Tíminn - 08.12.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.12.1992, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 8. desember 1992 211.tbl.76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Svisslendingar hafa hafnað EES-samningnum sem þýðir meðal annars að samningurinn tekur ekki gildi um áramót: Svisslendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina samn- ingnum um Evrópskt efnahagssvæði. Þessi niðurstaða hefur þau áhrif að EES-samningurinn tekur ekki gildi um áramót eins og áætlað hafði verið. Á næstunni munu þau ríki sem enn hyggja á samstarf um EES koma saman og ræða um framhald EES-samn- ingsins og væntanlega gera breytingar á samningnum. Rætt er um að EES- samningur taki hugsanlega gildi um mitt næsta ár en ekki er útilokað að það frestist enn frekar og til eru þeir sem fullyrða að EES sé nú endanlega úr sögunni. samninginn. Aðeins þau ríki sem hafa hafnað samningunum verða útilokuð frá þátttöku í ráðstefnunni. Á fundinum kom fram að líkur eru á að Holland, Grikkland og Ítalía verði ekki búin að samþykkja EES um áramót en þessi ríki munu engu að síður taka þátt í umræðum um framhald EES. Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, hafði áður haldið því fram að ísland fengi ekki að taka þátt í frekari umræðum um fram- hald EES-málsins nema Alþingi hafi samþykkt samninginn. Þetta mun ekki vera rétt mat. Utanríkisráð- herra telur hins vegar æskilegt að Alþingi samþykki samninginn sem íyrst svo að ekki þurfi að leika vafi á vilja þingsins. -EÓ Tveir lögreglu- menn ávítaðir Lögrvglustjóri hefur ávftað tvo lögreglumenn í kjölfur ummæla yflrmanns fíkni- efnadeildar lögrcglunnar í tímaritsgrein á dögunum. Óstaðfestar heimildir herma að annar lögregiumaðurinn sé Bjöm Halidórsson, yflr- maður fikniefnadeildar. í tímaritsgrein á dögunutn sakaði Bjöm Haiidórsson fyrrverandi iögreglumenn um að hafa spilit fyrir rann- sókn mála. í kjöifar þess óskuðu tíu fyrrverandi starfsmenn deildarinnar eft- ir opinnberri rannsókn ríkis- saksóknara á þessum stað- hæfingum. Nú hefur málið verið ieyst með því að lög- reglustjóri áminnti tvo lög- regiumenn. -HÞ Aðeins átta af 25 kantónum (fylkj- um eða héruðum) samþykktu tiílög- una um aðild Sviss að EES og í heild var naumur meirihluti andvígur samningnum (50,3% gegn 49,7%). Ef tillagan hefði átt að öðiast sam- þykki hefðu allar kantónumar orðið að samþykkja hana. Mikið vantaði á að svo yrði. í sumum þeirra var yfir 80% íbúanna á móti samningnum. Úrslit atkvæðagreiðslunnar hafa þau áhrif að EES-samningurinn tekur ekki gildi um áramót eins og ráðgert var. Enginn veit með vissu hvenær samningurinn tekur gildi en svo virðist sem forystumenn EB og EFTA stefni að því að það geti orðið um mitt næsta ár. Sumir halda því fram að ekkert verði úr EES, EB ákveði einfaldlega að semja um beina aðild að EB en flest EFTA- ríkin hafa þegar sótt um beina aðild að EB. Það hefur ísland hins vegar ekki gert Þessi lausn er hins vegar tímafrek og EFTA-ríkin telja sig ekki geta beðið lengi eftir að komast inn fyrir tollmúra EB. Á næstu vikum munu fulltrúar framkvæmdastjórnar EB og fulltrú- ar þeirra EFTA-ríkja sem enn hyggja á aðild að EES koma saman og væntanlega semja um breytingar á samningnum. í vissum greinum er nægilegt að þurrka út nafn Sviss en það dugar ekki alls staðar. EES- samningurinn er byggður á því að EFTA komi á fót sérstökum dóm- stóli og eftirlitsstofnun. Þessum stofnunum verður að breyta því að eitt EFTA-ríkjanna, Sviss, mun ekki eiga aðild að EES. Þá hafði verið samið um að Sviss greiddi miklar fjárupphæðir í sérstakan þróunar- sjóð sem á að hafa það hlutverk að styðja byggð og atvinnulíf í fátækum EB- ríkjum. Ákveða verður hvort hin EFTA-ríkin taki að sér að greiða fyrir Sviss eða hvort hlutur Sviss verður einfaldlega felldur niður. Utanríkismálanefnd kom saman í gærmorgun til að fjalla um þá stöðu sem nú er komin upp. Fram kom á fundinum að ekki eru skilyrði fyrir þátttöku í ráðstefnunni sem kemur til með að fjalla um framhald máls- ins, að ríkin hafi samþykkt EES- Handhafar tilnefninga eða fulltrúar þeirra í Listasafni íslands í gær. Timamynd Ami Bjama Tíu bækur hafa verið tilnefndar til íslensku bókmennta- verðlaunanna: Tveir hundar hafa drepist með einkenni af smáveirusótt: Ekki áður greinst í hundum hérlendis Vart hefur orðið við svokallaða smáveirusótt í hundum og getur þessi hundasjúkdómur verið banvænn. Þetta er í fyrsta skipti sem sjúkdómur sem þessi kemur upp hér á landi. Tvö tilfelli hafa þegar greinst við krufn- ingu og voru báðir hundamir frá sama stað á Suðurlandi. Bóluefni er á leið- inni til landsins og verður trúlega hægt að byrja að bólusetja hunda við þessarí sótt strax í þessarí viku ef að líkum lætur. Brynjólfur Sandholt, yfirdýralækn- ir, segir að ekki sé vitað á hvem hátt þessi veira barst hingað til landsins. Smitleiðir veirunnar eru venjulegast með hundum en ekki útilokað að hún hafi komist hingað með saur sem hefur loðað við skósóla einhvers ferðalangs. Veiran sem veldur þess- um sjúkdómi er mjög harðger og getur lifað nokkuð Iengi og meðal annars í jarðvegi. Einkenni veikinnar hjá eldri hund- um lýsa sér m.a. í slappleika, hita, uppsölum og heiftarlegum niður- gangi sem leiðir oft til dauða. Yngri hundar sem veikinna fá verða fyrst slappir en geta síðan hresst við en geta drepist seinna meir af hjartabil- un undir miklu álagi. Dánartíðni hunda sem sýkjast af þessari veiru er um 10% en það er þó misjafnt eftir hundastofnum. Getum hefur verið leitt að því að veiran hafi borist hingað til lands með smygluðum hundi, en það er með öllu ósannað. En eins og kunn- ugt er verða allir innfluttir hundar að fara í sóttkví í 2-3 mánuði. -grh Þrjár Ijóðabækur voru tilnefndar Þrjár íslenskar ljóðabækur voru valdar í flokki fagurbókmennta sem keppa um íslensku bókmenntaverðlaunin, en tilnefning til verðiaun- anna fór fram við hátíðlega athöfn í Listasafni íslands í gær. Alls voru tíu bækur tilnefndar, fimm í flokki fagurbókmennta og flmm í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. í flokki fagurbókmennta voru eftirtaldar fimm bækur athyglis- verðastar að mati dómnefndar: „klukkan í turninum", ljóðabók eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, útgefandi Forlagið. „Kynjasög- ur“, smásögur eftir Böðvar Guð- mundsson, útgefandi Mál og menning. „Mold í Skuggadal", Ijóðabók eftir Gyrði Elíasson, út- gefandi Mál og menning. „Sæfar- inn sofandi", ljóðabók eftir Þor- stein frá Hamri, útgefandi Bóka- . forlagið Iðunn. „Tröllakirkja" skáldsaga eftir Ólaf Gunnarsson, útgefandi Forlagið. í flokki fræðirita og bóka al- menns efnis voru fimm athyglis- verðustu bækurnar að mati dóm- nefndar:. .Bókmenntasaga I" eftir Véstein Ólason, Sverri Tómasson og Guðrúnu Nordal, útgefandi Mál og menning. „Dómsmálaráð- herrann" eftir Guðjón Friðriks- son, útgefandi Bókaforlagið Ið- unn. „Fjarri hlýju hjónasængur" eftir Ingu Huld Hákonardóttur, útgefandi Mál og menning. „Ut- anríkisþjónusta Islands og utan- ríkismál" eftir Pétur Thorsteins- son, útgefandi Hið íslenska bók- menntafélag. „Þroskakostir" eftir Kristján Kristjánsson, útgefandi Rannsóknastofnun Háskóla ís- lands í siðfræði. Nefndirnar sem völdu bækurnar voru skipaðar þeim Heimi Páls- syni, Helgu Kress og Ingibjörgu Haraldsdóttur í flokki fagurbók- mennta og Sigríði Th. Erlends- dóttur, Þorleifi Haukssyni og Örnólfi Thorlacius í flokki ann- arra rita. Heimir og Sigríður voru formenn nefndanna. Þriggja manna lokadómnefnd mun síðan velja eina bók af fimm tilnefndum úr hvorum flokki til verðlauna sem forseti íslands af- hendir eftir áramót. í henni taka sæti formenn nefndanna, þau Heimir og Sigríður auk Vilhjálms Árnasonar.sem tilnefndur er af forseta íslands. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.