Tíminn - 24.12.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 24. desember 1992
Tvö stúlkubörn fæddust í fyrra með alvarleg einkenni meðfæddrar bogfrymlasóttar:
..Enda þótt mörgum þyki gaman að umgangast ketti og gott að borða
snöggsteikt kjöt, mætti á stundum minnast þess að hvort tveggja felur í sér
hættu á bogfrymlasótt", segir í grein í Læknablaðinu. Bogfiymill er frumu-
dýr, sem fjölgar sér inni í frumum og sýkir bæði dýr og menn. Dýr af katta-
ætt eru aðalhýslar bogfrymla. Bogfrymlasótt er venjulega einkenna- og
hættulaus sjúkdómur í heilbrigðum einstaklingum. Hins vegar er hann
hættulegur og hefur alvarlegar afleiðingar í ónæmisbældum sjúklingum og
fóstrum sem sýkjast. Á Landakotsspítala komu í fyrra tvö stúlkuböm, 10
vikna og 7 mánaða, með meðfædda bogfrymlasótt og áberandi einkenni
hennar. Báðar höfðu dreifðar kalkanir í heila og sjónhimnubólgu og önnur
var blind. Önnur var með smátt höfuð og hin flogaveik. Áður hefur aðeins
eitt tilfelli greinst með vissu í barni fæddu 1979.
„Tilgangurinn með skrifum þessum
er að vekja athygli á að meðfædd
bogfrymlasótt er til á íslandi", segja
greinarhöfundar sem eru fjórir Iækn-
ar bamadeildar Landakotsspítla. For-
varnir, einkum fræðsla fyrir ófrískar
konur, eru einfaldasta og hagkvæm-
asta leiðin til þess að stemma stigu
við þessum sjúkdómi.
Ófrískum konum er ráðlagt að forð-
ast umgengni við ketti og að borða
ekki hrátt eða léttsteikt íslenskt kjöt.
Þar sem tiltölulega fáar (4—17%) ís-
lenskar konur hafa mótefni gegn
bogfrymlum eru ófrískar konur einn-
ig í töluverðri hættu á að smitast á
ferðalögum erlendis. Þar ættu þær
því sérstaklega að varast ketti, blóð-
ugar steikur og illa þvegið grænmeti.
Rannsóknir sýna, að um 40%
kvenna sem sýkjast af bogfrymlasótt
á meðgöngu, fæða sýkt böm. Um það
bil 70% bama með meðfædda
bogfrymlasótt eru einkennalaus við
fæðingu en 15% hafa svæsin ein-
kenni og verða þau yfirleitt fjölfötluð.
Algengustu einkennin em sjón-
himnubólga, krampar og kalkanir í
heila. Önnur einkenni em gula,
vatnshöfuð, hiti, lifrar- og miltis-
stækkun, stækkaðir eitlar, blóðleysi,
uppköst, smátt höfuð, ský fyrir auga,
blæðingar, hækkun Iíkamshita, út-
brot og lungnabólga. Tíðni bogfrym-
ils er mjög misjöfn eftir löndum. í
Mið- Ameríku og Frakklandi, em allt
að 90% fólks með mótefni gegn
bogfrymlum í blóði. Á íslandi hafa
flestar rannsóknir sýnt 5—7% tíðni,
sem er mun lægra en algengast er er-
lendis.
Bogfrymill er gródýr, náskylt malar-
íu-sýklinum. Hann kýs sér bólfestu
inni í fmmum og fjölgar sér þar kyn-
lausri skiptingu, að undanskyldum
meltingarvegi katta þar sem lífveran
fjölgar sér með kynskiptingu.
Bogfrymlasótt finnst þess vegna nær
eingöngu þar sem kettir em. Allar
bogfrymlasýkingar koma beint eða
óbeint frá gróblöðmm í jarðvegi, sem
berast þangað með kattaskít. Kettir
smitast auðveldlega með hráum
kattamat, músum og fuglum. Helsta
smitleiðin í menn er síðan gegnum
meltingarveg. Gróblöðrur úr jarðvegi
geta borist ofan í menn með meng-
uðu vatni og illa þvegnum ávöxtum
eða grænmeti. Böm að leik í mold
eða sandi geta einnig smitast á þenn-
an hátt. Fóstur smitast um fylgju.
Móðir sem fær áunna bogfrymlasótt á
meðgöngu, smitar fóstur á þann hátt.
Mæður beggja stúlkubarnanna sem
lagðar voru inn á Landakot með
bogfrymlasótt í fyrra höfðu umgeng-
ist ketti á meðgöngu. Önnur þeirra
hálfvillta sveitaketti sem veiddu fugla
og mýs sér til matar. Hin borðaði
einnig hrátt kjöt. U.þ.b. 30% íslensks
sauðfénaðar hafa mótefni gegn
bogfrymlum í blóði, sem er svipað og
í nágrannalöndunum.
Greinarhöfundar í Læknablaðinu
eru: Ólafúr Thorarensen, Pétur Bene-
dikt Júlíusson, Ólafur Gísli Jónsson,
og Þröstur Laxdal frá Bamadeild
Landakotsspítala.
- HEI
Rjúpnaveiði
meiri en búist
var við í haust
Rjúpnaveiðitímanum lauk í fyrradag.
„Menn hafa bara verið að veiða vel og
mun betur en fyrir ári síðan“, segir
Verðlaunahafi
Krossgátusíðu 3
Dreginn hefur verið út verðlauna-
hafi í verðlaunakrossgátunni á
Krossgátusíðu 3. Lausnarorðið var
„Styrjaldarhætta".
Það var nafn Dagnýjar Karlsdóttur,
írabakka 24, sem dregið var út og
fær hún því verðlaunin sem voru
vöruúttekt hjá Sérvöruversluninni á
2. hæð, Kaupstað í Mjódd í Reykja-
vík. Við óskum Dagnýju til ham-
ingju.
Sverrir, varaformaður Skotveiðifélags
íslands, sem telur að betur hafi ræst
úr rjúpnaveiði í ár en horfur bentu til
í haust.
Sverrir segir að vafasamt sé að full-
yrða mikið þar sem veiðitíma er nýlok-
ið. Hann hefur samt fregnað að marg-
ir veiðimenn séu sáttir við sinn hlut
og nefnir þar sérstaklega svæðið í
kring um Húsavík. Þá segir hann að
gott hljóð sé í veiðimönnum á Vest-
fjörðum og sunnanverðum Austfjörð-
um.
Hann bætir við að vegna ótíðar hafi
skotveiðimenn haft betra tækifæri en
áður til að leita rjúpna í kjarri. „Þá
minnkar svæðið sem hún er á og hún
kemur niður úr fjöllunum og niður í
skóg og kjarr. Það er aldrei skemmti-
legra að veiða rjúpu heldur en í
kjarri", segir Sverrir. -HÞ
VÉLSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS
Aðalfundur
Aðalfundur Vélstjórafélags Islands verður haldinn mið-
vikudaginn 30. desember 1992 kl. 16.00 að Borgartúni
18, kjallara. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Á eftir
venjulegum aðalfundarstörfum mun Magnús Jóhannes-
son ráðuneytisstjóri flytja erindi um umhverfismál.
Félagsfundur vélstjóra á fiskiskipum
Mánudaginn 28. desember verður haldinn félagsfundur
um málefni vélstjóra á fiskiskipum. Fundurinn verður
haldinn að Borgartúni 18, 3. hæð og hefst kl. 13.00.
Félagsfundur vélstjóra á farskipum
Þriðjudaginn 29. desember kl. 13.00 hefst svo fundur
með vélstjórum á farskipum. Sá fundur er einnig haldinn
að Borgartúni 18, 3. hæð.
Siguröur Bessason starfsmaöur Dagsbrúnar bendir á vegsummerki eftir innbrotiö í fyrrinótt.
Mynd Áml Bjama.
Brotist inn á skrifstofu Dagsbrúnar:
Atvinnuleysisbótum stolið
Andvirði 10 milljóna kr. var stolið úr.
skrifstofu Dagsbrúnar í fyrrinótt er
um 200 kg peningaskápur var íjar-
lægður þaðan.
í skápnum voru 300 til 400 þúsund
kr. í peningum en afgangurinn var
ávísanir sem átti að greiða hátt í 500
atvinnulausum félagsmönnum í gær-
morgun. Þrátt fyrir það tókst að greiða
bætumar út eftir hádegi í gær. Þjófn-
aðurinn uppgötvaðist snemma í gær-
morgun er starfsmenn skrifstofúnnar
mættu til starfa. Skrifstofan er til húsa
á annarri hæð húss við Lindagötu og
hafði hurð verið brotin upp. Svo virð-
ist sem þjófarnir hafi annað hvort náð
að fela sig í húsinu eða lagt leið sína
um húsnæði leiklistaskólans þar sem
ekki hafði verið átt við útidyrahurð
hússins.
Á skrifstofu Dagsbrúnar var unnið
fram til kl 2 í fyrri nótt við að undirbúa
greiðslu atvinnuleysisbóta. Þar á bæ
voru menn að vonum slegnir yfir því
að til væru einstaklingar sem gerðu
sér atvinnuleysisbætur að þýfi.
-HÞ
Byssumaður afvopnaður
Lögreglan i Kópavogi afvopn-
aði 27 ára gamlan byssumann í
fjölbýlishúsi í fyrrinótt.
Tveir lögreglumenn fóru í út-
kallið þar sem maðurinn hafði
brotist inn á heimlli fyrrum
sambýiiskonu sínnar. Þegar þelr
komu á staðinn stökk maðurinn
að þeim með hlaðna hagiabyssu,
svokallaöa pumpu, og horfðu
lögreglumennimir í hlaupið.
Lögreglumennirnir höfðu ekki
upplýsingar um vopnaburó
mannsins og kom það því þeim í
opna skjöldu. Þeir náðu að af-
vopna hann í skyndingu og var
þá byssan hlaðin fjórum skotum
en maðurinn hélt á einu í hend-
inni.
Maðurinn hafði ónáðað konuna
fyrr um nóttina en var þá óvopn-
aður. Hann mun hafa íbúð á
leigu í þessu sama húsi.
Búist er við að maðurinn verði
úrskurðaður í gæsluvarðhald og
ef til vill gert að sæta geðrann-
sókn.