Tíminn - 30.12.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.12.1992, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 30. desember 1992 212.tbl.76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Slysavarnafélagið biður foreldra að sjá til þess að unglingar meðhöndli ekki flugelda nema undir ströngu eftirliti: Rörasprenging í leikskóla í Hafnarfirði Sprengd var rörasprengja í leikskóla í Hafnarfírði í fyrrinótt. Engin slys urðu á fólki, en sprengjan olli talsverðum skemmdum á ieik- skólanum. Lögregla, læknar og Slysavarnafélag íslands hafa tals- verðar áhyggjur af fíkti unglinga með heimatilbúnar sprengjur. Síð- ustu þrenn áramót hafa orðið mjög slæm slys vegna þessara sprengja. Foreldrar eru beðnir að reyna koma í veg fyrir að börn þeirra fíkti við að búa tii þessar hættulegu sprengjur. Ekki er vitað hverjir voru á ferð í Hafnarfirði í fyrrinótt þegar röra- sprengjan sprakk. Sprengjunni var komið fyrir í utanverðum glugga- karmi á dagheimili. Sprengjan sprengdi gluggann inn og fór yfir fjögurra metra gang í húsinu og út um rúðu fyrir enda hans. Enginn vafí leikur á að fólk hefði getað stór- skaðast ef einhver hefði verið í hús- inu þegar sprengjan sprakk, að ekki sé minnst á þá sem bjuggu til sprengjuna. Síðustu þrenn áramót hafa orðið mjög slæm slys þegar unglingar hafa fiktað með heimatilbúnar sprengjur. Þeir hafa misst putta og hlotið afar Ijót sár. Unglingar setja sig í mikla hættu þegar þeir setja saman sprengjur. Mikil hætta er á að þær springi í höndunum á þeim eða valdi öðrum skaða. Herdís L. Storgaard, hjá Slysa- varnafélagi íslands, sagði að tölur á slysadeild sýni að yfir árið séu brunaáverkar algengastir hjá böm- um undir 5 ára aldri. Tölurnar breytist hins vegar mjög mikið um hver áramót. Þá verði brunaslys skyndilega algengust hjá 10-14 ára unglingum. Mörg séu þessi bruna- slys mjög slæm. I nær öllum tilfell- um megi rekja orsakirnar til rangrar notkunar eða ógætilegrar meðferð- ar flugelda. Herdís sagði greinilegt að foreldrar passi yngri böm þegar flugeldar séu annars vegar, en margir foreldrar leyfi börnum sem eru orðin 9-10 ára að fara einum út til að skjóta upp flugeldum. Hún sagði að bömin kunni oft ekki að fara með flugelda eða fari ekki eftir leiðbeiningum. Oft sé líka galsi í bömunum sem leiði til óvarkámi. Hún sagðist vilja brýna það fyrir foreldmm og forráða- mönnum að láta ekki unglinga með- höndla skotelda nema undir mjög góðu eftirliti fullorðinna. Herdís sagðist hálfkvíða áramótun- um. Hingað til hafi fylgifiskur þeirra verið slæm brunaslys. Það sé hins vegar hægt að koma í veg fyrir þau. - EÓ Á milli jóla og nýárs er mikið annríki hjá bóksölum þegar fólk kemur til að skipta á bókum og af reynslunni aö dæma er ekki úr vegi að ætla að mestu sé skilað af söluhæstu unglingabók- Unum. Tímamynd Árni Bjama. Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda um jólabókaflóðið: Allt að 10%-15% sam- dráttur í sölu bóka Jóhann Páli Valdimarsson formaður Félags íslenskra bókaút- gefenda segir að eftir að hafa rætt við bóksala sé ekki úr vegi að áætla að saian um þessi jól sé 10%-15% minni en hún var á sama tíma í fyrra. Þótt endanlegar tölur um söl- una liggi ekki fyrir er þó næsta víst að metsöluhöfundur ársins er Þorgrímur Þráinsson með unglingabækur sínar; Bak við bláu augun og Lalla Ijósastaur. Jóhann Páll segir að þrátt fyr- ir samdráttinn í bóksölunni megi íslenskur skáldskapur vel við una þar sem bækur þeirra Einars Kárasonar, Vigdísar Grímsdóttur og Þórarins Eld- járns, séu meðal þeirra 10 efstu. Hins vegar telur formaður Fé- lags íslenskra bókaútgefenda að sala á svokölluðu léttmeti hafi dregist nokkuð saman á undan- förnum árum og ástæðuna fyrir því megi rekja til myndbands- ins. Á sama tíma hafa svokallað- ar betri bækur sótt í sig veðrið á markaðinum. -grh Vélstjórafélag íslands telur sjávarútvegssamninginn við EB óviðunandi að öllu óbreyttu: Karfakvótinn mun verð- mætari en loðnukvótinn Aimennur félagsfundur yéistjóra á fískiskipum telur að óbreyttur sjávarútvegssamningur íslands við Evrópubandalagið, sé óviðun- andi því karfakvótinn sem EB fær sé mun verðmætari en loðnukvóti sá sem íslendingar fá í sinn hlut. Þá krefjast vélstjórar á farskipum að stjórnvöld grípi þegar til aðgerða sem tryggi atvinnuöryggi ís- lenskra farmanna. Fundur vélstjóra á fiskiskipum mót- mælir því harðlega að fyrirhugaður sjávarútvegssamningur við EB grundvallist á gagnkvæmum jafn- gildum veiðiheimildum. En samn- ingurinn gerir ráð fyrir því að ís- Iendingar Iáti af hendi 3 þúsund tonna veiðikvóta af karfa í skiptum fyrir 30 þúsund tonna kvóta af loðnu. Máli sínu til stuðnings vitnar fund- urinn til verðmætastuðla Þjóðhags- stofnunar allt frá árinu 1986, miðað við heildarverðmæti þessara tveggja fisktegunda upp úr sjó. Samkvæmt því er karfakvótinn að meðaltali um 25% verðmætari en loðnukvótinn. Þessi mismunur er hæstur um 75% en lægstur um 13%. Ef allur þessi afli væri hinsvegar seldur á mörkuð- um EB bendir allt til þess að karfmn sé a.m.k. 50% verðmætari en loðn- an. Að mati félagsfundar vélstjóra á far- skipum, hafa allar Norðurlanda- þjóðirnar, að íslandi frátöldu, gripið til ráðstafana til að stöðva þá þróun sem Ieitt hefur til fækkunar þar- lendra farmanna á kaupskipum. En á undanförnum árum hefur störfum sjómanna á kaupskipum fækkað verulega og þá fyrst og fremst vegna þess að skipin hafa verið skráð er- lendis og þau mönnuð sjómönnum frá láglaunasvæðum í Evrópu og As- íu. Af einstökum Norðurlandaþjóðum hafa Danir náð einna bestum ár- angri en á dönskum kaupskipum munu níu af hverjum tíu sjómönn- um vera danskir. -grh Útifundur á Lækjartorgi í dag verður haldinn á Lækjartorgi í Reykjavík útifundur til stuðnings mannréttindabaráttu Palestínu- manna og kröfunni um að mönn- unum 415 sem fluttir voru nauð- ungarflutningum í útlegð frá heimalandi sínu fái þegar að snúa heim. Þá er fundurinn einnig haldinn til stuðnings kröfunni um að íbúar herteknu svæðanna fái alþjóðlega vemd á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Það er félagið Ísland-Palestína og fjölmörg launþegasamtök sem standa að fundinum sem hefst kl. 17:15 í dag, en ræðumenn verða þeir Steingrímur Hermannsson, alþingismaður og fyrrum forsætís- ráðherra og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Tónlist flytja KK og Stella Hauks, en Sveinn Rúnar Hauksson.læknir er fundarstjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.