Tíminn - 29.12.1992, Qupperneq 7
Þriðjudagur 29. desember 1992
Tíminn 7
Björn Þ. Guðmundsson, lagaprófessor, hefur sent utanríkismálanefnd
formlega greinargerð um EES-málið:
Fyrsta grein frumvarps-
ins meiningarleysa?
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Stöðupróf í
framhaldsskólum
Stöðupróf í framhaldsskólum í byrjun vorannar 1993
verða sem hér segir:
Björn Þ. Guðmundsson, lagaprófessor, hefur sent utanríkismálanefnd ítar-
lega greinargerð um lögfræðilega stöðu EES-samningsins eftir að Sviss
hafnaði að gerast aðili að honum. Björn segir að halda megi því fram að
fyrsta grein frumvarps til staðfestingar á EES-samningnum sé meiningar-
ieysa. Hann nefnir til Hæstaréttardóm frá árinu 1950, en í honum felst að
dómstólar séu ekki skyldugir að dæma eftir lagaákvæðum sem séu mein-
ingarleysa.
Meginrök Bjöms eru þau að 1.
grein samningsins taki strax gildi og
samningurinn hefur verið sam-
þykktur á Alþingi. Um sé að ræða
þann samningstexta sem samþykkt-
ur var í Óportó 2. maí 1992. Það sé
hins vegar ljóst að sá texti eigi eftir
að taka breytingum. Textinn sem
undirritaður var í Óportó taki aldrei
gildi.
Björn vekur athygli á því að sam-
kvæmt EES-samningnum merki
hugtakið EFTA-ríki: „þau ríki sem
eru aðilar að þessum samningi sem
einnig eru aðilar að Fríverslunar-
samtökum Evrópu (EFTA)“. Aðilar
að Fríverslunarsamtökum Evrópu
séu sjö, en „EFTA-ríki“ í skilningi
samningsins séu ekki lengur hin
sömu þar sem einungis sex þeirra
verði aðilar að honum. í 1. grein
staðfestingarfrumvarpsins sé hins
vegar aðeins talað um „EFTA- ríki“
og um samninginn eins og hann var
undirritaður í Óportó hinn 2. maí
1992.
í greinargerðinni tínir Björn til
nokkur atriði í EES-samningnum
sem hann segir að breyta verði nú
þegar Ijóst er að Sviss gerist ekki að-
ili að samningnum. Samningurinn
gerir ráð fyrir að í Eftirlitsstofnun
EFTA sitji sjö eftirlitsfulltrúar, skip-
aðir af EFTA-ríkjunum með sam-
hljóða ákvörðun. Sömuleiðis eigi að
sitja sjö fulltrúar frá EFTA- ríkjun-
um í EFTA-dómstólnum, einn frá
hverju ríki.
í samningnum sé ennfremur gert
ráð fyrir samráði EFTA-ríkjanna um
ákvarðanatöku, stjórnun, fram-
kvæmd og samráð vegna samnings-
ins. Vettvangur þessa samráðs eigi
að vera sérstök nefnd EFTA-ríkj-
anna. í tveimur greinum samnings-
ins sé beinlínis gert ráð fyrir að
„EFTA- ríkin" tali einni röddu.
Bjöm segir að Alþingi geti ekki
samþykkt hvaða lagatexta sem er.
Gera þurfi miklar kröfur bæði til
forms og efnis lagasetningar. í þessu
sambandi vísar hann til hæstaréttar-
dóms frá árinu 1950. Dómurinn
varðar mistök við meðferð laga-
frumvarps og að dómstólar geti ekki
farið eftir lagaákvæði sem er mein-
ingarleysa. Björn segir að það megi
orða það þannig að 1. grein EES-
fmmvarpsins sé meiningarleysa,
rétt eins og Hæstiréttur dæmdi í
málinu frá 1950. -EÓ
Nýlega voru útskrifaðir 52 nemendur frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þar af 28 stúdentar. Athöfnin fór
fram í nýjum sal en í haust var tekin í notkun viðbygging við skólann. Á myndinni er stúdentahópur-
inn með skólameistara sínum, Hjálmari Árnasyni.
Aldur og meðalþyngd þorskafla eftir veiðarfærum:
Netafiskurinn eldri og þyngri
Á árunum 1987-1991 veiddist til-
tölulega yngsti fískurinn á hand-
færi, næst yngstur á línu, þar næst
í botnvörpu en net veiddu talsvert
eldri físk sem jafnframt var lang
þyngstur.
Þetta kemur m.a. fram í Útvegi,
fréttabréfi Landssambands íslenskra
útvegsmanna, samkvæmt saman-
tekt Hafrannsóknarstofnunar á ald-
ursdreifmgu og meðalþyngd þorsk-
afla eftir veiðarfærum.
Þá var meðalþyngd þorska í afla
ársins 1991 þannig að handfærafisk-
urinn var léttastur, næst línufiskur-
inn og síðan þorskur sem veiddist í
botnvörpu.
-grh
w Lyfjahópur Félags ísl. stórkaupm.:
Akvörðunum heilbrigðis-
ráðherra mótmælt
Þriðjudaginn 5. janúar Enska
Miðvikudaginn 6. janúar Stærðfræði, þýska, franska
Fimmtudaginn 7. janúar Spænska, ítalska
Föstudaginn 8. janúar Norska, sænska
Prófin hefjast öll kl. 18.00. Innritun ferfram á skrifstofu
Menntaskólans við Hamrahlíð, sími: 685155. Síðasti
innritunardagur er 4. janúar 1993.
Embætti
skattrannsóknastjóra
ríkisins
Embætti skattrannsóknastjóra ríkisins er laust til
umsóknar.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lögfræði,
hagfræði eða viðskiptafræði eða vera löggiltir
endurskoðendur.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf sendist fjármálaráðuneytinu merktar „staða
250“ fyrir 16. janúar 1993.
Fjármálaráðuneytið 23. desember 1992.
Jólatréskemmtun í
100 skipti
Verslunarmannafélag Reykjavíkur heldur
eitthundruðustu jólatrésskemmtunina fyrir börn
félagsmanna, sunnudaginn 3. janúar n.k. kl. 15:00 í
Perlunni, Öskjuhlíð.
Miðaverð er kr. 600.- fyrir böm og kr. 200,- fyrir fullorðna.
Miðar verða seldir á skrifstofu V.R. í Húsi verslunarinnar,
8. hæð. Nánari upplýsingar í síma félagsins 687100.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur.
_Til viÓskiptamanna_
banka og sparisjóóa
Lokun
4. janúar
og eindagar
víxla.
Lyfjahópur Félags íslenskra stórkaupmanna mótmælir harðlega þeirri
ákvörðun heilbrigðisráðherra að skerða tekjur lyfjaheildsala um 20 %.
Jafnframt telur hópurinn setu fulltrúa ráðherra í lyfjaverðlagsnefnd ólög-
lega og hefur kært það mál til umboðsmanns Alþingis.
í frétt frá félaginu segir að staðhæf-
ing heilbrigðisráðherra sé röng, að
heildsöluálagning lyfja sé 20%. Sagt
er að hún sé 13.5% í dag.
Skipun Guðjóns Magnússonar,
fulltúa ráðherra, í lyfjaverðlags-
nefnd er talin ólögleg. Þar er vitnað
í lög um verðlagningu tyfja. í 33. gr.
segir að ráðherra skuli skipa einn
nefndarmann án tilnefningar sem
skuli vera „sérfróður um lyfsölu-
mál“. Að áliti lyfjahóps LÍS uppfyllir
Guðjón Magnússon ekki þessi skil-
yrði og hefur að auki bein afskipti af
lyfjaverðlagsmálum og úrlausnum
um þau, sem staðgengill ráðuneytis-
stjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Þá er vitnað í nýlegan úrskurð um-
boðsmanns Alþingis, þar sem undir-
maður Guðjóns var talinn vanhæf-
ur. Vegna þessa segir að verði Guð-
jón úrskurðaður vanhæfur til setu í
nefndinni, muni hópurinn leita allra
leiða til að fá tjón sitt bætt, sem
leiða mun af afstöðu hans í nefnd-
inni
Afgreiðslur banka og sparisjóða
verða lokaðar mánudaginn
4. janúar 1993.
Leiðbeiningar um eindaga víxla
um jól og áramót
liggja frammi í afgreiðslum.
Reykjavík, 7. desember 1992.
Samvinnunefnd banka og sparisjóóa