Tíminn - 21.01.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.01.1993, Blaðsíða 12
t Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTTOG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 ! jp: HOGG- Z* DEYFAR Verslið hjá fagmönnum 3 m ., UJ varahlutir HamarsböfÓa 1 - s. 67-6744 ] Tímiiin FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR1993 Einu ytri skakkaföll borgarsjóðs stafa af ríkisstjórn Davíðs Oddsonar: Hlutfallslega hálfu meiri halli er hjá borg en ríki „Borgarsjóði er lokað með hlutfallslega helmingi meiri halla en rðdssjóði," segir Sigrún Magnúsdóttir. Eins og kunnugt er var fjárlögum ríkisins lokað með 6 milljarða króna halla en þau eru u.þ.b. níu til tíu sinnum meirí að vöxtum en fjárlög borgarsjóðs. „Til að loka borgarsjóði þarf að taka erlent lán upp á 1.300 millj- ónir og myndi það samsvara halla upp á 12 til 13 milljarða kr.,“ segir Sigrún. 1 framhaldi af þessu veltir hún fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst hjá borginni. „Við höfum ekki orðið fyrir neinum ytri skakkaföllum nema þá að fá ríkisstjórn Davíðs Oddssonar til valda í landinu. Þetta eru heimatilbúin vandræði," segir Sigrún. Hún telur að skýring- una sé að finna í umframeyðslu síðustu ára og bendir á að fjár- hagsáætlanir borgarinnar hafi í raun verið falskar þar sem allt- af hafi verið gert ráð fyrir meiri tekjum en raun varð á. „Þegar tekjurnar fara minnk- andi út af minni umsvifum fyr- irtækja og almennings er ekki hægt að látast og fela þessa umframeyðslu,“ segir Sigrún. Hún segist miða sínar tillögur við raunhæft mat og vill að borgarstjórn feli kjömum skoðunarmönnum borgar- reikninga og borgarendur- skoðun að gera úttekt á reikn- ingum borgarinnar fjögur síð- ustu árin. „Þeir eiga að gefa borgarstjórn skýrslu um athuganir sínar og finna viðhlítandi skýringar á einstökum frávikum bæði hvað varðar tekjur og gjöld,“ segir í tillögum Sigrúnar. -HÞ Sigrún Magnúsdóttir Krítarkortin mesti hvalreki á fjörur atvinnurekenda. Vestmannaeyjar: Búið að slæva verkfallsvopnið „Ég held aö mesti hvalrekinn á fjörur atvinnurekenda hafi verið krítarkrot- in. Af þeim sökum er nánast ekki hægt að fara í verkfall lengur og búið að slæva það vopn með kortunum. Pólk er fyrirfram búið að éta upp það litla kaup sem það hefur og er orðið ánauðugt þessum kortum,“ segir Jón Kjart- ansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Um n.k. helgi mun forusta ASÍ gær, kynnti forustan þær hugmyndir sækja Eyjamenn heim til að kynnast viðhorfum þeirra til komandi við- ræðna um kaup og kjör og hvað leggja beri mesta áherslu á í þeim samningaviðræðum. Forustan hefur þegar sótt heim stjórnir verkalýðsfé- laga á Norðurlandi vestra og eystra og einnig á Suðurlandi. Stefnt er að því að ljúka yfirferðinni fyrir mán- aðamót. Á fundi miðstjórnar ASÍ í og þær áherslur sem fram hafa kom- ið á þessum fundum. En aðalkrafa verkalýðshreyfingarinnar er að end- urheimta fyrri kaupmátt og gegn at- vinnuleysi. Ennfremur hafa forystu- menn annarra samtaka launafólks fundað með forustu ASÍ til að bera saman bækur sínar um samflot í komandi viðræðum. Þótt engin ákvörðun hafi verið tekin, virðist margt benda til þess að vilji sé fyrir samstarfi meðal helstu samtaka launafólks. í lok mánaðarins munu formenn hinna einstöku verkalýðsfélaga og lands- og svæðasambanda innan ASI hittast og í byrjun næsta mánaðar mun kröfúgerðin liggja fyrir. Sam- kvæmt fyrri yfirlýsingum mun verka- lýðsforustan ekki ætla í samningaþóf við atvinnurekendur heldur fá úr því skorið hvort vilji sé til samninga fyr- ir miðjan næsta mánuð. Á móti kemur að nýsamþykkt fjár- lög gera ekki ráð fyrir neinum kaup- hækkunum í ár og af hálfu atvinnu- rekenda er öllum hugmyndum um launahækkanir vísað á bug, eins og endranær. -grh Lánskjaravísitalan mælir 6,5% verðbólgu í febrúar: Bygging- arvísitala hækkar um 0,1% Vísitala byggingarkostnaðar reynd- ist aðeins 0,1% hærri (189,8 stig) um miðjan janúar heldur en mán- uði áður. Síðustu tólf mánuði hefur byggingarkostnaður aðeins hækkað um 1,3%. Launavísitalan, sem Hagstofan reiknar einnig, reyndist 0,2% hærri en fyrir mánuði. Launavísitala janú- armánaðar, miðað við meðallaun í desember s.l., er 130,7 stig. Áður var komin fram 1,2% hækk- un á framfærsluvísitölu í janúar. Lánskjaravísitalan breytist í sam- ræmi við meðalbreytingu þessara þriggja vísitalna. Lánskjaravísitalan 3263 gildir því fyrir febrúarmánuð og er hún 0,5% hærri heldur en janúarvísitala. Umreiknað til heils árs svarar sú hækkun til 6,5% verð- bólgu. Eins og áður er komið fram hefði sú lækkun á endurgreiðslu virðis- aukaskatts vegna íbúðabygginga, sem alþingi samþykkti í lok síðasta árs, valdið um 3,2% hækkun bygg- ingarvísitölu. Það hefði aftur valdið rúmlega 1% hækkun lánskjaravís- tölunnar, sem þar með hefði orðið þrisvar sinnum meiri heldur en raunin er. - HEI Beðið úrskurðar Beðið er niðurstöðu félagsdóms í máli ríkisins gegn Sjúkraliðafélagi íslands og er úrskurðar að vænta í þessari viku. Eins og kunnugt er höfðaði fjár- málaráðuneytið mál fyrir félags- dómi gegn Sjúkraliðafélagi íslands þar sem það telur vinnustöðvun þess ólögmæta. Þá metur dómurinn einnig réttmæti þess hvort sjúkra- liðar tapi einhverju af launum sín- um vegna aðgerðanna. Áður hafði hæstiréttur úrskurðað að félagsdómur hefði lögsögu í mál- inu en sjúkraliðar vildu ekki fallast á það í upphafi. ...ERLENDAR FRÉTTIR... PALE, Bosníu Bosníu-Serbar samþykkja friöaráætlun Uppreisnarmenn Bosníu-Serba sam- þykktu í gær friöaráætlunina frá Genf og veittu leiötoga sínum, Radovan Karadz- ic, meiri stuöning en búist var við. At- kvæði á heimatilbúnu þingi þeirra um fyrsta stig friöaráætlunarinnar féllu 55 meöog 15ámóti. SARAJEVO Friöarráöstefnan heldur áfram Ákveöiö er aö ráðstefnan i Genf um leiöir til aö koma á friöi I Bosniu- Herz- egóvinu, taki aftur til starfa nk. laugar- dag, aö þvl er talsmaður ráöstefnunnar sagði f gær. ZAGREB Vance og Owen til Sarajevo Alþjóölegu friöarsáttasemjaramir Cyrus Vance og Owen lávarður flugu til Sarajevo I gær, eftir aö hafa tafist vegna þoku, til aö reyna aö binda enda á bar- daga bandamannanna aö nafninu til, múslima og Króata. Leiðtogi Bosnlu- Króata, Mate Boban, gaf á sama tlma sinum mönnum skipun um aö hætta bardögum viö múslima f deilu vegna landaskiptingar I bráöabirgöa-Genfar- sáttmálanum. WASHINGTON Bill Clinton 42. forsetinn Demókratinn Bill Clinton sór I gær emb- ættiseið sem 42. forseti Bandarikjanna. Þar með veröa kynslóðaskipti I valda- stólum sem áhyggjufull heimsbyggö fylgist meö á sama tíma og Irakar bjóða vopnahlé. BAGDAD írakar hlakka yfir forseta- skiptum Irakar, laskaöir en óbugaðir eftir algeran ósigur I Flóastriöinu fyrir næstum tveim ámm, hlökkuðu I gær yfir brottför Ge- orge Bush úr forsetastóli og fögnuöu eftirmanni hans meö .velvildar' vopna- hléi. Vopnahléö viröist enn halda og S.þ. tilkynntu að þær myndu taka Iraka á oröinu og hefja aftur flug meö vopna- eftiriitsmenn til Bagdad. BRUSSEL írakar vilja aftur eölileg samskipti Sendiherra Iraks i Belgiu sagöi I gær aö land hans væri reiöubúið aö koma sam- skiptum viö Bandaríkin aftur I eölilegt horf. TEHERAN Khameinei fordæmir Bandaríkin Æösti leiötogi Irans, Ajatolla Ali Kha- menei, réðist I gær á Bandarikin og vestræna bandamenn þeirra fyrir aö ráðast á Irak og sagöi að bandariskum stjómvöldum yröi .refsaö fyrir syndir sinar." PARlS Frakkar deila á Bandaríkin Frakkar sökuöu I gær Bandarikin um aö hafa gengið lengra en ályktanir S.þ. leyfa sl. sunnudag meö þvi aö skjóta stýriflaugum á úthverfi Bagdad. Þetta er enn sem komiö er alvariegasti brestur- inn I samstarfi bandamanna frá Flóa- strlöinu. MARJ AZ-ZAHOUR, Libanon Palestínumennirnir ákalla Clinton Palestínumennirnir aimlega 400 sem fsraelar ráku úr landi, ákölluöu i gær forsetaefniö Bill Clinton á embættis- vlgsludegi hans um að leggja af ,tvl- skinnungsstefnu” Bush- stjórnarinnar og þrýsta á aö þeir fái strax aö halda heim. I JERÚSALEM varaöi sendi- maöur S.þ. Israela viö aö öryggisráöiö væri búiö aö missa þolinmæöina vegna þess aö þeir neita aö flytja aft- ur heim Palestlnumennina sem þeir ráku til Llbanon. DENNI DÆMALAUSI ©NAS/Distr. BULIS JEtH hann vilji ekki fá að sjá veiðileyfið okkar?“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.