Tíminn - 07.04.1993, Page 5

Tíminn - 07.04.1993, Page 5
Miðvikudagur 7. apríl 1993 Tíminn 5 F Þorsteinn Antonsson: r F GAMLA SATTMALAIGILDI Einveldi var aflagt í Danmörku árið 1848. í framhaldi af því var komið á samstarfl hóps danskra þegna til að greiða leiðina fyrir þingræði í land- inu. Meðal þeirra voru flmm íslendingar. Verkefnið var að semja stjóm- arskrá fyrir Danaveldi og nefndist samstarfshópurinn stjómlagaþing. Þótt ísleridingar sætu þetta þing, vildu þeir ekki sameiginlegt þing með Dönum, heldur eigið þing. Ritaði Jón Sigurðsson grein frá þessu sjónarmiði sem birtist í riti hans, Nýjum félagsritum, árið 1848. Þar varaði Jón íslendinga við því að danska þingið fengi íslensk mál til meðferðar. íslendingarnir fóru eftir þessu, sátu stjórnlaga- þingið en komu málum svo fyrir að íslensk málefni voru ekki rædd á þinginu. íslenskir fyrirmenn tóku í staðinn upp hjá sjálfum sér að halda fundi á Þingvöllum, þann fyrsta 5. ágúst 1849. Á fyrsta Þing- vallafundinum var sett saman bænaskrá til konungs um þjóðþing sem hefði sömu réttarstöðu og hið danska. Fóru fundarmenn þess jafnframt á leit með skjalinu að íslendingum yrði heimilað að kjósa fulltrúa til þess að ræða sérstaklega þau atriði í fyrirhugaðri stjómskipun Dana sem beinlínis vörðuðu ísland. Einkum þá til að fjalla um þjóðþing fslands. Um haustið, 23. septem- ber, svaraði Friðrik 6.; lofaði kon- ungur að íslendingar skyldu fá að láta álit sitt á stöðu íslands í ríkinu í ljósi áður en til ákvarðana um hana kæmi. Ekki getur þetta fyrir- heit um málfrelsi talist stórmæli. Á Alþingi árið eftir var hafinn undir- búningur að þjóðfundi til að koma saman þessari heimiluðu álitsgerð. Svo fór að þjóðfundinum var frestað um ár, til 1851, vegna ófrið- ar í Slésvík á Suður-Jótlandi. Þar ríkti borgarastyrjöld um miðja öld- ina og íslendingar töldu ekki lík- legt að Danir væm til viðræðu um frekara frjálsræði á einum stað en öðrum meðan á ófriðnum stóð. Á hinn bóginn var fundur haldinn um þjóðarmálefni á Þingvöllum ár- ið 1851 og nú í banni stiftamt- mannsins, TVampes greifa. Óttaðist greifmn uppþot eins og á Suður- Jótlandi. Þingvallafundir um þjóð- armálefni voru þó haldnir í trássi við vilja TVampes árlega til ársins 1855. Á fundunum voru settar fram róttækar kröfur, mótaðar af Jóni Sigurðssyni, um innlent stjórnvald, framkvæmdavald, lög- gjafarvald, dómsvald og fjárfor- ræði. Þjóðfundurinn var haldinn í þing- sal Iærða skólans í Reykjavík. Menn höfðu verið kosnir til fundarins og sat hann í u.þ.b. mánuð. Danir höfðu þá fengið stjórnarskrá. Auk þess hafði stjórnlagaþingið sett saman frumvarp að stjórnarskrá um sérmál íslendinga. Danska frumvarpið var lagt fyrir þjóðfund- inn og þóttust íslendingar kenna vanefnda með því að íslenskri til- lögugerð hafði þá ekki verið komið á framfæri við stjórnlagaþingið danska. Höfðu þeir þó sjálfir afráð- ið að fresta fundinum í ár. Með danska frumvarpinu var gert ráð fyrir að stjómarskrárlög Dana giltu á íslandi og að Alþingi íslendinga yrði einskonar héraðsráð. Þegar hér var komið gegndi Alþingi ráð- gjafahlutverki líkt og stéttaþingin dönsku. Svo hafði verið frá því það tók til starfa á ný árið 1845. Þjóð- fundurinn mat stjórnlagafrum- varpið sem fyrir hann var lagt svo að komið væri í óefni og samþykkti nýtt stjórnlagafmmvarp um mál- efni Islands, byggt á kenn- ingum Jóns Sigurðssonar. Þetta þótti Trampe stift- amtmanni gróft brot á samkomulaginu við konung og sleit fundinum. Mótmæltu menn þá, eins og allir vita. Meiri óvissa ríkir um hitt, hverju fundarmenn mótmæltu. Danir höfðu fengið stjórnarskrá árið 1849. En íslendingar höfðu kosið að koma málum sínum ekki á framfæri við þingið sem stóð að gerð hennar, þótt þeim stæði það til boða. Sátu stjórnlagaþingið og þögðu. Konungur hafði lofað ís- lendingum að þeir næðu að láta í ljósi álit sitt á sérmálum sínum áð- ur en tekin yrði ákvörðun um þau og var frumvarp um þau mál lagt fyrir þjóðfund íslendinga, sem höfðu frestað fundinum um ár vegna hagsmunamála sem dönsk stjómvöld höfðu lítinn skilning á. Málin höfðu mótast í höndum Dana í millitíðinni, eins og við mátti búast. Þjóðfundurinn hafði einfaldlega misst af lestinni. Og við það sættu fundarmenn sig ekki, heldur sömdu lagafrumvarp í stað álitsgerðar, sem samkomulag hafði orðið um að fundurinn gerði. Og ógilti þá umboðsmaður konungs fundinn, eins og honum bar að gera. En þrátt fyrir stífni á báða bóga gerði fundurinn í lærða skólanum árið 1851 það gagn sem helst var að vænta, stappaði stálinu í fundar- menn. Nokkrir þeirra voru sendir til Hafnar til að tala máli þjóðfund- arins við konung. Konungur hafði þá öðmm hnöppum að hneppa en þrátta við íslendinga. Seint og um síðir var svo afráðið að Alþingi léti í Ijósi álit sitt á sérmálunum. Það gerði þingið árið 1867 og aftur 1869. Á næsta þingi, 1871, sam- þykkti danska þingið lög um stjómskipulega stöðu íslands í danska ríkinu. Skilgreiningu á réttarstöðu landsins. Þá kom frek- ar en áður í ljós sannfæring Dana um að ísland væri dönsk eyja, óað- skiljanlegur hluti Danaveldis, — en hefði þó sérstök landsréttindi af óljósum ástæðum. Samkvæmt þessum lögum, svökölluðum Stöðulögum, áttu íslendingar ekki að leggja neitt til almennra þarfa danska ríkisins né taka þátt í lög- gjöf um þær nauðsynjar, þótt Is- land teldist hluti af danska ríkinu. Má það heita vel sloppið. Ekki var gert ráð fyrir að Alþingi hefði ákvörðunarrétt um Stöðulögin fremur en önnur dönsk lög fram til þess að þau vom sett. En máttu vissulega láta í ljósi álit sitt. Og enn voru stjórnarskrárákvæðin um sér- mál íslendinga ófrágengin. Höfundur er rithöfundur. Magnús Sigurðsson: OFBELDI í tilefni af „Alþjóða heilbrigðisdeginum" þann 7. apríl 1993 („World Health Day“) hefur verið ákveðið af heilbrigðisyfirvöldum og að tillögum Slysavamaráðs íslands að tileinka þema dagsins ofbeldi. Á tímum styrjalda milli ríkja, stjómmálafylkinga og trúflokka hef- ur ofbeldi verið framfylgt í ríkum mæli. Daglega heymm við fréttir um að karlmenn hafi verið hnepptir í fangelsi, verið pyntaðir og sumir drepnir af andstæðingum sínum. Konur hafa sætt illri meðferð, verið sveltar, pyntaðar, nauðgað og orðið að ganga með böm böðla sinna. Dag- lega heymm við einnig um árásir á einstaklinga, sem hafa verið rændir, beittir líkamlegu valdi og jafnvel drepnir. Og nú nýlega hafa slíkir of- stopamenn ferið að myrða böm sér til skemmtunar. Því vaknar spum- ingin: Fer heimur versnandi eða er mannleg ónáttúra alltaf söm við sig? Verður lítilmagninn eða andstæð- ingurinn réttlítill eða réttlaus gagn- vart þeim, sem em á annarri skoðun eða verða af tilviljun (?) á vegi slíkra ofbeldismanna? Eru menn í nútíma þjóðfélagi orðnir það siðblindir, að það gildi, sem áður var notað til rétt- lætingar baráttuaðferðar, „að til- gangurinn helgi meðalið"? Heims- styrjöldin síðari og raunar ýmislegt, sem síðan hefur gerst, bendir til þess, að mannkynið hafí ekki þrosk- ast í siðferðilegu tilliti, svo að álíta verður að við séum siðlausari nú en áður. Þó hefur líklega aldrei áður verið barist jafti mikið á móti pynt- ingum og allskyns ofbeldi en einmitt á síðustu árum, svo að ætla má að viss þróun og þroski ætti að eiga sér stað. Nú viljum við öll hafa ákveðið frelsi og emm fús til þess að berjast fyrir því eða viðhalda því. En eigum við að vinna að því með ofbeldi? Því svara ég neitandi. Ef við athugum nú hina ýmsu þætti ofbeldis í daglegu lífi, þá koma fyrst upp í hugann líkamsárás- ir á einstaklinga, á heimilum, skémmtistöðum eða utanhúss. Oft finnst þeim, sem fyrir árásinni verða, að sér sé misþyrmt að ástæðulitlu eða -lausu. Þá má nefna ofbeldi á bömum á heimilum, í skóla eða á götunni. Þá einnig á konum, bæði barsmíðar og nauðganir. Þá má nefna ofbeldi í umferðinni, umferð- arreglur ekki virtar og sá, sem brýtur þær, setur sjálfan sig og aðra í lífs- hættu með breytni sinni. Þá er að nefha hið andlega ofbeldi, t.d. einelti í skólum eða á vinnustað. Þar verður einhver einstaklingur tekinn fyrir af hópi manna, vegna þess að hann hugsar öðruvísi, hann er öðruvísi í útliti og hefur önnur áhugamál en aðrir í félagshópnum. Hann er þá beittur andlegri kúgun og jafnvel líkamlegu ofbeldi af hinum, sem ekki vilja skilja eða virða það, að allt- af séu til einstaklingar, sem falla út úr hinum hefðbundna ramma, án þess þó að valda mikilli röskun á umhverfinu að öðru leyti. Eftir þeim upplýsingum, sem mér hafa borist, hefur fjöldi ofbeldistil- fella (skráðra) ekki aukist til muna, heldur hefur orðið aukning á þunga meiðsla þeirra, er fyrir líkamsárás- unum verða. Helstu aðferðir böðl- anna eru barsmíðar á höfuð, bol og útlimi, síðan spörk og jafnvel hníf- stungur. Hvað kemur til að grimmd árásarmanna hefur aukist svona, að fómarlambið má þakka fyrir að verða ekki drepið? Hefur siðferðis- vitund vorri hrakað svona alvarlega, að einstaklingurinn má þakka guði fyrir að halda lífi ef á hann er ráðist? Áður fyrr var álitið nóg að gera út um hatrammlegar deilur með bar- smíðum, en nú virðist útlend tíska ráða í þessu sem öðru. Á þessari fjölmiðlaöld, þar sem fréttir berast oft á dag um ofbeldisat- burði úti í heimi, þá ættum við að vera fær um að forðast slíkt. En fréttir af ofbeldi í útvarpi og ofbeldis- myndir í sjónvarpi virðast frekar slæva siðferðisvitundina fyrir slíku en hitt. Þetta er eins og auglýsingar, sem seytla inn í vitundina með sí- felldum endurtekningum, þannig að einstaklingurinn er hættur að skynja hættuna, sem felst í þessari seQun. Sú neikvæða frétt barst fyrir skömmu, að ofbeldiskvikmynd hafi fengið Óskars-verðlaunin í ár. En hins vegar barst önnur frétt jákvæð frá Bandaríkjunum, að CBS- sjón- varpsstöðin ætli að virða niðurstöð- ur skoðanakannana, þar sem 72% voru því fylgjandi að setja mjög þröngar skorður á sýningar ofbeldis- kvikmynda. Almenningur þar hefur nú fengið sig fullsaddan af allskyns ofbeldi í kvikmyndum. Það er staðreynd, að allur agi hefur minnkað á undanförnum áratugum hér á landi, svo að viðkvæðið í dag hjá mörgum manninum er það, að þetta eða hitt skipti engu máli. Víst skiptir það máli, hvort farið sé að réttum siðferðisreglum. Til eru tvennskonar siðferðisreglur, boð og bönn. Boðin eru fyrirmæli um eitt- hvað, sem menn eiga að gera. Bönn- in ákveða hinsvegar, hvað ekki má gera. Það er því mikilsvert, að menn geri greinarmun þar á. Boð gæti ver- ið, að bjarga mannslífi, en bann væri að skaða eða svipta mann lífi. Til þess að við getum snúið þessari óheillavænlegu þróun við, þ.e. aga- leysinu, verðum við að hjálpast að eða stuðla að ákveðnum agareglum í þjóðfélaginu. Heimilin, skólamir og vinnustaðirnir verða að hjálpast að, að mynda og viðhalda jákvæðum aga til þess að auðvelda öll samskipti einstaklinganna. Við viljum öll hafa frelsi, en öllu frelsi fylgja takmarkanir. Við getum nefnt smá dæmi: Tveir menn ganga eftir gangstétt í gagnstæða átt. Ann- ar þeirra sveiflar göngustaf og er þeir mætast er hann næstum búinn að slá í nefið á hinum manninum. Þá segir sá er þótti sér ógnað: „Þetta megið þér ekki gjöra.“ Þá svarar göngustafsmaðurinn: „Erum við ekki frjálsir menn í frjálsu landi?" „Jú,“ svarar hinn, „en frelsi yðar end- ar þar sem nefið á mér byrjar.“ Við skulum virða frelsi einstak- lingsins, en hafa það í huga, „að það, sem þér viljið ekki að aðrir gjöri yð- ur, skuluð þér heldur ekki og öðrum gera.“ Við skulum því vera samtaka í að móta jákvætt viðhorf gagnvart aga. Sá, sem ekki kann að hlýða, get- ur hvorki stjómað sjálfum sér né öðrum. Sjálfsagi er kostur, en ekki löstur. Keppum að því að móta hér á landi agað þjóðfélag, þar sem ofbeldi og kúgun verða að sjálfsögðu útilok- uð. Þá höfum við gengið götuna til góðs fram eftir veg. Höfundur er læknir og fulltrúi i Slysa- vamaráöi fslands. Italía: IRI, Eni, ENEL, INA einkavædd? Á Ítalíu er hafinn undirbúningur að einkavæðingu fjögurra stórra samsteypna ríkisfyrirtækja, sem þegar hefur verið breytt í hlutafé- lög: IRI, félags um eignarhald á iðnfyrirtækjum; Eni, samsteypu orkufyrirtækja og efnavinnsína; ENEL, sambands rafveitna; og INA, tryggingarfélags og eignarað- ila að bönkum. Fyrirtæki IRI leggja til um 5% af vergri lands- framleiðslu Ítalíu, en á meðal þeirra eru flugfélagið Alitalia, Ilva- stálverið, STET- fjarskipti og SME- matvælagerðir. Á meðal dótturfé- laga þess eru Banca Commerciale Italiana (BCI) og Credito Italiano. Skuldir IRI nema nú um 60 billj- ónum líra, jafnvirði 54 milljarða $. Á vegum IRI starfa um 408.000 manns. Helstu fyrirtæki Eni eru Agip olíu- og jarðgasfyrirtækið, Snam- gasdreifikerfið og EniChem- efna- verksmiðjurnar. Þá á það dagblað í Mflanó. Skuldir Eni nema um 23 billjón- um líra. Á vegum þess starfa um 130.000 manns. ENEL er samband rafveitna ríkisins. Nema skuldir þess 32 billjónum líra. Á vegum þess starfa 110.000 manns. INA er eitt stærsta tryggingarfé- lag Ítalíu og hefur að auki meirí- hluta í Assitalia, samsteypu trygg- ingarfélaga, og er eignaraðili að Banca Nazionale del Lavoro og Instituto Mobiliare Italiano. INA er án skulda. Hefur það um 11.000 starfsmenn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.