Tíminn - 29.12.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.12.1992, Blaðsíða 12
JL I I VCIMA il dAA II R. AUGLYSINGASIMARs Askriftarsími Tímans er 686300 NYTTOG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 & 686300 Bílasala Kópavogs Smiöjuvegi 1, 200 Kópavogi SÍMI 642190 Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN Setja verður aukabúnað í stóran hluta allra víðómssjónvarpstækja sem seld hafa verið hér á landi svo þau nái víðómi RÚV. Kostnaðurinn er allt að 20 þúsund krónur á tæki: Víðómasjónvörp seld í 10 ár en ná ekki víðómi RÚV Mjög stór hluti þeirra sjónvarpseigenda sem eiga víðómasjónvörp getur ekki nýtt sér víðómaútsendingar Ríkissjónvarpsins vegna þess að RÚV not- ar annað víðómakerfí en sjónvörpin eru gerð fyrir. Víðómakerfi sjónvarps- ins heitir Nicam og er ísland meðal fyrstu landa í heiminum sem tekur það í notkun. Sjónvarpseigendum sem eiga víðómatæki en ná ekki víðómi RÚV sitja þó ekki uppi með úrelt tæki. Þeir geta keypt aukaútbúnað sem tekur við Nicam-víðómi. Þessi útbúnaður kostar hins vegar 15-20 þúsund krón- ur. Að sögn Árna Vilmundarsonar, tæknifræðings hjá Pósti og síma, var öllum umboðsaðilum sem selja sjón- vörp, sent bréf fyrir rúmum tveimur árum þegar ákvörðun var tekin um að nota Nicam-víðómakerfi hér á landi. Hann sagði að eftir að RÚV hóf sjón- varpsútsendingar hefðu nokkrir um- boðsaðilar haft samband við Póst og síma til að leita skýringa á því að sjón- varpstæki sem þeir höfðu verið með eða voru með í sölu næðu ekki þess- um sendingum. Þeim hafi þá verið sýnt afrit af þessu bréfi. Ami sagði að það væri fýrst og fremst elstu víðóma sjónvarpstækin og þýsk sjónvarpstæki sem ekki væru með Nicam-kerfi. Flestum þessara tækja væri hægt að breyta svo þau næðu Nicam-víðómi, en þó ekki öllum. Ein- óma sjónvarpstækjum væri að sjálf- sögðu ekki hægt að breyta í víð- ómatæki. Halldór Laxdal, verslunarstjóri hjá Radióbúðinni, sagði að ein 10 ár væru liðin frá því að farið var að selja víð- ómasjónvörp hér á landi. Þá hafi Nic- am-kerfið ekki verið til. Búiö sé að selja gífúrlegan fjölda víðóma sjón- varpstækja sem ekki nái þessu nýja Nicam-kerfi. Sú spurning vaknar hvort verslanir hafi verið að plata viðskiptavini sína þegar þær auglýstu og seldu sjónvörp með þessari sérstöku víðómstækni, tækni sem nú hefur komið í ljós að er ekki hægt að nota. Halldór sagðist ekki líta þannig á málið. Þegar víð- ómatækin komu fýrst á markað hafi verslanir verið að selja tækni sem þá var sú nýjasta og besta. Nicam- víð- ómskerfið sé hins vegar það allra nýj- asta og besta á þessu sviði. Þetta kerfi hafi ýmislegt umfram eldri kerfi. Það hafi verið eðlileg ákvörðun að taka upp þetta kerfi þegar ákveðið var að hefja útsendingar í víðómi, frekar en að taka upp eldra og lélegra kerfi. Halldór lagði áherslu á að þau víð- ómasjónvörp sem seld hafa verið og ná ekki víðómaútsendingum RÚV, séu Að undanförnu hefur stjórn félagsins unnið að því að leita leiða til að koma til móts við þarfir og breyttar aðstæð- ur hjá atvinnulausum félagsmönnum VR, í Ijósi þess að ekki er vitað um laus störf fyrir þennan hóp á næstunni eða ekki úrelt. Það sé hægt að ná þessum sendingum með því að setja í þau sér- staka Nicam-einingu. Verið sé að í náinni framtíð. Meðal annars hefur verið ákveðið að efna til námskeiða fyrir atvinnulausa félaga í VR, strax eftir áramótin í samvinnu við Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu. Á þessum námskeiðum verður m.a. fjall- markaðssetja hana um þessar mundir. Kostnaðurinn við ísetningu sé misjafn milli tækja en algengt verð sé um að um sjálfstyrkingu einstaklingsins, fjármál heimilanna, atvinnuleysis- tryggingar, atvinnuumsóknir og mannleg samskipti. Jafnframt hefúr verið ákveðið að bjóða öllu félagsfólki í VR sem verið hefur atvinnulaust í a.m.k. einn mán- uð og hefur unnið meira en 25% vinnu áður en til atvinnuleysis kom, fríkort í forvamar- og endurhæfinga- stöðina Mátt. Fríkortið gildir í 6 vikur og er gert ráð fýrir að hægt verði að framlengja það. -grh 17.000 krónur. Halldór sagðist telja að Nicam-kerfið muni ryðja sér til rúms um alla Evrópu á næstu árum. Það sé því ljóst að breyta verði milljónum víðómasjónvarpstækja í Evrópu ef þau eigi að geta náð Nicam-víðómi. ísland sé ekki eina landið þar sem þessi staða hefur komið upp. Nicam-kerfið hefur verið tekið upp á flestum hinum Norðurlöndunum. Á Bretlandi er einnig notað Nicam- kerfi, en það er þó ekki af sömu gerð og hér er notað. Enn sem komið er ná einungis íbúar á höfuðborgarsvæðinu víðómi RÚV. Áformað er að koma kerfinu víðar um á landinu, en það mun fara eftir fjár- veitingum. Verulegur kostnaður fylgir því að koma þessu kerfi upp, en upp- lýsingar fengust ekki um hve hann sé mikill. -EÓ Vinningstölur 19. des. 1992 I (2) (í ^9V24)(^®@ ÍX30) (29) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5at5 0 2.413.428 2.4511 W 2 209.495 3. 4al5 135 5.353 4. 3af5 3.796 444 Heildarvinningsupphæö þessa viku: kr. 5.240.497 Mj • upplýsingar:Símsvari91 -681511 lukkulIna991002 Hátt á sjötta hundrað manns án atvinnu hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Fer vaxandi meö hverjum degi Hátt á sjötta hundrað manns, eða 542 voru skráðir atvinnulausir hjá Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur í desember og hafa þeir aldrei verið fleiri í 100 ára sögu félagsins. Magnús L. Sveinsson formaður VR segir að atvinnuleys- ið fari vaxandi með hveijum deginum sem líður og samkvæmt upplýsingum sem félaginu hefur borist bendir margt til þess að töluvert af félagsmönn- um VR muni missa atvinnuna á næstunni. ...ERLENDAR FRÉTTIR... JERÚSALEM Palestínumenn leita til S.þ. Leiðtogar Palestinumanna, sem kvarta undan skorti á alþjóölegum þrýstingi á Israelsmenn, leituöu i gær aðstoöar sendimanns Sameinuðu þjóöanna til aö þvinga Yitzhak Rabin forsætisráöherra til aö flytja til baka 415 Palestinumenn sem hann rak til Libanon. I MAR AS- ZOHOUR, Libanon, meinuöu yfirvöld í Beirút sendiboöa S.þ. aö fara um yfir- ráöasvæöi þeirra til aö heimsækja Pal- estinumennina. HOGADISHU Friðarumleitanir herstjóra Leiötogar tveggja striöandi fylkinga sameinuöust i friöarumleitunum í gær skömmu eftir aö bandariskir landgöngu- liöar skutu til bana Sómala i átökum viö flugvöllinn I borginni. Á fundi undir stjóm tveggja helstu keppinautanna um vopn- uö yfirráö I borginni, fögnuöu meira en 10.000 manns, veifandi tijágreinum til marks um friö, niöunifi „grænu linu" markanna sem hafa skipt Mogadishu I meira en eitt ár. BAGDAD Hefnd fyrir niðurskotna flugvél Yfirvöld i Bagdad hétu því ( gær aö hefna fyrir aö fyrsta iraska flugvélin hef- ur veriö skotin niöur á flugbannsvæöi bandamanna i suöurhluta Iraks og sögöu aö þau myndu beina reiöi sinni aö bandariska forsetanum sem er aö kveöja, George Bush. IWASHINGTON studdi verðandi forseti, Bill Clinton, aö iraska orrustuvélin var skotin niöur og sagöi atvikiö vera prófstein á alþjóölega staöfestu. GENF Áhyggjur vegna hernaðar- uppbyggingar Alþjóölegir sáttasemjendur hafa áhyggj- ur vegna frétta um mikla hemaöarupp- byggingu Bosniu-múslima á fjalli þar sem sést yfir Sarajevo, sem gæti veriö upphafiö aö stórárás, sagöi talsmaöur friöarráöstefnunnar í gær. Franjo Tu- djman, forseti Króatiu, varaöi viö þvi aö striöiö í Bosniu gæti breiöst út og ógnaö heimsfriöi, nema stjómmálaleg lausn fyndist hiö bráöasta. I SARAJEVO lá fyrsta þykka snjóbreiöa vetrarins yfir borginni og stórum svæöum I Bosniu og gaf hrjáöum óbreyttum borgumm for- smekkinn aö þeim þjáningum sem framundan eru. GENF Utanríkisráðherrar hittast Bandaríski utanríkisráöherrann, Lawr- ence Eagleburger, og hinn rússneski starfsbróöir hans, Andrei Kozyrev, hitt- ust í gær I þeim tilgangi aö Ijúka sögu- legum samningi um fækkun kjama- vopna. Kozyrev veöjaöi viskíflösku um aö þeim tækist ætlunarverk sitt. MOSKVA Rússar drápu 6 Afgani Rússneskir landamæraveröir drápu sex Afgani og tóku einn til fanga eftir aö 20 manna hópur vopnaðra Afgana reyndi aö ryöjast yfir landamærin inn í Tadzj- íkistan, aö þvi er talsmaöur rússneska hersins sagöi i gær. MOSKVA Rússar selja Könum plú- tón-238 Rússar hyggjast selja Bandarikjamönn- um 40 kg af plútóni- 238, skv. fyrsta viö- skiptasamningi sinnar geröar, aö þvi er Georgy Kaurov, yfirmaöur upplýsinga- deildar kjamorkuráöuneytisins sagöi i gær. Kaurov sagöi aö Bandarikjamenn ætluöu aö nota plútóniö til aö komast aö raun um hvort geislavirk efni mætti nota til að framleiða rafmagn úti I geimnum. NAIRÓBl Forseti neitar kosninga- svindli Daniel Arap Moi forseti sló botninn I kosningabaráttuna í gær og sniögekk þar meö bann á áróöur aöfarakvöld kosninganna. Hann hæddist aö þeim sem segja úrslit tímamóta þing- og for- setakosninga i landinu, fyrirfram ákveö- in. DENNI DÆMALAUSI „Þegar ég verð orðinn nógu gamall til að raka mig, ætla ég að láta mér vaxa skegg.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.