Tíminn - 24.03.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.03.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. mars 1993 Tíminn 7 llla farið með nemendur af erlendum uppruna í íslenskum skólum: Dembt inn í bekki og skilja ekki orð Um tvö hundruð nemendur af erlendu bergi brotnu þurfa sértíma í íslensku en er þess í stað dembt inn í íslenska bekki þar sem þeir skilja ekki neitt og eru háðir sérkennslukvóta skólans með úrlausn. Ráðherra menntamála svarar ekki áliti nefndar sem hann sjálfur lét skipa sem vill koma þessum málum í sama horf og á Norðurlöndum en til þess þarf rúmar 40 millj. kr. á ári. í Reykjavík er einni kenn- arastöðu, eða 30 tímum á mánuði, varið í sérkennslu þessara nem- enda. Ingibjörg Hafstað átti sæti í nefnd sem menntamálaráðherra skipaði í vor sem leið til að fjalla um fræðslu fyrir útlendinga sem hafa sest að hér á landi. „Nefndin skilaði af sér í sept- ember en síðan hefur ekkert heyrst frá menntamálaráðherra," segir Ingibjörg. Hún bætir við að nefndin hafi beðið um viðtal við ráðherra um leið og skýrslunni var skilað en því hafi ekki verið sinnt. Ingibjörg bendir á að það eina sem ráðherra hafi gert var að skipa hana sjálfa í hálfa stöðu til að sinna þess- um málum. „Gert var ráð fyrir tveimur starfsmönnum í fullu starfi í ráðgjafamiðstöð. Mín staða var hugsuð sem byrjun þess að koma miðstöðinni á fót en henni er ætlað að nýta það kennsluefni sem til er, kortleggja vandann og ráðleggja kennurum sem hafa útlend börn í sinni umsjón," segir Ingibjörg. Hún segir að nefndin hafi m.a. komist að þeirri niðurstöðu að böm af erlendum uppruna þyrftu að eiga kost á 240 stunda íslenskunámi í upphafi dvalar áður en þau fari í skólana eða með skólanum. „Við lögðum til að það yrði veitt í þetta 43 millj. kr. á ári til að standa straum af kennslu barna sem og fullorðinna," bætir hún við en eins og áður segir hafa engin viðbrögð komið frá ráðherra við þeirri beiðni. Ingibjörg segir að um 200 börn af erlendum uppruna þurfi á einstak- lingskennslu í íslensku að halda. Hún segir að það sé stöðugt að bæt- ast í þennan hóp. „Hér em eingöngu erlendu börnin en hér eru ekki þau íslensku böm sem hafa verið lengi Þingflokkur Alþýðubandalags leggur fram frumvarp um réttindi at- vinnulausra: Allir fái bætur og biðtími falli niður í gær kynntu forsvarsmenn Alþýðubandalagsins frumvarp um rétt- indi atvinnulausra sem allur þingflokkurinn stendur að. Þar er m.a. gert ráð fyrir að allir sem ekld hafi vinnu fái bætur og svokallaður 16 vikna biðtími falli niður. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna breytinganna kosti einn til einn og hálfan milljarð króna sem myndi falla á ríkissjóð. Að frumvarpinu standa allir þingmenn Alþýðu- bandalagsins. í greinargerð með því eru raktar helstu breytingar sem það myndi hafa í för með sér. Þar er m.a. talað um að allir eigi rétt á atvinnuleysisbótum hvort sem þeir hafa verið í stéttarfélögum eða ekki. Þá er lagt til að sextán vikna tími án bóta falli niður og þar með séu ekki lengur tímamörk á því hversu lengi einstaklingur geti fengið atvinnuleysisbætur. Einnig er bent á að hinn atvinnulausi haldi bótarétti þrátt fyrir veikindi. í frum- varpinu er einnig bent á nauðsyn þess að hækka bætur fyrir hvert bam á framfæri umsækjanda úr 85 kr. á dag í 240 kr. Tálað er um að þjónusta við at- vinnulausa verði á einum stað í hverju umdæmi en hún er nú víða á þremur stöðum. Jafnframt er lagt til að Landssamstarf vinnumiðlunar- skrifstofa verði í einni miðstöð sem hafi heildaryfirlit yfir vinnumarkað- inn á hverjum tíma. Þá er gerð tillaga um að opna, frek- ar en nú er gert, rétt atvinnulausra til að stunda reglulegt nám á at- vinnuleysisbótum uns Lánasjóður íslenskra námsmanna tekur við. Lagt er til að sá sem hefur nám eða tekur þátt í viðurkenndri starfsþjálf- un á atvinnuleysistíma geti haldið bótum í allt að sex mánuði í stað sex vikna nú. Að sex mánuðunum lokn- um er stjóm sjóðsins heimilt að breyta stuðningnum í lán þannig að viðkomandi verði í svipaðri stöðu og þeir sem fá lán úr Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. Á fundinum kom fram að talið er að hvert þúsund atvinnulausra kosti 600 milljónir í atvinnuleysisbætur. Jafnframt var bent á að atvinnuleys- isbætur ættu að vera almenn mann- réttindi sem fólk eigi að fá óháð því hvort viðkomandi er aðili að stéttar- félagi eða ekki. Þá er og iagt til að ríkissjóður greiði sérstaklega þann umframkostnað sem frumvarpið hefði í för með sér. Sinfóníuhljómsveit íslands: íslenskt tón- verk og slag- verksverk Sjöundu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í gulri tónleikaröð verða í Háskólabíói annað kvöld. Á efnisskrá er Langnætti eftir Jón Nordal, Konsert fyrir slagverk og hljómsveit eftir André Jovlivet og Sinfóma nr. 4 eftir Johannes Brahms. Stjórnandi verður Avi Ostrowskij, rússneskættaður ísraelsmaður og núverandi aðalstjómandi Norsku útvarpshljómsveitarinnar í Osló. Einleikari verður Maarten van der Valk slagverksleikari en hann starf- aði með Sinfóníuhljómsveit íslands um árabil. Maarten van der Valk slag- verksleikari verður einleikarí á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar fslands annað kvöld. erlendis og eru að koma heim,“ seg- ir Ingibjörg og telur hóp barnanna vera nær 500 að tölu. Hún segir að íslenskukennsla fyrir útlend börn hafi verið tekin af sér- kennslukvóta viðkomandi skóla. „Það hefur komið fram að skólarnir þurfa allan sinn kvóta í sérkennslu- mál af því að hann var naumt skor- inn fyrir. Það er hins vegar ekkert skipulag á kennslunni fyrir þessi börn og hver skóli reynir að bjarga sér sem best hann getur,“ segir Ingi- björg. Ingibjörg bendir á að með EES- samningnum hafi ísland skuld- bundið sig til að veita börnum af er- lendum uppruna kennslu við hæfi og því þurfi að fara að taka á þessum málum. Hún telur að íslendingar séu eftir- bátar Norðurlandanna þar sem t.d. í Noregi eigi flóttafólk rétt á 500 tím- um í norsku en innflytjendur 240 tímum. „Hér fær fullorðna fólkið ekki neitt og verður að greiða fyrir sína tíma sjálft," segir Ingibjörg. Til viðbótar þessum 240 tímum sem m.a. böm fá í Noregi em þau sett í sérstaka móttökubekki að sögn Ingibjargar en það er sammerkt öll- um Norðurlöndunum nema íslandi. „Hér er bömunum dembt inn í bekkina. Þau sitja þar meira og minna án þess að skilja nokkurn skapaðan hlut,“ segir Ingibjörg. Hún segir að kannanir sýni að t.d. börn frá fjarlægum heimshlutum þurfi 5 til 7 ár áður en þau geti nýtt sér kennslu til fulls á nýja málinu. Þá bendir hún á að sömu kannanir leiði í Ijós að félagsleg vandamál geti fylgt þessum börnum, fái þau ekki sem fyrst úrlausn sinna mála. -HÞ Eldfjallið Gu- agua Pichincha í Equador: Tveir ungir eldíjallafræðingar frá Equador Iétust fyrir skömmu þegar þeir voru að safna sýnum úr gíg eldfjallsins Guagua Pic- hincha í Equador. Mennimir voru að taka sýni og mæla virkni úr gíg fjallsins þegar það skyndi- lega gaus og aska og gijót þeytt- ist í þá og létust þeir samstund- is. Lík þeirra fundust gígharatinum snemma eftir. Þetta er f annað sinn á tiltölu- lega stuttum tíma að jarðfræð- ingar láta lífið þegar eldíjall gýs. í Kólumbíu fyrir nokkram vik- um létust níu jarðfræðingar þegar eldijallið Galeras, sem þeir voru að rannsaka í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu gaus óvænt þegar mennimir voru ofan í gíg þess. Guðmundur Sigvaldason, forstöðumaður Norrænu eld- ijallastöðvarinnar, var meðal þeirra scm sóttu ráðstefnuna í Kólumbíu og hafði verið á gíg- barmi Galeras skömmu áður en það gaus. Að sögn Guðmundar er ekki hægt að rekja þessi hörmulegu slys til fífldirfsku jarðfræðinga, heldur segir hann að frekar mættl segja að þetta endurspeglaði það að fleiri eru að fást við eldfjallarannsóknir á virkum eldstöðvum en áður. Hann sagði þó að það að jarð- fræðingar ientu f gosi tvisvar á stuttum tíma væri fyrst og fremst ótrúleg tilviljun. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir Ragnheiður Sveinbjömsdóttir, fyrr- um bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, er lát- in. Hún er fædd að Þinganesi í Borg- arfirði 1936. Foreldrar hennar voru Þórdís Gunnarsdóttir og Sveinbjöm Bjömsson bóndi. Ragnheiður starfaði lengi í Sam- vinnubankanum í Reykjavík. Hún tók virkan þátt í störfum fyrir Framsókn- arflokkinn og var um skeið bæjarfull- trúi í Hafnarfirði en þar bjó hún. Hún var varaþingmaður í Reykjaneskjör- dæmi og sat um árabil í miðstjóm og framkvæmdastjóm Framsóknar- flokksins. Er þá ógetið annarra félags- og trúnaðarstarfa sem Ragnheiður gegndi um ævina. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps: Styður Halldór Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandar- hrepps hefur samþykkt eftirfarandi ályktun í tilefni ummæla Halldórs Blöndal samgönguráðherra um göng undir Hvalfjörð og vegagerð um Geldingadraga og Hestháls. „Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandar- hrepps lýsir fullum og eindregnum stuðningi við ummæli og hugmynd- ir samgönguráðherra um nauðsyn þess að endurbæta veginn fyrir Hvalfjörð og byggja upp varanlegan veg um Geldingadraga og Hestháls. Hreppsnefndin bendir á, að vegur- inn um Geldingadraga og Hestháls er og verður mjög fjölfarinn, hvað sem líður göngum undir utanverð- an Hvalfjörð. Jafnframt lýsir hreppsnefndin stuðningi við þá hugmynd, að byggð verði brú á Hvítá hjá Stafholtsey. Slík brú ásamt varanlegum vegi um Bæjarsveit, Hestháls og Geldinga- draga suður í Hvalfjörð myndi stytta leiðina til Norðurlands og Vestfjarða til mikilla muna og tengja auk þess betur saman byggðir í Borgarfirði. Slfk vegagerð yrði tvímælalaust arð- söm og hagkvæm og kæmi öllum vegfarendum til góða, sem eiga leið um hinar fögru byggðir Borgarfjarð- ar.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.