Tíminn - 23.12.1992, Side 9
Miövikudagur 23. desember 1992
Tíminn 9
Fyrsta Öddubókin
endurútgefin
Öddubækur þeirra Jennu og Hreið-
ars hafa notið mikilla vinsælda.
Adda er fyrsta bókin í þessum frá-
bæra bókaflokki og kemur nú út í
nýrri útgáfu og með myndum eftir
Rebekku Rán Samper. Hinar Öddu-
bækumar munu svo koma á eftir
næstu ár.
Adda átti í fyrstu erfiða daga sem
munaðarleysingi og niðursetningur
hjá roskinni konu í Reykjavík. Síðar
eignast hún fyrir tilviljun kjörfor-
eldra — Iæknishjón — og flyst með
þeim í þorp úti á landi og þar lendir
hún bæði í vanda og skemmtilegum
ævintýrum.
Bókin er um 130 bls., prentuð í
Odda.
Útgefandi er Almenna bókafélagið.
Verð kr. 1.295.
(Sáftland
Á vit öriasannð
CJrösíír
ciö veöi
Á valdi ástar
Bókaútgáfan Skuggsjá hefur sent frá
sér þrjár nýjar þýddar skáldsögur,
sem allar eru þýddar af Skúla Jens-
syni.
Bækumar eru þessar:
Á vit örlaganna eftir Barböru Cart-
land.
Ást og undirferli eftir Erik Nerlöe.
Orðstír að veði eftir Theresu
Charles.
Litlar sögur
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði,
hefur gefið út bókina Litlar sögur,
smásagnasafn eftir Sverri Pál Er-
lendsson á Akureyri.
Höfundurinn Sverrir Páll hefur áður
gefið út Ijóðabókina „Þú og heima"
og þýtt bækumar um Önnu („Kæri
herra Guð, þetta er hún Anna" og
„Önnubók"). Einnig hefur hann
skrifað kennslubækur í hljóðfræði,
málsögu og tjáningu. „Litlar sögur"
eru fyrstu frumsamdar sögur hans,
sem dregnar eru upp úr skúffu og
koma fyrir augu manna.
Á kápu segir: „Litlar sögur eru safn
sextán sagna um fólk og fyrirbæri og
óvenjulegar hliðar hversdagsleikans.
Meðal annarra koma við sögu Þór-
unn Sveinsdóttir fyrirmyndarhús-
móðir, Herjólfur skósmiður, Jóhanna
af Örk, unglingurinn Gunnar og ég.
Farið er á tónleika á gulum Renault, f
leikhús, fylgst með kosningadegi,
hlýtt á söng fiskanna og horft á húsið
málað svart."
„Litlar sögur" er 217 bls. Höfundur
setti sjálfur bókina og gekk frá henni
til prentunar. Bókin var prentuð í
Prisma, Hafnarfirði, og bundin í Fé-
lagsbókbandinu-Bókfelli, Kópavogi.
Kápu gerði Friðrik Ó. Friðriksson,
Akureyri.
Listamannslíf
Benjamín heitir skáldsaga eftir Einar
Öm Gunnarsson, sem Almenna
bókafélagið hefur gefið út.
Einar Örn er upprennandi höfundur
sem sendi frá sér sína fyrstu skáld-
sögu 1990 og hlaut hún góða dóma.
Þessi nýja skáldsaga hans gerist í
Reykjavík og fjallar einkum um lista-
manninn Benjamín og samskipti
hans við sögumenn. Merkileg per-
sónulýsing, í senn kímin og harm-
ræn. Þessi listamaður er málgefinn
og nokkuð kæmlaus á yfirborði, en
allt annar er tekst að gægjast undir
skelina.
Bókin er 140 bls. Hún er prentuð í
Prentbæ. Verð kr. 2.945.
Tónmyndaljóð á
ensku
Komin er út ensk útgáfa Tónmynda-
ljóða þeirra Gríms Marínós Stein-
dórssonar, Gunnars Reynis Sveins-
sonar og Hrafns Andrésar Harðar-
sonar og heitir Tone-Pictures-Poems
with Greetings from Iceland.
Bókin, sem er 72 bls. að stærð, er
prýdd ljósmyndum Ragnars Th. Sig-
urðssonar af myndum Gríms Marín-
ós við ljóð Hrafns Andrésar og geym-
ir nótur við tónlist Gunnars Reynis
við myndir og ljóð.
Hönnuður bókarinnar er Birgir
Andrésson, en prentun, umbrot og
bókband annaðist G.Ben. Prentstofa
h.f. f Kópavogi.
Þessi vaidaða og alíslenska bók er
árangur samstarfs þeirra þremenn-
inganna, sem m.a. kristallaðist á sýn-
ingu Gríms Marinós í Perlunni s.l.
vor. Á sýningunni varð vart við mik-
inn áhuga fjölda erlendra gesta á að
fá bókina á máli, sem þeir gætu skil-
ið. Því varð að ráði að gefa hana út í
enskri þýðingu með aðstoð Dominics
Cooper, ensks íslandsvinar og rithöf-
undar, sem m.a. skrifaði skáldsöguna
um Sunnefumálin.
Hér er því komin fögur gjöf handa
vinum, vandamönnum eða við-
skiptavinum erlendis í anda íslenskr-
ar menningar, íslenskrar listar og ís-
lensks iðnaðar.
Bókin verður til sölu í helstu bóka-
búðum og kostar kr. 2000. Einnig má
panta hana hjá útgefendunum, Al-
Ietre, sem eru höfundamir Hrafn,
Gunnar og Grímur.
Ævisaga
Jóns Þorlákssonar
J6n Þorláksson forsætisráðherra
heitir nýútkomin bók eftir Hannes
Hólmstein Gissurarson, sem Al-
menna bókafélagið gefur út.
Þetta er geysimikið ritverk, um 600
bls., og hefur verið lengi í smíðum.
Jón Þorláksson var verkfræðingur að
mennt og sem landsverkfræðingur
var hann brautryðjandi hér í vega-
málum og byggingamálum. Fyrir
Reykvíkinga var hann frumkvöðull í
vatns-, rafmagns- og hitaveitumál-
um. Síðan sneri hann sér að stjóm-
málum og var samherji Hannesar
Hafsteins. Hann var einn af stofnend-
um íhaldsflokksins og síðar Sjálf-
stæðisflokksins og fyrsti formaður
þess flokks, ráðherra fyrir íhalds-
flokkinn, fyrst fjármála- og loks for-
sætisráðherra. Hann endaði feril sinn
sem borgarstjóri í Reykjavík, einhver
sá framkvæmdasamasti og dugmesti
sem í því starfi hefur setið. Lif þessa
húnvetnska bóndasonar var fjöl-
breytt og beindist þó raunar allt í
eina átt — að verklegum fram-
kvæmdum og því að vinna þjóðina
út úr húskuldanum og samgöngu-
leysinu og fátæktinni.
Bókin er 600 bls. að stærð og prent-
uð í Prentstofu G. Ben. Verð kr. 3.995.
Saltfiskur á
spænska vísu
Almenna bókafélagið hefur sent frá
sér matreiðslubókina Suðrænir salt-
fiskréttir. Höfimdar eru Jordi og
Maite Busquets. Þýðandi er Sigríður
Stephensen. íslenska ráðgjöf veittu
Úlfar Eysteinsson og Rúnar Marvins-
son.
í þessari bók kynnumst við því
hvemig spænskir matreiðslusnilling-
ar matbúa saltfiskinn okkar. Bókin er
59 uppskriftir að saltfiskréttum, sem
sýna okkur hve fjölbreytilegt lostæti
má gera úr þessari íslensku fram-
leiðslu. „í rauninni em allir þessir
réttir veislumatur," segir á bókar-
kápu. Bókin er gefin út í samvinnu
við Sölusamband íslenskra fiskfram-
leiðenda.
Hún er 92 bls. að stærð og prentuð í
Prentstofu G. Ben. Verð kr. 1.492.
Veðraþytur
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út
skáldsöguna Veðraþytur eftir Doris
Lessing. Þetta er sjálfstætt framhald
bókanna „Marta Quest" og „í góðu
hjónabandi", sem út hafa komið á ís-
lensku, og þriðja bindið af fimm í
þeim meistaralega sagnabálki sem
Doris Lessing nefndi síðar „Böm of-
beldisins". Hjörtur Pálsson þýddi
söguna.
I kynningu Forlagsins segir:
„Heimsstyrjöldin síðari er í algleym-
ingi. Marta Quest hefur yfirgefið eig-
inmann sinn og dóttur og eignast pilt
í flughemum að elskhuga. Vissan um
að hann verði sendur á vígstöðvamar
og að hamingjudagar þeirra eigi sér
kvöld, eykur einungis á Ijóma þeirra.
Þau em systkini í alþjóðlegu bræðra-
bandi ungra róttækÚnga og fyrirlfta
það þjóðfélag Suður-Afríku sem þau
hrærast í. En hvert stefna þau? Til
hvers er að sitja og „skilgreina stöð-
una" endalaust í landi spillingar, þar
sem milljónum þeldökkra er haldið í
ógnarklóm, og allar tilraunir til áhrifa
virðast vonlausar? Og þetta unga og
róttæka fólk virðist jafn ráðalaust í
einkalífi sínu, því Marta hafnar aftur
í hjónabandi sem hún kærir sig í
rauninni ekki um — leiksoppur
draumóranna."
„Veðraþytur" er 302 bls. Bókin er
prentuð í Danmörku. Verð 1.980 kr.
innb., 990 kr. kilja.
pétur ri
ZOPHONÍASSON J
VÍKINGS
IÆKJARÆTT
SKUGGSJA
6. bindið af Vík-
ingslækjarætt
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði,
hefur sent frá sér sjötta bindi af Vík-
ingslækjarætt, niðjatali Guðríðar
Eyjólfsdóttur og Bjama Halldórsson-
ar, hreppstjóra á Víkingslæk.
Niðjatalið er verk Péturs Zophonías-
sonar ættfræðings, er varð eldd gefið
út nema að hluta á sinni tíð. Ætlunin
er að leiða verk Péturs til lykta, en til
em drög hans að síðari hluta niðja-
talsins í vélriti Zophoniasar Péturs-
sonar.
í þessu sjötta bindi verksins er 2.
hluti h-Uðar ættarinnar, niðjar Stefáns
Bjamasonar. Þar sem ákveðið var að
rekja niðja hans fram á þetta ár, en
rrúða ekki eins og f fjórum fyrstu
bindunum við þau mörk, er æviskeið
Péturs Zophoníassonar setti verkinu,
verður að skipta rúðjum Stefáns
Bjamasonar í nokkur bindi, slíkur
sem vöxtur ættarinnar hefur verið.
Rúmur helmingur þessa bindis em
myndir. Hvert bindi er sér um blað-
síðutal, og bíður allsherjamafnaskrá
Iokabindis útgáfunnar.
„Víkingslækjarætt VI" er alls 357
bls. að stærð. Bókin var unrún og
prentuð í Steindórsprenti og bundin í
Félagsbókbandinu-Bókfelli.
Frændsystkin í
furðuheimi
Út er komin á vegum Almenna bóka-
félagsins ný bamabók eftir Aðalstein
Ásberg Sigurðsson, Glerf jallið. Aðal-
steinn er höfundur verðlaunabókar-
innar „Dvergasteins", sem kom út í
fyrra.
Þetta er ævintýraleg saga um tvo
bræður, Halla og Frikka, og frænk-
una Gúndínu. Frikki týnist með dul-
arfullum hætti og Gúndína og Halli
fara að leita hans og lenda inn í
furðuheim þar sem hættur leynast
við hvert fótmál. Þar kynnast þau
blákonum, musteri morgundraug-
anna, óhugnémlegum illfyglum svo
að eitthvað sé nefnt.
Bókina myndskreytti Rebekka Rán
Samper.
Glerfjallið er 141 bls., prentuð í
Prentstofu G.Ben. Verð kr. 1.295.
Nýaldarkristur
Bókin Endurkoma Krists er komin út
á íslensku. Þessi bók er úr 25 bóka
vönduðum ritflokki eftir Alice A. Ba-
iley og er þetta önnur bókin á ís-
lensku eftir þennan höfund. Bókin
hefur verið þýdd úr ensku yfir á
þýsku, frönsku, ítölsku, grísku, hol-
lensku, dönsku og sænsku m.a. og
verið seld í hundruðum þúsimda
eintaka.
í bókinrú er nýöldin skilgreind og
fjallað um væntanlega endurkomu
Krists og áhrif hennar á andlega
framþróun mannsins og mannssálar-
innar og er þessi fróðleikur settur
fram á einfaldan og skilmerkilegan
hátt.
Efni bókarinnar skiptist í 7 kafla og
fjallar sá fyrsti um almennar kenn-
ingar varðandi komu Krists og ann-
arra guðlegra sendiboða. Síðan er
fjallað um þá möguleika sem Kristur
stendur frammi fyrir og erfiðleika
Krists samfara komu hans. í bókinrú
er birt Ákall eða bæn sem Kristur er
sagður nota daglega ásamt tugum
þúsunda fólks um heim allan og not-
ar fólk Ákallið á yfir 20 tungumálum.
Einnig er fjallað um opnun Iaun-
helganna, en Frímúrarareglan er ytra
tákn þeirra leyndardóma, en Kristur
mun opinbera þá. Fjallað er um
ábyrgð mannanna við að koma á
heimsfriði og framlag Krists í þeim
efnum. Þetta eru nokkur af þeim við-
fangsefniun sem bókin fjallar um.
Bókaútgáfan Geislar gefur bókina út
og að gefnu tilefrú skal tekið fram að
þessi bókaútgáfa er alþýðleg, fram-
sækin og sjálfstæð og er ekki á veg-
um og ekki í tengslum við neina trú-
flokka eða sértrúarsöfnuði. Bókin er
203 blaðsíður og er unrún að öllu
leyti í prentsmiðjunni Odda og kost-
ar úr búð 2.940 krónur.
Hverjir eru ríkastir
á íslandi?
Út er komin bókin íslenskir auð-
menn eftir Jónas Sigurgeirsson og
Pálma Jónasson.
Bókin „íslenskir auðmenn" er upp-
Iýsingarit um vel á annað hundrað
auðugustu íslendingana, þá sem eiga
í hreinum eignum að minnsta kosd
200 milljórúr króna. Á bókarkápu
segir að viðfangsefnið sé „viðkvæmt
mál... Hér er hulunrú svipt af þeirri
Ieynd sem umlykur auð og perúnga"
og greint sé frá hverrúg auðurinn hafi
safnast.
Höftmdarrúr segja í formála að víða
hafi verið leitað fanga við gerð bókar-
innar. Stuðst sé við allar opinberar
upplýsingar sem fyrir liggja, en þó
byggist upplýstngar bókarinnar
„ekk síst á viðtölum við fjölmarga
sérfr jða aðila, sem skiljarúega haífa
farið fram á nafnleynd". Margir cif
þeim, sem um er fjallað, hafa sjálfir
veitt upplýsingar, segja höfundar.
Einhverjir hafi þó skorast undan og
ekki hirt um að leiðrétta það sem
kunrú að vera missagt.
í bókinni eru fjölmargar myndir,
bæði af einstaklingum og mannvirkj-
um, auk margs konar skýringar-
mynda. Hún er 320 bls. og prentuð i
Prentstofu G.Ben. Útgefandi er Al-
menna bókafélagið. Verð kr. 2.995.
FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF
Jólaalmanak SUF
Eftirfarandi númer hafa hlotið vinning i jólaalmanaki SUF:
l.desemben 525,3570. 2. desemben 3686,1673. 3. desember: 4141, 1878.
4. desemben 1484, 2428. 5. desember 683, 3056. 6. desember: 5403, 2389.
7. desember 3952, 5514. 8. desember 4342, 4341. 9. desember: 4340, 5169.
10. desember 5060, 289. 11. desember 1162,1601. 12. desember 1235, 522.
13. desember 4723, 2429 14. desember 288,2834. 15. desember 1334, 4711.
16. desember. 2833, 4710 17. desember 3672,1605. 18. desember: 3235, 4148.
19. desember 3243, 2497. 20. desember. 1629,1879. 21. desember: 1676, 1409.
22. desember 1473, 3436.
Nýárshappdrætti
Framsóknarflokksins
Dregið verður I nýárshappdrætti Framsóknarfiokksins 6. janúar 1993. Velunnarar
flokksíns eru hvattir til aö greiöa heimsenda giróseðla fyrir þann tima.
Ailar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I sima 91- 28408 eða 91-
624480.
Óskum velunnurum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum
stuðninginn á árinu sem er að liða.
Framsóknarflokkurinn