Tíminn - 05.01.1993, Side 2

Tíminn - 05.01.1993, Side 2
2 Tíminn Þriðjudagur 5. janúar 1993 Stjórnvöld hækka matarskattinn úr 14% í 21%: Svín, egg, kjúklingar og nautakjöt hækka um 5-14% Lækkun niöurgreiðslna vegna framleiðslu kjúklinga, eggja, svína-, hrossa- og nautakjöts úr 460 milljónum í 190 milljónir leiðir til að þessar búvörur hækka nú um áramótin um 5-14%. Fulltrúar þessara atvinnugreina segja að ákvörðun stjómvalda að lækka þessar greiðslur séu svik við gefin loforð. Með henni sé matarskattur á þessar búvömr hækkaður í 21,2%, en þegar virðisaukaskattskerfinu var komið á var matarskatturinn 12%. Formaður Stéttarsambands bænda segir ljóst að bændasamtökin verði að leggja enn meiri áherslu á að bú- vörur verði í lægra skattþrepi. Þegar virðisaukaskatti var komið á árið 1988 var ákveðið að um helm- ingur virðisaukaskatts á matvörum yrði endurgreiddur. Þar með var komið á móts við það sjónarmið að matvæli ættu að vera minna skatt- lagðar en aðrar neysluvörur. Bænda- samtökin lögðu hins vegar áherslu á að lagður yrði á virðisaukaskattur í tveimur þrepum og matvæli yrðu í Iægra þrepi. Bændur töldu slíkt kerfi betra en að hafa endurgreiðslukerfi þar sem sú hætta vofði yfir að endur- greiðslumar yrðu skertar. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsam- bands bænda, sagði að þetta hafí komið á daginn. Endurgreiðslurnar hafi ekki hækkað í samræmi við verðlagsþróun. Matarskattur á kjúk- linga, egg, svína-, hrossa-, og nauta- kjöt var í upphafi um 12%. Á þessu ári var hann orðinn 14,75%. Með ráðstöfunum stjómvaida verður matarskatturinn á þessu ári 21,2%. Áhrifin af skerðingu niðurgreiðslna af þessum afurðum er mun meiri en þær 270 milljónir sem ákveðin eru á fjárlögum. Verði þessari Iækkun nið- urgreiðslna allri velt út í verðlagið þýðir það um 400 milljóna kostnað- arauka fyrir neytendur. Egg þyrftu að hækka um 10% vegna skerðingar stjórnvalda á niður- greiðslum. Eggjabændur hafa hins vegar ákveðið að hækka ekki nema Friðsæl Áramót Áramótin voru óvenju friðsæl um allt land og til marks um það var Slökkvilið Reykjavíkur aðeins einu sinni kallað út á nýársnótt og þá vegna bilunar í öryggiskerfi. Svip- aða sögu segja löggæslumenn og telja áramótin líkjast einna helst ró- legri helgi. „Fólk er kannski meðvitaðra og það hefur kannski hjálpað til að snjór var yfir öllu,“ segir Guðmundur Jóns- son, varðstjóri hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Þar muna menn ekki rólegri áramót. Hann segir að undanfarin ár hafi útköll um áramót verið algeng. Þá hafi iðulega kviknað í vegna ógæti- legrar meðhöndlunar flugelda og gáleysis vegna ölvunar. „Ég held að heppnin hafi verið með fólki þessi áramót," segir Guðmundur. -HÞ Dagsbrúnar- ránið upplýst Þrír menn voru úrskurðaöir í gæslu- varðhald fyrir áramót vegna innbrots í skrífstofu Dagsbrúnar en peninga- skápur sem stolið var þaðan fannst í höfninni í Kópavogi. Eins og kunnugt er var peningaskáp með hátt á elleftu milljón króna stolið úr skrifstofu Dagsbrúnar á dögunum. Þjófamir höfðu eytt um 400 þúsund krónum sem voru í skápnum en verð- bréf og ávísanir var óhreyft. Nú hafa þrír ungir menn á aldrinum 16 til 20 ára verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þessa máls og hafa þeir áður komið við sögu lögreglunnar. um 5% nú fyrst um sinn. Kjúklingar þyrftu að hækka um 14%, en kjúk- lingabændur ætla hins vegar ekki að hækka kjúklinga nema um 9,6%. Nautakjöt þarf að hækka um 14% og fulltrúar greinarinnar segjast ekki sjá annan kost en að velta þeirri hækkun aldri út í verðlagið. Ekki hefúr verið tekin ákvörðun um hvað svínakjöt mun hækka mikið, en hækkunarþörfm er 10%. Fulltrúar svínabænda reikna með að bændur reyni að taka eitthvað af hækkuninni á sig til að byrja með. Á blaðamannafundi sem fulltrúar þessara búgreina héldu í gær kom fram afar hörð gagnrýni á ákvörðun stjórnvalda að draga úr niðurgreiðsl- um og hækka þar með matarskatt- inn. Þeir bentu á að á síðustu árum anna. Frá blaðamannafundi í gær, Haukur Halldórsson, form. Stéttasam- bands bænda, og Jóhannes Gunnarsson, form. Neytendasamtak- Timamynd: Ámi Bjama. bænda og neytenda til sín. Þróun verðlags á þessum búvörum niður á við, hafi verið stöðvuð. Kristinn Gylfi Jónsson, fulltrúi hafi bændur markvisst unnið að því að lækka verð á búvörum með hag- ræðingu og skipulagsbreytingum. Nú hafi ríkisvaldið kippt ávinningi Ný reglugerð heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis: Fleiri sjúklingar þurfa að borga lyf Illutdeild sjúklings f lyfjavcrði hækkar úr 25% í 32% er ný reglu- gerð heilbrigöis- og trygginga- málaráðuneytisins tekur gðdi 18. janúar. Lyfjakort falla úr gildi og nú þurfa sjúklingar sem t.d. þurfa asma-, hjarta- og væg geðlvf að greiða hluta af verði þeirra. í frétt frá ráðuneytínu er talað um þrenns konar lyfjaflokka. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að um 25.000 útgefin lyfjakort falli úr gildi en algengast er að þeir sem hafa þurft á asma-, hjarta-, sorias- is- og vægum geölyfjum að halda hafi notað kort tii aö fá ókeypis svonefnd B-lyf. Það sem breytíst er að sjúklingur greiðir 500 kr. lág- marksgjald af verði lyfs en áður voru þau greidd af sjúkratrygging- um eða sjúklingi að hluta. Af verði þess þar umfram greiðir sjúkling- ur 12.5% en þó aldrei meira en 1.500 kr. EHÍ- og örorkulífeyris- þegar greiöa 150 kr. lágmarksgjald og greiöa 5% af verði lyfsins um- fram það en þó aldrei meira en 400 kr. í öðru lagi er um að ræða algeng lyf eins og gigtar- og fúkkalyf sem sjúkratryggingar taka þátt í að greiða. Þessi lyf hafa fallið undir svonefndan E-flokk. Sama lág- marksgjald er greitt fyrir þessi lyf og hin fyrri en af verði umfram 500 kr. greiðir sjúklingur 25% en ekki hærra en 3.000 kr. Elli-og ör- orkulífeyrisþegar greiða sem fyrr minnst 150 kr. og 10% umfram það en ekki meira en 800 kr. Eina breytíngin á greiðslu fyrir almenn lyf er sú að þar komi lágmarksgjald eða gólf eins og hann orðar það. f þriðja lagi verða sjúklingar að greiða að fullu fyrir væg verkjalyf og lyf tíl lækkunar á blóðfitu. Þessi fyf hafa áður verið greidd að hluta af sjúkratryggingum en eru nú færð yfir í svokallaöan 0-flokk, sem þýðir að notandi greiðir lyfið að fullu. Svokölluð stjömumerkt lyf hafa almannatryggingar greitt að fullu og verður engin breyting þar á. Að sögn Einars Magnússonar, deildar- stjóra í lyfjamáladcild heilbrigðis- ráðuneytís, er þar um lyf eins og við sykursýfd, flogaveiki og krabbameini. Jafnframt segir í fréttinni að TVyggingastofnun rík- isins sé heimUt að kveða á um fulla greiðslu sjúkratrygginga á öUum lyfjura í sérstökum tílfeUum svo sem þegar um er að ræða síendur- teknar aivariegar sýkingar eða óvenju mikla lyfjanotkun að stað- aldri. Einar segir að hér sé um ný- mæU að ræða sem sækja þurfi um sérstaklega. -HÞ Ungir jafnaðarmenn eru óánægðir með aðgerðir ríkisstjórnarinnar á síðustu dögum liðins árs: Vara við afleiðingum stjórnarstefnunnar Framkvæmdastjóm Sambands ungra jafnaðarmanna hefur sam- þykkt ályktun þar sem varað er sterklega við afleiðingum aðgerðar ríkisstjóraar Davíðs Oddssonar fyr- ir ungt fólk í landinu, einkum ung- ar fiölskyldur sem erfiða við aö koma sér þaki yfir höfuðið. I álykt- uninni er fagnaö yfirlýsingum for- sætisráðherra að nú gefist besta tækifærið fyrir ísland að sækja um aðild EB. Jafnframt hvetur SUJ til að ræðutími á Alþingi verði tak- markaður þannig að stjómarand- stöðunni h'ðist ekki að koma í veg fyrir samþykkt EES- samningsins á þingi. „Ungir jafnaðarmenn telja að margar þær ráðstafanir sem gripið var til undir lok ársins séu til þess fallnar að kippa grundvelli undan framtíðaráformum fjölda ungs fólks. Með skerðingu bamabóta og hús- næðisbóta, lækkun persónuafsláttar og hækkun skatthlutfalls í tekju- skatti, eru lífskjör almenns launa- fólks, og þá sérstaklega þeirra lægst launuðu, stórlega skert. Þetta er gert á sama tíma og ekkert bólar á efndum ríkisstjórnarinnar um fjár- magnstekjuskatt, og ekki eru gerðar raunhæfar ráðstafanir til að herða eftirlit með þeim hópum í þjóðfélag- inu sem skammta sér laun og skatta og sannarlega bera ekki þann hluta af samneyslunni sem þeim ber. Samband ungra jafnaðarmanna krefst þess að ríkisstjórnin endur- skoði fyrirætlanir sínar og sjái til þess að þær álögur sem hún setur komi niður á þeim þjóðfélagshópum sem betur mega sín,“ segir í ályktun SUJ. SUJ krefst fjármagnsskatts, aukins hátekjuskatts, skattalögreglu og hækkunar persónuafsláttar og á móti hærri skattprósentu. Þá vill SUJ að náð verði stórfelldum sparn- aði í landbúnaðarmálum og að tekið verði upp veiðileyfagjald. SUJ krefst þess að Alþingi afgreiði EES-samninginn nú þegar. Lýst er yfir hneykslan á starfsháttum Al- þingis. Það beri þingræði þjóðarinnar ekki góðan vitnisburð að minnihluti Al- þingis geti með málþófi komið í veg fyrir samþykkt samningsins. Lýst er yfir stuðningi við tillögu um að ræðutími verði takmarkaður um þetta mál. SUJ fagnar orðum forsætisráðherra í fjölmiðlum að nú gefist besta tæki- færið fyrir ísland að sækja um aðild að EB, það er í samfloti með hinum Norðurlöndunum. SUJ segir að með þessari yfirlýsingu sé Davíð Oddsson að taka undir sjónarmið ungra jafn- aðarmanna. -EÓ svínabænda, sagði að bændur sjái fram á aukna samkeppni frá erlend- um búvörum á næstu árum. Þessi ákvörðun stjómvalda hjálpi bændum ekki að mæta þeirri samkeppni. Virð- isaukaskattur á matvæli sé óvíða hærri en hér á landi. Þessar miklu skattaálögur fæli fólk frá því að kaupa kjöt. Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, segir að kúabændur ættu ekki annan kost en að velta hækkuninni út í verðlagið. Kúabændur hefðu lækkað verð á nautgripakjöti í haust um 5-30%. Sú hækkun hefði átt að vera tímabund- in, en með lækkun niðurgreiðslna sé ljóst að kúabændur gætu ekki hækk- að aftur. Ríkisvaldið taki lækkunina til sín. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þessi ákvörðun stjórnvalda komi afar illa við heimilin í landinu og sé ein af mörgum ákvörðunum sem íþyngi heimilunum. Hann sagði það skjóta nokkuð skökku við að verðlag á bú- vörum hækkaði fyrir tilverkan stjómvalda, þeirra sömu stjórnvalda og legðu alla áherslu á að aðlaga okk- ar efnahagslíf á sem flestum sviðum því sem gerist í löndum EES. -EÓ Vélstjórar á skipum Hafró fengu 4% kauphækkun: Minnka má viðhalds* kostnað „Kjami málsins er sá að það er hægt að spara vemlegar fjárhæðir í viðhaldskostnaði skipa frá því sem nú er með betra eftirliti og fyrir- byggjandi aðgerðum. Danir fullyrða að þeir getí sparað allt að 30% í við- haldskostnaði hjá sér með því að fela vélstjómm aukin viðhaldsverk- efni um borð í skipunum gegn sér- stökum greiðslum," segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands. Hann segir það ekki fjarri Iagi að viðhaldskostnaður íslenska flotans hafi numið hátt í 5 milljörðum árið 1991. Með dönsku aðferðinni hefði verið hægt að ná þessum kostnaði niður í allt að 1.5 milljarð króna og munar um minna. „Þetta hefur lengi verið baráttumál hjá okkur og m.a. höfum við staðið fyrir námskeiðum þar að lútandi en því miður virðist mér útgerðarmenn sýna þessu lítinn áhuga,“ segir Helgi Laxdal. Boðað verkfall vélstjóra á skipum Hafrannsóknastofnunar var blásið af eftir að samningar tókust í deilu þeirra við stofnunina og héldu skip- in í loðnuleiðangur í gærkvöld. Samkvæmt samningnum fá þeir 4% kauphækkun á gmnnlaun fyrir aukna viðhaldsvinnu um borð í skip- unum og gildir samningurinn til 1. mars. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lags Islands, segir að í samningun- um frá því í vor við útgerðir kaup- skipa sé gert ráð fyrir sérstökum hagræðingartaxta vegna viðhalds- vinnu vélstjóra um borð í skipunum. Hins vegar hafði dregist að færa þennan hluta samningsins yfir á skip Hafrannsóknastofnunar og því hafði verið nauðsynlegt að boða verkfall til að knýja á um lausn máls- ins. Aftur á móti hafa vélstjórar hjá Landhelgisgæslunni ekki verkfalls- rétt og því hefur deilu þeirra við stofnunina verið vísað í gerðardóm. -grh

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.