Tíminn - 17.07.1993, Qupperneq 5

Tíminn - 17.07.1993, Qupperneq 5
Laugardagur 17. júlí 1993 Tíminn 5 Heit pólitík á köldu sumri Jón Kristjánsson skrifar Þaö ætlar að veröa vandfyllt skarðiö hennar Jóhönnu. Tímamynd Árni Bjarna Ég get ekki að mér gert að hefja þennan pistil á því að minnast á veðr- ið. Það hefur verið með eindæmum kalt á þessu sumri. Norðan- og norð- austanáttir hafa verið þrálátar á þessu vori og hitastigið lágt. Kal er víða í túnum, sem stafar af svellalögum í vetur. Hins vegar verða menn þessa mis- mikið varir eftir því hvar búið er á landinu. Sunnlendingar hafa verið sólarmegin það sem af er sumri. Þannig er landið með sínu eyjalofts- lagi. Ljóst er hins vegar að norðan- lands og austan er þetta eitt versta vor um árabil. Þetta er bændum á þessum svæðum þungt í skauti, þótt kalið sé misjafnt eftir byggðarlögum. Heitur júlí Júlímánuður er að jafnaði ekki heitur mánuður í stjómmálum. Nú er þó undantekning þar á. Ekki er það þó fyrir afrek stjómvalda eða stórar stefnumarkandi ákvarðanir. Stjóm- málaumræðan hefur að mestu leyti snúist um eftirköst ráðherraskipt- anna í Alþýðuflokknum og þá bull- andi óánægju sem er þar innanborðs vegna þeirra. Þessi ráðherraskipti em með mikl- um endemum og það er algjörlega óupplýst hvers konar tilviljun það er að þrír forustumenn Alþýðuflokksins skuli hverfa úr stjómmálum samtím- is. Þær embættaveitingar, sem vom for- senda þessara tilfæringa, mælast ekki vel fyrir, enda koma þær í kjölfar mnu af embættaveitingum Alþýðuflokksráð- herra. Suðupottar stjómar- flokkanna Strax í upphafi stjómarsamstarfsins var látið að því liggja að skipt yrði um ráð- herra á miðju kjörtímabili. Það varð hins vegar fljótlega augljóst að Davíð myndi ekki ráða við að hrókera Sjálf- stæðisráðherrum. Flokkurinn er hrein- lega þvflíkur suðupottur og sambúð Davíðs og Þorsteins með þeim hætti að enginn þorði að hreyfa sig þegar til átti að taka. Öll skipti hefðu verið túlkuð öðrum hvomm arminum í hag. Jón Baldvin lagði hins vegar ótrauður í hrókeringar og létti það mjög róðurinn að hafa yfir feitum embættum að ráða. Jón Baldvin mun reikna dæmið þannig að rétt sé að draga þá, sem em með múður, inn í ríkisstjómina og láta þá vorkennast þar. í versta falli sé hægt að nota þá til þess að hafa uppi kröfúgerð og sprengja stjómina, ef kratar sjá til þess hentugt tækifæri. Rannveig Guð- mundsdóttir féll ekki inn í þessa mynd. Hún er þeirrar gerðar að ganga í verkin frekar en vera ætíð á tali við íjölmiðla- menn með uppsteit Nýir ráðherrar — framhaldslíf Nú er alveg eftir að vita hvemig þeim Össuri og Guðmundi Áma líkar vistin í ríkisstjóminni og að sitja undir stöðug- um brýningum fjármálaráðherra að skera niður. Einkum mun sú krafa mæða á Guðmundi Áma. Þau átök munu strax í upphafi reyna á þolrifin. Össuri er mikið í mun að láta á sér bera og ekki mun honum duga ísbjamar- hræið enda- laust til þess að halda sér í sviðsljósinu. Báðir þessir nýju menn leggja mikið undir með því að setjast í þessa óvinsælu ríkisstjóm, því báðir em metnaðargjamir og ætla sér framhaldslíf í pólitík. Því hafa þeir vart efni á að láta allt yfir sig ganga. Klofinn flokkur Ég sagði í blaðagrein rétt eftir ráð- herraskiptin að svipurinn á Jóhönnu hefði ekki verið fallegur eftir þessar að- gerðir. Það kom líka á daginn að óánægja hennar var slík, að hún sagði af sér sem varaformaður flokksins og bar við samskiptaörðugleikum við for- manninn. Þessi afsögn þýðir í raun klofning í flokknum. Vafalaust langar Jón Baldvin mest til þess að einangra Jóhönnu og hlusta ekki á hana innan ríkisstjómar eða utan. Það em hins vegar engar líkur á því að honum takist það án stórátaka í flokknum. Sá samblástur, sem er hjá konum í flokknum, sýnir ljóslega hve heitt er í kolunum. Átökín reyna á þolrifln Þessi átök reyna á þolrifin í flokksfor- ustunni og taka mikinn tíma og starfs- krafta. Þau veikja ríkisstjórnina á þeim tíma sem hún þarf á öllum sínum styrk að halda. Samskiptaörð- ugleikar Þor- steins Pálsson- ar og Davíðs Oddssonar hafa veikt ríkis- stjómina mjög mikið, ekki síst í hinum mikil- vægu sjávarút- vegsmálum, og nú bætist þessi eldur í Alþýðuflokknum við. Samskiptaörðugleikar í stað efnahagsaðgerða Um þessa samskiptaörðugleika og inn- anflokksátök snýst pólitísk umræða í sumar. Það hefði verið nær að hún hefði snúist um ákveðnari viðbrögð við hinu alvarlega ástandi í atvinnumálum. Þótt dregið hafi úr atvinnuleysinu yfír há- sumarið vegna átaksverkefna sveitarfé- laga, má það ekki villa mönnum sýn. Ekki hefur enn tekist að móta tillögur um með hverjum hætti einum milljarði króna verður varið til atvinnuuppbygg- ingar, eins og fyrirheit vom gefin um í kjarasamningum. Þetta er dæmi um þann dæmalausa seinagang sem ein- kennir allar stjórnarathafnir þessarar ríkisstjómar. Allar aðgerðir til þess að bregðast við bráðum vanda eru gerðar seint og linlega. Yfirlýsing ríkisstjómar- innar í tengslum við ákvörðun heildar- afla er dæmi um þetta. í raun er eina handfasta aðgerðin 7,5% gengisfelling, sem var auglýst rækilega fyrirfram með því að hnýta henni við ákvörðun um heildarafla. Önnur ákvæði yfirlýsingarinnar em um að beina til- mælum til sjóða um lánalengingar, leggja ffarn ffumvarp um þróunarsjóð í haust og enn ein yfirlýsing um úthlutun á aflaheimildum hagræðingarsjóðs, en vandræðin í kringum þróunarsjóð og hagræðingarsjóð halda áfram og stafa af því að ekkert samkomulag er í ríkis- stjóminni í tvö ár um það hvemig á að taka á málefnum sjávarútvegsins, hvorki á milli Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins né innan Sjálfstæðis- flokksins. Vantraust þjóðarinnar Allt þetta fyllir þjóðina vantrausti á rík- isstjóminni, eins og nýlegar skoðana- kannanir sýna. Ekki bætir úr þegar for- ustumennirnir í henni em önnum kafn- ir að leysa úr innanflokksflækjum, sem þeir hafa sjálfir búið til, í stað þess að berjast við aðsteðjandi vandamál. Hins vegar verður þetta til þess að halda stjórnmálaumræðunni við, með- an landinn þeysir um í sumarfríum sín- um. Hins vegar er vandi efnahags- og atvinnulífsins óleystur, þrátt fyrir plagg- ið sem ríkisstjórnin gaf út 27. júní síð- astliðinn um aðgerðir til að mæta afla- samdrætti.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.