Tíminn - 08.12.1992, Qupperneq 12

Tíminn - 08.12.1992, Qupperneq 12
AUGLYSINGASIMAR & 686300 Askriftarsími Tímans er 686300 Nýjungar á döfinni í atvinnulífi Hornfirð- inga: Huga að stofnun gabbró- verksmiðju Um nokkurt skeið hafa staðið yfír tæknilegar athuganir á stofnun gabbróverksmiðju á Höfn í Hornafírði. Mjög fljót- lega og jafnvel í þessari viku er að vænta niðurstöðu markaðs- sérfræðings um málið og á þeim grundvelli verður svo tekin ákvörðun um framhald- ið. Sturlaugur Þorsteinsson bæj- arstjóri á Höfn segir að enn sé of snemmt að fullyrða nokkuð um það hvort ráðist verður í stofnun gabbróverksmiðju og segir málið vera enn á könnun- arstigi. Hins vegar sé engin launung á því að heimamenn hafi verið að skoða þetta dæmi með útflutning í huga en í ná- grenni Hafnar er nokkuð um gabbró og m.a. í Eystra og Vestra Horni í Lóni og finnst einnig á Snæfellsnesi. En gabb- ró er djúpberg með sömu efna- samsetningu og basalt. í þessu sambandi hafa Horn- firðingar einkum horft til vinnslu á steinflísum úr gabbró til klæðningar á veggi og gólf. Ef af stofnun verksmiðjunnar verður getur svo farið að þar verði vinnu að hafa fyrir 10-20 manns. Smá vísir að vinnslu steinflísa úr íslensku gabbrói er þó þegar fyrir hendi hérlendis og m.a. eru steinflísar úr gabbrói í Seðlabankahúsinu og í húsa- kynnum Hafnamálastofnunar og jafnvel víðar. -grh KERRUVAGNAR OG KERRUR Bamaíþróttagallar á ffábæru verði. Umboðssala á notuðum bamavömm. Sendum í póstkröfu um land allt! BARNABÆR, Ármúla 34 Slmar: 685626 og 689711. VERIÐ VELKOMIN! Bílasala Kópavogs Smiöjuvegi 1, 200 Kópavogi Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN Tímiiin ÞRIÐJUDAGUR 8. DES. 1992 Alls 28 karlar og 8 konur fórust í eldsvoðum á árunum 1971—1990: Um 75% þeirra sem fórust í eldsvoðum voru ölvaðir Nýlegar rannsóknir sýna að dauðsföll af völdum eldsvoða hér á landi verða oftast í kjölfar mikillar áfengisneyslu. í ljós kom að 75% þeirra sem létust í eldsvoðum á árunum 1971—1990 höfðu neytt áfengis skömmu fyrir andlát sitt. Reyndist áfengis- neysla algengari og ölvun jafnframt meiri en í banaslysum sem urðu af öðrum orsökum á þessu árabili. Læknablaðið greinir frá rann- sókn þessari en að henni stóðu þeir Jakob Kristinsson, Þorkell Jóhannesson og Ólafur Björns- son. Rannsóknin náði til 36 manns sem létust af völdum eldsvoða, 28 karla og 8 kvenna á aldrinum 3ja til 74 ára, sem vís- að hafði verið til réttarlæknis- fræðilegra og réttarefnafræði- legra rannsókna á árunum 1971—1990. í ljós kom að 24 einstaklingar (75%) höfðu neytt áfengis skömmu fyrir andlát sitt. Meðalgildi etanóls í blóði þeirra var 2,34 prómill (frá 0,47—3,37). Af þessum hópi létust 32 í elds- voða í íbúð eða öðru íveruhús- næði, þrír um borð í fiskiskipi og einn á vinnustað. Vinnlngstölur laugardaginn (o)(V7) 5. des. 1992 20)(f§ff [29)[3 6) (V) I VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA | 1. 5af 5 0 2.671.985 2. 4aÍ5Í W 6 77.285 3. 4af5 133 6.014 4. 3af5 3.684 506 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 5.799.661 Söfnun mæörastyrksnefndar stendur nú yfir. Unnur Jón- asdóttir, formaöur nefndarinnar, segir að ovenju margir hafi þegar leitaö eftir aðstoö og mun fleiri en í fyrra. Þá leituðu um 500 manns aðstoðar en nú þegar hafa um 100 manns leitaö ásjár nefndarinnar. Aðstoðin felst í fatagjöfum, matarkortum til úttektar á mat í verslunum og fjárhagsaðstoð. Unnur seg- ir að sömu aðilar leggi málstaðnum lið ár eftir ár. Þeim sem vildu bætast í hópinn er bent á gírónumer nefndarinnar sem er 36600-5 en einnig er heillegur fatnaður vel þeginn. Á myndinni er Kristín Ólafs- dóttir starfsmaður nefndarínnar. Tímamynd Ámi Bjama. UPPLÝSINGAR:SlMSVARI 91-681511 LUKKULÍNA991002 . . . E R L E N D A R F R É T T I R . . . NÝJA DEHLI 180 drepnir í óeiröum Næstum 180 manns voru drepnir og mörg hundruö særölr þegar óeiröir brutust út um allt Indland eftir aö her- skáir Hindúar bnjtu niöur ævafoma mosku í Ayodya og hófust handa um aö reisa lítiö musteri á staönum, aö þvl er embættismenn og indverskar frétt- astofur skýröu frá I gær. Kongressflokkurinn, sem fer meö stjóm Indlands, baröist viö aö koma i veg fyrir forystukreþpu eftir aö stjómarandstaö- an og háttsettir starfsbræöur P.V. Nar- asimha Rao, forsætisráóherra, réöust aö honum vegna þess sem þeir álitu vangetu hans til aö vemda moskuna, sögöu aöstoöarmenn Raos. MOGADISHU Ástandið kannaö úr lofti Vestrænar herflugvélar svifu I gær yfir Mogadishu, sennilega I könnunarleiö- angur fyrir fjölþjóöaher undir forystu Bandaríkjanna. Herínn á aö halda uppi lögum og reglu viö úthlutun hjálpar- gagna til sveltandi fólks i Sómaliu. JÓHANNESARBORG Svartir lýsa yfir stríöi Skæruliöahópur svartra hefur lýst yfir strlði gegn hvltum Suöur- Afríkumönn- um og hótaö aö drepa leiötoga rikis- stjómarinnar, þ.á m. F.W. de Klerk for- seta, hermdu fréttir frá suöur-afriskri fréttatofu I gær. MOSKVA Stjórnin lægir öldurnar Umbótastjóm Rússlands reyndi aö lægja öldumar á fulltrúaþingi landsins i gær eftir aö ekki munaöi nema hárs- breidd aö Bóris Jeltsin, forseti, biöi lægri hlut i mikilvægri atkvæöagreiöslu um helgina. SARAJEVO Flugvöllurinn enn lokaður Bardagar I Sarajevo neyddu starfs- menn Sameinuöu þjóöanna til aö halda flugvelli borgarinnar áfram lokuöum fyr- ir flugvélum meö hjálpargögn. Þeir veröa aö halda áfram aö gripa til ann- arra aöferöa til aö útdeila hjálp um alla Bosniu. BRÚSSEL Vilja vernda Kosovo Bandarikin og ýmsir bandamenn þeirra ihuga nýjar aögeröir til aö hindra aö júgóslavnesku átökin berist til sjálf- stjómarhéraösins Kosovo aö sögn hátt- setts embættismanns NATO i gær. ZÚRICH Ráöherrar vilja viðræöufund (gær uröu Svisslendingar aö sætta sig viö afdráttariausa höfnun I atkvæöa- greiöslu á samruna viö Evrópu en virt- ust ekki hafa margar lausnir i staöinn. Ráöherrar ríkisstjómarinnar höföu ekki annað aö bjóöa en fyrirheit um viöræö- ur eftir aö kjósendur höfnuöu alfariö stefnu þeirra um EES I þjóöaratkvæöa- greiöslu á sunnudaginn. BRÚSSEL EB harmar ákvöröun Svisslendinga Ríki Evrópubandalagsins hörmuöu höfnun svissneskra kjósenda á risa- vöxnum sameinuöum markaöi en ekk- ert þeirra lagöi til aö hin 18 löndin sem aöild eiga aö samningnum biöu eftir Svisslendingum. LONDON Svissneski frankinn upp Svissneski frankinn snarhækkaöi á gjaldeyrismörkuöum heimsins eftir aö hafa lækkaö lítillega i veröi fyrst eftir svissnesku þjóöaratkvæöagreiösluna. GAZA 3 ísraelskir hermenn drepnir Vopnaöir múslimar skutu til bana þrjá Israelska hermenn á hemumda svæö- inu I Gaza til aö minnast þess aö fimm ár eru liöin slöan uppreisn Palestlnu- manna gegn stjóm [sraela hófst. Tals- menn hersins sögöu aldrei fleiri ísra- elska hermenn hafa veriö drepna I einni árás Palestlnumanna á hemumdu svæöunum frá því uppreisnin hófst. DENNI DÆMALAUSI ■vn fi) NAS/Dittr. BULLS „Ég er ekkert hræddur við smáþrumur. Ég er hræddur við drynjandiþrumur.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.