Tíminn - 08.12.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. desember 1992
Tíminn 3
Innbrot og
íkveikja
í verkstæð-
ishúsi
Verkstæftis- og birgðabraggi í
Gelgjutanga skemmdist mikið
í eldsvoða síðastliðið fðstu-
dagskvöld en vel þykir hafa
teldst til að koma í veg fyrir að
eidur næði að breiðast út í
dæluverkstæöi Olíufélasins
sem er samfast verkstæðinu.
Fullvíst er að um íkveikju hafl
verið að ræða en samkvæmt
upplýsingum Rlr hefur enginn
verið handtekinn vegna þessa
máls.
Það var um kl 19 á fóstudag
sem allt tiltækt slökkviliö
Reykjavíkur var kallað út og
var slökkviliðið á Reykjavíkur-
flugvelli í viðbragðsstöðu.
Tókst að raða niðuriögum
eidsins á þremur tímum. Mik-
inn reyk lagði yfir næsta ná-
grenni en húsið var einangrað
með plasti og texi. Mestur
hluti hússins var leigöur út en
eigandi hússhts Sigurgeir Sig-
urdórsson hefur haft skrif-
stofuaösöðu í húsinu. Heild-
sali sem verslar með pappírs-
vörur var nýfluttur út með
starfssemi sína.
Hurð á einu af úthýsum verk-
stæðisins hafði verið brotin upp
og þykir fullvíst að um íkveikju
hafí verið að ræða. -HI>
Tveir slösuð-
ust í hörðum
árekstri
Tveir slösuðust í mjög hörðum
árekstri er varö á mótum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbrautar
ígær.
Okumaður og farþegi í öðrum
bflnum slösuðust en ekki alvar-
lega að taiíð er. Tækjabíli lög-
reglunnar var kvaddur á siys-
stað til að iosa þá. Báðar bifreið-
araar voru óökufærar eftir
áreksturinn og þurfti að draga
þær af vettvangi. -HÞ
Utanríkisráðherra leggur áherslu á að Alþingi taki afstöðu til EES- samningsins þrátt fyrir að
Svisslendingar hafi hafnað samningnum:
Hugmyndin um tveggja
stoða lausn úr sögunni
Algjör óvissa ríkir um afgreiðslu EES-samningsins á Alþingi eftir að Sviss
hafnaði samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjómarandstaðan segir tíl-
gangslaust að ræða frekar um þennan samning í núverandi mynd þar sem
fyrir liggi að breyta þurfl honum. Utanrfldsráðherra leggur hins vegar
áherslu á að Alþingi afgreiði samninginn hið fyrsta þannig að enginn vafl
þurfi að leika á afstöðu þingsins til hans. Ekkert samkomulag er um af-
greiðslu málsins á Alþingi næstu daga.
Sú staða sem nú er kominn upp í
EES-málinu var rædd á Alþingi í
gær að frumkvæði Kristínar Einars-
dóttur, þingkonu Kvennalistans.
„Svissneska þjóðin hefur sagt álit
sitt á Evrópska efnahagssvæðinu.
Þar með er EFTA ekki lengur aðili
að þessum samningi. Sá samningur
sem undirritaður var í Oporto er
ekki í samræmi við raunveruleik-
ann. Alþingi stendur því frammi fyr-
ir því að vera með til umfjöllunar
frumvarp sem ekki endurspeglar
stöðu mála. Samningurinn frá Op-
orto gildir ekki lengur. EFTA-stoðin
er fallin og þar með getur meðal
annars ekki orðið af stofnun eftir-
litsstofnunar EFTA og dómstóls og
þar með eru ekki öll EFTA-ríkin
lengur aðilar að málinu. Það er
hreint út í bláinn að ætla að fara af-
greiða þennan úrelta samning á Al-
þingi," sagði Kristín.
Kristín sagði það algeran misskiln-
ing hjá utanríkisráðherra að íslend-
ingar fengju ekki að taka þátt í um-
ræðum um framhald málsins ef þeir
afgreiddu ekki samninginn á Alþingi
fyrir áramót. Aðeins þau ríki sem
hafna samningnum eru útilokuð frá
frekari umræðum um málið. Kristín
sagði það einnig misskilning hjá
ráðherranum að aðeins þyrfti að
gera tæknilegar breytingar á samn-
ingum. Semja þyrfti um ýmis mikil-
væg atriði að nýju m.a. um eftirlits-
stofnun EFTA og dómstól.
Jón Baldvin sagði að þrátt fyrir nið-
urstöðu Svisslendinga væri fslend-
ingum ekkert að vanbúnaði að sam-
þykkja EES-samninginn í þeirri
mynd sem hann er í núna. Hann las
upp þann texta samningsins sem
fjallar um hvernig bregðast eigi við
ef eitthvert ríki hafnar EES. Þá er
boðað til ráðstefnu eins fljótt og
auðið er og breytingar gerðar á
samningnum með sérstakri bókun.
Bókunin verður síðan lögð fyrir Al-
þingi. Utanríkisráðherra sagði að
þetta væri hin eðlilega málsmeð-
ferð.
Jón Baldvin sagði erfitt að segja til
um hvenær samningurinn myndi
taka gildi. Það skýrðist á næstu vik-
um og mánuðum, en Ijóst væri að
hann tæki ekki gildi um áramóL
Ráðherrann lagði áherslu á að AI-
þingi afgreiddi EES-samninginn hið
íyrsta. „Það er þýðingarmikið fyrir
hagsmuni íslensku þjóðarinnar að
það leiki ekki á tveimur tungum að
pólitískur vilji okkar til að staðfesta
þennan samning sé óbreyttur,"
sagði Jón Baldvin.
„Staða málsins er gjörbreytt. Það
sér hver maður. Hugmyndin um að-
ild EFTA að Evrópsku efnahags-
svæði er með atkvæðagreiðslunni í
Sviss dauð. Hugmyndin um tveggja
stoða lausn, þar sem EFTA væri
önnur stoðin, er að sjálfsögðu líka
dauð. Það er algjör fásinna að ætla
Alþingi að lögfesta samning sem fyr-
irsjáanlega verður aldrei að veru-
Ieika," sagði Páll Pétursson. Hann
sagði einnig tilgangslaust að ræða
frekar um fylgifrumvörp EES og um
sjávarútvegssamning íslands við EB.
Fjölmargir þingmenn tóku til máls
í umræðunum. Meginþunginn í
ræðum stjórnarandstæðinga var að
tilgangslaust væri að ræða málið
frekar í núverandi mynd. Björn
Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra.
Bjarnason, formaður utanríkismála-
nefndar, og fleiri stjórnarliðar sögðu
hins vegar mikilvægt að Alþingi
tæki afstöðu til málsins þannig að
ekki þurfi að leika vafi á umboði ís-
lenskra stjórnvalda til að fjalla frek-
ar um málið í samskiptum við aðrar
þjóðir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
(Kvl.) tók að sumu leyti undir að það
væri slæmt fyrir stjórnvöld að vita
ekki fyrir víst um afstöðu Alþingis til
málsins.
Nokkrar umræður fóru fram um
það samkomulag sem gert var í síð-
ustu viku milli flokkanna um af-
greiðslu EES-samningsins á þingi.
Samið hafði verið um að önnur um-
ræða færi fram næstkomandi laug-
ardag. í umræðunni kom hins vegar
fram að stjórnarandstaðan haföi tek-
ið fram þegar samkomulagið var
gert að ef Sviss feildi EES-samning-
inn yrði að ræða um afgreiðslu
málsins að nýju. Geir H. Haarde,
þingflokksformaður sjálfstæðis-
manna, sagði ijóst að flokkarnir
yrðu að ræða saman næstu daga um
hvernig yrði staðið að málinu á
næstu vikum. Endurskoða yrði sam-
komulagið um að ræða EES á laug-
ardag.
Ólafur Ragnar Grímsson (Alb.)
sagði að rétt væri í þeirri stöðu sem
upp er komin að frumvarp tii stað-
festingar á EES-samningnum verði
vísað að nýju til utanríkismála-
nefndar. -EÓ
Hluthafafundur
Hluthafafundur í Eignarhaldsfélaginu
Iðnaðarbankinn h.f. verður haidinn í
Súlnasal Hótels Sögu, Reykjavík,
föstudaginn 11. desember n.k.
Ríkisstjórnin náði saman um niðurskurð en óánægja er með niðurstöðuna:
Skorið verður niður
um 800 milljónir
Rfldsstjórnin náði samkomulagi um helgina um frekari niðurskurð í
ríkisfjármálum. Niðurskurðurinn verður um 800 milljónir, en rflds-
stjórnin hafði áður sett sér það mark að skera niður um 1.240 milljón-
ir. Minna verður skorið niður í félagsmálum og landbúnaðarmálum en
ráðgert var. Óánægja er í báðum flokkum með niðurstöðuna. Utanrflds-
ráðherra og formaður fjárlaganefndar töldu að skera hefði átt meira nið-
ur en í Sjálfstæðisflokknum er meðal annars óánægja með niðurskurð-
inn í landbúnaðarmálum.
Stærstur hluti niðurskurðarins
kemur í hlut heilbrigðisráðuneytis-
ins eða um 600 milljónir. Skorið
verður niður um 100 milljónir í fé-
lagsmáiaráðuneytinu og um 100 í
landbúnaðarráðuneytinu.
Bamabætur verða lækkaðar um
30% eða um 500 milljónir. Um
þriðjungur þessarar upphæðar
verður notaður til að hækka barna-
bótaaukann, en hann er tekju-
tengdur. Mæðra- og feðralaun með
fyrsta bami verða felldar niður, en
meðlag verður hækkað á móti úr
rúmum 7.000 krónum í rúmar
11.000 krónur á mánuði.
Áformað er að lækka vaxtabætur
um 400 milljónir, en þessi lækkun
kemur ekki til framkvæmda fyrr en
1994. Ríkið mun á næsta ári greiða
2,6 milljarða. Hins vegar hafa hug-
myndir um hækkun vaxta í hús-
næðiskerfinu verið lagðar til hliðar,
ekki síst vegna kröfu félagsmála-
ráðherra þar um. Hætt var við að
skerða fæðingarorlof og framlag í
Framkvæmdasjóð aldraðra. Jöfn-
unarsjóður sveitarfélaga verður
hins vegar skertur um 110 milljón-
ir.
Dregið verður úr endurgreiðslum
vegna tannlæknaþjónustu. Hér eft-
ir verða böm yngri en 15 ára að
greiða 25% kostnaðar og 16 ára
unglingar greiða 50%.
Sú regla verður sett að TYygginga -
stofnun taki ekki þátt í greiðslu
kostnaðar vegna þjónustu sérfræð-
inga nema sjúklingur leiti til sér-
fræðings með tilvísun frá heimilis-
lækni. Með þessu er vonast eftir að
hægt verði að draga úr sérfræði-
kostnaði.
Ríkisstjómin fjallaði mikið um
skattlagningu hitaveitna. Niður-
staðan var að hækkunin yrði alls
staðar sama krónutöluhækkun. í
heild mun ríkissjóður ná 300 millj-
ónum með þessari skattlagningu,
en ekki 500-600 eins og útlit var
fyrir ef engin jöfnun hefði komið
til.
Á laugardaginn lagði ríkisstjómin
fram tekjuöflunarfmmvörp sín á
Alþingi. Þar er meðal annars stað-
fest að stjómin er hætt við að lækka
virðisaukaskattinn en lækkun hans
var um tíma tillaga hennar. Þetta
þýðir að skattbyrði þyngist um 1%
og fer í fyrsta skipti upp fyrir 25%
sem hlutfall af vergri landsfram-
leiðslu. í gær var tekin ákvörðun
um að fresta annarri umræðu um
fjárlagafrumvarpið fram til
fimmtudags. Ráðgert var að um-
ræðan færi fram í dag. -EÓ
og hefst hann kl. 16:00.
Á fundinum verður samrunasamningur félags-
ins við íslandsbanka h.f. kynntur og borinn upp til
samþykktar, en á aðalfundi 1. apríl s.l. var stjóm
félagsins heimilað að undirbúa samruna þess við
íslandsbanka h.f.
Dagskrá
1. Tillaga síjórnar félagsins um
samruna viö Islandsbanka h.f.
2. Önnurmál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum þeirra í íslands-
banka h.f., Bankastræti 5 (4. hæð), Reykjavík,
dagana 8. og 9. og 10. desember n.k., svo og á
fundardegi.
✓
Samrunasamningur við Islandsbanka h.f. ásamt
fylgiskjölum og tillögum þeim, sem fyrir fundinum
liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað.
Reykjavík, 1. desember 1992
Stjórn Eignarhaldsfélagsins
Iðnaðarbankinn h.f.