Tíminn - 21.01.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.01.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 21. janúar 1993 Evrópukeppni b-þjóða í badminton: 5-2 sigur á Ung- verjum í fyrsta leik Broddi Krístjánsson. í gær hófst í Austurríki Gvrópu- keppni b-þjóða í badminton og hóf íslenska liðið keppnina með leik gegn Ungverjum. Það er skemmst frá því að segja að íslenska liðið sigraði það ungverska örugglega 5- 2. Broddi Kristjánsson og Ámi Þór Hallgrímsson unnu báðir leiki sína í einliðaleik karla, en þær Birna Pet- ersen og Kristín Magnúsdóttir töp- uðu hins vegar báðar viðureignum sínum í einliðaleik kvenna. ÞeirÁrni Þór og Jón P. Ziemsen sigruðu í tví- liðaleik og sömuleiðis þær Bima Petersen og Guðrún Júlíusdóttir í tvíliðaleik kvenna. Að síðustu sigr- uðu þau Broddi og Guðrún Ungverj- ana í tvenndarleik. ísland er í riðli með Ungverjum, Frökkum og Búlgömm á mótinu og mun efsta liðið leika um 1.-4. sætið í mótinu. Lið sem hafnar í öðm sæti í riðlinum leikur um 5-8 sæti og svo koll af kolli. Auk þeirra sem hér er getið um að framan er Elsa Nielsen í íslenska lið- inu, en hún gat ekki leikið með í dag vegna veikinda og varð Kristín Magnúsdóttir sem er auk þess að vera varamaður í liðinu, fararstjóri hópsins, að leika fyrir hana í einliða- leiknum. ísland leikur í dag gegn Frökkum sem sigmðu í gær Búlgari. Búast má við hörkuviðureign, en sam- kvæmt upplýsingum frá Badmin- tonsambandi fslands hafa íslenskir badmintonleikarar oftar haft yfir- höndina gegn þeim frönsku. Það hefur þó skipst þannig að íslending- ar hafa haft yfir í karlakeppninni, Frakkar yfir í kvennakeppninni og því má búast við því að úrslitin ráð- ist í tvenndarleiknum. 1. deild kvenna f handknattleik: Víkingsstúlkur burstuðu FH Fjórir leikir vom leiknir í 1. deild kvenna í handknattleik í gærkvöldi og tryggðu Víkings- stúlkur sig í toppsætinu með stórsigri á FH í Kaplakrika. Úr- slit leikja vom eftirfarandi: FH-Víkingur.........21-11 Selfoss-Fram........15-10 Haukar-KR...........15-15 Grótta-Stjarnan ....12-10 Staðan í Víkingur. 13 Valur...13 Stjarnan 13 Selfoss .. 13 Fram....13 Grótta ... 13 ÍBV.....12 KR......13 1. deild kvenna 12 1 0 269-189 25 10 0 3 301-254 20 9 0 4 253-196 18 8 0 5 247-239 16 8 0 5 229-222 16 5 3 5 234-237 13 5 1 6 232-231 11 4 2 7 223-233 10 FH...... 13 5 0 8 225-265 10 Ármann . 12 3 1 8 240-250 7 Fylkir .... 13 1 1 10 208-286 5 Haukar.. 13 1 1 11206-265 3 Handknattleikur: Siggi Sveins meö tólf Sigurður Sveinsson skoraði tólf mörk fyrir Selfyssinga er þeir báru sigurorð af Valsmönnum í hörku- leik liðanna á Selfossi í gærkvöldi í 1. deildinni í handknattleik. Loka- tölur leiksins urðu 29-27 Seliyss- ingum í vil. Þá vann FH stórsigur á Vddngum 32-24. Körfuknattleikur: Snæfell sigr- aði Valsmenn Snæfellingar unnu góðan sigur á Valsmönnum í Japisdeildinni í körfú- knattleik, í leik sem var frestað fyrr í vetur vegna veðurs, en leikurinn fór fram í Stykkishólmi í gærkvöldi. Loka- tölur urðu 76-75 Snæfellingum í vil. Rúnar Guðjónsson varð stigahæstur Snæfellinga með 24 stig og Damon Lopez skoraði 15 stig. John Taft varð stigahæstur Valsmanna með 28 stig, en Ragnar Jónsson skoraði 24 stig. Eins og áður sagði var Sigurður Sveinsson maðurinn á bak við sigur Selfyssinga, ásamt Gísla Felbc Bjamasyni sem varði 15 skot í marki Selfoss. Einar Gunnar Sigurðsson gerði 3 mörk, Sigurjón Bjarnason 5, Gústaf Bjamason 5 og Jón Þórir Jónsson 5. Valdimar Grímsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk eins og Jón Kristjánsson og Ingi Rafn gerði 4 mörk. Þeir Guðjón Árnason og Gunnar Beinteinsson voru atkvæðamestir FH-inga með 8 mörk hvor í stórsigri liðsins á Víkingum, en Árni Frið- leifsson gerði einnig 8 mörk fyrir Víkinga. FH-Víkingur................32-24 Selfoss-Valur .............29-27 Staðan Stjaman... ... 16 11 3 2 403-378 25 FH ... 16 10 2 4 429-386 22 Valur ... 16 86 2 386-351 22 Haukar ... 16 91 6 432-393 19 Selfoss ... 16 83 5 414-397 19 Víkingur .. ... 16 81 7 378-375 17 KA ... 16 72 7370-37416 ÍR ... 16 63 7 387-391 15 Þór ... 16 52 9 385-423 12 ÍBV ... 16 43 9 373-401 11 Fram ... 16 3 1 12 390-421 7 HK ... 16 31 12 368-425 7 Knattspyrna: Engir „útlendingar“ f pólska landsliðinu Knattspyrnumaður ársins í heiminum árið 1992: Þrír keppa um hnossið Þrír frábærir knattspymumenn keppa um titilinn knattspymumað- ur ársins í heiminum öllum árið 1992, en tilkynnt verður um úrslit- in í kjörinu þann 1. febrúar næst- komandi. I kvöld Körfuknattleikur 1. deild kvenna KR-ÍS..............kl. 18.30 Það eru þeir Marco Van Basten, Hol- lendingurinn í liði AC Milan, Búlg- arinn Hristo Stoichkov og Þjóðverj- inn Thomas Haessler sem keppa, en þeir urðu efstir í kjörinu sem Íands- liðsþjálfarar í 70 löndum tóku þátt í. Lothar Mathaeus sigraði í kjörinu árið 1990, en ekki var kosið í fyrra. Andrej Strejlau fyrrum þjálfari Fram í knattspyrau og núverandi landsliðsþjálfari í Póllandi, hefur ákveðið að engir leikmanna Pól- lands sem leika með erlendum lið- um muni vera í 16 manna hóp pólska landsliðsins sem mætir Kýp- ur og ísrael í tveimur vináttuleikj- um í næstu viku. Strejlau hefur átt í erfiðleikum með að fá þá leikmenn lausa frá félögun- um og hefur það sett strik i reikn- inginn við undirbúning liðsins fyrir leiki í undankeppni HM í knatt- spyrnu. Pólland er fjórum stigum á eftir Noregi í undanriðlinum, en er jafnt Hollendingum og Englending- um. Hollenska knattspyrnan: Stórsigur Twente Einn leikur fór fram í hollensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær- kvöldi. TVvente vann þar stórsigur á Den Bosch, 5-0. Staða efstu liða í deildinni er þá sem hér segir: PSVEind... 16 12 2 2 43-1126 Feyenoord. 1710 5 2 40-18 25 Utrecht .. 17 9 6 2 30-18 24 Maastricht. 17 9 4 4 29-24 22 Twente.... 16 9 3 4 32-14 21 Ajax...... 14 75 2 30-12 19 ... Hlynur Jóhannesson knattspyrnumaður sem leikið hef- ur með Víði I Garði hefur ákveðið að leika með UBK f 2. deildinni f knattspyrnu. ... Nú bendir allt til þess að Einar Páll Tómasson sem leikið hefur með Valsmönnum f Sam- skipadeildinni, leiki með sænska liðinu Degersfors á næsta keppnistfmabili. Einar Páll verður þá fjórði fslendingurinn sem leik- ur f sænsku úrvalsdeildinni, en fyrir eru þeir Arnór Guðjohnsen og Gunnar Gfslason sem leika með Hácken og Hlynur Stefáns- son með Örebro. ... Tvfsýnt er um hvort Júlfus Jónasson, landsliðsmaður f handknattleik, geti leikið með landsliðinu f Lotto Cup f Noregi, en mótið hefst um helgina. Július fékk högg á hné á æfingu meö félagsliði sfnu f Frakklandi og hefur ekkert getað æft f tfu daga. Hann er þó f meðferð vegna meiðslanna og ekki mun þess langt að bfða að hann verði góð- ur á ný. ... Núverandi þjálfari Real Sociedad, John Toshack, hefur náð bestum árangri allra þjálfara hjá félaginu. 1-0 sigur á Atl Madrid fyrir um viku sföan var 111 sigur félagsins undir stjórn Toshacks og er það met. ... Júgóslavneski stórklúbb- urinn Rauða Stjarnan, sem um langt árabil hefur verið eitt besta félagslið heims og meðal annars varð heimsmeistari félagsliða fyr- ir um ári sföan, rambar nú á barmi gjaldþrots. Liðið hefur, vegna borgarastyrjaldarinnar f Júgóslavíu, tapað um 40 milljón- um punda, eða um fjórum millj- örðum. Liðið tapaði 20 milljónum punda, sem stjórnendur liðsins héldu að þeir fengju fyrir sölu á leikmönnum, en vegna sam- skiptabanns SÞ hafa greiðslurnar ekki borist. Aðrar 20 milljónir punda töpuðust vegna banns við þátttöku f Evrópukeppninni f knattspyrnu. ... Þýska liftió Bayern Munc- hen hefur ákveðið að veita fyrr- um þýska landsliðsmanninum Thomasi Berthold, frfa sölu. Hon- um hefur gengið mjög illa með liðinu, frá þvf hann kom til liðsins frá Roma árið 1991. ... Hristo Stoichkov búlg- arski leikmaðurinn hjá Barcelona er ekki ánægður með niðurstöðu sem fékkst á dögunum f kjöri knattspyrnumanns Evrópu, en þá var Marco Van Basten kjörinn, en Stoichkov varð f öðru sæti. Stoichkov táraðist þegar hann frétti þetta. „Mér finnst ég hafa verið rændur. Ég er viss um að ef ég hefði verið frá öðru landi en Búlgaríu þá hefði enginn getað litið fram hjá mér f kjörinu. Þá velti ég því fyrir mér hvort þeir sem kjósa viti nokkuð um það hvað er að gerast f heiminum. Það er ótrúlegt að 11 af 29 sem greiddu atkvæði skuli ekki hafa sett mig meðal fimm efstu f kjör- inu,“ sagði Stoichkov þegar hann frétti af kjörinu. Körfuknattleikur: NBA fréttir Úrslit leikja í bandarísku NBA deild- inni í fyrrinótt: Atlanta-Charlotte........102-100 Indiana-Washington........116-96 Dallas-Detroit...........113-103 Portland-Milwaukee........119-92 San Antonio-Denver.......121-110 Houston-Sacramento........102-96 Landslið íslands í handknattleik: Leikmenn Vals og FH á Lotto-Cup Nú er Ijóst að þeir fimm Ieikmenn sem Þor- bergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari hafði valið úr röðum Vals og FH munu fara með lið- inu til Noregs þar sem það tekur þátt í Lotto- Cup. Stjómir handknatUciksdeilda FH og Vals höfðu áður lagt bann við því að þesstr lcik- menn færu með vegna deilna um leikdaga við mótanefnd HSÍ. I fyrrakvðld voru haldnir fundir þar sem reyna átti til þrautar að leysa málið og eftir margra tíma fundahöld tókst að gera það. Félögin Ieyfa þátttÖku leikmanna sinna f ferðinni, gegn uppfylltum skilyrðum sem forráðamenn þeirra munu skýra á blaða- mannafundi sem boðað hefúr verið til í dag. Þorbergur Aðalstelnsson og Einar Þorvarö- arson geta því andað léttar þar sem þeir geta farið með þá leikmenn sem þeir völdu til ferð- arinnar. Þátttakan f mótinu er mjög mikilvæg fyrir liöiö, en hún er stór liður í undirbúningi þess fyrir HM f Svíþjóð í mars næstkomandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.