Tíminn - 07.04.1993, Side 8

Tíminn - 07.04.1993, Side 8
8 Tíminn Miðvikudagur 7. apríl 1993 Guðmundur Sigfusson frá Eiríksstöðum Fæddur 20. maí 1906 Dáiun 27. mars 1993 Horfinn er af sviðinu Guðmund- ur Sigfússon frá Eiríksstöðum í Svartárdal í Austur-Húnavatns- sýslu, hátt á áttugasta og sjöunda aldursári. Hann var landskunnur hestamaður og hrossaræktandi og vafalaust kunnastur Húnvetninga á því sviði á síðari áratugum. Hann var einn af stofnendum hesta- mannafélagsins Neista, en það fé- lag er fimmtíu ára í ágústmánuði á næsta sumri. Síðar stofnaði hann hestamannafélagið Óðin og var forustumaður í því félagi um ára- bil. Seint á ævinni fluttist hann svo á félagssvæði Neista og starfaði í því meðan starfsorka entist hon- um, en hinn brennandi áhugi fyrir málefnum hestamennskunnar fölskvaðist aldrei. Síðustu æviárin var Guðmundur svo lánsamur að fá að dvelja í skjóli dóttur sinnar Ingibjargar og tengdasonarins Páls Þórðarsonar, búenda í Sauðanesi. Hafði hann þar aðstöðu til þess að fylgjast með málefnum hrossabúskapar og hestamennsku, auk þess að eiga hross sjálfur. Skemmst er að minnast, í því efni, að hann var einn af þeim hrossaræktarmönn- um, sem kynntu hross sín í bók- inni Hestar í norðri, sem út kom á s.l. ári á vegum bókaútgáfunnar á Hofi í Vatnsdal. Guðmundur átti eigin reiðhest til endadægurs og fór á bak þegar færi gafst, en látið hafði hann af lengri ferðalögum fyrir fáum árum. Guðmundur Sigfússon var einn af þeim mönnum sem aldrei sáust á ferðinni nema vel ríðandi og svo virtist sem hann gleymdi aldrei að krefja hesta til kostanna og kunni, að sjálfsögðu, á því góð skil. Hann var fæddur og vaxinn upp í hesta- Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús að Hverfisgótu 25 alla þriðjudaga kl. 20.30. Komiö og fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknarfélógln Sumarfagnaður Sumarfagnaður Framsóknarfélaganna I Reykjavik verður haldinn á Hótel Borg miövikudaginn 21. aprll (siöasta vetr- ardag) og hefst kl. 19.30. Heiðursgestur: Steingrlmur Hermannsson. Steingrfmur Kópavogur— Framsóknarvist Spilum að Digranesvegi 12 fimmtudaginn 8. aprll kl. 15.00. Góð verðlaun og kafR- veitingar. SffómFreyju. Skaftfellingar Alþingismennimir Jón Helgason og Guðni Ágústsson verða til viðtals og ræða þjóðmálin i Kirkjuhvoli, Kirkju- bæjarklaustri, þriðjudaginn 13. april kl. 21.00. Jón Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. Tii sölu Til sölu Massey-Ferguson 3060 Turbo, 94 hö., árgerð 1987, með vökvaskekktri tönn. Upplýsingar í síma 96-43500 og 96-43630. Plógur Óska eftir tví- eða þrískeraplóg, auk þess áburðarkassa fyrir raðsáningu. Sími 98-34507 eftir kl. 20. mennskuna fyrir daga utanað- lærðrar skólunar, en hafði þann eiginleika sem betri reyndist að vera fæddur hestamaður. Á langri ævi tileinkaði hann sér þá kunn- áttu í faginu að verða í sögunni skráður í hópi kunnustu íslend- inga á því sviði. Ekki var hann þó afturhaldssamur eða með fordóma um nýjan tíma og siði. Varla er það efa blandið að það, sem mun halda nafni Guðmundar Sigfússonar lengst á lofti um ókomin ár, er hrossarækt hans, sem hlotið hefir nafnið Eiríks- staðakynið. Þarf þar um ekki mörg orð, því þegar raktar eru ættir fjöl- margra þekktustu kynbótahrossa landsins í dag, tengjast þær mjög Eiríksstaðakyninu og þó nánar til- tekið stóðhesti Guðmundar, Feng, sem reyndist óvenju farsæll til framræktunar, þótt Guðmundi tækist ekki sjálfum að halda veg afkomenda hans, svo sem ákjósan- legt hefði verið. Víst er það að eldri Húnvetningum og Skagfirðingum eru minnisstæðir hvítir gæðingar, synir Fengs, á blómaárum eiganda hestsins. Settu þeir mjög svip á hestamót Óðins, fjórðungsmót og landsmót á þeim tíma. Sá, sem þessar línur ritar, mun hafa haft þau orð um Guðmund Sigfússon í áttatíu og fimm ára af- mælishófi hans, að hann væri hvorutveggja í senn, lífslistamað- ur og lífsnautnamaður. Fyrir því væru þau rök að hann hefði notið mikils í lífinu, samkvæmt eðli sínu. Hann hefði verið rómaður söngmaður, notið ríkulega ásta góðra kvenna, og eignast stóran hóp mannvænlegra afkomenda, sem veittu honum umhyggju í ell- inni. Þannig hefði hann á langri ævi fengið að njóta hugðarefna sinna, þar með talin umsýsla hans við hrossin og hestamennskuna sjálfa. Allt þetta hefði gert líf hans litauðugt umfram hversdagsleik- ann, sem að vísu getur líka verið góður. Nú er Guðmundur Sigfússon hef- ir lokið lífsgöngu sinni, hljóta húnvetnskir hestamenn að heiðra minningu hans. Og þegar blöðum minninga og sögu verður flett, mun nafn hans bera fyrir augu, og þá ekki síður er saga íslenskrar hrossaræktar verður skoðuð um síðasta hálfrar aldar skeið. Guðmundur Sigfússon verður jarðsettur að Bergsstöðum í Svart- árdal, í dag, miðvikudaginn 7. apr- fl. Grímur Gíslason Guðmundur Sigfússon frá Eiríks- stöðum er látinn. Guðmundur var fæddur í Ból- staðarhlíð 20. maí 1906. Foreldrar hans voru Sigfús Eyjólfsson og Kristvina Kristvinsdóttir. Fjöl- skyldan fluttist að Blöndudalshól- um og bjó þar í 15 ár og þar voru æskustöðvar Guðmundar. Þá bjuggu þau þrjú ár á Bollastöðum, en vorið 1927 fluttu þau að Eiríks- stöðum og bjó Guðmundur þar síðan í meira en 40 ár, fyrst í félagi við foreldra sína. Systkini Guð- mundar voru Ingiríður, Sigurlaug og Herdís, Pétur bóndi í Álftagerði og Jósef, sem lengi bjó á Torfu- stöðum. 1931 kvæntist Guðmundur Guð- mundu Jónsdóttur frá Eyvindar- stöðum, gáfaðri, listrænni og fal- legri konu. Þau eignuðust fjögur börn: Óskar, hann fórst í bflslysi rúmlega tvítugur, mikill efnis- maður og hvers manns hugljúfi og harmdauði öllum sem honum höfðu kynnst; Sigfús, bflstjóri á Blönduósi, kona hans er Jóhanna Björnsdóttir; Jón, rafvirki í Kópa- vogi, kona hans er Steinunn Ingi- mundardóttir; og Guðmunda, skrifstofumaður í Hafnarfirði, maður hennar er Ari Guðmunds- son. 1937 varð fjölskyldan á Eiríks- stöðum fyrir því óskaplega áfalli að Guðmunda lést frá fjórum smá- börnum. Þá var ekki bjart í ranni Guðmundar. Hann eignaðist son- inn Erling með Huldu Aradóttur. Guðmundur kvæntist aftur Sól- borgu Þorbjarnardóttur, hinni mætustu konu. Þeim varð fjög- urra barna auðið. Þau eru: Pétur, smiður í Reykjavík, kona hans er Svandís Ottósdóttir; Ingibjörg, bóndi í Sauðanesi, maður hennar er Páll Þórðarson; Þorbjörn, smið- ur í Reykjavík, kona hans er Lísa Guðjónsdóttir; og Eyjólfur, hesta- maður á Blönduósi, kona hans er Sigríður Grímsdóttir. Sólborg lést á miðjum aldri. Þá átti Guðmundur tvær dætur með Guðrúnu Þorbjarnardóttur: Ragnheiði, bónda á Marbæli, mað- ur hennar er Árni Sigurðsson; og Sóleyju, húsfreyju á Egilsstöðum, maður hennar er Broddi Bjarna- son. Guðmundur brá búi um 1970 og starfaði við byggingu Húnavalla- skóla í nokkur ár. Þá átti hann heima í Öxl í Þingi um árabil. Síð- ustu árin átti hann heimili hjá Ingibjörgu dóttur sinni og Páli manni hennar í Sauðanesi. Það hefur legið vel á skaparanum þegar hann efndi í Guðmund Sig- fússon, því honum var gefið meira en flestum mönnum. I fyrsta lagi var Guðmundur listamaður að upplagi. Hann hafði mjög fagra og hljómmikla tenórrödd og tónlist- argáfu eins og fjölmargir ættmenn hans. Hann var organisti í Berg- staðakirkju um fjölda ára, einn af stofnendum Karlakórs Bólstaðar- hlíðarhrepps og um hálfrar aldar skeið einn af burðarásunum í starfi kórsins. Sá kór hefur haldið uppi merkilegu menningar- og fé- lagsstarfi óslitið frá 1925 og með nokkrum hætti víkkað dali austan- verðrar Húnavatnssýslu. Guð- mundur var aðaleinsöngvari kórs- ins um langt árabil. Þar að auki skemmti Guðmundur með ein- söng víða um Húnaþing og Skaga- fjörð. Þá var Guðmundur mjög vel að sér gerr líkamlega, glæsilegur á velli og hrífandi í framkomu. Reisnin og glæsimennskan entist honum til elliára og hélt hann góðri heilsu og færni allt þar til fá- um dögum fyrir andlát sitt. Guðmundur var verkmaður ágætur og sérstakur fjármaður. Þá var hann mjög félagslyndur og um hann mátti segja eins og Guð- mundur sagði sjálfur um einn vin sinn: „Hann er svona maður sem bætir allt í kringum sig.“ Guð- mundur var vel viti borinn, hug- sjónamaður og eindreginn sam- vinnu- og framsóknarmaður. Þá er að geta um það sem mark- aði dýpst spor í ævistarfi Guð- mundar og heldur nafni hans lengst á lofti. Það er hesta- mennska hans og hrossarækt. Eins og áður sagði var Guðmund- ur listamaður. Þetta gerði það að verkum að hann var hestamaður af Guðs náð. Hestamenn af Guðs náð verða ekki aðrir en þeir sem hafa einhverja listræna æð. Guð- mundur fór vel á hesti, var elskur að hestum, tamningamaður ágæt- ur og öllum öðrum mönnum snjallari þeim er ég hef kynnst að temja sívakra hesta og hreinsa úr þeim lullið. Hann ráðlagði mér svo, er ég var í vandræðum með einn slíkan: „Láttu hann aldrei í friði meðan hann lullar." Þetta var aðferð hans, en svo skapstilltur var hann og mjúkhentur að aldrei vissi ég til að hann deyfði vilja í hesti þótt hann beitti þessari að- ferð. Ég horfði hvað eftir annað á hann gera kraftaverk á svona tryppum. Sívakrir lullarar urðu hreingengir töltarar og fóru að brokka undir sjálfum sér á nokkr- um dögum, þótt þeir hefðu aldrei á ævi sinni tekið brokkspor fyrr en undir Guðmundi. Hann hafði per- sónulega reiðmennsku og vildi hafa töltið rúmt og greitt, gerði sig ekki ánægðan með að ríða alltaf á sama gírnum, ljúfur og snyrtileg- ur á hægu, en hafði líka gaman af flugtölti og veitti sér það gjaman. Eiríksstaðatöltið þekkist hvar sem það finnst, þar er mýkt og teygja. Hrossaræktarstarf Guðmundar hefur breytt íslenska hrossastofn- inum verulega, öllum sem hafa smekk fyrir hesta til mikillar gæfu. Uppúr stríðslokum, þegar niður- læging íslenskrar hestamennsku varð hvað sárust, var Guðmundur einn þeirra fáu manna sem varð- veittu drauminn um íslenska gæð- inginn, jafnvel þótt umhverfi hans mæti það ekki mikils þá. Guðmundur eignaðist graðhest- inn Feng 457. Fengur var undan Jarp frá Finnstungu, sem var und- an Ægi 178 frá Brandsstöðum, en hann var undan Þokka 134 Sig- urðar Jónssonar frá Brún. Guð- mundur uppgötvaði hvflíkur snilldargripur Fengur var. Það var þó mikið slys að Fengur öðlaðist ekki verðskuldaða frægð fyrr en hann var orðinn gamall og því ekki nýttur sem skyldi. Guðmundur ætlaði að sýna Feng á landsmótinu á Þingvöllum 1958. Þá var Fengur á besta aldri og hefði vafalaust hlotið verðskuldaða athygli, en þá varð það óhapp að kálfur komst í stertinn á Feng og stýfði hann svo að Guðmundur vildi ekki sýna hestinn og Fengur kom ekki fram á landsmóti fyrr en fjórum árum seinna. Þessi ólukkukálfur varð ís- lenskri hrossarækt til mikils tjóns. Hinn frábæri hrossaræktarmaður Sveinn Guðmundsson á Sauðár- króki fékk augastað á Feng og lagði drög að hinum kynsæla Sörla 653. Sörli hafði margt frá Síðu móður sinni, en eiginleikam- ir frá Feng leyndu sér ekki. Fengur var hvítur og útaf honum kom margt af hvítum góðum hrossum. Guðmundur var aðalhvatamaður að stofnun hestamannafélagsins Óðins 1957, formaður þess til margra ára og síðast heiðursfélagi þess. Þá var hann einn af stofnend- um og forystumönnum Hrossa- ræktarsambands Norðurlands og síðar Hrossaræktarsambands Austur- Húnavatnssýslu. Ég sakna vinar í stað. Kynni okk- ar Guðmundar hafa staðið óslitið frá æsku minni og enga skugga þar borið á. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt vináttu hans og félags- skap í gegnum árin. Hann hefur gert mig ríkari með samvinnu, við söng og hrossastúss og einnig með hrossaræktarstarfi, en fyrir þann tilverknað hef ég átt ótal ánægju- stundir og öðlast mikla lífsfyll- ingu. Nú er Guðmundur allur. Ég hugsa mér að hans bíði gæðing- arnir sem komnir voru á undan honum, Vinur, Hörður, Sindri, Óð- inn og Elding. Þá þarf ekki að ótt- ast um ferðalag Guðmundar um Gjallarbrú. Guðmundur verður borinn til moldar frá sinni gömlu sóknar- kirkju að Bergstöðum í dag. Vinir hans nokkrir munu fylgja honum síðasta spölinn á hvítum hestum með virðingu og þökk íslenskra hestamanna í farteskinu. Guðmundur Sigfússon var mað- ur hinna hvítu hesta. Páll Pétursson BLÓMIÐ — góð blómaverslun — Blóm - Skreytingar - Gjafavara Kransar - Krossar - Kistuskreytingar Úrval af serviettum OPIÐ FRÁ KL. 1D-21 GRENSÁSVEGI16 - SÍMI 811330

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.