Tíminn - 08.12.1992, Side 7

Tíminn - 08.12.1992, Side 7
Þriðjudagur 8. desember 1992 Tíminn 7 Stjórnarflokkarnir hafa kveðið upp þungan áfellisdóm yfir sjálfum sér: Ríkisstjórnin ræöur ekki vió aö stjórna landinu Eftir Finn Ingólfsson, alþingismann Framsóknarfiokksins í Reykjavík Það er þungur áfellisdómur, sem Ríkisendurskoðun hefur kveðið upp yfír fjármálastjóm ríkisstjómar Davíðs Oddssonar. í nýútkominni skýrslu Rík- isendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 1992 segir: „Áætlaður rekstrarhalli A-hluta ríkissjóðs á árinu 1992 eru 9,1 milljarður króna eða 5 milljörðum króna meira en fjárlög þessa árs gerðu ráð fyrir. Að teknu tilliti til lántöku ríkissjóðs á árinu 1992, sem gengið hefur verið frá með formlegum hætti, verður rekstrarhallinn á bil- inu 11,6-12,1 milljarður króna, að mati Ríkisendurskoðunar. Stjómin hefur brugðist Þegar ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks kom til valda, bundu fylgismenn hennar miklar vonir við störf hennar. Alveg sérstaklega trúðu þeir því að hún myndi taka rækilega til hendi við niðurskurð ríkisútgjalda. Morgunblaðið eyddi heilu Reykjavík- urbréfi undir ríkisútgjaldavanda, sem ekki skal gert lítið úr, og gaf ríkis- stjóminni tóninn með hvemig taka skyldi á málum. Morgunblaðið fullyrti að það væri prófsteinn á ríkisstjómina hvemig til tækist við fjárlagagerðina fyrir árið 1992 og hver framkvæmd fjárlaga yrði það árið. Rekstrarhallinn samkvæmt fjárlögum er talinn vera 4,1 milljarðar, en verður að mati Rík- isendurskoðunar 5 milljörðum kr. hærri. Þetta er þungur áfellisdómur yfir dómgreind þeirra manna, sem trúðu því að fjárlagahallinn yrði ekki nema 4,1 milljarður á árinu 1992. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1992 var fjármálaráðherra með hástemmd- ar yfirlýsingar um það á hve traustum grunni fjárlögin stæðu. Þetta væri í fyrsta skipti í langan tíma sem gerð voru raunhæf fjárlög. Fjárlagahallinn stefnir nú í að verða yfir helmingi meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir lyfjaskatt, skatt á sjúklinga, skatt á ellilífeyrisþega, skatt á öryrkja, skatt á námsmenn, skatt á sjómenn, og þannig mætti lengi áfram telja. Skattar á skatt Við þessar skattahækkanir hyggst nú ríkisstjómin enn bæta á árinu 1993, því að í tengslum við nýframkomnar aðgerðir ríkisstjómarinnar í efna- hagsmálum er gert ráð fyrir að tekju- skattur einstaklinga sé hækkaður um 1,5%, eða um 2.850 milljónir kr. Skattur á hátekjur mun hækka um 300 milljónir, virðisaukaskattur mun hækka um 1.800 milljónir, bensín- gjald er hækkað um 350 milljónir, barnabætur eru lækkaðar um 500 milljónir, sem þýðir skattahækkun, vaxtabætur á að lækka um 500 millj- ónir króna, sem þýðir beina skatta- hækkun á unga fólkið, og svona má lengi halda áfram. Ríkisstjórnin er að gefast upp. Hún treystir sér ekki til að takast á við þær grundvallarbreytingar, sem gera verður á ríkisfjármálunum, eigi að takast að ráða við útgjaldaþenslu rík- isfjármálanna. Sagan segir okkur að þau ár, sem Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn, aukast ríkisútgjöld hröðum skrefum, því flokkurinn er í eðli sínu sóunarflokkur. Grundvall- Finnur Ingóifsson alþingismaður. arbreytingar við skipulag, fram- kvæmd og ábyrgð og eftirlit ríkisfjár- mála er því þörf. Önnur viðhorf Á flokksþingi framsóknarmanna, sem haldið var nú fyrir skömmu, voru samþykktar tillögur í þessa veru. Sú stefnumörkun tekur m.a. til þess að samþykkt verði rammafjárlög til þriggja ára í senn, þar sem rekstr- arframlög stofnana verði ákvörðuð í meginatriðum. Það auðveldar stjóm- endum gerð áætlana, endurskipu- lagningu og ákvarðanatöku. Einstök- um stofnunum verði sett ákveðin markmið um aukna hagkvæmni í rekstri og árlega raunlækkun kostn- aðar. Sjálfstæði stofnana verði aukið jafnframt því sem frumkvæði og ábyrgð stjómenda verði meiri og stjómendur verði ráðnir til sex ára í senn. Æðstu embættismenn og stjómendur efnahagsstofnana verði einungis ráðnir til sama tíma og hver ríkisstjórn situr. Opinberar stofnanir noti sömu reikningsskilaaðferð og venja er hjá öðrum fyrirtækjum í landinu. Með því móti sést betur rekstrarleg af- koma auk stöðu eigna, skulda og eig- in öár. Reynslan sýnir okkur að grundvallarbreytinga er þörf í ríkis- fjármálunum. Hún sýnir okkur líka að þeir flokkar, sem nú fara með stjórn landsins, ráða ekki við það verkefni. Jólabækurnar: „Viðbrögð við helstu bókum okkar lofa góðu,“ segir Örlygur Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Arnar og Örlygs: Hjá Báru í efsta sæti á sölulista bókabúða .jviesta athygli af okkar bókum hefur ævisaga Báru Siguijónsdóttur, „Hjá Báru“, vakið, sem kunnugt er. Hana hefur Ingólfur Margeirsson fært í let- ur og er hún nú efst á sölulista bókaverslana,** sagði Örlygur Hálfdánarson, þegar við grennsluðumst fyrír um þær bækur, sem nú koma út hjá forlagi Amar og Orlygs. „Ingólfur skrifaði metsölubók fyrra árs, „Lífróður", sem var ævisaga Arna TVyggvasonar leikara og hefur þessi þegar hlotið álíka við- tökur í upphafí og hún. Örlygur Hálfdánarson: „Margir okkar helstu titla hafa farið vel af Stað.“ Timamynd Ami Bjama Þótt Bára sé landsþekkt, hefur ekki margt verið vitað um hagi hennar þar til hún nú gefur eftirminnilega innsýn í viðburðaríkt líf sitt og margbreytileg sálarátök. Hún má tvímælalaust kall- ast hafa verið einörð baráttukona fyrir því að konur fái færi á að láta að sér kveða til jafns við karla hér á landi. Önnur ævisaga, sem líka ætlar að vekja athygli, er „í kröppum sjó“, en þetta eru minningar Helga Hallvarðs- sonar skipherra, skráðar af Atla Magn- ússyni. Helgi fór feril sinn á varðskip- unum 15 ára, var kapteinn í tveimur þorskastríðum og varð vitni að og þátttakandi í atburðum sem hljóta munu sess í þjóðarsögunni. Segja má að þriðja bókin sem ég nefni, „Sykurmolarnir", sé líka sjálfs- ævisöguleg, þótt söguhetjumar hafi varla lifað hálfa ævina, miðað við venjulega ævilengd. Bókin er skráð af Áma Matthíassyni blaðamanni. Hér em hljómsveitin og þeir einstaklingar sem hana skipa færð nær lesandanum en áður hefur þekkst. Sagt er frá að- dragandanum að stofnun hljómsveit- arinnar og ýmsum sérstæðum og frumlegum uppákomum, sem tengj- ast því furðulega ævintýri sem ferill „Sykurmolanna" hefur orðið. Síðasti kaflinn er um það er þau tróðu upp með U-2 í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum og áheyrendur skiptu hundruðum þúsunda. Efninu em gerð ítarleg skil, sem heyra má. Heimildasaga og skáld- saga í senn Þá er komið að allsérstæðri bók, sem kalla má að sé „pólitísk reynslusaga". Þetta er bókin „Mamma, ég var kos- inn“, eftir Guðmund Einarsson, fyrr- um alþingismann. Guðmundur sat í fjögur ár á þingi og er þetta blanda af heimildasögu og skáldsögu um mann sem datt óvænt inn á þing og glímu hans við nýtt hlutverk. Guðmundur hefur feikimikla þekkingu á efninu, því auk þingmennskunnar var hann þingflokksformaður og framkvæmda- stjóri Alþýðuflokksins og er nú að- stoðarmaður ráðherra. Bókin er skrif- uð á léttum nótum og af ríku skop- skyni — þótt þeir, sem hana lesa, muni varla sjá pólitík í sama ljósi og fyrr á eftir. íslenskar lækningajurtir „íslenskar lækningajurtir — söfun þeirra, notkun og áhrif' er bók sem mér finnst að þjóðin ætti að taka með fögnuði, enda ber ekki á öðru en að hún geri það, því undirtektir eru með ágætum. Hún er eftir Ambjörgu Lindu Jóhannesdóttur, sem stundað hefur nám í grasalækningum í Bret- landi. Bókin kom út síðastliðið sum- ar og er nú stefnt inn á jólamarkað. Litmyndir eru af öllum lækninga- jurtunum. Þá er að nefna safn með kveðskap, sem ég held að gleðja muni marga. Hér er átt við bókina „Fjörið blikar augum í“ eftir Albert Jóhannsson, safn tæplega þúsund hestavísna. Frá öndverðu hafa skáld og hagyrðingar verið drjúg við slíkan kveðskap, sem telja má sérstaka grein innan ljóða- gerðar í landinu. Þetta er samfelldur óður til íslenska hestsins. „Grín er gott mál“ heitir safn gam- anmála og brandara í samantekt þeirra Bjarna V. Bergmann og Guð- jóns Inga Eiríkssonar. Þetta er fram- hald bóka af slíku tagi, sem við höf- um gefið út undanfarin ár. Tvær bækur eru enn, sem ég verð að geta. Önnur er „Töfrar kynlífsins" eftir dr. Miriam Stoppard. Þetta er sérstæð bók, sem tekur mjög fræði- lega á efninu og upplýsir karla um konur og konur um karla. Sérstakir spumingalistar eru hér, sem hjálpa lesandanum að glöggva sig á eigin kynlífi. Önnur bók er eins og rökrétt fram- hald þessarar, en hún er „Móðir og barn“, ítarleg og ríkulega mynd- skreytt handbók sem fjallar um verð- andi mæður og ungviðið frá því í móðurkviði og umönnun þess fram að þriggja ára aldri. í bókinni em 800 glæsilegar Iitmyndir. Sögur eftir Tove Jansson í Norræna húsinu stendur nú yfir sýning á bókum finnska bamabóka- höfundarins Tove Jansson. Vill svo skemmtilega til að hér erum við búin að koma á prent tveimur bókum þessa höfundar. Önnur er endur- prentun á „Pípuhattur galdrakarls- ins“, sem verið hefur eftirlæti ís- lenskra barna í tuttugu ár, og hin er „Hvað gerðist þá?“, en þetta er myndabók sem er leikfang jafnframt. Textinn er í formi kvæðis sem Böðv- ar Guðmundsson hefur snúið á ís- lensku. „Tómstundaspil Simpsonfjölskyld- unnar" er hér líka og fylgja henni fjölbreytt spil, leikir og gamanmál af öllu tagi. Ólafúr B. Guðnason þýddi. „Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsa- skógi“ er bók eftir Thorbjörn Egner, þýdd af Huldu Valtýsdóttur og Krist- jáni frá Djúpalæk. Að endingu skal geta um tvær bækur — „Lítill ís- björn eignast vin“ og „Hver vill leika við mig?“. Er þá upptalið það sem ég ermeð fyrir þessijól. Ég er bjartsýnn á söluna, því marg- ir okkar helstu titla hafa farið vel af stað. Ævisögur Báru og Helga Hall- varðssonar, sem og bók Guðmundar Einarssonar, ætla að standa fyrir sínu og svo er af viðbrögðum við fleiri bókanna að ráða. Verðið er mjög gott og ég trúi að það muni sannast nú sem oftar að bók verði fyrir valinu sem jafnt hagnýtasta og hagkvæm- asta jólagjöfin." Ný plata Örvars Kristjánssonar: Lætur ekki deigan síga Um helgina kynnti Örvar Kristjánsson, harmonikkuleikari og hljómsveit hans, níundu sólóplötu kappans sem nefnist „Rósir“. Örvar er fyrir löngu orðinn landsþekktur tónlistarmaður og ekki síst fyr- ir leik sinn á nikkuna, sem hefur glatt margan í gegnum tíðina. Á nýju plötunni eru tólf lög og þar af þrjú án söngs. Það er Stöðin, útgáfufyrir- tæki Axels Einarssonar, sem gefur gripinn út, en hann var tekinn upp í hljóðveri Axels. Sjálfur segir Örvar að nýja platan sé frekar í rólegri kantinum, enda hef- ur hann sjálfur frekar róast með aldrinum. Meðal þeirra laga, sem þar er að finna, má nefna Erla góða Erla og Oh Danny Boy, svo nokkuð sé nefnt. örvar segir að vögguvísa Stef- áns frá Hvítadal, sem hann orti um dóttur sína, sé mjög vinsæl meðal landans og ekki óalgengt að allur sal- urinn taki undir á dansleikjum. Auk þess eru á plötunni rælar og polkar og sitthvað fleira sem vafalaust mun gleðja þá sem hafa gaman af gömlu dönsunum. Hins vegar leggur Örvar áherslu á þau sígildu sannindi að „tónlistin fer ekki eftir aldri". Með Örvari á Rósum eru Már Elís- son á trommur, Júlíus Jónasson á bassa, Þröstur Þorbjömsson gítar- leikari og útsetjari, auk þess sem Ama Þorsteinsdóttir syngur eitt lag og ennfremur leggja tveir synir örv- ars, þeir Karl Birgir og Atli, honum lið á Rósum. Hljómsveit örvars mun spila í Ártúni fram í maí-júní, en eft- Örvar Kristjánsson. Timamynd Áml BJama ir það heldur sveitin f landsreisu í sumar. -grh

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.