Tíminn - 01.04.1993, Qupperneq 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 1. apríl 1993
FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF
Vesturland — Borgarnes
Fundur með Steingrimi Hermanns-
syni, fbrmanni Framsóknarflokksins.
og Ingibjörgu Pálmadóttur alþingis-
manni verður haldinn I Félagsbæ,
Borgamesi, laugardaginn 3. april kl.
16.
Fundarefni: Átak til endurreisnar I at-
vinnu- og efriahagsmálum.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélögln I
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
Inglbjörg
30 ára afmælishóf Freyju
Mánudaginn 5. april n.k. eru 30 árfrá þvl að Freyja, félag framsóknarkvenna I
Kópavogi, var stofnað. I tilefni afmælisins verða Freyjukonur með opið hús að
Digranesvegi 12 á afmælisdaginn kl. 19.00-22.00.
Þangaö ere allir hjartanlega velkomnir. Góðar veitingar.
Stjóm Freyju
Framsóknarfélögin í Hafnarfirði
Opið hús aö Hverfisgötu 25 alla þriðjudaga kl. 20.30.
Komiö og fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö.
Framsóknarfólögln
Kópavogur —
Opið hús
Opiö hús eralla laugardaga Id. 10.00-12.00 aö
Digranesvegi 12. Kaffi og létt spjall. Sigurður Geirdal
bæjarstjóri veröur til viðtals.
Framsóknarfélögln
Slguröur
Reykjavík — Létt
spjall á laugardegi
Laugardaginn 3. aprll kl. 10.30-12.00 að Hafnarstræti 20, 3.
hæð, mætir Finnur Ingólfsson alþingismaöur og ræðir stjóm-
málaviðhorfiö og svarar fyrirspumum.
Fulltrúaráðlð
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða
minningargreinum í blaðinu, er bent á, að
þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum
fyrir birtingardag.
Þœrþurfa að vera vélritaðar.
Flnnur
Nýkomin haröviöarsending
Mahogany Brazil — Mahogany Utile Nigeria.
Hnota USA — Iroco — Askur — Eik — Beyki.
Einnig Mexi steinflísar, hvítar, gular, rauðar.
Fúgusement m/sama — Tidaholm flaggstengur m/öllu.
Austurlensk gólfteppi, handofin — Gólfparkett (Tarkett).
Arinofnar, mjög vandaðir.
BYGGIR hf., Lynghálsi 9. Sími 677190.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
Guðbjörg Hannesdóttir
fyrrverandi Ijósmóölr
Jörfa
verður jarösungin frá Kolbeinsstaöakirkju laugardaginn 3. aprll kl. 14.
Ólafur Agnar Jónasson Guörún Jónsdóttir
Hanna Jónasdóttlr
Helgl Jónasson Erla Slgurjónsdóttir
Ingibjörg Jónasdóttir Baldur Ólafsson
og barnabörn
_________________________II_________________________________/
Uppfærsla Máfsins á Höfn.
I leit að
lífshamingju
Leikfélag Homaijarðar sýnir um
þessar mundir leikritið Máfínn eftir
rússneska skáldið Anton Tsjekhov
(1860-1904) í leikstjóm Hlínar Agn-
arsdóttur, en verkið var fmmsýnt í
Sindrabæ föstudagskvöldið 12. mars
við fádæma góðar undirtektir áhorf-
enda. Frumsýningargestir klöpp-
uðu, stöppuðu og hrópuðu af hrifn-
ingu í lokin og var mál manna að
aðrar eins undirtektir hefðu félagar í
Leikfélaginu ekki fengið áður.
Hrifning sýningargesta var ekki að
ástæðulausu. Máfurinn er sígilt verk
sem fjallar um okkur sjálf, vonir
okkar og þrár. Hið mannlega er við-
fangsefni Tsjekhovs, leitin að því
sem gefur lífinu gildi. Leit mannsins
að sjálfum sér, að hamingju, lífsfýll-
ingu, er ævagömul. Fyrir þær sakir
er unnt að horfa á aldargamalt leik-
rit og þekkja þau vandamál sem per-
sónumar eiga við að glíma, skilja
leitina að einhverju sem ekki er
áþreifanlegt, skilja örvæntinguna
þegar vonimar bregðast, skilja hvers
vegna lífið sýnist einskis vert.
Aðalpersónur Máfsins eiga sér
drauma, sem þær leitast við að upp-
fýlla til að höndla hamingjuna.
Stóra spumingin er hins vegar hvað
er hamingja, hvað gefur lffinu gildi.
„Er það ástin, framinn, frægðin,
æskan?“ spyr Baldur Kristjánsson í
ágætum pistli í leikskránni. Eða em
hugmyndir okkar um hamingjuna
byggðar á röngum forsendum?
„Mikið hljótið þér að vera hamingju-
samur,“ segir Nína Mikhailovna við
rithöfundinn fræga TVigorin. Nína
lítur á frægð og hamingju sem eitt
og hið sama og að frægð Trigorins
og stundarhrifning á Nfnu gefi
henni sjálfri allt sem hana dreymir
um. Hamingjan er hins vegar ekki
endilega fylgifiskur frægðar, pen-
inga eða velgengni í starfi. Hamingj-
an kemur innan frá, hún er tilfinn-
ing sem við eigum sjálf þátt í að
skapa, en er ekki rétt að okkur af ut-
anaðkomandi aðilum eða atburðum.
„Maður verður að rækta garðinn
sinn,“ segir Birtingur í samnefndri
bók Voltaires, eftir að hafa þeyst um
heiminn þveran og endilangan.
Kannski er það einmitt þetta sem
Máfurinn segir okkur, við verðum
að rækta kosti okkar sjálfra, en ekki
fóma þeim á altari hégómans.
Tsjekhov vekur ótal spumingar í
Máfínum, en þegar allt kemur til
alls svarar hann fáum. Áhorfendur
geta hver um sig komist að niður-
stöðu um boðskap verksins, en eng-
in ein þarf að vera sú eina rétta.
Kosturinn við Máfínn er ekki síst sá
að hver getur séð sjálfan sig í ein-
hverju hlutverkanna, og þrátt fýrir
alvarlegan undirtón verksins er
stutt í gamansemina og sýningin
full af hnyttnum atriðum og tilsvör-
um.
Á sýningum áhugaleikhópa, þar
sem iðulega er skortur á hæfileika-
fólki, vill brenna við að einn eða
tveir leikarar valdi ekki hlutverkum
sínum og dragi þannig sýninguna
niður. Svo er ekki að þessu sinni, því
allir leikarar sýningarinnar stóðu
sig með miklum ágætum. Það á
bæði við um þá, sem árum saman
hafa tekið þátt í uppfærslum Leikfé-
lagsins, og hina sem minni reynslu
hafa.
Margrét Jóhannesdóttir átti stór-
góðan leik í hlutverki hinnar ofdekr-
uðu leikkonu Arkadínu, sem er
áhugalaus um allt annað en það sem
henni sjálfri er til framdráttar. Jón
Guðmundsson leikur Pétur, aldrað-
an bróður hennar, af öryggi. Ingvar
Þórðarson á ágætan leik að vanda,
nú sem Dom læknir. Dom horfir
raunsæjum augum á lífið og tilver-
una, hefur fýrir löngu fundið sinn
stað í lífinu. Þorvaldur Viktorsson
leikur rithöfundinn Trigorin af
miklu öryggi. Trigorin er ástmaður
Arkadínu, sem, eins og aðrir, dáist
að honum fýrir frægðina. Trigorin
væri því ekkert án frægðarinnar,
sem veitir honum litla hamingju.
Kristín Gestsdóttir fer ekki með
mikinn texta sem Pálína, en hrein
unun er að fýlgjast með hreyfingum
hennar og svipbrigðum þar sem hún
fer á kostum. Geir Þorsteinsson og
Kári Sölmundarson vom skemmti-
legir í hlutverkum sínum, einkum
Kári í hlutverki hins uppburðarlitla
kennara Médvédenkos. Björk Páls-
dóttir var sannfærandi sem hin
þunglynda Massja, en hún þrífst á
eigin óhamingju. Björk þurfti, líkt
og Kristín, að sýna tilfinningar sínar
með svipbrigðum og látæði og tókst
henni ekki síður vel upp. Snæfríður
Hlín Svavarsdóttir á góðan leik sem
hin saklausa Nína. Nína hrífst af
frægð TVigorins og er tilbúin að
fóma öllu til þess að þóknast hon-
um. „Geti líf mitt orðið þér til gagns,
þá komdu og taktu það,“ eru skila-
boð hennar til hans. TVigorin tekur
hana á orðinu og leggur líf hennar í
rúst „sér til dægrastyttingar". Leik-
ur Snæfríðar í lokaatriðinu, þrung-
inn tilfinningum, var sérlega góður.
Guðmundur Heiðar Gunnarsson
túlkar Konstantín, son Arkadínu.
Konstantín vill verða rithöfundur,
en gengur illa að fá viðurkenningu
þeirra sem hann þráir að veiti sér
eftirtekt. Konstantín er tilfinninga-
ríkur og hlutverkið því erfitt, en
Guðmundi tekst mjög vel að koma
tilfinningum hans til skila.
Leikmyndin er geysigóð og
skemmtileg. Hún er unnin á nýstár-
legan hátt, ljósrituð á stóra fleka
sem standa uppi alla sýninguna, þó
fremri leikmynd sé breytt á milli at-
riða. Leikmyndin sýnir fagurt lands-
lag og með notkun ljósabúnaðar er
unnt að breyta ásýnd þess þannig að
áhorfandinn hefur á tilfmningunni
að hann horfi á raunverulegt stöðu-
vatn í fjarska, sem seiðir hann til
sín. Sannarlega skemmtileg og
áhrifarík leikmynd.
Búningar eru vel valdir, einfaldir og
falla vel að leikritinu. Tónlistin í
verkinu er sérlega falleg. Einkar
skemmtilegt þótti mér að leikið var
á píanó í anddyri Sindrabæjar áður
en sýningin hófst. Leikskráin er vel
unnin, falleg, einföld og hefur á sér
gamalt yfirbragð.
Leikstjórinn, Hlín Agnarsdóttir,
hefur unnið geysimikið verk að
þessu sinni. Hún hefur gert miklar
kröfur til leikaranna og uppsker eft-
ir því. Sýningin er sigur íýrir hana
og ekki síður Leikfélag Homaíjarð-
ar, sem með þessu sýnir svo ekki
verður um villst að litlir áhugaleik-
hópar úti á landi eru fullfærir um að
takast á við verk gömlu meistar-
anna, þegar saman fer samstilltur
hópur leikara og leikstjóri sem hef-
ur þann hæfileika að ná því besta
fram í hverjum einstaklingi.
Skaftfellingar og aðrir þeir, sem
tækifæri hafa til að sjá sýningu Leik-
félags Homafjarðar á Máfínum, em
hvattir til að láta hana ekki fram hjá
sér fara.
Tíminn hf.
óskar eftir umboðsmanni í Vestmannaeyjum
frá T. maí 1993.
Upþlýsingar gefur Marta Jónsdóttir í
síma 98-12192
Erla Hulda Halldórsdóttir