Tíminn - 30.12.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.12.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. desember 1992 Tíminn 3 Forsætisráðherrar Norðurlandanna: Brýnt að breyta samn- ingnum sem allra fyrst Davíð Oddsson forsætisráðherra sat í gær fund forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmanna- höfn og í yfirlýsingu fundarins er lögð áhersla á mikilvægi þess að nauðsynlegar breytingar á EES- samningnum verði gerðar sem fyrst þannig að samningur- inn geti öðlast gildi sem fyrst á fyrri helmingi ársins 1993. Á fundinum var m.a. farið yfir niðurstöður leiðtogafundar EB í Edinborg fyrr í mánuðinum, nið- urstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Sviss og ástandið í Júgó- slavíu. Þá kemur fram í yfirlýsingu fundarins að forsætisráðherram- ir hafi rætt undirbúning að fram- kvæmd tillagna um umbætur í norrænu samstarfi og fólu Nor- rænu samstarfsnefndinni að halda áfram starfi sínu í sam- ræmi við þá stefnu sem mótuð var í Árósum í nóvember sl. Gísli Örn Lárusson hefur selt hlutafé sitt í Skandia ísland og hætt störfum hjá fyrirtækinu: Svíarnir hafa keypt allt hlutafé Skandia Gísli Örn Lárusson, sem fyrir stuttu keypti öll hlutabréf í Skandia ísland, hefur nú selt til baka öll hlutabréf til Skandia í Svíþjóð. Skandia ísland verður þar með dótturfyrirtæki Skandia Group - samsteypunnar og að fuilu í eigu hennar. Þar sem fyrirsjáanlegt var að ekki yrði hægt að reka Skandia ísland áfram á þann hátt, sem gert var ráð fyrir, þegar fyrri samningur var gerður, telja forráða- menn Skandia að þetta sé eðlileg lausn. Markmið Skandia með kaupunum er að tryggja áframhaldandi rekst- ur Skandia ísland og gæta þannig hagsmuna vátryggingartaka og hluthafa í félaginu. Sem lið í þessu mun Skandia nú leggja nauðsyn- legt fjármagn til Skandia ísland, svo að uppfylltar séu íslenskar kröfur um eigið fé. Fyrir lá áður en þessir samningar voru gerðir, að eigið fé Skandia var neikvætt og tryggingaráðuneytið myndi, að til- lögu Tryggingaeftirlitsins, stöðva rekstur þess ef ekki yrði þar breyt- ing á. í tengslum við kaupin lætur Gísli Örn Lárusson þegar í stað af störf- um hjá Skandia Island. Friðrik Jó- hannsson verður til bráðabirgða framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Ragnar Aðalsteinsson verður áfram stjórnarformaður. Leif Viktorin, forstjóri Skandia Norden, sagði þetta um þá niður- stöðu sem nú er orðin: „Við höfum nú fundið viðunandi lausn, sem Landsmenn skotglaðir um áramót: Um 200 millj. kr. eytt I flugelda Búast má við að landsmenn veiji hátt í 200 milljónum í kaup á blys- um og flugeldum um áramótin. „Flugeldar hækka ekkert frá því í fyrra og sumt Iækkar“, segir Björn Hermannsson framkvæmda- stjóri Landsbjargar- landssamtaka björgunarsveita. í máli Björns kemur fram að undan- farin ár hafi markaðshlutdeild Lands- bjargar verið á milli 60 og 70% sem þýðir þá að salan sé allt að 140 millj- ónir króna. Aðrir sem selja flugelda eru ýmsir einkaaðilar svo og mörg íþróttafélög. Bjöm telur að hjá mörg- um hjálparsveitum skipti tekjur af flugeldasölu höfuðmáli fyrir starfs- semi þeirra. „Fólk er búið að eyrnamerkja okkur þessa fjáröflun. Það kemur til okkar og stendur vel við bakið á okkur“, segir Bjöm. Hann álítur að verð á svo kölluðum fjölskyldupökkum sé frá 1.500 kr. og upp í 6.000 kr. en mest sé selt af pökkum sem kosti um 3.000 kr. Aðspurður um nýjungar í flugelda- sölunni segir Björn: „Við erum alltaf með eitthvað nýtt. Þar á meðal eru nýir flugeldar frá Kína og fleiri tívo- lírakettur en í fyrra". Hann telur samt að athygli kaupenda muni bein- ast að sérstöku skotúri sem fylgi fjöl- skyldupökkum í ár. „Það er úr sem búið er að teikna inn á skottímann á gamlárskvöld eða milli kl. 22 og 02“, segir Björn en það er samt á honum að heyra að þetta sé mest til gamans gert. Hilmar Þorbjörnsson lögreglu- varðstjóri hefur umsjón og eftirlit með sölu á flugeldum. ,Mér sýnist að það séu álíka margir sem selji flug- elda í ár miðað við það sem verið hef- ur“, segir Hilmar. í Reykjavík, Sel- tjamarnesi og Mosfellssveit nefnir hann yfir 50 sölustaði sem lögreglan og eldvamareftirlitið tekur út áður en sala er leyfð. Hilmar segir að lögreglan þurfi að samþykkja þær gerðir flugelda og blysa sem fluttar eru til landsins og grannt sé fylgst með því hvað sé selt. Hann segir að tegundimar séu svip- aðar frá ári til árs. „Við reynum að koma í veg fyrir að á markaðnum séu flugeldar sem hafa einhverja óþarfa hættu í för með sér“, segir Hilmar. Hann telur að lítið sé um ólögleg skotfæri í umferð en erfitt sé að koma algerlega í veg fyrir slíkt. tryggir hagsmuni vátryggingatak- anna. Það var einnig tilgangur okkar með viðræðunum sem áttu sér stað fyrr í þessum mánuði, að Skandia fsland kæmist að öllu leyti í eigu Skandia. Þá tókst okkur ekki að ná samkomulagi við viðsemj- enda okkar. Þar sem við höfum nú komist að niðurstöðu, getum við haldið áfram vinnu að þeirri stefnu sem við mörkuðum fýrir rekstur okkar á íslandi. í því felst að bjóða varkárum viðskiptavinum á sviði einkavátrygginga, tryggingar gegn samkeppnishæfum iðgjöldum og samvinnu við Skandia Norden. Svo sem áður hefur verið ákveðið, get- um við nú fyrir alvöru stefnt að nýjum áhugaverðum lausnum á líftryggingum, er miða að lækkun iðgjalda, í samvinnu við dótturfé- lag okkar Fjárfestingafélagið Skandia, sem er að öllu leyti í okk- ar eigu.“ -EÓ Frá Akureyri. Raunverð fasteigna á Akureyri breyttist lítið milli 1991 og 1992: Akureyringar kaupa 20 ára hús fyrir hærra verð en ný Samanburður á söluverði íbúða og einbýlishúsa á Akureyri á fyrri helmingi áranna 1991 og 1992, gefur til kynna að verð fasteigna hafi á þessum tíma hækkað svipað og helstu verðvísitölur, eða á bilinu 5—6% á þessu tímabili. Raunverð breyttist því lítið, eða vel innan við 1% milli þessara ára. Söluverð á fermetra á fyrri árshelmingi 1992 var um 65.000 kr. að meðaltali í fjölbýli en um 60.600 kr. í einbýli. Sérstaka athygli vekur, að svo virðist sem hús/íbúðir á Akureyri verði eftirsóttari með hækkuðum aldri, upp að vissu marki. Þegar seldum eignum er raðað niður eft- ir aldri kemur í ljós að áberandi hæst verð hefur fengist fyrir hvern fermetra, bæði í íbúðum í fjölbýli og einbýlishúsum, sem gerð voru fokheld fyrir 16—20 árum. Þannig var fermetraverðið nær 5.500 kr. hærra (9%) í þessum tvítugu ein- býlishúsum heldur en í nýjum og nýlegum húsum, þ.e. fokheldum á síðustu fimm árum. í íbúðum í fjölbýli var fermetraverð líka hæst í 16—20 ára gömlum íbúðum. Útreikningar Fasteignamats rík- isins benda til jafnvel enn meiri verðmunar á litlum íbúðum og stórum í höfuðstað Norðurlands heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Þannig var meðalverð á fermetra rúmar 70.700 kr. á fermetra í 2ja herbergja íbúðum en aðeins um 55.500 kr. í íbúðum sem voru 5 herbergja eða stærri. - HEI Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið fyrirkomulag bráðavakta í Reykjavík: Af 267 Landakotsmilljónum fara nú 40 til Landspítala Kínverjinn meö „skotúrin" klár. Samkeppnin er mikil í flugelda- sölunni og „skotúr" er það sem skátarnir nota til aö ná athygli kaupenda. Tímamynd Ámi Bjarna. Heilbrigöisráðherra tilkynnti í gær um ákvörðun sína varðandi fyr- irkomulag bráðavakta í Reykjavík á árinu 1993. í bréfi til Landspít- ala og Borgarspítala tekur ráðherra fram að slysamóttaka verði áfram ein, rekin á Borgarspítalanum. Við jöfnun vakta og tilfærslu verkefna verði heildarumsvifum spítalanna ekki breytt. í bréfi ráðherra er tekið fram að 1. apríl verði helgarvöktum skipt hann hafi ákveðið að stefna að jafn- ari skiptingu bráðavakta fyrir ósér- hæfðar deildir milli þessara spítala. Á árinu verði stigið skref til jöfnun- ar vakta á höfuðborgarsvæðinu. Frá jafnt á milli spítalanna, en af virkum dögum verði bráðavakt 2 daga á Landspítala og 3 daga á Borgarspít- ala. Gert er ráð fyrir 267 milljónum króna á næsta ári til að að standa undir bráðavöktum sem áður voru á Landakotsspítala. Hefur ráðherra ákveðið að af fjárlagaliönum Sjúkra- hús Reykjavfkur, fari 27 milljónir kr. til Borgarspítala, sem þá hefur alls 227 m.kr. til að standa undir þeim vöktum sem hann tók við af Landa- koti. En 40 m.kr. fari til Ríkisspítala vegna þeirra bráðavakta sem færast til Landspítalans. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.