Tíminn - 17.07.1993, Side 7
Laugardagur 17. júlí 1993
Tíminn 7
Agúst Þór Arnason ræðir
við Guðmund Alfreðsson
um mannréttindamál
og heimsþing
Sameinuðu þjóðanna
en olli samt óneitanlega vonbrigð-
um þrátt fyrir það. Ef litið er á
ástandið í alþjóðamálum, þá blasir
til dæmis við að í gangi eru stríð
bæði innan rikja og milli landa,
vegna meðferðar á minnihlutahóp-
um, og maður hefði haldið að það
yrði einhver lærdómur dreginn af
slíku. Það væri komið á daginn að
riki ættu ekki og gætu ekki komist
upp með að berja á minnihlutahóp-
um innan sinna landamæra, það
myndi valda átökum. Vonir höfðu
staðið til þess að sá lærdómur yrði
dreginn á mannréttindasviðinu að
það þyrfti að vemda betur réttindi
minnihlutahópa til að skapa jafn-
vægi og vemda friðinn. Þetta varð
ekki. Þvert á móti gengur það, sem
var samþykkt á heimsþinginu, held-
ur skemur en það sem hafði verið
samþykkt á árum áður. Réttindi,
sem er verið að tala um í þessu sam-
hengi, eru langt frá því að vera full-
nægjandi til að á þeim megi byggja
til að halda friðinn. Að svo skyldi
fara veldur vonbrigðum, en kemur í
sjálfu sér ekki á óvart, því þama er
um að ræða tregðu, sem hefur alltaf
verið til staðar í alþjóðasamstarf-
inu.“
— Láklega vissi umheimurinn lítíð
af þinginu í Vín fyrr en Dalai Lama,
trúarleiðtoga Tíbetbúa, var meinað
að tala í ráðstefnuhöllinni. Hveraig
þóttí þér fréttaflutningurinn af við-
burðum þingsins?
„Það er alls ekki hægt að segja að
hann gefi raunhæfa mynd af öllu því
starfi, sem fór fram í kringum ráð-
stefnuna og á undan henni, ef hann
takmarkast við fréttir af örfáum
hitamálum, sem komu upp í Vín,
eins og því sem þú nefndir um Dalai
Lama. Það var svo margt annað á
ferðinni og margir hlutir að gerast á
löngum tíma, að það væri synd og
skömm ef fréttaflutningur takmark-
aðist við þá hliðina. Þótt það sé nátt-
úrlega fréttamatur í sjálfu sér, þá var
bara svo margt annað sem var
fréttamatur líka og líklega ekki síð-
ur mikilvægur þegar til lengri tíma
er litið. Á meðan á ráðstefnunni stóð
hafði ég lítinn tíma til að fylgjast
með fjölmiðlum, en t.d. í austur-
riskum fjölmiðlum voru henni gerð
góð skil á víðtækum grundvelli. Á
bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN
var mikið fjallað um mannréttindi á
þessum tíma. Ekki bara í venjuleg-
um fréttum, heldur einnig í sérstök-
um hálftíma- og klukkutímalöngum
þáttum, sem var sjónvarpað reglu-
lega. Öll umræða og kynning af
þessu tagi er mjög þýðingarmikil
fyrir mannréttindastarfið, héma
heima líka.“
— Það er talið að hátt í tvö þúsund
mannréttindasamtök hafi tekið þátt
í ráðstefnunni í Vín. Er hægt að tala
um tímamót í því sambandi?
„Það hefur gilt í gegnum árin að fé-
lagasamtök hafa fengið að taka þátt í
mannréttindafundum og -staríi
Sameinuðu þjóðanna, ef þau væru á
til þess gerðri skrá. Til að komast á
þá skrá þurftu þau að sækja um og fá
umfjöllun í sérstakri nefnd á vegum
samtakanna. Þetta gekk yfirleitt
snurðulaust fyrir sig, með örfáum
undantekningum. í Vín gerðist það
svo, samkvæmt ákvörðun undir-
búningsneftidarinnar, að félagasam-
tök, sem starfa að mannréttinda- og
þróunarmálum, fengu að sækja ráð-
stefnuna án þess að vera á þessari
skrá. Þetta var mjög afgerandi
stefnubreyting og leiddi til þess að
félagasamtökum, sem koma nálægt
þessu alþjóðlega mannréttinda-
starfi, fjölgaði tífalt miðað við það
sem hefur gerst áður. Þetta er mjög
jákvætt, sérstaklega af því að sam-
tökin, sem bættust við, komu alls
staðar að úr heiminum og voru að
berjast fyrir og kynna mjög verðug
mál, sem oft á tíðum hafa ekki átt
upp á pallborðið hjá þeim félaga-
samtökum sem eru á opinberum
skrám. Þetta leiddi til virkara félags-
starfs á ráðstefnunni og mikillar
aukningar í þátttöku. Þetta er allt
„í Vln þurftu þessi ríki
að standa upp og í
eigin nafni að harnla
gegn því að framfar-
imar yrðu of hraðar
og of miklar. Það má
vera að það sé nauð-
synlegur áfangi í al-
þjóðasamstarfinu að
línumar skýríst um af-
stöðuna til mikilvægra
mála eins og mann-
réttinda. Menn vita þá
frekar hvar þeir
standa, þegar fjallað
er um vandasöm mál
afþessu tagiffram-
tíðinni."
saman mjög jákvætt, en eftir stend-
ur spurningin um hvort þessi fé-
lagasamtök fá áfram að sækja fundi
Sameinuðu þjóðanna á mannrétt-
indasviðinu. Þama má segja að
hurðin hafi verið opnuð í hálfa gátt.
Ef um áframhald verður að ræða á
þessari þróun, þá held ég að þar geti
verið um jafn merkan hlut að ræða
og niðurstöður sjálfs lokaskjalsins."
— Það fór ekki á milli mála að
mannréttíndasamtökin Amnesty
Interaatíonal og baráttusamtök fyr-
ir kvenréttíndum voru mest áber-
andi á heimsþinginu. Heldur þú að
þau hafi skyggt á veigaminni sam-
tök og gert þeim erfitt fyrir að vekja
athygli á málstað sínum?
„Nei, það held ég ekki, því að til við-
bótar við þau samtök sem þú nefnir
held ég að megi bæta félagasamtök-
um, sem starfa að þróunarmálum,
og samtökum frumbyggja, auk ann-
arra sem Iétu þarna talsvert til sín
taka. Það er alveg rétt að best skipu-
lögðu samtökin á ráðstefnunni voru
Amnesty og kvenréttindasamtök, en
ég held að það sé langt frá því að þau
hafi stjómað umræðunni á þessum
félagaftmdum eða framlagi þeirra til
heimsþingsins eða sett einhvem
einlitan stimpil á starfið í heild
sinni. Eins og ég sagði áðan, þá
skiptir ekki minnstu máli hvað ger-
ist í framtíðinni. Ef samtökin, sem
vom að koma nálægt starfi Samein-
uðu þjóðanna í fyrsta skiptið, fá að
vera með í framtíðinni, þá skiptir
ekki öllu máli þó að þau hafi ekki
náð að skipuleggja sig fullkomlega í
Vín. Áframhaldandi starf þeirra á al-
þjóðavettvangi mun sennilega leiða
til þess að þau megi samræma sitt
starf og Iáta meira til sín taka.“
— Umræða um mannréttindamál
hefur aukist mikið hér heima á
undanfÖraum misserum og í kjöl-
far þess að ríkið tapaði máli, sem
Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur
höfðaði gegn því fyrir mannrétt-
indadómstólnum í Strassborg,
skipaði Þorsteinn Pálsson dóms-
málaráðherra nefnd til að kanna
hvort rétt væri að gera Mannrétt-
indasáttmála Evrópu að íslenskum
lögum. Nefndin komst einróma að
þeirri niðurstöðu að rétt væri að
gera sáttmálann að einfoldum lög-
um. Telur þú að það sé heppilegasta
fyrirkomulag sáttmálans í íslensku
réttarreglum?
„Það hefði verið æskilegra að efnis-
reglur mannréttindasamnings Evr-
ópuráðsins yrðu vemdaðar með
stjómskipunarlögum. Það hefði
veitt borgurum landsins sæmilega
vemd aðallega gagnvart löggjafan-
um, en líka gagnvart öðmm valds-
mönnum í þjóðfélaginu. En í sjálfu
sér er ekkert nema gott um það að
segja að lögfesta efnisreglur samn-
ingsins. Það getur komið að stjóm-
arskrárbreytingum seinna. Ég er
aftur á móti sannfærður um að aðr-
ir kaflar þessa samnings um eftir-
Iitsstarfið á vegum Evrópuráðsins
eiga ekki nokkurt erindi í íslensk
lög. í því tilliti er ég alveg sammála
séráliti Ragnars Aðalsteinssonar,
sem fylgir nefndarskýrslu með
frumvarpinu. Þetta er þjóðréttar-
samningur og engin ástæða til að
láta reglur hans um mannréttinda-
nefnd, mannréttindadómstól og
ráðherranefnd Evrópuráðsins inn í
íslensk lög, það vantar til þess rök
og getur skapað fleiri spumingar en
það býður upp á svör. Annað atriði,
sem vekur athygli mína, er hvers
vegna bara þennan eina samning. ís-
land hefur staðfest fjöldamarga
mannréttindasamninga á vegum
Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðs-
ins og Alþjóða vinnumálastofnunar-
innar. Þar er fyrst að nefna alþjóð-
lega sáttmála um borgaraleg og
stjómmálaleg réttindi annars vegar
og efnahagsleg, félagsleg og menn-
ingarleg réttindi hins vegar. Það
hefði verið fyllsta ástæða til að
nefnd, sem fær svona stórt verkefni
til skoðunar, líti ekki bara á einn
samning, sem fjallar um ákveðna af-
markaða málaflokka, heldur fjallaði
líka um aðra samninga og aðra
málaflokka á mannréttindasviðinu
og athugaði hvort ekki hefði verið
rétt að lögfesta efnisreglur fleiri
samninga."
— En þýðir þetta að lokaúrskurður
í málum, sem snerta Mannréttínda-
sáttmála Evrópu, færist sjálfkrafa
til Strassborgar?
„Nei, eftir því sem ég les frumvarp-
ið og greinargerðina þá eiga úr-
lausnir dómstólsins og annarra eft-
irlitsaðila í Strassborg ekki að hafa
bindandi áhrif að íslenskum lands-
rétti. Þetta er sem sagt ekki sama
mál og EES-málið, sem aftur vekur
spumingar um til hvers á að setja
kaflann um nefndina og dómstólinn
í landsrétt, ef ekki er ætlast til þess
að dómarnir fái gildi að landslög-
. «
um.
-----------------------------\
ÚTBOÐ
Dímonarvegur, Suðurlands-
vegur — Stóri-Dímon
Vegagerö rlkisins óskar eftir tilboöum f lagningu
8,54 km kafla á Dimonarvegi I Rangárvallasýslu.
Helstu magntölur: Fyllingar og neöra burðarlag
36.000 m3 og fláafleygar 3.500 m3.
Verki skal lokiö 15. október 1993.
útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö rlkisins á
Selfossi og I Borgartúni 5, Reykjavlk (aöalgjald-
kera) frá og meö 19. júll.
Skila skal tilboðum á sömu stööum fyrir kl 14.00
þann 26. júll 1993.
Vegamálastjóri
____________________________J
-----------------------------\
ÚTBOÐ
Hlíðarvegur, Landsendi —
Hölknárdalur
Vegagerö rlkisins óskar eftir tilboöum I lagningu
3,2 km kafla á Hlíöarvegi frá Landsenda aö
Hölknárdal.
Helstu magntölur: Fyllingar 16.700 m3, neöra
buröarlag 7.300 m3
Verkinu skal lokiö 15. október 1993.
Útboösgögn verða afhent hjá Vegagerö rlkisins
á Reyöarfiröi og Borgartúni 5, Reykjavlk (aöal-
gjaldkera) frá og með 19. júlf.
Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14.00
þann26. júll 1993.
Vegamálastjóri
J
ÚTBOÐ
Norðurlandsvegur, Bólstaðar-
hlíð — Víðivörðuháls, 1993
Vegagerð rikisins óskar eftir tilboöum I lagningu
5,4 km kafla á Noröuriandsvegi um Bólstaöar-
hliöarbrekku ásamt gerö tveggja steyptra stokka
I Hliöará.
Helstu magntölur: Fylling, fláar og buröariag
285.000 m3, bergskeringar 25.000 m3, steyptir
stokkar 100 m og steypumagn 300 m3.
Verki skal lokiö 15. ágúst 1994.
Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerð rlkisins
á Sauöárkróki og I Borgartúni 5, Reykjavík (aö-
algjaldkera) frá og meö 20. júll.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þann 3. ágúst 1993.
Vegamálastjóri.
Viðhald fasteigna
Óskum eftir málara- og múrarameisturum,
sem hafa áhuga á samstarfi við fyrirtækið í
sambandi við viðhald fasteigna.
Dröfn hf. er umboðsaðili fyrir fjölmörg efni,
sem tengjast viðhaldi fasteigna. Efnin eru
öll þess eðlis að þau krefjast kunnáttu í notk-
un og eru þau eingöngu seld til iðnaðar-
manna/verktaka.
Óskað er eftir umboðsmönnum sem munu
þjóna eftirtöldum svæðum:
Suðurnes - Reykjavík - Suðurland - Aust-
firðir - Norðurland - Vestfirðir - Vesturland.
Umboðsmennirnir munu starfa í nánu sam-
starfi við Dröfn hf., en fyrirtækið selur vinnu
og efni sem tengjast viðhaldi fasteigna.
Nánari upplýsingar veittar í síma 650393/
654880 eða sendið skriflega fyrirspurn.
DRÖFN
VIÐHALD SKIPA & FASTEIGNA
STOFNAÐ 1941
Strandgötu 75 - Pósthólf/p.o box 70 - 220 Hafnarfjörður
- simi (91) 650393 - fax 654889 - kt. 500169-7109.