Tíminn - 15.04.1993, Síða 5

Tíminn - 15.04.1993, Síða 5
Fimmtudagur 15. apríl 1993 Tíminn 5 Sigurður Lárusson: Hugleiðingar um atvinnu- og samgöngumál Síðan núverandi ríkisstjóm tók við völdum hefur henni orðið tíðrætt um fortíðarvanda og alls konar vandamál sem steðja að þjóðinni. í stað þess að snúa sér af viti og karlmennsku að aðsteðjandi vandamálum í at- vinnumálum og gjaldeyrismálum, hefur hún setið með hendur í skauti án þess að hreyfa litla fingur til þess að reyna að sporna gegn vandanum. Afleiðingin hefur orðið sú að sífellt fleiri fyrirtæki og einstaklingar hafa farið á hausinn og mér virðist að þeirri gjaldþrotahrinu, sem gengið hef- ur yfir landið þessi tæp tvö ár sem hún hefur stjómað landinu, ætli ekki að linna fyrr en atvinnulífið er orðin tjúkandi rúst. Atvinnuleysið er orð- ið ógnvekjandi. Það hafa verið fyrst og fremst tvö mál sem ríkisstjórnin hefur unnið rösklega að. f fyrsta lagi bygging álverksmiðju á Keilis- nesi. Þrátt fyrir gífurlega mikil fundahöld og vinnu við undir- búning þeirrar verksmiðju bend- ir flest til að hún verði ekki reist fyrir næstu aldamót, þrátt fyrir mikinn undirbúningskostnað, ef nokkuð verður af byggingu hennar. Iðnaðarráðherra er jafn- vel hættur að tala um að hún rísi á næstu árum. í öðru lagi hefur verið lögð feikilega mikil vinna í undirbún- ing við að koma íslendingum nauðugum inn í EES, sem þó er enn ekki fullvíst að taki nokkum- tíma til starfa. Utanríkisráðherra og starfslið hans hefur verið óþreytandi við að ferðast land úr landi á allskonar fundi og ráð- stefnur í sambandi við þetta mál. Fróðlegt væri að vita hvað kostn- aðurinn er orðinn mikill við öll þessi ferðalög og einnig kostnað við að þýða alla lagabálkana, sem þessu viðkoma, á íslensku. Þriðja stórmálið, sem ríkis- stjórnin hefur verið að glíma við, er hallarekstur ríkissjóðs, en þrátt fyrir allar sparnaðartilraun- ir ríkisstjómarinnar sýnist mér staða hans versna jafnt og þétt, enda ekki von á öðm ef ekki má skattleggja fjármagnseigendur og hátekjufólk meira en núver- andi ríkisstjórn hefúr gert, því ekki er skynsamlegt að taka meiri erlend lán til að minnka fjárlagahallann. Að mínu áliti er eina raunhæfa leiðin til að lækka halla ríkissjóðs að leggja áðumefnda skatta á þá efnameiri í þjóðfélaginu. Með því móti ætti að vera hægt að ná endum saman hjá ríkissjóði á næstu tveim til þremur árum. En það er eins og ríkisstjórnin megi ekki heyra á það minnst, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn alla tíð verið varðhundur stór- eigna- og hátekjumanna í þjóðfé- laginu. Samt var í sáttmála þess- arar ríkisstjómar ráðgert að leggja skatt á fjármagnstekjur. Leiðin, sem ríkisstjórnin valdi, var að leggja skatta á sjúklinga, öryrkja, skólafólk og annað lág- tekjufólk, meðal annars í formi svokallaðra þjónustugjalda. Sú leið gat aldrei skilað nægilega góðum árangri, einfaldlega vegna þess að af þessu fólki er svo lítið hægt að taka, jafnvel þó far- ið væri fram á ystu nöf, eins og stjómin hefur gert, og miklu lengra en margir þoldu. Hér á landi er svo mikið af velefnuðu og ríku fólki að þangað átti stjórnin að sækja peninga til að rétta halla ríkissjóðs. En það er óopinber stefna þess- arar stjómar að sækja skattana til þeirra sem minnst mega sín fjárhagslega. Ég hef aldrei heyrt fiármálaráðherrann nefna að sú tekjuöflunarleið væri til, þegar hann hefur verið að kvarta um slæma afkomu ríkissjóðs. Það er komið meira en mál til að ríkisstjómin átti sig á því að almenningur í landinu unir því ekki lengur að hinum efnameiri sé stöðugt hlíft, en níðst þeim mun meira á þeim sem minna hafa. Ég tel mjög nauðsynlegt að gerð verði eignakönnun í landinu, í síðasta lagi um næstu áramót, eins og gerð var um áramótin 1947 til 1948. Þá kæmi f ljós hverjir eigna peningana og aðrar eignir í landinu. Þá tel ég að setja þyrfti strangari reglur um að flytja fjármagn úr landinu eða aðrar eignir, til þess að tryggja að fjársterkir aðilar gætu ekki kom- ið eignum úr landi í stórum stfl. Ég tel ekki neina nauðsyn bera til að taka erlend lán til að minnka fjárlagahallann. Það er nóg fjármagn til í landinu og ég er viss um að meirihluti lands- manna er því hlynntur að afla þess fjár sem þarf til að rétta verulega halla ríkissjóðs innan- lands, en ekki með erlendum lánum. Vel mætti hugsa sér að ná alveg niður halla ríkissjóðs á tveimur til þremur árum með því að fara þá leið sem ég hef hér bent á, án þess þó að ganga of nærri fjárhagslegri afkomu þeirra aðila sem ég hef bent á. En á meðan Alþýðuflokkurinn lætur íhaldið nota sig sem hækju til að verja hagsmuni þeirra ríku er ekki von á breytingum til bóta í þessu þjóðfélagi. í dag heyrði ég í ríkisútvarpinu frétt af nýrri skoðanakönnun, sem Morgunblaðið fékk félags- vísindastofnun til að gera fyrir sig. Þar kemur fram að Alþýðu- flokkurinn myndi ekki fá nema 6,8% fylgi, ef kosið væri nú til Al- þingis, en fékk 15,5% kjörfylgi í síðustu Alþingiskosningum. Eru þeir virkilega svo blindir að sjá ekki hvert stefnir á meðan Jón- arnir og Jóhanna stjórna flokkn- um? Að lokum vík ég að samgöngu- málum. Fyrir nokkrum ámm var stofnað félag um að gera jarð- göng undir Hvalfjörð. Félagið heitir Spölur. Að stofnuninni stóðu ýmsir fjársterkir aðilar sem þóttust ætla að gera þessi göng á sinn kostnað. Þar á meðal var Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga, sem reyndar ram- bar á barmi gjaldþrots. Ef ég man rétt fór Spölur fram á það við stjórnvöld að virðisaukaskattur yrði felldur niður af þessari fram- kvæmd. Mér virðist sem þessi fram- kvæmd sé ekki eins aðkallandi og margar aðrar framkvæmdir. Óvíða em betri samgöngur hér á landi en milli Reykjavíkur og Akraness. Akraborgin, sem er bæði farþegaskip og bflferja, fer þrjár til fimm ferðir á milli þess- ara staða daglega. Auk þess er vegurinn fyrir Hvalfjörð með bundnu slitlagi. Nýlega var sagt frá því í fréttum ríkisútvarpsins að áætlað væri að Hvalfjarðar- göngin myndu kosta á núvirði 3,5 milljarða króna. Öllum, sem kunnugt er um ástand hringvegarins, vita að enn er eftir að Ieggja bundið slitlag á mest allan hringveginn frá Mý- vatnssveit austur og suður að Bemfirði og á nokkra stutta kafla víðar. Ég leitaði upplýsinga hjá háttsettum manni hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík nú í gær um hvað það myndi kosta að ljúka lagningu bundins slitlags á það sem eftir er af hringveginum. Hann sagði að gróft reiknað myndi það kosta 3,5 milljarða á núvirði. Nú vil ég spyrja ykkur, lesendur góðir: Hvort finnst ykkur skyn- samlegra og sanngjamara að ljúka lagningu bundins slitlags á hringveginum eða gera göng undir Hvalfjörð, fyrst það kostar álíka mikið? Ég hygg að flestir sanngjamir menn muni vilja ljúka hringveginum fyrst. Hvers á fólkið á Norðaustur- og Austur- landi að gjalda að þurfa að hoss- ast á slæmum malarvegum, sem á köflum líkjast hálendisslóðum, en í öðmm landsfjórðungum er að mestu búið að leggja bundið slitlag á hringveginn? Það em haldlaus rök að segja að ríkið þurfi ekki að leggja vemlegt fjármagn í jarðgöngin, því að fé- lagið Spölur ætli að kosta þau til að byrja með. Auðvitað verður kostnaðinum velt yfir á ríkið að lokum með gjaldþroti félagsins eða með einhverjum öðmm ráð- um. Bundið slitlag á allan hringveg- inn kæmi til með að auka stór- lega ferðalög almennings um landið og þá væntanlega fækka til muna ferðum til útlanda, og þar með spara vemlegan gjald- eyri. Auk þess myndi það styðja ferðamannaiðnaðinn og efla byggðina á Norðaustur- og Aust- urlandi, sem nú á í vök að verj- ast. Ég leyfi mér því að skora á samgönguráðherra og Vegagerð ríkisins að hrinda þessu stórmáli í framkvæmd sem allra fyrst. Þessi framkvæmd væri líka kær- komin í því mikla atvinnuleysi sem nú herjar á þjóðina, ekki síst á Norðurlandi eystra og Austur- landi. Stefnt skyldi að því að ljúka hringveginum fyrir árslok 1995. 24.02.1993. Höfundur er fyrrum bóndi. r A nýju ári Þann 20. janúar síðastliðinn var tilkynnt í Stjórnartíðindum um útgáfu nýrra frímerkja. í Lögbirt- ingablaðinu þann 27. sama mán- aðar var svo þessi tilkynning end- urtekin. Þegar ég skrifa þennan þátt, þann 11. febrúar, hefi ég enn ekki fengið í hendur tilkynningu póstsins um viðkomandi útgáfu, aðra en tilkynninguna frá í nóvem- ber 1992 um útgáfur á árinu 1993. í þeirri tilkynningu er reyndar sagt frá því að út verði gefin þann 10. mars, tvö frímerki í flokknum „Keppnisíþróttir". Nú er vitað að þetta eru 30 króna frímerki, bæði með sama verðgildi. Þá er annáð frímerkið með mynd af handbolta og hitt merkið sýnir hlaup. Þá koma út þennan sama dag tvö frí- merki í flokknum „Brýr á íslandi". Annað þessara frímerkja sýnir Hvítárbrú hjá Ferjukoti í Borgar- firði, en hitt frímerkið sýnir hins- vegar brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Þessi frímerki verða að verðgild- unum 90,00 og 150,00 krónur. Um keppnisíþróttafrímerkin er það að segja, að þau munu eins og áður teiknuð og hönnuð af þeim Ástþóri Jóhannssyni og Finni Malmquist. Þá eru brúafrímerkin teiknuð af Helga Hafliðasyni. Teikning hans og hönnun er góð, en litprentunin hrikaleg. Af því til- efni vildi ég gjarna setja fram nokkrar spumingar, með von um að blaðafulltrúi Póstmálastofnun- ar eða þá einhver æðra settur sjái sér fært að svara: 1) Borgar sig virkilega að taka lægsta tilboði í prentun frímerkja V-'C Ov_\x_v\ * C\MV£& Of lágt frímerki. og fá svona vinnu í staðinn? 2) Væri ekki hægt að prenta þessi frí- merki hér heima, í hærri gæða- flokki á svipuðu verði? 3) Það að litarmunur er jafnmikill milli ein- stakra arka og raun ber vitni vekur spurningu um hvort ekki sé að verða auðvelt að falsa þessi frí- merki og þá til póstnotkunar? 4) Hvar er öryggið sem á að hindra allskonar afbrigði, þegar maður fær á venjulegum daglegum bréf- i S SlOsí D 0 0 PÓSTJJR 02 Frímerkingarmiöi. um frímerki, sem em ýmist of stutt eða of lág, miðað við upp- gefna stærð? Þess ber þó að gæta að út kom til- kynning um útgáfu frímerkingar- miða, sem selja á úr vél á R-6, eða í Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík, það er á BSÍ. Að vísu em þessir miðar kallaðir frímerklar í til- kynningunni, þó ekki sé undirrit- uðum, né íslenskum orðabókum, kunnugt um hvaða orð það er. Það finnst þar ekki, ekki einu sinni merkill. Skyldi það geta kallast orðskrípi? Frímerkingarmiði er gott íslenskt orð, sem segir greini- lega frá hvað um er að ræða. Hvað er á móti því að nota það? Eigum við nokkuð að vera að skapa ein- hver nýyrði í málinu okkar, nema þess sé raunhæf þörf. Fleira er að athuga við þessa miða. Mér býður í gmn að þeir séu ennþá minna notaðir á póstsend- ingar en jafnvel jólamerki. Hefir nokkuð verið athugað hvort það yfirleitt borgar sig að vera með þessar vélar í gangi? Spurningin stafar af því að mér er kunnugt um athuganir, sem hafa farið fram er- lendis á þessu, og þar borgaði dæmið sig ekki. Finnum hefir tek- ist að ná inn hagnaði með því að vera með allskonar miða, Jóla- sveinamiða, Frímerkjasýninga- miða og af fleiri tilfellum. Er þá til- efnið og/eða mynd prentað með rauðu á miðana. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.