Tíminn - 17.07.1993, Síða 11
Laugardagur 17. Júlí 1993
Tíminn 23
Síðasta embættis-
verk lögfræðingsins
Miðvikudagsmorguninn 1. júlí 1992 hófust störf með hefðbundnum hætti í dóms-
húsinu í Fort Worth, Texas. í húsinu er starfræktur sérstakur áfrýjunardómstóll og
er með öðrum orðum einungis tekið á málum á síðari dómsstigum. Þetta var síð-
asti dagurinn fýrír sumarfrí og starfsmenn hlökkuðu til þess með óþreyju. í réttar-
salnum sátu 3 dómarar við réttarpúlt og hlýddu á hefðbundið áfrýjunarmál. Fyrir
framan þá stóð sækjandinn í málinu og flutti ræðu sína.
Þau mál, sem tekin eru fyrir í
dómshúsinu, eru alltaf á efri dóms-
stigum og því verða sjaldan uppþot
eða róstur í réttarsalnum. Það er að-
allega við fyrstu réttarhöld sem geð-
sveiflur bera einstaka aðila ofurliði
þannig að vandamál geti skapast.
100 ára saga hússins hafði verið frið-
sæl, aldrei hafði komið til neinna
vandræða og því var öryggisgæsla í
lágmarki og engir starfsmenn ráðn-
ir sérstaklega til að sinna öryggi
starfsmanna. Yfirdómari þennan
dag var Chris Marshall, sem sat í
miðið með Alfred Sanford á hægri
hönd og Carl Bellows á þá vinstri.
Um tugur sækjenda sat frammi í sal
og biðu þeir eftir að mál þeirra yrðu
kölluð upp.
Skipulögö aftaka
Rétt eftir kl. 10 gekk lágvaxinn
maður í svörtum jakkafötum inn í
dómssalinn. Hann var í hvítri skyrtu
með rauða þverslaufu og hélt á
brúnni skjalatösku og svörtum skó-
poka. Hann settist niður á meðal
lögfræðinganna og enginn virtist
gefa honum sérstakan gaum. Svo
virtist sem hann væri í sömu stöðu
og aðrir lögfræðingar við hlið hans,
að hann biði eftir því að hans mál
yrði tekið fyrir. Þannig sat hann í
nokkrar mínútur.
Skyndilega stóð hann upp og lyfti
upp skammbyssu, beindi henni í átt
að dómurunum þremur og hóf skot-
hríð.
Hið virðulega andrúmsloft dóms-
salarins vék fyrir skelfingaröskrum
og hryllingi.
„Guð minn góður, ég varð fyrir
skoti," öskraði einn lögmannanna
yfir salinn og hné niður. Lykt af
blóði og púðurreyk fyllti salinn og
enn hélt martröðin áfram. Þeir sem
ekki lágu á gólfinu sáu rauðlituð
leiftur koma frá einu sætinu og lág-
vaxni maðurinn skaut aftur og aftur
úr sæti sínu. Skotmaðurinn virtist
sá eini í salnum sem var fullkomlega
rólegur. Einn sækjendanna skýrði
frá því síðar að helst hefði litið út
fyrir að maðurinn væri leigumorð-
ingi að atvinnu, svo ískaldur og
svipbrigðalaus var hann.
Sækjandinn, sem var að halda ræð-
una þegar skothríðin hófst, slapp
undan kúlnaregninu með því að
kasta sér samstundis niður. Chris
Marshall dómari var ekki eins hepp-
inn. Hann hné niður særður með
fossandi blóðið úr nösum og munni.
Sanford dómara tókst að kasta sér í
tíma í gólfið og varðist þannig
kúlnahríðinni bak við réttarpúlt sitt.
Bellows fékk skot í hægri mjöðm, en
þrátt fyrir meiðslin stóð hann aftur
upp og virti fyrir sér árásarmann-
inn. Byssumaður og dómari horfð-
ust í augu eitt sekúndubrot og þá
var aftur hleypt af og Bellows fann
sáran verk í kviðarholi.
„Þú ert dauður, ég skal drepa þig,“
kallaði byssumaðurinn.
Ný von kviknaði hjá fólkinu í rétt-
arsalnun þegar skothríðin hætti og
daufúr smellur heyrðist í þrígang
sem táknaði að skotgeymir byss-
unnar væri tómur. Þær vonir urðu
þó að engu, þar sem skotmaðurinn
fór leiftursnöggt niður í vasa sinn,
náði í nýjan hlaðinn skotgeymi og
hóf aftur skothríðina. Einhverjir
náðu samt að sleppa út úr lokuðum
réttarsalnum á meðan. Lögmaður
að nafni Edwards ákvað að læðast
inn í hliðarsal og þar gerði hann til-
raun til að hringja á lögreglu. Hann
Dómshusiö I Fort Worth
- :"'***&*+,
- - •%.
náði aldrei að velja númerið, því
skyndilega horfðist hann í augu við
skotmanninn sem skaut Edwards
sex skotum í magann og lést hann
samstundis. Þar með yfirgaf byssu-
maðurinn vettvang án þess að nokk-
ur þyrði, af eðlilegum ástæðum, að
reyna að hefta för hans.
17 byssukúlur
Þegar lögreglan kom á staðinn lágu
tveir í valnum og þrír voru særðir,
þar af einn lífshættulega. Leitað var
að vitnum sem hefðu séð andlit
morðingjans greinilega og gáfu all-
margir starfsmenn dómshússins sig
fram. Meðal annars hafði ritari séð
til morðingjans þegar hann yfirgaf
vettvang og minntist hún sérstak-
lega á hversu rólegur maðurinn
hefði verið. Hann hafði gengið löt-
urhægt, með bros á vör og engum
hefði getað dottið í hug að maður-
inn hefði nýlokið við að fremja því-
líkan glæp.
Lögreglan fann sautján 9 mm
byssukúlur úr sjálfvirkri skamm-
byssu í dómshúsinu. Á sama tíma og
vettvangur glæpsins var rannsakað-
ur í þaula, hófst ítarleg leit að morð-
ingjanum. Gefin var út tilkynning
til alls mannafla lögreglunnar í ná-
grenninu, ásamt ítarlegri útlitslýs-
ingu. Þar sem maðurinn var vopn-
aður var hann álitinn stórhættuleg-
ur og lögreglumönnum var skipað
að taka ekki neina áhættu ef til hans
sæist. Þyrlur sveimuðu yfir borg-
inni, tugir lögreglubfla óku um, en
dagurinn leið án þess að nokkuð
fyndist annað en fatapinkill í ná-
grenni dómshússins. Alitið var að
morðinginn hefði strax haft fata-
skipti eftir verknaðinn til að villa
um fyrir þeim sem Ieituðu hans.
Ákveöin skot-
mörk
Því var strax slegið föstu að byssu-
maðurinn hefði haft ákveðna
ástæðu fyrir morðunum. Tálið var
að aðalskotmarkið hefði verið dóm-
aramir þrír, þótt honum tækist að-
eins að drepa einn þeirra, Marshall.
John Edwards lét llfiö er hann reyndi
aö hringja á lögregluna.
Hann hafði ýmist hæft aðra í dóms-
húsinu af slysni ellegar til að verja
eigið öryggi.
I ljósi þessa var bakgrunnur dóm-
aranna þriggja skoðaður. Chris
Marshall var einn af virtustu lög-
mönnum ríkisins. Ekki var vitað til
að hann ætti neina óvini, en hann
hafði dæmt í ótölulegum fjölda mála
og hafði á sér orð fyrir að vera rétt-
sýnn en strangur dómari.
John Edwards, sem látist hafði í
árásinni, var ungur lögmaður, að-
eins 33ja ára gamall. Hann hafði ný-
lega hafið störf í dómshúsinu, var
fjölskyldumaður og átti tvö ung
böm. Talið var að hann hefði verið
skotinn fyrir slysni og ástæða morð-
anna væri algerlega honum óvið-
komandi.
Svipaða sögu var að segja um
Sanford. Hann var nýlega búinn að
forframast í dómarastöðu áfrýjunar-
dómstólsins og ekki var hægt að
tengja fortíð hans á neinn hátt við
glæpinn.
Bellows var 69 ára gamall og löngu
kominn með rétt til að draga sig í
hlé. Hann var hins vegar vinnu-
þjarkur og ef eitthvað var þótti
vinnuharka hans stundum keyra úr
hófi fram. Hann hafði oft orðið fyrir
gagnrýni í þýðingarmeiri málum, en
það er óhjákvæmilegur fylgifiskur
þess sem tekur stórar ákvarðanir.
Tálið var líklegast að morðinginn
teldi sig hafa harma að hefna gagn-
vart Bellows. Þrátt fyrir tvö skotsár
var Bellows ekki mjög illa særður.
Leit aö lögfræöingi
Þegar leið á kvöldið vom yfirvöld
búin að fá grunsemdir um hver
morðinginn væri. Vitni höfðu borið
kennsl á hann af myndum og reynd-
ist hann heita George Douglas Lott,
45 ára gamall fyrrum lögmaður.
Hann var þekktur fyrir að vera ein-
staklega bitur út í kerfið eftir að
hann hafði lent í skilnaðarmáli við
fyrrum eiginkonu sína fyrir mörg-
um árum. Dómarinn í því máli hafði
verið sá sami og sat í réttarpúltinu í
Fort Worth dómshúsinu fyrr um
morguninn, nefnilega Carl Bellows.
Hann hafði misst lögmannsréttind-
in eftir að dæmt hafði verið í máli
þar sem konan hans ásakaði hann
um kynferðislega misnotkun á ung-
um syni þeirra og krafðist skilnaðar
í kjölfarið. Hann hafði svarið að
hefna sín á kerfinu og hafði nefnt
nafn Bellows ítrekað í því sambandi.
Kærurnar, sem konan lagði fram á
hendur honum, voru mjög alvarleg-
ar. Hann átti að hafa hótað syni sín-
um með hnífi og byssu og m.a.s.
hleypt skotum af upp í loftið í ein-
staka tilfellum með þessum orðum:
„Þú veist hvað kemur fyrir mömmu
þína ef þú segir henni frá litlu leynd-
armálunum okkar."
Það þótti ekki einungis sannað fyr-
ir dómstólum að Lott hefði misnot-
að son sinn kynferðislega, heldur
báru ummerki á líkama drengsins
merki um sadískar tilhneigingar
föðurins, þar sem Lott hafði brennt
hann á höndum og fótum og bundið
með snæri.
Lott varði sig sjálfur í réttarsal og
reyndi hvað hann gat til að bera af
sér sakimar. Eigi að síður var hann
George Lott fannst embættisverkum
slnum ekki lokiö, þrátt fyrir aö búiö
væri að svipta hann lögmannsrétt-
indunum.
dæmdur sekur, til sviptingar for-
ræðis, meinaður umgengnisréttur
við soninn og í 18 mánaða fangelsi.
Játning í beinni
útsendingu
Á sama tíma og lögreglan lýsti eftir
Lott, gekk maður inn í húsakynni
Stöðvar 8 í Dallas sem er skammt
frá Fort Worth. Hann kynnti sig fyr-
ir móttökuritara sjónvarpsstöðvar-
innar. „Ég er maðurinn sem skaut
lögmennina í dómshúsinu."
Ritaranum tókst að halda ró sinni
og bað hann að skrifa sig inn. Hann
gerði það, G. Lott
Hinn eftirlýsti morðingi vildi fá að
hitta fréttastjóra stöðvarinnar og
var það leyft Rétt áður en frétta-
stjórinn tók á móti honum, var haft
samband við lögregluna. Síðan byrj-
aði fréttastjórinn að spjalla við Lott
um ástæður þess að hann hefði
framið þennan glæp.
Hann sagði að kerfið hefði farið illa
með sig og sérstaklega hvað varðaði
son hans. Þar sem dómskerfið hefði
brugðist, kerfi sem hann hafði sjálf-
ur tekið þátt í að starfa við og byggja
upp, hafði honum fúndist rétt að
vekja athygli á málstað sínum.
,J4aður verður að framkvæma ljóta
verknaði til að fá fólk til að taka eftir
sér,“ sagði Lott. Fréttastjóranum og
starfsliði hans brá í brún, þegar Lott
dró skammbyssu upp úr brjóstvas-
anum og fálmaði eftir skotfærum
sem hann geymdi í sokknum.
„Þú þarft ekki að vera hræddur við
mig, ég er bara að sýna þér áhaldið
sem ég notaði," sagði Lott og brosti.
Hann féllst á að fréttastjórinn
geymdi vopnið og skömmu seinna
voru lögreglumenn úr víkingasveit
Dallasborgar búnir að handtaka
hann.
Áður en lögreglan fór með Lott í
handjámum frá sjónvarpsstöðinni
endurtók hann játningu sína fyrir
framan kvikmyndatökuvélar og hélt
reyndar að hann væri í beinni út-
sendingu. Hann sagðist sérstaklega
hafa ætlað sér að „uppræta"
Bellows, en þegar hann hóf skot-
hríðina „fannst honum sem hinir
væru ekkert betri".
„Dauöalistinn“
Við leit í bfl hans fundust ítarleg
gögn um Bellows og fleiri lögmenn.
Þeir voru auðsjáanlega allmargir á
„dauðalistanum" og hann hafði afl-
að sér gífurlegs magns af skotfærum
eða rétt um 700 skot. Ekki var ljóst
hvað olli því að hann gaf sig fram og
lét staðar numið.
Forsaga Lotts var ljót allt frá því að
unglingsárunum sleppti. Hann
hafði verið rekinn úr hemum eftir
að hafa hótað yfirforingja sínum. Þá
kynntist hann konu sem hann bjó
með um skeið, en hún skildi við
hann eftir 6 mánaða sambúð og sak-
aði hann um barsmíðar og óeðli og
meðal annars um að hafa valdið því
að hún missti fóstur. Síðan virtist
rofa til er hann ákvað að læra lög-
fræði og næstu ár á eftir voru tíð-
indalítil. En eftir að hann kynntist
eiginkonu sinni og eignaðist bam,
missti hann aftur stjóm á sér.