Tíminn - 08.12.1992, Side 9
Þriðjudagur 8. desember 1992
Tíminn 9
Durydíijua iii* iijiui i iij w
Borgarljós hf. hefur flutt alla starfsemi sína að Armúla 15, á homi Armúla og Veg-
múla, en starfsemi fyrirtækisins hefur verið að Skeifunni 8, frá 1984.
Borgarljós hf. sérhæfir sig í verslun með lampa, lýsingarbúnað, rafvörur og smáheim-
ilistæki.
Auk smásöluverslunar rekur fyrirtækið heildverslun með sömu vörutegundir og
þjónar raftækjaverslunum, rafverktökum og stórmörkuðum. Borgarljós er með um-
boð fyrir marga heimsþekkta framleiðendur, s.s. Black & Decker, Massive nv, Noral a.s.
og fleiri.
Verslunin í Ármúla er hönnuð af Baldvin Baldvinssyni, yfirsmiður var Einar Steins-
son og rafverktakar Rafglit.
Borgarljós hf. er í eigu Hauks Þórs Haukssonar og Amdísar Þorvaldsdóttur.
Félag eldri borgara
Opið hús í dag kl. 13-17. Lesið úr nýjum
bókum kl. 15. Helga Guðrún Johnson les
úr bók sinni, „Lífsganga Lydíu með Guð-
mundi frá Miðdal“, og Ómar Valdimars-
son les úr bók sinni, „Guðni rektor —
Enga mélkisuhegðun, takk“. Dansað kl.
20.
Svarti markaöurinn í JL-húsinu
Svarta markaðs-egg alla daga fram að
jólum. Svarti markaðurinn selur eggin á
kr. 120 kflóið frá og með deginum í dag.
Þetta er örugglega botninn í eggja-
verðsstríðinu í ár.
fram að jólum. Á þetta jafnt við um
sunnudaga sem helga daga.
í fréttatilkynningu frá ísafold segir að
um sé að ræða tilraun. Hafa forráða-
menn verslunarinnar orðið þess varir að
fólk myndi vilja hafa betri tíma til að
kaupa bækur en oft gefst í jólaönnum.
Því hafi þeir ákveðið að hafa verslunina
opna öll kvöld til kl. 22, jafht virka daga
sem um helgar.
Þegar hefur verið opið nokkra daga og
hefur þessi nýbreytni mælst vel fyrir.
Viðskiptavinimir hafa gjama verið fólk á
hressingargöngu um miðborgina, sem
hefur staldrað við í bókabúðinni til þess
að ylja líkama og sál.
Jól í Þjóðminjasafni íslands
Jóladagskrá Þjóðminjasafns fslands hófst
nú um helgina. Opnuð var jólasýning
safnsins. Á henni getur að líta sýnishom
ýmissa hugmynda, sem myndlistarmenn
hafa gert sér um íslensku jólasveinana. Á
sýningunni em dæmi um karlmannsföt
frá fyrri tíð og í tengslum við þau er efnt
til nokkurs konar hugmyndasamkeppni
meðal sýningargesta um það hvemig ís-
lenskir jólasveinar geta litið úL Auk þess
em á sýningunni ýmsir kirkjumunir,
sem veita innsýn í kirkjuferðir og helgi-
hald.
Nú um næstu helgi, eða þann 12. des-
ember, kemur Stekkjarstaur til byggða.
Þá verður viðbúnaður í safninu til að
taka á móti honum kl. 11.15. Síðan
koma jólasveinamir einn af öðmm dag-
lega í safnið allt þar til Kertasníkir rekur
lestina á aðfangadag jóla.
Um næstu helgi lýkur einnig sýning-
unni ,Jómsvíkingar“, svo hver fer að
verða síðastur að skoða hana.
Vísnaplata löunnar
komin út á ný
Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út V'ísna-
plötuna, geisladisk og snældu sem hafa
að geyma öll lögin af plötunum Einu
sinni var og Út um græna gmndu, og
hafa þau nú verið endurhljóðblönduð.
Þessar plötur komu út fyrir allmörgum
ámm og nutu þá fádæma vinsælda og
seldust í stærri upplögum en dæmi em
til um aðrar fslenskar hljómplötur.
Margir þekktustu söngvarar og hljóð-
færaleikarar fslendinga sjá um tónlistar-
flutninginn.
Bókaverslun ísafoldan
Opið öll kvöld til kl. 22
Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti 10,
Reykjavík, verður opin öll kvöld til kl. 22
Sýning Árbæjarsafns ■ Nýhöfn:
Víkin og Viöey
Opnuð hefur verið í Nýhöfn, Hafnar-
stræti 18, sýningin Vfldn og Viðey, Fom-
ieifar frá landnámi til siðaskipta í
Reykjavík, á vegum Árbæjarsafns. í
Reykjavík hafa allnokkrir fomleifauppgr-
eftir farið fram síðustu 20 árin, einkum
tengdir landnámsbænum f Aðalstræti og
Viðey. Á sýningunni má sjá merkustu
gripina, sem fundist hafa f þessum upp-
gröftum, og em þeir frá 9.-16. öld. Um
uppsetningu sáu Skia fomleifafræðing-
ur, Bjami F. Einarsson fomleifafræðing-
ur og Margrét Hallgrímsdóttir borgar-
minjavörður.
Sýningin stendur fram til 23. desember,
Þorláksmessu.
Ljóöatímaritiö Ský
Út er komið áttunda hefti af ljóðatíma-
ritinu Skýi. Fmmsamin Ijóð em í ritinu
eftir Dag Sigurðarson, Jón Hall Stefáns-
son, Stefán Snævarr, Svein Yngva Egils-
son, Atla Harðarson og Úlfhildi Dags-
dóttur. Einnig em í heftinu þrjár mann-
lýsingar eftir Nóbelsverðlaunaskáldið
Elias Canetti í þýðingu Gunnars Harðar-
sonar og kvæði eftir belgíska skáldið
Maurice Maeterlinck í þýðingu Braga Ól-
afssonar. Þá em þrjár stuttar sögur eftir
Sigurlaug Elíasson f tímaritinu, ljóð eft-
ir írska skáldið Derek Manon og Ijóð og
hækur eftir þýska skáldið Ralf Thenior.
Tímaritið er til sölu í Bókabúð Máls og
menningar við Laugaveginn og í Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar í Aust-
urstræti. Verð í lausasölu er kr. 400.
Opinn fundur starfsmenntaráðs
félagsmálaráðuneytisins
Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins heldur opinn fund aö
Borgartúni 6 í Reykjavík, miðvikudaginn 9. desember nk., kl.
16.00 til 19.00. Á dagskrá fundarins eru lög nr. 19/1992, um
starfsmenntun í atvinnulifinu, fjallað verður um úthlutun úr starfs-
menntasjóði og kynnt umsóknareyðublöð um styrki úr sjóðnum.
Félagsmálaráðuneytið,
2. desember 1992.
Brigítte Bardot hefur ekki verið
mikið í fréttum í mörg undanfarin
ár og þegar til hennar hefur frést er
það vegna þess að hún hefur verið
að vasast í dýravemdunarmálum
við misjafnar undirtektir.
Árið 1992, og þá sérstaklega frá og
með ágústmánuði, hefur hins vegar
Amman er ungleg og hamingju-
söm, þegar hún hefur endurheimt
soninn Nicholas og kynnst sonar-
dætrunum. Þaö eryngri dóttir Nic-
holas, Thea, sem er meö pabba og
ömmu á myndinni.
brugðið svo við að dembst hafa yfir
fréttir af þessari fyrrum kvikmynda-
gyðju Frakka. Sumar eru góðar og
aðrar miður góðar.
Þær stórfréttir bárust út um heim-
inn að hún hefði gengið í heilagt
hjónaband í ágúst með franska
stjómmálamanninum Bemard
D’Ormale, stuðningsmanni hins
umdeilda, hægrisinnaða öfgamanns
Jean-Marie Le Pen. Athöfnin fór
fram í Ósló, en þar var Brigitte jafn-
framt í öðrum erindagerðum.
í Ósló er nefnilega búsettur einka-
sonur Brigitte, Nicholas, sem orð-
inn er 32 ára, en hún hefur haft iítið
samband við um ævina og alls ekki
neitt síðustu tíu árin. Hann býr þar
með norskri eiginkonu, Anneline
Bjerkan, og tveim dætrum. Honum
hefur ekki gengið sérlega vel að
koma undir sig fótunum í atvinnu-
lífinu og stundum orðið að komast
af á atvinnuleysisbótum. En kon-
umar þrjár í lífi hans hafa verið hans
hamingja og nú er sú fjórða komin
til sögunnar, alsæl amma að sjá son-
ardæturnar í fyrsta sinn, og nýbök-
uð brúður.
En því miður var hamingjusólin
ekki orðin allsráðandi í lífi Brigitte
enn. Nú nýlega bámst fréttir af því
að læknar hefðu orðið að bjarga lífi
hennar eftir að hún hafði tekið of
stóran skammt af róandi lyfjum.
Maður hennar sagði hana hafa verið
orðna úttaugaða vegna allrar þessar-
ar hröðu atburðarásar og dropinn,
sem fyllti mælinn, hefði verið réttar-
höld í dýravemdunarmáli sem hún
hefði lagt sig alla í.
1992 sviptingaár
Brigitte Bardot
Gérard Depardieu
barði píanóleikara
— á yfir höfði sér kæru
Franski leikarinn Gérard Depardieu
hlýtur að vera stór í skapinu. Þar að
auki er hann fyrrverandi hnefaleik-
ari. Svo mikiö er víst að bráður er
hann og nú á hann yfir höfði sér
ákæm vegna þess hvað honum var
laus höndin í New York nýlega.
Depardieu hafði verið viðstaddur
frumsýningu nýjustu myndar sinn-
ar, „Tous Les Matins Du Monde",
ásamt meðstjörnunum Guillaume
syni sínum og Anne Brochet á Man-
hattan.
Á eftir var haldið í matsal hótels
eins þar sem svo óheppilega vildi til
að einn gestanna hafði einhverja
tónlist í frammi. Hvorki betur né
verr vildi til en svo að frönsku
stjörnunni mislíkaði svo mjög tón-
leikarnir að hann gaf píanóleikaran-
um einn á lúðurinn.
Þegar svona er komið dugir ekki til
að vera heimsfrægur leikari, De-
pardieu var kærður fyrir verknað- Franski leikarinn Gérard Depardieu er stórskorinn til llkama og sálar. Sonur hans
inn. Guiiiaume líkist fööur slnum mjög í útliti. Meö þeim á myndinni er Anne Brochet,