Tíminn - 01.04.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.04.1993, Blaðsíða 2
2 Tfminn Fimmtudagur 1. apríl 1993 Kæra Ólafíu Áskelsdóttur vegna uppsagnar hjá ríkissjónvarpi: Vísað til lögmanns (Jtvarpstjóri hefur þegar hafnað til- mælum jafnréttisnefndar um að hann dragi til baka uppsögn Ólafíu Askelsdóttur hjá Sjónvarpi. Vegna þess hefur nefndin vísað málinu til lögmanns. Ráðhús- tónleikar Lúðrasveitin Svanur verður með vortónleika í ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag 3. aprfl og hefjast þeir kl. 17. Leikin verður létt tónlist og má þar nefna Original Dixieland Concerto eftir John Warrington og The TVpewriter eftir Leroy Anderson. Einleikari á ritvél í síðastnefnda verkinu er Jóhann Gunnarsson. Þetta kemur ffam í frétt frá jafn- réttisráði. Þar er bent á niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála þar sem talið er að brotið hafi verið gegn lög- um um jafna stöðu og rétt kvenna og karla með uppsögn Ólafi'u. Þeim tilmælum er beint til útvarpsstjóra að hann afturkalli hina ólögmætu uppsögn eða finni aðra lausn á mál- inu sem kærandi geti sætt sig við. Þá er sagt að þar sem útvarpsstjóri hafi þegar hafnað þessum tilmælum hafi verið ákveðið að vísa málinu til lög- manns. í fréttinni er vikið nokkrum orðum að umfjöllun fjölmiðla um málið. Sagt er að málið snúist ekki um kyn- ferðislega áreitni á vinnustað eins og komið hafi fram í fjölmiðlum heldur fjalli um uppsögn úr starfi og skyldu atvinnurekanda til að búa starfs- mönnum sínum, konum og körlum, viðunandi vinnuaðstæður og vinnu- skilyrði. ,.Við höfum sýnt þessu verkefnl tekínn tíma og í tilraunaskyni tfl forgang og einkum þegar sveitar- áhuga og teljum að það sé far- að taka að sér framkvæmd nýrra félög á stóru svæði sameinast sælla að færa stjómunarþáttlnn, verkefna, að vera undanþegin til- Bæjarstjórinn á Akranesi segir til dæmis í málefnum sjúkrahúss teknum ákvæðum laga og reglu- að þótt sameining við önnur og heilsugæslu, fatlaðra, grunn- gerða sem kveða á um skyldur sveitarfélög sé ekki uppá borðinu skóians og jafnvel framhaldsskól- sveitarstjóma og takmarka sé Akranesbær vel yfir öllum ans, nær fólkinu en að hafa hann ákvörðunarvald þeirra, að reyna stuðlum hvaö varðar stærð. í ráðuneytum. Auk þess teljum nýtt rekstrar- og fjármögnunar- Einnig sé mjög skynsamleg við að tilfærsla þcssara veritefna fyiirkomulag í tílteknum mála- stefna að stuðla að fækkun og til sveitarfélagsins og margfbld- flokkum og þróa nýjungar í stækkun sveitarfélaga, úr nokkr- unarahrif þess geti stuðlað að stjómsýslu. um hundrðum í 30-35, og telur 0ölgun atvinnutækifæra innan Fyrir utan Skagamenn hafa bæjarstjómin að hlutaðeigandi bæjarfélagsins og muni efla gras- sveitarstjómarmenn á norðan- aðilar eigi ekki að vera hræddir rótarlýðræðið á kostnað svo- verðum Vestfjörðum sýnt áhuga á \nð breytingar þótt þær kunni að nefndra kerfiskaria," segir Gísli að vera með í þessari tilraun, vera stórar í sniðum. Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. einnig bæjarstjóm Hafnarfjarðar, Jafnframt sé stofnun reynslu- í lokaskýrslu sveitarfélaga- Skagfirðingar, Rangárvallasýsla, sveitarfélaga ein leið til að stuðla nefndar er lagt til að unnið verði A- Skaftafellssýsla og jafnvel að frekari tilfærslum opinberra að stofnun fimm reynsluswitar- fleiri. HJnsvegar munu þau sveit- stofnana frá höfuðborgarsvæð- félaga þannig að sveitarfélög fái á arfélög sem sækja um verkefnið í inu. grundvelli umsókna heimiid í til- tengslum við sameiningu hafa -grh Lionsklúbbur gefur börnum endurskinsborða: Bart Simpson á Hólmavík Kirkjukór Hólmavíkur á æfingu á kórtoftinu í Hólmavíkurkirkju. Stjómandi kórsins, Krisztína Szklenár við oraelfö. Kirkjukór Hólmavíkur undirbýr utanlandsferð í vor: Hólmvíkingar fara til Ungverjalands Seint í júní mun kirkjukór Hólmavíkur halda í tónleika- og skemmtiferð til Ungvetjalands og stendur undirfoúningur nú sem hæst. Þegar fréttaritari Tímans leit við á kórloftinu í Hólmavíkurkirkju eitt kvöldið í vikunni var kirkjukórinn þar á æfingu en kórinn hefur æft tvisvar í viku í allan vetur. Ungverjalandsferðin í vor verður fyrsta utanlandsferð kórsins en á undanfömum árum hefur kórinn sungið á nokkrum stöðum hérlend- is. Lagt verður upp í ferðina þann 19. júní og komið heim tíu dögum síðar. Helsti viðkomustaður kórsins í ferðinni verður borgin Györ en hún er ein af stærstu borgum Ungverja- lands. Einnig verða aðrir landshlut- ar skoðaðir, svo og tónlistarborgin Vín í Austurríki. Reiknað er með að um þrjátíu kór- félagar taki þátt í Ungverjalandsferð- inni en með mökum og öðmm fylgi- fiskum verða ferðafélagarnir nærri fimmtíu talsins eða um 10% af íbú- um Hólmavíkurhrepps. Stjómandi Kirkjukórs Hólmavíkur er Krisztína Szklenár en hún tók við kómum haustið 1990 þegar hún var ráðin skólastjóri Tónskóla Hólma- víkur- og Kirkjubólshreppa. Krisz- tína er frá Györ og verður hún farar- stjóri í Ungverjalandsferðinni ásamt eiginmanni sínum, Zoltán Szklenár tónlistarkennara. Formaður Kirkju- kórs Hólmavíkur er Bima Richards- dóttir. Texti og myndir: Stefán Gíslason, fréttaritari Tímans á Hólmavik. Á dögunum heimsótti fulltrúi Lionsklúbbs Hólmavíkur yngstu bekki grunnskólans á staðnum í lög- reglufylgd og færði nemendum end- urskinsborða að gjöf. Framvegis mun Lionsklúbburinn gefa nem- endum 1. bekkjar endurskinsborða árlega þannig að böm á Hólmavík ættu að sjást vel í skammdegis- myrkri næstu ára. Bart Simpson slóst í för með Lions- manninum og lögreglumanninum og heimsótti skólabömin í tilefni af afhendingu endurskinsborðanna. Næstu vikur mun Bart halda til í skólanum á Hólmavík og dveljast í viku í senn í þeim bekk sem hefur verið duglegastur við að bera endur- skinsborða daginn á undan. Þessa dagana gæta bömin þess vel að borðamir séu á sínum stað þegar lagt er af stað í skólann því að flest vilja njóta nærveru Barts sem lengst Nemendur 1. bekkjar grunnskólans á Hólmavík með nýju endur- skinsborðana frá Lionsklúbbnum. í öftustu röðinni eru Benedikt G. Grímsson Lionsmaður, Bart Simpson, Höskuldur B. Erlingsson lögreglumaöur og Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir kennari 1. bekkjar. Höskuldur B. Erlingsson, lögregluvarðstjóri á Hólmavík, með nýja endurskinsborða frá Lionsklúbbnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.