Tíminn - 29.12.1992, Side 2

Tíminn - 29.12.1992, Side 2
Tíminn Þriðjudagur 29. desember 1992 Islendingar nú 2.625 fleiri heldur en fyrir ári: íslendingar voru orðnir 262.202 að tölu þann fyrsta desember s.i. samkvæmt bráðabirgðatöium Hagstofunnar. Hafði þeim því fjölgað i m 2.625 manns (1%) á einu ári, sem er nokkru minna en næsta ár á undan. Fjölgunin varð nær öll á höfuðborgarsvæðinu, en utan þess búa nú aðeins 300 fleiri en fyrir ári. Bein fólksfækkun varð t þrem kjördæmum: Á Vesturlandi fækkaði um 70 manns. Á Vest- fjörðum fækkaði enn, eins og gerst hefur á hveiju ári frá 1981, nú um 75 manns. Á Austurlandi fækkaði um 120 manns og hafa íbú- ar þar ekki verið færri síðan 1981 Nær helmingur fólksfjölgunarinn- ar í fyrra varð í Reykjavík. íbúum hennar fjölgaði um rúmlega 1.220 milli ára og eru nú í fyrsta sinn yf- ir 100.000, eða nánar sagt 100.865 manns. Hlutfallslega fjölgaði fólki þó meira í nágrannasveitarfélög- unum, um 2,2%. Fjölgunin varð mest í Kjalarneshreppi, 6,2% en Hafnarfjörður kom næstur með 3,1%. Raunar vekur mikill upp- gangur Hafnarfjarðar á síðustu ár- um sérstaka athygli. Fyrir áratug voru íbúar Kópavogs nærri tvö þúsund fleiri. Síðan hefur Hafn- firðingum fjölgað um rúmlega 29% og munur þessara tveggja bæja er nú kominn niður í rúm- lega 700 manns. Með sömu þróun gæti Hafnarfjörður orðið næst stærsti kaupstaður á íslandi eftir aðeins 2 til 4 ár. Mannfjölgunina á þessu ári eigum við því að þakka að tala fæddra er um 2.800 hærri en tala dáinna. Á hinn bóginn er talið að um 200 fleiri flytji af landi brott heldur en til landsins. Það stafar af því að fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu nú úr landi heldur en hingað komu. Horfur þykja á að barnsfæðingar verði ennþá fleiri á þessu ári en í fyrra, eða um 4.600 alls. Á síðustu tuttugu árum hafa aðeins einu sinni (1990) fæðst fleiri börn. Þeg- ar hins vegar hefur verið tekið tillit til þess hve konur á barnsburðar- aldri eru nú margar sýna útreikn- ingar Hagstofunnar að svokölluð fæðingartíðni hefur aðeins á árun- um 1984—87 verði minni heldur en hún er árið 1992. Á síðustu tíu árum hefur lands- mönnum fjölgað um 26.750 manns. Yfir 95% þeirrar fjölgunar hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu. En utan R-kjördæmanna tveggja eru íbúar nú rúmlega 400 færri heldur en fyrir áratug. Suðureyri mun eiga metið í fólks- fækkun að þessu sinni. Þar hefur fólki fækkað um 8% á þessu ári. íbúar Suðureyrarhrepps eru nú að- eins 322 og hafa ekki verið færri síðan fyrir 1910. Þeim hefur nú fækkað um rúmlega 200 frá 1978 þegar íbúar Suðureyrar urðu flest- ir. í fjórum strjálbýlishreppum við ísafjarðardjúp búa nú aðeins 128 manns. En þar bjuggu 304 árið 1970, rúmlega 500 um miðja öld- ina og nær 1.400 árið 1910. Á Austurlandi fækkaði fólki á flestum stöðum, mest um 4,9% á Fáskrúðsfirði, um 2,7% á Seyðis- firði og í Neskaupstað og um 2,6% í Vopnafjarðarhreppi. Á Seyðisfirði hefur bæjarbúum nú fækkað um rúmlega áttunda hluta á þrem ár- um. Fólki fjölgaði hins vegar um nær 300 manns á Norðurlandi-eystra, fyrst og fremst á Akureyri, en þó hlutfallslega mest á Þórshöfn (4,1%), Ólafsfirði (2,7%) og Eyja- fjarðarsveit. Suðurland er einnig í plús, með 122 manna fjölgun á árinu, sem er öll og meira en það á meginland- inu, þar sem fólki fækkaði um 66 manns í Vestmannaeyjum. Hlut- fallslega fjölgaði mest í Hveragerði (4,4%) og í Rangárvallahreppi (3%). - HEI Ránið á peningaskáp Dagsbrúnar: Enginn verið handtekinn Samkvæmt upplýsingum Rlr. hefur enginn verið handtekinn eða yfirheyrður vegna peningaskáps- ránsins á skrifstofu Dagsbrún- ar aðfaranótt Þorláksmessu. Þá hefúr ekki heyrst af tilraunum til að innleysa stolnar ávísanir. Greiðlega gekk að liðsinna þeim fé- lagsmönnum sem áttu rétt á bótum og var þeim greitt út í pen- Eins og kunnugt er var brotist inn á skrifstofu verkamannafélagsins Oagsbrúnar fyrir jól og peninga- skápur numinn á brott með ávísun- um, peningum og verðbréfum að verðmæti hátt í 10. 5 milljónir króna. Þar af voru peningar að and- viröi 400 þúsund krónur en milli 9 og 10 milljónir króna voru ávísanir sem greiða átti félagsmönnum Dagsbrúnar á Þoriáksmessu. Hörð- ur Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá Rlr. vill vara fólk við að kaupa ávísanir á Landsbankann með stimpli Dagsbrúnar gefnar út 22. og 23. desember. Hjálmfriður Þórðardóttir ritari stjómar Dagsbrúnar segir það mik- ið lán í óláninu að engar skemmdir hafi veriö unnar á búnaði og gögn- um félagsins. Hún segir að tekist hafi að liðsinna ölltun sem áttu rett á greiðslum á Þoriáksmessu og bætir við að úthlutuninni hafi lokið unáir kvöld þann dag. Næst verða atvinnuleysisbætur greiddar út fimmtudaginn 7. janúar og á Hjálmfriöur ekki von á öðru en þær verði greiddar út sem fyrr á skrif- stofu félagsins. -HÞ Hveragerði: Jarðskjálfta- hrinan í rénun Jarðskjálftahrinan í Hveragerði og nágrenni var í rénun síðdegis í gær. Jarðskjálftakippur mældist 4.2 stig um kl 12 á sunnudag og átti upptök sín um 2 km norðaustur af Hveragerði á svæöi sem er lítið þekkt að sögn Baröa Þorkelssonar jaröfræðings Baröi segir að eftir stóra skjálftann f gær hafl dregið noldcuð úr skjálfta- virkni en hún hafi svo aukist aftur á sunnudagskvöld. „Síðan hefúr ver- ið að draga jafnt og þétt úr þessu“, segir Barði og nefnir að síðdegis í gær hafi aðelns mælst einn jarð- skjálftakippur á kiukkutíma. „Þegar mest var í gær mældust á milli 30 og 40 sl^álftar á minútu og þelr voru einnig stærri", segir Barðí. Þess má geta að þeir skjálftar sem mældust í gær voru um 1 stíg á richter að styrkleika en þeir sem mæidust á sunnudagskvöid voru um 2.5 stíg. Barði segir að ílestir skjálftamir hafi átt upptök sín í nágrenni Hveragerðis en þó hafi nokkrir átt rætur að rekja niður í Ölfus. Hann bætír við að þetta skjálftasvæði sé í rauninni títið þekkt Barði segir að svokaflað Suðuriandsþvergengis- belti sé sunnan við þetta svæði en þar átti stóri Suðutiandsskjálftinn upptÖk sín rétt fyrir síðustu alda- mót Barði á frekar von á að á næstu dægrum muni enn draga úr skjálftavirkninnL Hámarksafli Færeyinga á íslandsmiðum skorinn niður úr 6500 tonn- um í 6 þúsund tonn: Þorskkvótinn skertur um 30% Á næsta ári verður Færeyingum heimilt að veiða alls 6 þúsund tonn af botnfíski í íslenskri fískveiðilögsögu í stað 6500 tonna á yfír- standandi ári. Þar af má þorskur ekki vera meiri en 700 tonn og lúðuafli ekki meiri en 400 tonn. í ár höfðu Færeyingar heimild til að veiða 1000 tonn af þorski og 450 tonn af lúðu og því nemur skerðing- in í þorskveiðiheimildum um 30% en í heild eru veiðiheimildir þeirra skertar um 10%. Jafnframt er kveðið á um þau „ný- Þetta er 80 tonnum meiri afli en í fyrra en þá nam ársafli skipsins 6.020 tonn- um. Hins vegar var aflaverðmætið mun minna eða 430 milljónir króna á móti 510 miljónum í fyrra. Páll Breiðfjörð Eyjólfsson skipstjóri segir að þessi munur á aflaverðmæti á miili ára stafi fyrst og fremst af verð- lækkun afurða. Þá sé hlutur úthaf- skarfans mun meiri en í fyrra eða 3200 tonn á móti 1500 tonnum. Páll segir að þorskkvóti Haraldar í ár hafi veriö skor- inn niður um 100 tonn eða úr 520 tonnum í 420 tonn. „Þessi kvóti okkar í þorski er svo lítill að hann rétt dugar í .:■ >&'. ' eysk línu-og handfæraskip stunda samtímis veiðar hér við land „til að forðast þrengsli á veiðislóð", eins og segir í frétt frá sjávarútvegsráðu- neytinu. Á móti fá íslensk skip heimild til að veiða eitt þúsund tonn af makríl og tvö þúsund tonn af síld í lögsögu einn túr.“ í ár hófst úthafskarfavertíðin á Haraldi um mánaðamótin mars-apríl og stóð allt til byrjunar september. Búist er við að vertíðin á næsta ári standi jafnvel enn lengur. Páll segir að úr því að þeim hafi heppnast að verða aflahæstir annað ár- ið í röð sé ekki annað hægt en að stefna á það þriðja. Lagt verður í ‘ann á nýju ári strax þann 2. janúar n.k. undir stjóm Eiríks Ragnarssonar fyrsta stýri- manns sem Páll þakkar ekki síður hversu vel hefúr gengið, auk samstilltr- aráhafnar. -grt> Færeyinga á næsta ári og er það sama magn og þeim var heimilt að veiða á yfirstandandi ári. Tilrauna- veiðar íslenskra skipa á þessum fisk- tegundum í færeyskri landhelgi bám þó engan árangur í ár og að mati Færeyinga var það m.a. vegna þess að þær fóm fram á „óheppileg- um tíma“. Þessi ákvörðun um veiðar fær- eyskra skipa innan íslenskrar fisk- veiðilögsögu er samkvæmt sam- komulagi um aðstöðu Færeyinga til fiskveiða við ísland frá árinu 1976, og eins og því var breytt með bókun frá árinu 1984. -grh Annasamt á Akranesi Líkamsárásir, innbrot, skemmd- arverk o.fL var meðal þess sem lögreglan á Akranesi átti við að striða aðfaranótt sunnudags. Svo virðist sem jólahaldið hafi farið tila í nokkra unga skaga- menn. Fimmtán ára ptitur lagði til jafnaldra síns með hnífi og kom lagið í hönd hans og var hann fluttur á sjúkrahús. Brot- ist var inn á bíiaverstæði í bæn- um og stolið smámynt. Þá var ungur piltur tekinn fyrir neyslu fíkniefna. Einnig bar talsvert á rúðubrotum og skemmdarverk- um í miðbænum. rnæli" að ekki megi fleiri en 12 fær- Frystitogarinn Haraldur Kristjánsson HF 2, aflahæsta skip flotans með 6100 tonn. Á TOPPNUM ANN- AÐ ÁRIÐ í RÖÐ Frystitogarinn Haraldur Kristjánsson HF 2 frá Hafnarfírði var afla- hæsta skip fíotans í ár með 6100 tonn og er þetta annað árið í röð sem togarinn og áhöfn hans eru á toppnum, en hásetahluturinn nemur um 4,3 milljónum króna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.