Tíminn - 15.04.1993, Page 7

Tíminn - 15.04.1993, Page 7
Fimmtudagur 15. april 1993 Tíminn 7 Áhrif tveggja vikna lengingar skólaársins í fjölda skóla á landsbyggðinni hverfa víða vegna niðurskurðar kennslustunda: Islenskukennsla skorin mest niður í Reykjavík „í 4. til 7. bekk (grunnskólanna í Reykjavik) hefur kennslustundum fækk- að mest í íslensku og almennri bekkjarkennslu. í 8. og 9. bekk kemur fækk- un kennslustunda mest fram í íslensku, samfélagsgreinum, heimilisfræði, erlendum málum og náttúrufræði. í 10. bekk kemur fækkun nánast ein- göngu fram í valgreinum". Þessar upplýsingar um niðurskurð á kennslu grunnskólabarna í Reykjavík koma fram í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspumum á Alþingi um niðurskurð kennslustunda 1992. Það virðist þó hafa verið hægara sagt en gert fyrir ráðuneytið að afla svara við umræddum fyrirspumum um eftirfarandi: Hvemig niður- skurður kennslustunda skiptist á kennslugreinar eftir árgöngum. Hve mikið og í hvaða árgöngum kennslustundum hafi fækkað í ís- lensku, stærðfræði og erlendum málum. Og hversu marga nemendur niðurskurðurinn snerti í hveri námsgrein. í svari ráðuneytisins kemur m.a. fram að upplýsingar liggi almennt ekki fyrir fyrr en að loknu yfirstand- andi skólaári. í öðm lagi sé skipulag skólastarfs víða með þeim hætti að ekki sé unnt að fá óyggjandi svör við spumingum iyrirspyrjenda. Og í þriðja lagi kemur sú athyglisverða niðurstaða í ljós, að vegna þess að kennslustundir vom færri en áætlað hafði verið skólaárið 1991/92, þá veldur áætlaður niðurskurður 1992/93 raunvemlega ekki eins mik- illi fækkun kennslustunda milli ára og talið var. í ýmsum tilvikum hefur kennslustundum m.a.s. fjölgað milli ára, einkum í skólum á landsbyggð- inni, m.a. vegna lengingar árlegs skólatíma, algengast um 2 vikur. Á Reykjanesi stefndu fræðslustjórar að fækkun kennslustunda í svoköll- uðum umsjónarkjama í 6. til 10. bekkjum. Auk þess er fækkun um eina stund í íslensku í 4. bekk, mynd- og handmennt í 5. og 7. bekk, dönsku í 6. bekk, samfélagsfræði í 8. bekk, stærðfræði í 9. bekk og val- greinum í 10. bekk. „Svo virðist sem skólamir hafi ekki fallist á þessar til- Eftirspum eftir lánum hjá Fjárfestingarlánadeild Iðnlánasjóðs óx stórlega á síðasta ári. Sótt var um lán að fjárhæð 4.300 milljónir króna, sem var 43% aukning frá árinu áður. Afgreidd lán á árinu vom 404 að upphæð 2.360 milljónir kr., sem var 31% hækkun frá árinu á undan. Þar af fór nær fimmt- ungur til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Eftirspura eftir lánum í Vömþróunar- og markaðsdeild óx þó ennþá meira, eða rúmlega 80% milli ára. Heildarútlán Iðnlánasjóðs vom tæplega 13 milfjarðar króna í árslok. Á ársfundi Iðnlánasjóðs sagði Bragi Hannesson forstjóri hans m.a.: „Um þessar mundir eru af- skriftir útlána megin vandamál margra erlendra og innlendra lánastofnana. Ljóst er að orsakir þessa vanda eru jöfnum höndum mannleg mistök og ófyrirsjáanleg þróun. Mikilvægara er að leitast við að læra af mistökunum heldur en að finna sökudólginn." Kom m.a. fram að meginhluti af rekstr- arhagnaði ársins fór sem framlag í afskriftareikning útlána. í ársbyrj- tm voru um 558 milljónir á af- skriftareikningi, hvar af 373 millj- ónir voru endanlega afskrifaðar á árinu (til viðbótar 174 m.kr. 1991). Um 440 milljónir af rekstrartekj- um ársins voru færðar á afskrifta- reikning, sem geymdi því 624 mill.kr. í árslok, eða tæplega 5% af heildarútlánum Iðnlánasjóðs. Rekstrarhagnaður fyrir skatta, af- skriftir og framlag til afskrifta- reiknings nam 563 milljónum kr. á árinu. Rekstrarkostnaður nam um 120 milljónum, hvar af röskur helmingur er laun. Tekjuafgangur varð 56 milljónir króna. Iðnlánasjóður fitnaði heldur ekki af beinni þátttöku sinni í atvinnu- lífinu. Eignarhlutir í öðrum félög- um voru um 234 milljónir í árslok og höfðu lækkað um 48 milljónir frá árinu á undan. Bókfært tap af þessum eignum varð hátt í 31 milljón í fyrra. Afskrifuð hlutabréf voru nærri 11 milljónir kr., eða nánast sama upphæð og arð- greiðslur ársins. Gengi hlutabréfa lækkaði síðan um nær 31 milljón kr. á árinu. í ræðu forstjóra kom fram að umfangsmiklar endurbæt- ur hafa verið gerðar á skipulagi og fjármálastjórn Iðnlánasjóðs frá því rekstur hans varð sjálfstæður 1990. Lánareglur hafi m.a. verið endurskoðaðar í þeim tilgangi að vanda betur afgreiðslu lánsum- sókna og tryggingarlega stöðu sjóðsins. Þá hafi aukin áhersla ver- ið lögð á eftirlit með stöðu ein- stakra útlána, m.a. með stofnun Lánaéftirlits- og eignadeildar á síðasta ári. - HEI lögur fræðslustjóra í öllum tilvikum og tekið ákvörðun um fækkun stunda í öðrum námsgreinum. Sam- kvæmt tölum fræðsluskrifstofunnar hefur kennslustundum ekki fækkað í íslensku, stærðfræði og erlendum málum. Hins vegar hefur kennsla minnkað einkum í heimilisfræði, íþróttum, náttúrufræði og mynd- og handmennt", segir í svari mennta- málaráðuneytisins um niðurskurð kennslu á Reykjanesi. Á Vesturlandi hefur kennslustund- um í íslensku fjölgað um 13,5 (en ekki fækkað) og enskutímum um 3 stundir í þeim 10 grunnskólum sem upplýsingar fengust um. Stærð- ffæðitímum fækkaði hins vegar um alls 21,5 og dönskutímum um 5,5 í sömu skólum. Um Vestfirði segir að áhersla hafi verið á það lögð að halda kennslu í íslensku, stærðfræði og erlendum málum óskertri, þrátt fyrir niður- skurð. Auk þess hafi skólatími lengst um hálfan mánuð f 10 skólum á Vestfjörðum á síðasta ári. Frá Norðurlandi—vestra eru færð- ar þær fréttir að kennsla í stærð- fræði og erlendum málum virðist al- mennt ekki hafa verið skert í efstu bekkjum. Niðurskurður komi helst fram í miðbekkjum grunnskóla. Fjórir skólar hafi lengt árlegan starfstíma um 2—4 vikur á sl. ári. Upplýsingar um einstakar náms- greinar ffá grunnskólum á Norður- landi—eystra liggja ekki fyrir. En kennslustundafjöldi sé í samræmi við viðmiðunarstundasrká í lang- flestum þeirra. Kennsla hafi dregist saman í fjórum skólum. En skólaár- ið aftur á móti lengt um 2 vikur í tíu skólum. Á Austurlandi em langflestir skólar sagðir með kennslustundafjölda í samræmi við viðmiðunarstundasr- ká, þó 1—2 stundir vanti upp á lág- marksstundafjölda í örfáum skólum. Það skýrist m.a. af sundkennslu, sem sé á námskeiðum og síðan kennara- skorti. En 11 skólar hafa lengt skóla- tíma um 2 vikur. Frá Suðurlandi fengust aðeins upp- lýsingar frá 9 af 30 skólum. í fjórum þeirra fækkaði kennslustundum í ís- lensku um eina í 6. til 10. bekk sem nær til 366 nemenda. Auk þess fækk- aði um eina stund í ensku, dönsku og samfélagsfræði hjá 222 nemend- um 4. til 10. bekkjar. Stundum hafi einnig fækkað víðast hvar í íþróttum og valgreinum. Það vegi hins vegar á móti niðurskurði, að árlegur starfs- tími hafi lengst um 2 vikur í 16 skól- um á Suðurlandi. - HEI Grunnskólakennarar Kennara vantar að Borgarhólsskóla, Húsavík, næsta skólaár til að kenna eftirfarandi: Smíðar — mynd- og handmennt — sérkennslu — al- menna kennslu á unglingastigi. Nánari upplýsingar veita Halldór Valdimarsson skóla- stjóri, heimasími 96-41974 og vinnusími 96-41660, og Gísli Halldórsson aðstoðarskólastjóri, heimasími 96- 41631 og vinnusími 96-41660. Umsóknarfrestur er til 21. apríl. BESSASTAÐAHREPPUR Sveitarfélög — verktakar Losunarstaður fyrír jarðefni Við getum boðið upp á losunarstað fyrir mold og malar- kennd jarðefni frá og með 13. apríl nk. Þið losið bílinn á ákveðnum stað, við sjáum um útjöfnun og frágang. Ekki verður tekið við garðúrgangi. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 653130. Sveitarstjóri Bessastaðahrepps. Verkefnisstjórí Stjórn Samtaka sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra vill ráða starfsmann til sérstaks verkefnis í u.þ.b. 6 mánuöi. Starfið felst m.a. í því að gera úttekt á hagkvæmni sam- einingu sveitarfélaga í kjördæminu. Góð þekking á sveitar- stjórnarmálum nauðsynleg. Upplýsingar um starfið veitir Björn Sigurbjömsson, for- maður samtakanna, í heimasíma 95-36622 eða vinnusíma 95-35382. Skriflegum umsóknum skal skilað til formanns, Fellstúni 12, 550 Sauðárkróki, eigi síðar en 23. apríl.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.