Tíminn - 15.04.1993, Síða 3
Fimmtudagur 15. apríl 1993
Tíminn 3
Það er dýrt að lenda í
árekstri:
Sex vikur
kostuðu
kátt í 400
millj. kr.
Á sex vikna tímabili skemmdust
3220 bílar í umferðinni og er tjón
áætlað 363 millj. króna.
Þetta kemur fram í frétt frá Sam-
bandi íslenskra tryggingafélaga á
fjölda bifreiðartjóna á tímabilinu 22.
febrúar til 2. apríl sl. Þá er tekið fram
að aðeins sé metið tjón á bflunum
sjálfum en slys á fólki eru ekki met-
in. Athygli vekur að langflestir urðu
fyrir tjóni í næstsíðustu viku mars-
mánaðar en þá kostuðu skemmdir
682 bifreiða rúmar 78 milljónir
króna.
Samband tryggingafélaga telur að
þessar tölur séu í heild mun hærri
en þær sem oft koma fram í fjölmiðl-
um og byggja á upplýsingum lög-
reglu. Það er skýrt með því að lög-
reglan hafi aðeins afskipti af tiltölu-
lega litlum hluta umferðaróhappa
þar sem flestir fylli út tjónstilkynn-
ingar sjálfir.
-HÞ
Neytendasamtökin ekki
sátt við skipan sam-
keppnisráðs:
Óska eftir
álitium-
boðsmanns
Rannsókn á vöðvabyggingu íslenska hestsins skýrir hvers vegna hann er kröftugri og út-
haldsmeiri en önnur hestakyn:
Vöðvar íslenska hestsins
öðruvísi en annarra kynja
Neytendasamtökin rituðu nýlega
umboðsmanni Alþingis bréf þar
sem þau óska eftir álitl hans á
hæfni þeirra sem viðskiptaráðherra
skipaði sem aðalmenn í nýstofnað
samkeppnisráð.
Samtökin telja að skipan þeirra Þór-
arins V. Þórarinssonar, framkvæmda-
stjóra VSÍ, og Magnúsar Geirssonar,
formanns Rafiðnaðarsambands ís-
Iands og fulltrúa í miðstjóm ASÍ, í
samkeppnisráð samrýmist ekki vilja
Alþingis samkvæmt 6. gr. laganna. En
samkvæmt þeim eiga þeir sem sitja í
samkeppnisráði að hafa „sérþekkingu
á samkeppnis- og viðskiptamálum og
vera óháðir fyrirtækjum eða samtök-
um sem lögin ná til.“
í upphaflegu frumvarpi til samkeppn-
islaga var gert ráð fyrir að ASÍ og VSÍ
tilnefhdu sinn fulltrúa hvort í sam-
keppnisráð og Hæstiréttur tvo. í með-
förum Alþingis var þessu ákvæði hins
vegar breytt í áðumefnt form.
Fyrir utan Þórarinn V. og Magnús
vom skipaðir sem aðalmenn í sam-
keppnisráð þeir Brynjólfur Sigurðsson
prófessor sem jafnframt er formaður
ráðsins, Atli Freyr Guðmundsson,
starfsmaður í viðskiptaráðuneyti,
varaformaður og Ingibjörg Rafnar hdl.
-grh
Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar sem gerð var um vöðvabyggingu ís-
lenska hestsins gefa ótvírætt til kynna að vöðvabygging íslenska hestsins sé
alveg gjörólík flestum öðrum hestakynjum. Ingimar Sveinsson, kennari á
Bændaskólanum á Hvanneyri, segir að með þessari rannsókn sé komin líf-
fræðileg skýring á því hvers vegna íslenski hesturinn er sterkari og úthalds-
meiri en önnur hestakyn.
Rannsóknin er samstarfsverkefni
á milli Bændaskólans á Hvanneyri
og tilraunastöðvar landbúnaðarins á
Faulum í Danmörku, en þar em
sýnin greind með sérstakri tækni
sem er hvergi annars staðar til á
Norðurlöndunum.
Rannsóknin fór þannig fram að
sérfræðingur frá Faulum kom hing-
að til lands í fyrravetur og tók
vöðvasýni úr 30 íslenskum hross-
um, fjögurra og fimm vetra göml-
um. Sýnin vom tekin úr óþjálfuðum
hestum. Jafnframt vom tekin sýni
úr jafhmörgum íslenskum hrossum
fæddum í Danmörku. Þessir hópar
vom bomir saman, en jafnframt
vom hóparnir bomir saman við
vöðvasamsetningu á ýmsum erlend-
um hestakynjum.
Ingimar sagðist ekki hafa fengið í
hendur endanlegar niðurstöður
rannsóknarinnar, en bráðabirgða-
niðurstöður gæfu ótvírætt til kynna
að vöðvabygging íslenska hestsins
sé alveg gjörólík því sem er í flestum
öðmm hestakynjum.
„íslenski hesturinn hefur mun
meira af svokölluðum þolvöðvum
og eins miklu meira af hraðvöðvum
eða snerpivöðvum sem nota súrefni.
Rannsóknin sýnir einnig að það er
miklu meiri fita inni í vöðvum ís-
lenska hestsins en öðmm hestakynj-
um. Fitan er trúlega aukaorkugjafi.
Þá er háræðanet í vöðvum íslenska
hestsins miklu þéttara en í öðmm
kynjum. Rannsóknin sýnir að hár-
æðanet í vöðvum ótamdra og óþjálf-
aðra íslenskra trippa er sambærilegt
við það sem er í þjálfuðum hrossum
erlendis. Allt þetta skýrir það sem
við höfum reyndar vitað lengi að ís-
lenski hesturinn hefur mun meiri
kraft og úthald en önnur hestakyn,"
sagði Ingimar.
Ingimar sagði að þessar niðurstöð-
ur sýndu að íslenski hesturinn er
um margt einstakur.
Mikill munur er á gerð vöðva milli
einstakra hesta. Erlendis hafa rann-
sóknir á vöðvum hesta verið notaðar
við kynbótaræktun, ekki síst við
ræktun veðhlaupahesta. f mörgum
löndum er ekki reynt að þjálfa hesta
sem ekki standast ákveðna staðla
um vöðvabyggingu. Ingimar sagði
vel koma til greina að þessi rann-
sóknaraðferð verði notuð við kyn-
bótastarf hér á landi, en fyrst þurfi
að rannsaka vöðva í íslenskum hest-
um miklu meira. Ingimar nefndi
sem dæmi að talið er að öflugir þol-
vöðvar geri hestana gangsamari.
Ingimar sagði að við fyrstu athug-
un hafi svo virst sem ekki væri
marktækur munur á vöðvum ís-
lenskra hesta hér á landi og ís-
lenskra hesta sem fæðst hafa í Dan-
mörku. Bráðabirgðaniðurstöðurnar
sýndu hins vegar að þegar á allt væri
litið væri marktækur munur á þess-
um tveimur hópum. T.d. væri mun
meiri fita í vöðvum hesta sem fæðst
hafa hér á Iandi.
„Þetta er hestakyn sem hefur feng-
ið að þróast hér í einangrun í þús-
und ár. Allt bendir til að kraftur og
úthald íslenska hestsins sé tilkomið
vegna náttúruúrvals í gegnum erfið
lífsskilyrði," sagði Ingimar um
ástæður þessa séreiginleika íslenska
hestsins.
Ingimar sagðist vona að framhald
verði á þessum rannsóknum. Hann
sagði t.d. fróðlegt að sjá hvaða mun-
ur sé á vöðvagerð í þjálfuðum og
óþjálfuðum hestum.
Endanlegar niðurstöður rannsókn-
arinnar verða kynntar á ráðstefnu
um hross á norðurslóðum sem hald-
in verður í ágúst í sumar. -EÓ
Húsbréf
Komið með rúmlega fjórðung allra barna á Slysadeild ár hvert:
Um 16 slösuö börn á
Slysadeild dag hvern
Samkvæmt gögnum Slysadeildar Borgarspítalans slösuðust ár hvert að
meðaltali um 30% allra bama 14 ára og yngri í Reykjavík, á tímabilinu
1974 tfl 1991.
Slysatíðnin fór hækkandi fram
undir 1980 en hefur síðan aftur farið
lækkandi. Árið 1991 slasaðist rúm-
lega fjórðungur (26%) reykvískra
bama á þessum aldri. Það jafngildir
á sjötta þúsund slysum á ári, eða
kringum 16 á dag að meðaltali. Slys
á bömum í Reykjavík em hlutfalls-
lega mun algengari en þekkist í ná-
grannalöndum okkar. Blaðið Heil-
brigðismál segir frá þessari rann-
sókn á slysatíðni bama í Reykjavík,
1974—1991, samkvæmt gögnum
Slysadejldar, sem gerð var af lækn-
unum Önnu Stefánsdóttur og Brynj-
ólfi Mogensen.
Slysum hefur undanfarin ár fækkað
verulega í yngsta aldurshópnum
(0—4 ára), en hins vegar fjölgað í
elsta hópnum (10—14 ára).
Heimaslysin eru algengust. Um 9.
hvert barn (11%) slasast á heimili
sínu árlega. Næst koma skólaslysin.
Um 4% barna slasast í skólanum (og
þá væntanlega nærri helmingi
hærra hlutfall ef aðeins væri miðað
við þau böm sem náð hafa skóla-
aldri). Um 2% bama lenda í íþrótta-
slysum, 1% lendir í umferðarslysum
og 1% í brunaslysum. - HEI
_______Innlausnarverð
húsbréfa í
1. flokki 1991
3. flokki 1991
1. flokki 1992
Innlausnardagur 15. apríl 1993.
1. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð:
10.000 12.587
100.000 125.874
1.000.000 1.258.743
3. flokkur 1991 Nafiiverð: Innlausnarverð:
10.000 11.200
100.00 112.004
500.000 560.019
1.000.000 1.120.038
1. flokkur 1992 Nafnverð: Innlausnarverð:
10.000 11.032
100.000 110.315
1.000.000 1.103.150
5.000.000 5.515.749
Innlausnarstaður:
Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
U HÚSBRÉFADEILD ■ SUDURLANDSBRAÚT 108 REYKJAVlK ■ SlMI 696900