Tíminn - 24.12.1992, Qupperneq 7
Fimmtudagur 24. desember 1992
Tíminn 7
B amab ókmenntir
f þessu verkefni valdi ég mér
bók eftir Elfu Gísladóttur. Bókin
heitir Solla bolla og Támína.
Myndskreyting er eftir Gunnar
Karlsson. Bókin er gefin út 1989
hjá Iðunni og prentuð á íslandi.
Ég fékk þessa bók lánaða til þess
að lesa í samverustund í Leikskól-
anum á Hvammstanga. Ég var
með sex börn, 4 og 5 ára. Einung-
is ein stúlka hafði séð þessa bók
áður og var það þó nokkuð síðan.
Hún hafði þó aldrei verið lesin fyr-
ir hana svo það kom engan veginn
að sök. í þessu kennslubréfi ætla
ég að taka hvern þátt fyrir sig varð-
andi bókina og byrja á uppeldis-
lega þættinum fyrst
Uppeldislegur þáttur
bókarinnar
Þetta er bók í 4. flokki, þ.e. bók
með myndum þar sem textinn er
aðalatriðið. Útlit bókarinnar er
spennandi. Stór og skýr mynd af
aðalpersónunum að framan, og að
aftan eru svipmyndir úr sögunni
auk ofurlítils fróðleiks um persón-
ur bókarinnar. Bandið á bókinni er
ekki nógu gott. Hún losnar því
miður of auðveldlega af kilinum.
Pappírinn er þykkur og góður.
Hann er reyndar með glans-áferð,
sem gerir það að verkum að það
glampar á myndirnar í ákveðinni
birtu.
Myndimar em skýrar, vel prent-
aðar og stórar. Myndin af söguper-
sónunni Sollu eru ýktar. Hún er
t.d. með skærgræn augu, gult hár,
kringlótt nef og er allt of lítil mið-
að við þann aldur sem ég gef mér.
Ég gef mér það að hún er ca. 7 ára,
vegna þess að henni er leyft að fara
ein í bíó, þ.e. án fullorðinna. Auð-
séð að um ævintýri og ímyndaðan
heim er að ræða, bæði í myndum
og máli. Litimir í myndunum eru
sterkir en fáir. Letrið er stórt og
skýrt. Hægt að lesa auðveldlega
bæði á „hvolfi" og „til hliðar".
Sagan er sögð samfelld, án kafla-
skipta eða aukafyrirsagna.
Það vantar tilfinnanlega hreint
„saurblað". Á saurblaðinu sem er,
eru bæði myndir og upplýsingar
um höfunda, útgáfufyrirtæki, ár
og prentun.
Myndirnar samræmast vel text-
anum á hverri síðu. Þær segja ekki
allt, en margt. Textinn er aðalat-
riðið.
Bókmenntalegur
þáttur bókarínnar
Solla bolla og Támína er saga
um stelpu á að giska 6-7 ára sem er
einmana. Hún er einmana því
krakkamir vilja ekki leika við
hana, heldur em alltaf að stríða
henni á því hvað hún er feit. Hún á
enga vinkonu, en það er eitt af því
helsta sem hún þráir að eignast.
Málfarið í þessari bók er auð-
skiljanlegt, en þó ekki of bama-
legt. Ekki mikið af nýjum orðum.
Sagan er skipulega sögð, tímaröð
augljós, en þessi saga gerist á ein-
um degi. Ekki hægt að ráða í á
hvaða árstíð sagan gerist, en með
tillit til fyrstu myndarinnar, þá
gæti þetta verið að vori, eða um
sumar (böm sjást leika úti með
bolta, badminton og að sippa). At-
burðarás er í réttri röð og atriði
em vel undirbúin, en koma þó á ó-
vart. Bömunum fannst hún bæði
spennandi og fyndin. þessi saga er
frumleg og fersk. Hún lýsir sam-
bandi stelpu og ímyndaðrar vin-
konu sem reynist vera stóra táin á
henni. Þær fara saman í bíó og
margt skemmtilegt gerist bæði
áður en þær fara og líka í sjálfu
Merkir draumar
Ufheimar draumanna. Safn skráðra
drauma. 224 sfður.
Höfundur Ingvar Agnarsson.
Útgefandi Skákprent, 1992.
Bækur Ingvars Agnarssonar em
ritaðar á góðri íslensku og fram-
setning hans er ljós. Þær hafa kom-
ist til lesenda á einhvern þann hátt,
sem minnst er í ætt við sölu-
mennsku og skipulagningu. Fólk
finnur á sér að þama er eitthvað
gott að koma, eitthvað sem hafa má
ánægju af og treysta. Bókin Líf-
heimar draumanna, sem er að koma
út núna fyrir jólin, er um efni sem
mörgum er hugleikið. Því að alla
menn dreymir, þó að misjafnlega
skýrt sé, og það sem menn þekkja af
eigin raun vilja þeir skilja eða fá
skýrt. Og menn hafa gaman af
draumum, einnig þeir sem minnst
spyrja um eðli og tilgang, svo að hér
gildir það, sem vitur maður hefur
sagt: „Sá sem kemur með margt,
hefur mörgum nokkuð að færa.“
Ég hefði haft gaman af — talið
þarft verk — að fara í saumana á
þessu mjög svo athyglisverða safni
draumfrásagna, en læt mér nægja
að benda á, að hér er vísindalega og
skipulega að unnið. Höfundur bók-
arinnar hefur um langt skeið vand-
lega skráð drauma sína nýdreymda
— og furðulega auðug er sú reynsla
sem hann hefur á þessu sviði: stund-
um næsta erfið, næsta ógnvænleg,
en miklu oftar fögur og heillandi.
En síðan tekur hann til við að skýra
hvern draum, sem skráður er, og
beitir hann þar skýringaraðferð
doktors Helga Pjeturss, mikils vís-
indamanns. Gengið er að því vísu,
að heili mannsins sé ekki af eigin
rammleik fær um að búa til skynj-
anir. Þegar menn hafa lært að bera
saman skynjun og minningu eða
ímyndun, geta þeir farið að athuga
drauma á vísindalegan hátt. Og
þetta er það sem Ingvar hefur gert
Ýmsar athuganir varðandi stað-
hætti, náttúrufar og mannlíf í öðr-
um sólhverfum ætla ég munu verða
taldar til frumathugana í stjörnulíf-
fræði, þegar fram líða stundir.
Framtíðinni mun þykja sem
draumasafn Ingvars sé eitt hið al-
merkasta, sem nokkru sinni hefúr
skráð verið — á þessum myrku mið-
öldum sem enn eru. En hitt þykir
mér nær óhugsandi, að nokkur vel
bóklesandi maður taki þessa bók
upp án þess að virðast hún áhuga-
verð.
Sumir af draumum Ingvars eru
eins og drög að bestu skáldsögum.
En að búa til skáldskap er þó það,
sem allra síst er stefnt að með þessu
safni hans.
Ekki mega menn búast við spá-
fræði í þessari bók. Spáfræðina mis-
virðum við ekki — þó að hún gangi
oft út í öfgar — því að það er á leið-
um hinnar nýju draumafræði sem
hún kvnni að geta fengið nokkra
uppreisn — eftir að upplýsing 18.,
19. og 20. aldar hafði útskúfað henni
(af eðlilegum ástæðum). En þegar
menn fara að skilja, að „æðri vit-
und“ er hluti af heiminum sjálfum,
en ekki utan hans, horfa þau mál allt
öðru vísi við.
„Taktu eftir þessum manni. Af hon-
um er nokkurs að vænta. Stafirnir
eru stórgerðir og óvaningslegir, eins
og hjá erfiðismanni, en vandvirkni
og heiðarleiki lýsir sér í skriftinni,
og eitthvað umfram það.“ Þannig
(efnislega rétt, en þó ekki orðrétt)
lýsti Málfríður Einarsdóttir rit-
handafræðingur skrift Ingvars Agn-
arssonar, meðan við vissum um
hann hérumbil ekki neitt.
Þorsteinn Guðjónsson
bíóinu. En bíóferðin og þðað sem
gerist þar er hápunktur sögunnar.
þar rennur saman stríðni við
Sollu, hún festist í stól af því hún
er svo feit, og táin hennar er risa-
stór og öll útötuð í súkkulaði.
Bókin segir sögu sem endar vel.
Það sem gerir hana líka ævintýri,
er táin sem getur talað. Við skoð-
uðum tærnar á krökkunum, en
gátum engan veginn greint andlit
á stóru tánni. Þau komust að
þeirri niðurstöðu að þetta væri
bara „plat“. Ég myndi hiklaust
lesa þessa bók fyrir eldri son minn,
en hann er tæplega 3ja ára í dag.
Félagslegir þættir
bókarinnar
í þessari bók er ekki minnst á
aðra fjölskyldumeðlimi en ömmu
hennar. Kemur fyrir sem þybbin
og hlý heimavinnandi amma. Hér
er tekið á því vandamáli að vera
ekki eins og öll hin börnin og vera
strítt út af því. Hún er feit, henni
er strítt og hún er einmana. Amma
hennar virðist ekki finna neitt að
því þótt hún sé feit. Hún fær heitt
kakó og sætabrauð hjá henni.
Ömmu hennar finnst hún vera fal-
legasta barn sem hún þekkir. Til
þess að hugga hana býður hún
henni í bíó, en býðst ekki til þess
að fara með henni, heldur sendir
hana eina. Þetta atriði finnst mér
ekki vera til þess að bæta vellíðan
telpunnar, heldur frekar til þess að
auka það, eins og kemur síðan
fram. Þessi saga gerist að öllum
líkindum í Reykjavík og því gátu
krakkarnir hér á Hvammstanga
t.d. ekki samsamað sig með henni
hvað varðar bíóið. Því hér er ekk-
ert slíkt. Að öllu jöfnu vorkenndu
þau henni og við ræddum um að
ekki væri fallegt að stríða öðrum,
hvort sem þau væru eitthvað
öðruvísi t.d. á litinn eða í laginu.
Þau voru öll sammála um það.
Eftirmáli
Það sem einna helst stendur
þessari bók fyrir þrifúm, er það að
þessi saga var sýnd á Stöð 2. Við
náum ekki þessari sjónvarpsstöð
svo ekki höfum við séð þetta og ég
veit því þar af leiðandi ekki hvem-
ig þetta var framreitt, en aðrir
leikskólar, þar sem Stöð 2 næst,
ættu varla að vera með þessa bók.
En þetta fer þó eftir því hvemig
sjónvarpsefnið var. Samt finnst
mér sagan svo frumleg og
skemmtileg að ég tel hana stand-
ast tímans tönn, en öll útþynning
á efni í hvaða mynd sem er finnst
mér aldrei eiga rétt á sér.
Með útgáfu þessarar bókar tel ég
höfundana vera að reyna að miðla
ákveðnum boðskap til bama og
jafnvel líka til fullorðinna. Hvort
um gróðasjónarmið er einungis
um að ræða vil ég ekki tjá mig um.
En teikningamar og textinn finnst
mér vera vel þess virði til þess að
miðla til annarra bama.
Kristján Björnsson
SVO ALLIR
RAFMAGN
I NOG
JÓLIN
n
c
3
O)
c
m
•>.
O)
3
n
<o
E
>.
o>
O)
Jafnið notkun yfir daginn
Reynið að dreifa eldun yfir daginn eftir því sem kostur er,
einkum á aðfangadag og gamlársdag. Notið ekki mörg
straumfrek tæki samtímis að óþörfu, t.d. rafmagnsofn,
hraðsuðuketil, þvottavél, þurrkara og uppþvottavél.
Forðist brunahættu
Farið varlega með öll raftæki til að forðast hættu á bruna og
raflosti. Gamlar, slitnar leiðslur og lélegar
jólaljósasamstæður geta verið hættulegar.
Eigið aiia vartappa
(flestum nýrri húsum eru útsláttarrofar, en í eldri húsum eru
vartappar (öryggi) og rétt er að eiga birgðir af þeim. Helstu
stærðir eru 10 amper (Ijós), 20-25 amper (eldavélar o.fl.) og
35 amper (aðalvör fyrir íbúð).
Ráðstafanir í straumleysi
Ef straumlaust verður skal gera eftirfarandi ráðstafanir:
Taka straumfrek raftæki úr sambandi, skipta um viðkomandi
vartappa ef straumleysi nær til hluta íbúðar, skipta um
aðalvar ef straumleysi nær til allrar íbúðar.
Lekastraumsrofi
Hafi lekastraumsrofi leyst út er rétt að taka öll raftæki úr
sambandi og reyna síðan að setja rofann inn. Síðan
má setja tækin í samband aftur, eitt af öðru, þar til bilaða
tækið finnst.
Bilanatilkynningar
Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma 686230 hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á
aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti
bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 604600.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
*
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
SUÐURLANDSBRAUT 34
108 REYKJAVÍK SÍMI 60 46 00