 11.784.460 DENNI DÆMALAUSI „Ruslfæði erþað sem þeir kalla allt sem er gott á bragið. “

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.