Tíminn - 07.04.1993, Side 2

Tíminn - 07.04.1993, Side 2
2 Tíminn Miðvikudagur 7. apríl 1993 Tvíhöfðanefndin telur að kvótakerfið auki arðsemi í sjávarútvegi og styrki þar með sjávar- byggðirnar: Telur kvótakerfið ekki stuðla að byggðaröskun Tvíhöfðancfndin telur að kvótakerfínu hafí að ósekju verið kennt um ýmsar þær breytingar á byggðamynstri, sem orðið hafa hér á landi á síðustu árum. Nefndin viður- kennir að kvótakerfíð leiði til breytinga á byggðamynstri, en telur að slíkar breytingar muni eiga sér stað, sama hvaða stjórnkerfí er notast við til að stýra fískveiðum. Tvíhöfða- nefndin telur að kvótakerfíð auki arðsemi í sjávarútvegi og styrki þar með sjávarbyggðirn- ar. Frá því að kvótakerfið var tekið upp árið 1984 hafa Reykjanes og Reykjavík tapað samtals 5,4% af aflaheimildum sínum til annarra kjördæma. Norðurland eystra hef- ur aukið aflahlutdeild sína mest allra, eða um 3,3%. Af einstökum stöðum hafa Kópa- sker, Njarðvík, Kópavogur, Hvammstangi, Eyrarbakki, Hellis- sandur og Stöðvarfjörður tapað mestri aflahlutdeild. Kópasker hefur t.d. á þessum tæpa áratug tapað um 80% af aflahlutdeildum sínum. Sé litið á tapaðan kvóta í tonnum talið, kemur í ljós að Reykjavík og Keflavík hafa tapað langmest. Reykjavík hefur tapað um 8.500 tonnum frá árinu 1984 og Keflavík rúmlega 5.000 tonn- um. Njarðvík, Eskifiörður, ólafs- vík og Sandgerði töpuðu rúmlega 2.000 tonnum hvert. Þeir staðir, sem hafa bætt mestu við sig, eru Akureyri (13.000 tonn), Homafiörður (5.800 tonn), Grundarfiörður (4.000 tonn), Vestmannaeyjar (3.800 tonn), Ól- afsfiörður (3.000 tonn) og Rif (3.300 tonn). Blönduós og Mjói- Tafla 10.6. Hlutdeildir kjördæma í heildarkvótum botnfísks (þorskfgildi, heimahöfn fiskiskipa yfir 10 brl.). Kjördæmi 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1991/2 1992/3 Suðurland 13,5% 13,5% 13,8% 13,6% 14,0% 14,7% 15,2% 14,8% 14,4% 13,9% Reykjanes 18,1% 18,0% 17,0% 15,0% 16,2% 14,9% 15,9% 15,8% 15,3% 15,3% Reykjavík 11,6% 11,3% 10,8% 9,9% 8,4% 7,9% 8,2% 7,9% 9,0% 9,3% Vesturland 9,0% 9,0% 9,7% 9,9% 9,6% 9,3% 9,0% 9,4% 9,3% 10,1% Vestfirðir 13,6% 13,6% 13,9% 14,1% 14,2% 14,7% 14,0% .13,9% 13,8% 13,5% Norðurl. v. 6,1% 6,2% 6,3% 6,9% 7,4% 7,9% 7,6% 7,9% 7,2% 6,6% Norðurl. e. 14,9% 15,1% 14,8% 16,9% 16,7% 17,6% 17,1% 17,7% 18,4% 18,2% Austurland 13,2% 13,2% 13,7% 13,7% 13,5% 13,2% 12,9% 12,5% 12,7% 13,2% fiörður hafa hins vegar hlutfalls- lega bætt mestum aflaheimildum við sig. Tvíhöfðanefndin bendir á að breytingar verði á byggðamynstri óháð stjómkerfi fiskveiðanna. Hún nefriir ýmsar ástæður fyrir byggðaröskun f sjávarplássum og segir að menn hafi kosið að kenna kvótakerfinu að ósekju um þá röskun. Hún bendir á að gámaút- flutningur og sjófrysting hafi verið komin til fyrir daga kvótakerfisins. „Niðurstaðan er því sú, að þrátt fyrir að stjórnkerfi fiskveiða hljóti að hafa einhver áhrif á byggðaþró- un, þá sé a.m.k. enn sem komið er ógerlegt að lesa út úr því þróun í eina átt. Þannig virðist kerfið til þess fallið að styrkja byggðirnar í heild sinni, en um leið getur það leitt til þess að einstök byggðarlög verði að sjá á bak kvóta sínum. Þegar hins vegar þannig er háttað að afkastagetan er of mikil, bæði í veiðum og vinnslu, þá getur ekk- ert kerfi komið í veg fyrir röskun í byggðamynstri. Undir slíkum kringumstæðum er einhver rösk- un óhjákvæmileg." Nefndin fiallar um þann kost að stýra veiðunum með úthlutun byggðakvóta. Hún hafnar alfarið þeim kosti. Nefndin segir að erfið- leikar séu samfara því að fram- kvæma slíka stýringu. Spyrja verði hvort binda eigi kvótaúthlutun við höfn, sveitarfélag, landshluta eða kjördæmi. Nefndin er einnig and- víg hugmyndinni efnislega. Hún telur óskynsamlegt að binda nú- verandi útgerðarmynstur í sessi til langframa. -EÓ Ungir sjálfstæðismenn eru ekki að öllu leyti sáttir við stofnun Þróunarsjóðsins: Sjóðurinn verði aflagður 2005 Samband ungra sjálfstæðis- manna hefur sent frá sér álykt- un þar sem fagnað er þeirri sátt, sem náðst hefur á milli stjórnarflokkanna um málefni Þróunarsjóðs sjávarútvegsins. SUS segir það jákvætt að reynt sé að hagræða innan sjávarút- vegsins með þeim hætti sem sjóðnum er ætlað að gera. SUS er hins vegar ekki að öllu leyti ánægt með Þróunarsjóðinn. „Með slíkri sjóðsstofnun er hins vegar verið að koma á op- inberri forsjá um hagræðingu í undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar og þarf ekki að hafa mörg orð um það að umfangsmikill opinber áætlunarbúskapur af því tagi er ekki líklegur til ár- angurs," segir í ályktun SUS. Hvatt er til þess að sjóðurinn verði lagður niður árið 2005, en þá er gert ráð fyrir að hann hafi greitt allar skuldbindingar sínar. -EÓ Byggingarsamninglnn undirrituöu (frá vinstri) Sturiaugur Þor- steinsson bæjarstjóri á Höfn, Sighvatur Björgvinsson heilbrigöis- ráðherra, og Friðrik Sophusson fjármálaráöherra. Tímamynd Svenir Aðalstelnsson Heilsugæslustöð byggð á Höfn Undirritaður hefur verið samningur milli sveitarfélaganna í A-Skafta- fellssýslu og ríkisvaldsins um bygg- ingu heilsugæslustöðvar á Höfn í Hornafirði. Samningurinn gerir ráð fyrir að byggingunni verði lokið á ár- inu 1995. Á næstu vikum verður verkið boðið úL Áætlað er að bygg- ingin kosti á annað hundrað millj- ónir króna. Samningurinn gerir ráð m r að ríkissjóður leggi út íyrir 85% bygg- ingarkostnaðar, en sveitarfélögin 15%. Þar sem ákveðið þefur verið að ljúka byggingunni á eins skömmum tíma og verða má, ér reiknað með því að sveitarfélögín leggi út fyrir stærri hluta byggingarkostnaðar og ríkissjóður endyígreiði þeim síðar. -EÓ Atvinnulausum heldur áfram að fjölga: Afneitunin erfiðust Um þessar mundir eru atvinnu- lausir Reykvíkingar um 2.600 talsins. Halldór Júlíusson, for- svarsmaður Miðstöðvar fólks í at- vinnuleit, telur að afneitun þeirra, sem þannig er ástatt fyrir, sé einna erfiðasti fylgifiskur at- vinnuieysis ásamt félagslegri ein- angrun. Allt að 40 manns bafa komið daglega í Miðstöðina frá áramótum. „Það erfiöasta við atvinnuleysi er þessi afneitun, sem er mjög al- geng, þegar fólk horfist ekki í augu við að það sé atvinnulaust Oft áttar það sig ekki á því og get- ur þess vegna ekki hjálpað sér missir stjém á tíma sínum, en það er mjög algengt að atvinnu- lausir snúi sólarhringnum við,“ segir Halldór. Þá bendir hann á að eitt alvarlegt hættumerid sé þegar fólk ein- sjálft,“ segir Halldór. Hannbend- LT* ir á að við þessar aðsteður sæfa fótks 1 atvlnnuleit fólk ekki í þá aðstoð sem það á þó kost á. „Þess vegna höfum við bent á að aöstandendur þeirra (þ.e. hinna atvinnulausu) séu mjög mikilvægir f að styðja þá og benda þelm Lrétt þeirra til bóta og þess háttár,“ segir Halldór. Hann er sálfræöingur að mennt og hefur kynnt sér sérstaklega málefnl atvinnulausra. Hann seg- ir að fólk, sem hafl verið lengi at- vinnulaust, eigi mjög erfitt með að fara í vinnu aftur og vitnar f nýleg dæmi. Það hefur verið rætt um félags- lega fylgifiska atvinnuleysis, eins og Ld. aukna áfengisneyslu og annað. Halldór telur að atvinnu- Íausir séu áhættuhópur hvað varðar misnotkun á áfengi. „Einnig er aukin áhætta á ýms- um geðrænum einkennum eins og þunglyndi. Það er næstum því sama hvaða atriði er athugað: jreir sem eru atvinnulausir koma alltaf verr út en aðrir,“ segir HaDdór og bendir á að það sé hægt að gera margt tii að draga úr þessum áhrifum. Þar nefnir hann Ld. að sá, sem er atvinnulaus, verði að aölagast versnandi kjörum sem fylgja í fejölfar atvinnuleysis. „Þá er mjög mikilvægt að fólk skipuieggi tíma Steingrímur J. Sigfússon skýrir nýtt lagafrumvarp Alþýöu- bandalagsmanna um atvinnuleysisbætur á fundi f Miöstöö Tlmamynd Aml Bjama smn með einhverju uppbyggi- að þá geti fólk gjama fundið reiði- legu,“ segir Halldór og nefnir tilfinningum annan farveg en að sem dæmi líkatnsrækt og samfé- iáta þær bitna á kannski öðrum iag við aöra. „Það eru alvaríeg- að ósekju. TU viðbótar reiðinnj ustu hættumerkin, þegar fólk nefnir hann tilfinningar eins og sektarkennd og þunglyndi. Halldór er nokkuð ánægður með aðsóknina að Miðstöð fólks í at- vinnuieit og telur að hún hafi vaxið frekar en hitt. Hann telur að aðsóknin hafí ver- angri sig og dragi sig inn í skei ið nokkuð stöðug og yfirfeitt hafl sína. „FóJk verður elnnig að end- urmeta þau markmið, sem það hefur sett sér í lífinu, því það er ekki hægt að stefna að sömu markmiðum og áður,“ segir Hall- dór og á við t.d. áætlun um sum- arfrí og þess háttar. „Það er ekki hægt að ætla sér að fara f sams konar sumarfrí og maður fór í áð- ur,“ seglr Halidór. Hann telur þetta nauðsynlegt, svo fólk sé ekki sífelh óánægt með það sem það ætlaði sér að fá út úr lífi sínu. Einnig segir Halldór að það sé nauðsynlegt að atvinnulausir átti síg á tílfinningalegum viðbrögð- um sem fylgja því að vera at- vinnulaus. .Akveðin tiifinninga- leg viðbrögð eru mjög aigeng, og ef fólk áttar slg á því er mun auð- veldara að bregðast við td. reiði- köstum," segir HaHdór og á við allt að 40 manns komið daglega í miðstöðina frá því laust eftír ára- móL er hún var opnuð. Þá álítur hann að þeir, sem leití f miðstöð- ina, komi aöallega í tvennum til- gangi, þ.e. að leita sér upplýsinga og ráða eða sækja í félagsskap. Hann bendir á að yfirieitt hafi fleiri kariar en konur ieitað í mið- stöðina og segir fólk vera á ölhtm aldri. Þó má heyra á Halldóri að hon- um finnst að fleiri atvinnulausir ættu að láta sjá sig. „Það virðist ekki vera mjög knýjandi fyrir þennan braiða hóp atvinnulauss fólks að sækja sér félagsað- stöðu,“ seghr Halldór og vísar Öl þess að nú séu um 2.600 at- vinnulausir í borginni. -HÞ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.