Tíminn - 07.04.1993, Side 9

Tíminn - 07.04.1993, Side 9
Miðvikudagur 7. apríl 1993 Tíminn 9 Birgir Skaptason, fbrstjóri Japis (t.v.), afhendir þeim Guðmundi Guðjónssyni yf- irlögregluþjóni ogJóni Bjartmarz aðalvarðstjóra tœkin. Japis styrkir Víkingasveit lögreglunnar Nýlega færði verslunin Japis „Víkingasveit" lögreglunnar í Reykjavík að gjöf tvö tæki, sem verslunin vonar að komi í góðar þarfir hjá lögreglunni og styrki hana við þau sí vandasamari störf sem hún þarf að fást við. Hér er í fyrsta lagi um að ræða Panasonic NV-S7 myndbandsupptökuvél. Vélin er mjög ljósnæm og hefur innbyggðan hristings- jaftiara, sem dregur verulega úr titringi í mynd sem tekin er td. úr þyrlu eða bifreið á ferð. Hitt tækið er Sony IPS-360 staðarákvörðunartæki. Þetta er GPS staðarákvörðun- artæki sem tryggir nákvæma staðarákvörðun í gegnum sendingar frá gervitunglum. Tækið vegur aðeins 590 gr og gengur iyrir rafhlöðum og er sérstaklega hugsað fyrir göngumenn. DAGBOKl Margrét Óöinsdóttir syngur á Háskólatónleikum Háskólatónleikar verða f Norræna hús- inu í dag, miðvikudaginn 7. apríl, og hefjast kl. 12.30. Margrét Óðinsdóttir syngur lög eftir Marcello, Caccini, Ma- hler og Tsjaikovskí. Undirleikari á píanó verður Krystyna Cortes. Margrét Óðinsdóttir hóf söngnám 1982 við Tónlistarskóla Kópavogs undir hand- leiðslu Ástu Thorstensen. Á árunum 1985 til 1989 var hún við nám í Tónlist- arskóla Garðabæjar og lauk þaðan VIII. stigs prófi. Síðan stundaði Margrét nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan söngkennaraprófi vorið 1991. Að- alkennari hennar frá 1985 hefur verið Si- eglinde Kahmann. Margrét syngur með kór íslensku óperunnar. íslenski dansflokkurinn: Alan Carter og Erik Bidsted gestir á hátíöarsvningu í tilefni 20 ára afmælis Islenska dans- flokksins og þess að 40 ár eru liðin frá því að Listdansskóli Þjóðleikhússins var stofnaður, verður sérstök hátíðarsýning á Coppelíu í Borgarleikhúsinu 8. apríl kl. 20. Á sýningunni dansa þau Lára Stef- ánsdóttir og Eldar Valiev aðalhlutverkin. Viðstaddir sýninguna verða Alan Carter, fyrsti listdansstjóri íslenska dansflokks- ins, en hann setti jafnframt Coppelíu upp árið 1975, og Erik Bidsted, fyrsti ballett- meistari Þjóðleikhússins. Eftir sýning- una verður stutt hátíðardagskrá þar sem meðal annars verður úthlutað úr styrkt- arsjóði ungra listdansara. Norrænt lögfræöingaþing 33. norræna lögfræðingaþingið verður haldið í Kaupmannahöfri 18.-20. ágúst í sumar. Fyrsta norræna lögfræðingaþingið fór fram í Kaupmannahöfn 1872, og var Vil- hjálmur Finsen hæstaréttardómari einn af frumkvöðlum þessara þinghalda. Viðfangsefnin á þinginu nú í sumar eru alls 20, öll ofarlega á baugi í lögfræði- legri umræðu á Norðurlöndunum. Þrír íslendingar hafa framsögu á þinginu, þau Gestur Jónsson hæstaréttarlögmað- ur og hæstaréttardómaramir Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. 'Formaður íslandsdeildar norrænu lög- fræðingaþinganna er Ármann Snævarr prófessor, en ritari Erla Jónsdóttir. Veitir hún upplýsingar um þingið (sími 13945). Tilkynningafrestur um þátttöku er til 1. maí n.k. Siguröur Þórir sýnir í Tilrauna- salnum á Akureyri Sigurður Þórir listmálari opnar mál- verkasýningu í Tilraunasalnum Grófarg- ili, Kaupvangsstræti 23, Akureyri, á morgun, skírdag, kl. 14. Á sýningunni eru málverk, olíupastel- myndir og pennateikningar. Sigurður Þórir er fæddur og uppalinn í Reykjavík og stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1968 til 1971. Eftir það stundaði hann nám við Konunglegu Listaakademíuna í Kaup- mannahöfn 1974-1978 hjá prófessor Dan Sterup-Hansen. Sigurður hefur haldið fjölmargar sýn- ingar hér heima og erlendis, en þetta er fyrsta sýning hans á Akureyri. Myndefni verkanna er maðurinn og hans nánasta umhverfi og sá heimur sem hann lifir og hrærist í og hefur skapað sér, bæði efnis- lega og andlega. Einnig tengslaleysi manns og konu og mannsins við um- hverfi sitt og stöðuga leit að nýrri fegurð. Náttúruvemdarfélag Suðvesturiands: Sjóferöir um Kollafjörð um páskahelgina Um páskahelgina stendur Náttúru- vemdarfélag Suðvesturlands fyrir tveggja tíma náttúruskoðunar- og skemmtiferðum um Kollafjörð í sam- vinnu við Fjörunes h/f á farþegaskipinu Fjönmesi. Fyrsta ferðin verður farin á fimmtudag, skírdag, kl. 14 og einnig kvöldferð kl. 20. Síðan verða sjóferðir daglega á sömu tímum föstudag, laugar- dag, sunnudag og mánudag, nema ferð- imar kl. 14 á föstudaginn langa og páska- dag falla niður. í ferðimar verður farið frá Austurbakka framan við Faxamarkað, vestan við Bakkastæði. Siglt verður inn á Rauðarár- vík, út með Laugamesi, inn á Viðeyjar- sund, síðan norður fyrir Viðey og inn undir Lundey og Þemey. Til baka út fjörðinn og inn á Engeyjarsund milli Ak- ureyjar, Örfiriseyjar og Engeyjar. Á leið- inni verður útsýnisins notið undir leið- sögn og ýmislegt gert til skemmtunar og fróðleiks. Harmonikuleikari verður með í för og víkingur, boðið verður upp á kaffisopa og léttar veitingar verða um borð. Þá verða tekin botndýrasýni og far- þegar geta tekið þátt í einfaldri skrán- ingu á lífverum og ástandi sjávar á ákveðnum stað á Kollafirðinum. Þeim, sem ekki hafa siglt um Kollafjörð, mun koma á óvart hve fjörðurinn er fal- legur með sínum eyjum og sundum og fögm landsýn. Sjóferð fyrir alla fjölskyld- una. Verð kr. 1000, 600 kr. fyrir böm í fylgd fullorðinna. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIbÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcsr Framtíöin viröist björt fyrir Victoriu Sellers. Victoria Sellers er loksins laus viö sukksama fortíð Victoria Sellers, dóttir þeirra frægu hjóna Peters heitins Sellers og Britt Ekland, hefur gengið í gegnum æði margt á sinni stuttu ævi. Æskunni eyddi hún að mestu á ferð og flugi yfir Atlantshafið milli heimila sinna frægu foreldra eftir skilnað þeirra, en þegar faðir hennar dó úr hjartaslagi, þegar hún var fimmtán ára, var eins og hún missti algjörlega fótanna, sorgin varð henni um megn og leiðin til sjálfstortímingar hófst fyrir alvöru. Victoria litla lenti undireins í eiturlyfjaneyslu mikilli og hvfldarlausu sukki þar til fyrir nokkrum árum að hún lenti í steininum fyrir þátt sinn í víð- frægu kókaínmáli. Nú er Victoria 27 ára gömul, bú- in að fara í langa og stranga með- ferð og ekki er að spyrja að, fram- tíðin blasir við björt og fögur og framundan er hugsanlegur leik- ferill, því ekki á stúlkan langt að sækja hæfileikana og þá ekki feg- urðina heldur. Hún segir samt að erfitt sé að búa við stöðugan sam- anburð við foreldrana. Hana langi að sanna sig sem hún sjálf. Hún hefur þegar leikið í einum þremur kvikmyndum og langar að spreyta sig við handritagerð. Milli upptakna skemmtir leikkonan sér meö vini sínum Xavier, sem er aö læra myndbandagerö. Þaö er undravert hvaö Victoria hefur náö sér vel eftir svallsamt líferniö.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.