Tíminn - 17.07.1993, Qupperneq 4

Tíminn - 17.07.1993, Qupperneq 4
4 Tfminn Laugardagur 17. júlí 1993 Tímiim IIALSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Skrifstofur Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Sími: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Iðnaðurinn á niðurleið Nær níutíu af hundraði allra vörukaupa íslenskra heim- ila, annarra en matvæla, eru með innflutningi. En full- unnar, erlendar matvörur í neytendapakkningum verða sífellt fyrirferðarmeiri á innkaupalistum og dregur síður en svo úr þeirri þróun. Af heildarinnkaupum heimila hefur hlutur íslenskrar framleiðslu minnkað úr 44 af hundraði í 33 af hundraði á fimm ára tímabili. Segir það sína sögu um þróun íslensks iðnaðar, eða að minnsta kosti um hlutdeild hans á innanlandsmarkaði. Þessar upplýsingar eru fengnar úr neyslukönnun sem Hagstofan gerir vegna útreiknings á vísitölugrundvelli. Úr þeim tölum má lesa margt athyglisvert, eins og skýrt var frá í Tímanum sl. fímmtudag. Til dæmis hve kostnað- ur við rekstur einkabflsins fer hraðvaxandi og gefur auga leið hvflíkur fjárhagslegur baggi sá útgerðarkostnaður er á öllum almenningi. Flestar eða allar þjóðir leggja kapp á að vemda eigin framleiðslu og tryggja heimamarkað. Iðnfyrirtæki og aðrir framleiðendur líta á heimamarkaðinn sem undir- stöðu starfsemi sinnar og forsendu þess að framleiða fyr- ir útflutning. Það er sama hvað tolla- og efnahagsbanda- lögum líður, að hver þjóð reynir með einum eða öðmm hætti að vemda eigin framleiðslu. Á íslandi er þessu öfugt farið. Síbyljan um frjálsa mark- aðinn telur allar hömlur vera af hinu illa og ekki sam- ræmast því efnahagskerfi sem stefnt er að. Innlend fram- leiðsla ræður ekki við undirboð og harðvítuga samkeppni innflytjenda og má sín því sífellt minna á heimamarkaði. Áróðurinn fyrir að kaupa íslenskt er hjáróma og mark- lítill og heilu framleiðslugreinamar hafa hreinlega gefist upp fyrir innfluttri vöm og er húsgagnaiðnaðurinn dæmi um það, en smiðir og hönnuðir lögðu vinnustofur sínar niður en gerðust innflytjendur og kaupmenn. Umfram allt em það neytendumir, þeir sem kaupa vör- una til heimabrúks, sem ráða því hvað keypt er. En hvað gerir maður þegar stillt er upp nokkmm tugum erlendra kexpakka við hliðina á hverjum einum innlendum í hill- um sjálfsafgreiðsluverslana? Svipað á við um hreinlætis- vöm og margar aðrar vömtegundir. Iðnrekendur em ákafastir allra íslenskra manna að sam- samast evrópska efnahagskerfinu. Samt standast þeir er- lendri framleiðslu hvergi snúning á heimamarkaði sín- um og er bágt að sjá hvaða ávinning þeir þykjast hafa með enn harðari samkeppni um markaðhlutdeildina. Störfum við innlenda neysluvömframleiðslu fækkar stöðugt og hlustar enginn á harmatölur iðnverkafólks þegar það skorar á landsmenn sína að kaupa íslenskt til að styrkja atvinnulífið. íslenskur iðnaður er greinilega á niðurleið og hvert stórfyrirtækið af öðm verður fyrir áföllum sem þau rísa vart undir og önnur draga saman seglin og hverfa tíð- indalítið. Það em helst gosdrykkjaframleiðendur sem standa upp úr, hve Iengi sem það nú verður. Þær breytingar á neysluvenjum og þar með atvinnu- háttum sem hér er tæpt á em stórtækari en svo að hægt sé að gera sér grein fyrir afleiðingunum í fljótu bragði. En ef fram heldur sem horíir mun atvinnulífið verða enn fábreyttara en nú er áður en langt um líður og fólkið í landinu mun háðara innflutningi en góðu hófi gegnir hjá þjóð sem telst búa við sjálfstæðan efhahag. Til ráða er ekkert annað en að kaupa íslenskt, en á svo- leiðis ráðgjöf er ekki hlustað. Þá var sælt í sveitum. r framleiðni og hagvöxtur að bæta lífskjörin. Það er til að mynda gert með því að greiða iðjulaus- um atvinnubætur sem víða eru allríflegar meðal efiriaðri þjóða. Fátæktarbaslið á íslandi þolir engan samanburð við það sem víðast hvar telst til velferðar og er atvinnuleyssisölmusan hér eitt dæmið um það. Meðal efnaðri þjóða er atvinnu- leysið víða upp á 10% og sums staðar meira. Þannig er allt upp í 25% atvinnuleysi vel þekkt og viðvarandi hjá einstaka iðnríkj- um. Fræðimenn eru famir að velta fyrir sér hve mikið atvinnuleysi velmegunarþjóðir þola. Er sagt sem svo að fyrst þjóð þolir 25% atvinnuleysi án þess að öll samfé- lagsgerðin hrynji, hví skyldi hún þá ekki þola 50% atvinnuleysi? Lengra þorir enginn að teygja sig enn sem komið er. Vaxtarverkir Það, að aukinn hagvöxtur er enginn trygging fyrir fleiri at- vinnumöguleikum, sýnir að við- teknar hugmyndir um vinnuafl og framleiðni em úreltar og þarfnast gagngerar endurskoð- unar. Skipting arðsins og kvóta- Urelt vandamál Landbúnaður hefúr aldrei verið eins öflugur hér á landi og hann er nú. Bændur búa yfir mikilli þekkingu á starfgreininni, sem er mjög tæknivædd og er hvergi nærri eins háð tíðarfari og áður var. Framleiðnin er mikil og framleiðsluvaran góð og fyrir- tæki sem vinna eða fullvinna bú- vöm vel tæknivædd og er þar mikil sérfræðiþekking saman komin. Samt er ákaft rætt og ritað um vandamál landbúnaðarins og er oft látið eins og að hann sé kom- inn að fótum fram og aðeins sé tímaspursmál hvenær hann vesl- ist upp og hverfi. Þegar betur er að gætt kemur í ljós að vandamálin em fyrst og fremst hve vel búvömframleiðsl- an er rekin og hve framleiðnin í greininni er mikil. Þjóðin kemst með engu móti yfir að torga öll- um þeim matvælum sem hægt er að framleiða í landinu. Þessi vandamál em svipuð víða um heim og langt frá því að vera bundin við ísland eins og oft er látið í veðri vaka. Kvóti á framleiðslu búvara er ekki settur bændum til höfuðs heldur til að koma í veg fyrir of- framleiðslu, sem er engum til góðs. Það er því fásinna að halda fram að bændur tapi milljörðum vegna kvótans eins og stundum er haldið fram. Gengisfall mann-aflans Það sem talið em til vandamála landbúnaðar er fyrst og fremst að ekki komast nema tiltölulega fáir bændur að til að framleiða nægi- legt magn neysluvöm. Tækni- væðing sveitanna, áburðamotk- un og kraftfóðurgjöf ásamt kyn- bótum búsmala og jarðargróða gera það að verkum að sáralítinn mannafla þarf nú til að framleiða meira magn en dæmi em um í sögunni, brot af þeim mannafla sem þurfti þegar bændasamfé- lagið stundaði sjálfsþurftarbú- skap við frumstæðar aðstæður. En slíkur búskapur var stundað- ur hér á landi langt fram á þessa öld og það er til þess tíma sem menn em að sla'rskota þegar horft er með söknuði til þeirrar tíðar þegar fjölmennt var í sveit- um og óhugsandi að matvæla- framleiðslan yrði of mikil. En menn vilja telja góða starfs- þekkingu og áhrifamikla tækni- væðingu með mikilli fram- leiðslugetu til vandamála, þá er íslenskur landbúnaður í vanda. Ofurframleiðni Vandamál framleiðninnar er ekki sérstaklega vandi landbún- aðar, það snýr jafnt að öllu þjóð- félaginu. Þegar ekki þarf nema fámennt lið til að framleiða það magn af búvöm sem samfélagið þarfnast leitar fólk burt úr sveit- um og tekur upp önnur störf. En tækni og framleiðni eykst líka í öðmm atvinnugreinum en mat- vælaframleiðslu og víðast hvar verður framleiðslugetan meiri en markaðsþörfin. Þetta á líka við um þjónustugreinar. Þessi þróun fer aðeins á einn veg. Atvinnuleysi eykst í hlutfalli við tækniþróun og þá ofurfram- leiðni sem af henni íeiðir. Tölvu- væðingin fækkar störfum og vél- ar og róbótar vinna allan sólar- hringinn mörg þau störf sem mannafla þurfti til að sinna allt fram á síðustu ár. Svokallað atvinnuleysi eykst hröðum skerfum í öllum iðnríkj- um heims. Síðustu árin er talað um samdrátt og kreppu og minnkandi hagvöxt. Nú er talið að eitthvað fari að vænkast í efnahagsmálum heimsins og víst er það að hagvöxturinn er víða á uppleið og þykja það góð tíðindi. Velferð og fátæktarbasl En þá bregður svo við að ekki dregur úr atvinnuleysinu, eins og spáð hafði verið, og eru nú einhverjir hagspekingar famir að efast um þá vitneskju að hagvöxt- ur sem slíkur sé endilega at- vinnuskapandi. Hann getur þýtt aukin verkefni fyrir vélar og ró- bóta en engin þörf verður fyrir fólk af holdi og blóði til að taka þátt í endumýjun efhahagslífs- ins. En samkvæmt bókinni á aukin úthlutanir hljóta einnig að taka mið af þeim aðstæðum sem tækni og róbótar skapa. Ofboðsfjárfesting í framleiðslu- tækjum og offramleiðsla eru vaxtarverkir þeirra sem ekki skilja hvers tækni og þekking eru megnug og vita aldrei hvenær nóg er nægilegt. Sú breyting að heimilistörfin eru nú unnin í verksmiðjum og stofnanir annast bamauppeldi veldur miklum uppgangi í svo- kölluðu atvinnulífi um hríð, og að það eru kölluð atvinnutæki- færi að stöva af í ókunnum hús- um, breytir allri afstöðu til vinn- unnar. Það eitt er vinna sem launataxtar ná yfir. Annað er at- vinnuleysi. Breytt viðhorf Að þekking, tækni og mikil framleiðni skuli vera höfuð- vandamál landbúnaðar eins og látið er í veðri vaka er aðeins eitt dæmi um að hugarfarið er langt á eftir framförunum. Látið er eins og að atvinnuleysi sé höfuðböl en horft er framhjá því að lífsnauðsynjamar hlaðast upp og að ekki er skortur á neinu nema vinnunni. Verið er að mennta fólk í stór- um stfl til starfa sem vitað er að engin þörf sé eða verði fyrir. En um það er bannað að ræða því sá sem það gerir er stimplaður and- stæðingur allrar menntunar. Og það kærir sig enginn um að vera. Nútímafólk hlýtur að breyta af- stöðu sinni til vinnunnar og skiptingu lífsgæða yfirleitt. Mikil framleiðslugeta er í sjálfu sér engin ávísun á bætt lífskjör og framfarir í þeim skilningi að auka sífellt framboð á vöru og þjónustu er úrelt takmark. Full atvinna eða atvinnuleysi eru af- stæð hugtök og að vera að reikna slíkt út í prósentum er líkast til tóm vitleysa. Þekking og tæknikunnátta á að geta stuðlað að jöfnun lífsgæða, þar á meðal vinnunnar, og vandamálin eru fremur að þekkja ekki sinn vitjunartíma heldur en að auka þurfi sífellt vinnu og framleiðslu. Gamall þankagang- ur hæfir ekki gjörbreyttum að- stæðum og viðhorfum tækni- væddrar upplýsingaaldar. Meira að segja afstaðan til hagvaxtar er úrelt

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.