Tíminn - 01.04.1993, Side 3

Tíminn - 01.04.1993, Side 3
Fimmtudagur 1. apríl 1993 Tíminn 3 Þingmenn Framsóknarflokks leggja fram frumvarp um eftirlaunasjóði: Valfrelsi í lífeyris- kerfinu verði aukið Cuöni Ágústsson, Finnur Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson, þingmenn Framsóknarílokksins, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um eftirlaunarétt- indi launafólks. í því er gert ráð fyrir að allt launafólk greiði í eftirlaunasjóð en velji eftiriaunasjóðinn sjálft og jafnframt þá lágmarksvátiyggingavernd sem henti að tilteknu lágmarki slepptu. Frumvarpið er ítarlegt, upp á 48 greinar, og því fylgir ítarleg greinar- gerð. Að samningu þess hafa komið margir sérfræðingar. Frumvarpið kveður á um stofnun svokallaðra eftirlaunasjóða sem hafa það í fyrsta lagi eingöngu að mark- miði að veita viðtöku eftirlauna- framlögum frá launamönnum til sameiginlegra fjárfestinga í verð- bréfúm eða fasteignum samkvæmt fyrirfram kunngerðri fjárfestinga- stefnu og sjá launamönnum fyrir vá- tryggingavemd samkvæmt reglu- gerð viðkomandi eftirlaunasjóðs. í öðru lagi er það markmið eftirlauna- sjóðs að greiða launamanni eftir- laun og vátryggingabætur eftir þeim reglum sem fram koma í reglugerð viðkomandi sjóðs. Gert er ráð fyrir að eftirlaunasjóður kaupi lágmarks- vátryggingavemd sem er skylda samkvæmt frumvarpinu eða víðtæk- ari vemd af vátrygginga- eða líf- tryggingafélagi. Fmmvarpið gerir ráð fyrir að eftir- launaframlagið verði 13% en það er nú 10%. Það gerir einnig ráð fýrir að tvísköttun verði hætt, þ.e. að launa- maður greiði skatta af bæði tekjum og eftirlaunum. Gert er ráð fyrir að framlag launamanns í eftirlaunasjóð verði undanþegið tekjuskatti. Verði eftirlaunaframlag launþega 7% mun það kosta ríkissjóð 2,5 milljarða. í greinargerð með frumvarpinu er bent á að hægt sé að fara þá leið að minnka þetta framlag með því að beina framlagi launafólks í sjúkra- sjóð og orlofsheimilasjóð inn í eftir- launasjóð. Eignir mjög margra þeirra 88 líf- eyrissjóða sem nú starfa standa ekki undir skuldbindingum sjóðanna og engar lfkur em á að þeir geti unnið sig út úr vandanum með óbreyttu kerfi. 111 að gefa innsýn í þann vanda sem lífeyrissjóðakerfið stendur frammi fyrir má nefna að spár um fjölda 65 ára sem hlutfall af vinnu- fæm fólki á íslandi sýna að hlutfallið verður 33% árið 2040 en er um 16% í dag. Fmmvarp Guðna tekur ekki á þessum vanda. Um ástæður þess segir í greinargerð með frumvarp- inu að í mörgum tilvikum sé litið á ábyrgðir sem launa- eða starfskjör launamanna. í greinargerðinni er hins vegar bent á þær leiðir sem færar em, þ.e. skerðingu réttinda, hækkun iðgjalda og lækkun kostn- aðar. í árslok 1991 áttu lífeyrissjóðimir eignir upp á 157,5 milljarða króna. Iðgjöld það ár námu 14,5 milljörð- um og vaxtatekjur 11,4 milljörðum, Útgreiðslur árið 1991 námu 7,4 milljörðum og ráðstöfunartekjur ársins námu því 29,5 milljörðum. -EÓ Hjálparstofnun kirkjunnar kynnir páskasöfnun: Aðstoð við konur og börn Hjálparstofnun kirkjunnar kynnti í gær páskasöfnun til að hjálpa konum og börnum í Júgóslavíu. Markmiðið er að safna nærri 800 þúsund krónum til kaupa á varhlut í sónartæki. Þannig tæki er nauðsynlegt til alhliða skoðun- ar á konum sem hefur verið nauðgað. Greiðsluseðlum að upphæð 700 kr. hefur veríð dreift inn á öll heimili í landinu. Á fundinum kom fram að giskað er á að milli 20 til 70.000 konum hafi verið nauðgað í stý’rjöldinni og þá að- allega múslimakonum. Jónas Þóris- son, framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar, er nýlega kominn heim frá Júgóslavíu og að hans áliti er ástandið skelfilegt. Hann segir að þessu til viðbótar eigi um 650.000 flóttamenn vart til hnífs og skeiðar. Jónas segir að hjálp íslendinga hingað til hafi tekist mjög vel og rík- isframlag hafi m.a. verið notað til að gera upp skóla í Króatíu. Jónas vitnar til læknis sem hann hitti í Króatíu. Sá hafði haft með höndum um 200 konur sem hafði verið nauðgað. „Læknirinn sagði okkur frá „nýjasta tilfellinu" en það var 16 ára stúlka sem hafði komið fótgangandi yfir stóran hluta Bosníu. Hún var ófrísk og komin á fjórða mánuð og henni hafði verið nauðgað ásamt öðrum allt að sjö sinnum á dag. Hún var í fangabúðum þar sem vörubílsfarmar af hermönnum komu daglega," segir Jónas. Hann segir að þessar konur eigi ekki aftukvæmt í sitt fyrra samfélag og gangi þær með böm undir belti muni þær hafna þeim þegar þau fæð- ast. Hann segir að mikinn tíma og mikla sérfræðiaðstoð þurfi til að gera þessum konum lífið bærilegt á ný og það sé langtímasöfnunarmarkmið hjálparstofnana. „Tilbúinn í verkfall," segir Gunnar Guðmundsson: Dagsbrún þarf aö brjóta ísinn JÉg er tilbúinn að fara í verkfall vegna þess að það er ekki hægt að láta núverandi ástand viðgangast iengur, þessa kúgun og ofstæki í ríkisstjóminni. Menn eru hræddir og það þarf einhvera til að bijóta ísinn og Dagsbrún er best til þess,“ segir Gunnar Guðmundsson, verkamaður hjá Rafmagnsveitunni. Gunnar segir að það muni síðan koma í ljós hvort verkfall skilar hon- um og félögum hans einhverjum kjarabótum. Honum finnst samn- ingaviðræður aðila vinnumarkaðar- ins hafa gengið bæði hægt og illa og dauft yfir þessu öllu. „Nei, ég hef ekki farið áður í verk- fall og trúlega er það rétt að það sé heil kynslóð Dagsbrúnarmanna sem ekki hefur tekið þátt í verkföllum.“ Gunnar segir að ef stjóm Dags- brúnar ákveði að notfæra sér heim- ild til verkfalls og Iáti sverfa til stáls, sé ekki ólíklegt að félagið verði að standa eigin fótum í þeim slag. „Það verður sundmng í þessu og þá sérstaklega eftir að félagsmenn í BSRB og KÍ höfnuðu að veita stjóm- um sínum heimild til verkfellsboð- unar.“ Gunnar Guðmundsson. Timamynd Aml Bjama Gunnar segir að sér gangi afar illa að lifa af launum sínum og sé alltaf í mfnus. Þótt vinnan hafi minnkað ei- lítið hefur hans vinnuveitandi ekki notfært sér slæmt atvinnuástand til að ganga á kaup og kjör starfsmanna né á önnur samningsbundin og áunnin réttindi. -grh segir Halldór Guðmundsson verkamaður: ENGU AÐ TAPA „Ég vil verkfall, Halldór Guðmundsson. Timamynd Aml BJama „Ég vil í raun og veru fara í verkfall því ég hef engu að tapa, allt að vinna. Ég er jafnvei sjálfur að missa vinnuna og eitt- hvað verður maður að gera," segir Hall- dór Guðmundsson verkmaður. Halldór vinnur í öskunni hjá Þorbimi Tómassyni verktaka sem er með Kópa- vog, Garðabæ, Seltjamames og Mos- fellsbæ. Halldór segir að í öskunni, sorp- inu, séu menn femir að undirbjóða hverjir aðra og á þann hátt notfæri bæj- arfélögin sér erfitt atvinnuástand til að ná hagstæðari samningum við verktaka. Halldór segist aldrei áður hafe tekið þátt í verkfalli og auðvitað sé það spum- ing hvort eitthvað muni vinnast með slíkri aðgerð. Það sé þó í lagi að prófa það í núverandi stöðu. Hann segist ekki eiga von á því að nokkuð komi út úr yfir- standandi samningaviðræðum og telur að samþykkt félagsfundar Dagsbrúnar um heimild til verkfallsboðunar kunni að kveikja í öðmm félögum. Hann leig- ir íbúð og greiðir fyrir hana 35 þúsund krónur á mánuði. „Ég er á sléttu um hver mánaðamót og þarf yfirleitt strax að fá stóra upphæð í fyrirframgreiðslu.“ -grh Skíðavikan á ísafirði 1993 Rútuferðir miðvikudaginn 7. apríl frá Akureyri kl. 9,30 og frá BSl Reykjavík kl. 10,00. Til baka mánudaginn 12. apríl kl. 12,30. Einnig verður boðið upp á ódýran flutning á snjósleðum úr Reykjavík og gistingu. Á ísafirði verður margt um að vera þessa páskaviku, eins og t.d. Vélsleðamót, Páskaeggjamót, Furðufatadagur, Skíðagönguferðir, Flugeldasýning, Siglingu um Isafjarð- ardjúp, Leiksýning, Garpamót, Fonduekvöld í Skíðheim- um, Fjölskylduferð með snjóþotum og vélsleðum, Torg- sala, Flóamarkaður og Skíðaleiga. Á kvöldin verður áfram endalaust fjör með SSSól og KK Band, Unglingaskemmtun, Karaokekeppni, Kvöldvökur, Dansleikir, Pöbbakvöld í Krúsinni, Sjallanum, Víkurbæ, Vagninum, Frábæ og Hótel ísafirði. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Allrahanda í síma 67 13 13. Athugið að pantanir þurfa að berast tímanlega í gistingu og snjósleðaflutninga. Lausar kennarastöður haustið 1993 Flensborgarskólinn óskar að ráða kennara í eftirtaldar greinar á næsta skólaári: Eðlisfræði, stærðfræði, dönsku (forföll) og þýsku (forföll). Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Nánari upplýsingar veita skólameistari og aðstoðarskóla- meistari i síma 650400. Heimasímar 50560 og 24172. Skólameistari.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.